Tíminn - 25.11.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.11.1975, Blaðsíða 6
TÍMINN Þriðjudagur 25. nóvember 1975. ÞJOÐARBUSKAPURINN ÞJOÐARBUSKAPURINN ÞJOÐARBUSKAPURINN Við þessar aðstæður er þess ekki að vænta, að íslendingum falli í skaut búhnykkur batnandi við- skiptakjara á næsta ári Þetta efni er tekið úr fimmta hefti ritraðarinnar um ÞJÓÐARBÚSKAPINN, sem Þjóðhagsstofnunin hef- ur nýgefið út. Inngangur Almennur samdráttur fram- leiðslu og eftirspurnar i iðnþró- uðu rikjunum samfara hriðversn- andi viðskiptakjörum frumfram- leiðslurikja eru þeir þættir i hinni alþ.ióðlegu efnahagsframvindu, sem afdrifarikastir hafa orðið fyrir islenzka þjóðarbúskapinn á árunum 1974 og 1975. Þrátt fyrir minnkandi innflutn- ing 1975hefur sölutregða og verð- lækkun á útflutningsmarkaði og hækkandi innflutningsverð valdið alvarlegum greiðsluhalla útá við, en sá halli er nú ásamt verðbólg- unni erfiðasti efnahagsvandi Islendinga. Þegar efnahagserfiðleikarnir árin 1967 og 1968 voru yfirunnir, tók við einstaklega mikil gróska i islenzku efnahagslifi. Arin fjögur 1970—1973 jukust ráðstöfunar- tekjur þjóðarinnar um 10% á ári að meðaltali. Þetta stafaði jöfn- um höndum af aukinni fiskgegnd og f ramleiðslu og hagstæðum við- skiptakjörum, sem bötnuðu jafnt og þétt öll þessi ár að árinu 1972 undanskildu. Viðskiptakjörin bötnuðu einkum mikið árið 1973, þegar verð útflutningsvara hækk- aði ört. Þetta langa velgengni- skeið hafði vitaskuld viðtæk áhrif á almennar launakröfur og jók bæði einstaklingumog opinberri forystu bjartsýni, sem mótaði út- gjaldaáform bæði til f járfestingar og neyzlu. Framvindan árin 1974 og 1975 snarsnérist Islendingum i óhag, og þau skörpu skil urðu enn til- finnanlegri vegna þeirrar hag- sældar, sem rikt hafði að undan- förnu. Viðskiptakjör versnuðu um 10% árið 1974 og skerðast enn um 16% i ár. Þessi skellur, ásamt nokkrum samdrætti i umsvifum innanlands, veldur þvi, að þjóðar- tekjur iheild stóðu i stað árið 1974 og minnka liklega um 8% árið 1975. Þarna er að leita skýringar- innar á þvi, hve aðlögun að þess- um gjörbreyttu aðstæðum hefur miöað hægt vegna margskonar erfiðleika, bæði af stjórnmála- og efnahagsástæðum. Breytingar ytri skilyrða árin 1973—1974 voru bæði einstaklega snöggar og miklar, meira að segja á mælikvarða íslendinga, sem löngum hafa þó átt að venjast efnahagslegum hverful- leika. Kostnaðaráhrif oliuverð- hækkunarinnar og almenn verð- hækkun innfluttrar vöru riðu yfir I kjölfar uppgangs af völdum stóraukinnar útflutningstekna. Viðbrögðin innanlands við þess- um erlendu áhrifum ullu örari verðbólgu en dæmi eru um á Islandi frá þvi að siðari heims- styrjöldinni lauk. Verðbreyting þjóðarframleiðslu nam 40% 1974 og sýnist verða um 38% 1975, en hækkun visitölu framfærslu- kostnaðar er enn meiri. Hækkun framfærsluvisitölunnar á fyrra helmingi þessa árs svarar til 50% árshækkunar. Þessi hækkun staf- ar þó að verulegu leyti af gengis- sigi á fyrra helmingi ársins 1974 og gengislækkunum i ágúst 1974 og febrúar 1975, ásamt hinni miklu verðhækkun innfluttra vara á árinu 1974. Loks koma svo til kostnaðaráhrif hinna ógæti- legu kjarasamninga á fyrra helmingi ársins 1974. Aukning innlendrar eftirspurnar af völd- um þessara kjarasamninga og stóraukin fjárfesting bæði einka- aðila og hins opinbera, leystu — með útlánaaukningunni 1974— úr læðingi sterk verðbólguöfl, sem gætti alveg efalaust langt fram á árið 1975. Verðþróunin upp á siðkastið bendir hins vegar til, að verð- bólguhraðinn hafi náð hámarki. Verðhækkanir á þriðja og fjórða fjórðungi þessa árs eru um það bil helmingi minni en þær voru að meðaltali 1974—1975. Þetta stafar að verulegu leyti af þeim hófsömu kjarasamningum, sem gerðir voru i júni 1975, en þeir bentu til þess, að verkalýðshreyfingin viðurkenndi þörfina á að sam- ræma innlenda eftirspurn skert- um tekjuöflunarmöguleikum þjóðarinnar út á við. Niðurstaða þessara samninga var mikils- verður árangur i jafnvægisvið- leitninni i efnahagsmálum. Júni- samningarnir, ásamt ýmsum ráðstöfunum stjórnvalda, hafa valdið mestu um það, að 10% samdráttur þjóðarútgjalda — að þvl ætlað er — hefur orðið, án þess að til nokkurs atvinnuleysis hafi komið. Samdráttur eftir- spurnar innanlands og verðáhrif gengislækkana og innflutnings- verðhækkunar virðast ætla að valda minnkun innflutnings- magns um 17% á þessu ári, eða likt og ætlað var i marz og april sl. Óhagstæð viðskiptakjör og sölutregða á útflutningsmarkaði valda þvi hins vegar, að halli á viðskiptum við útlönd verður mjög mikill á árinu, eða sem næst 10% af þjóðarframleiðslu, sam- anborið við 12% árið 1974. Sé við- skiptajöfnuðurinn leiðréttur fyrir birgðabreytingum útflutnings- vöru, viðskiptum álverksmiðj- unnar og sérstökum innflutningi fjárfestingarvöru, kemur fram svipuð breyting. Auk minnkandi eftirspurnar á~ erlendum markaði,, er tilkoma verndarstefnu fyrir innlendan sjávarútveg i' öðrum löndum önn- ur meginástæða útflutningserfið- leika okkar. Meðal þess, sem erfiðleikum veldur, eru stóraukn- ir styrkir til fiskveiða og vinnslu i þeim rikjum, sem eru keppinaut- ar okkar á erlendum markaði, hækkaðir tollar og álagning inn- borgunarskyldu við innflutning á fiski i markaðslöndum okkar. Efnahagsbandalagið styrkir út- flutning freðfisks og loks rikti bann við löndunum islenzkra fiskiskipa i Vestur-Þýzkalandi fram til hausts 1975. Eitt mikil- vægasta ákvæði viðskiptasamn- ings Islandinga við Efnahags- bandalagiðerafnám tolla á flest- um islenzkum fiskafurðum i aðildarrikjum bandalagsins, en sú tollalækkun er ekki enn komin til framkvæmda. Þetta veldur þvi tvennu, að tslendingar njóta ekki þeirra gagnkvæmu tollalækkana, sem samningurinn gerði ráð fyr- ir,ogverða jafnframt að sæta hækkandi innflutningstollum i þeim rikjum, sem áður voru aðil- ar i EFTA, en eru nú i Efnahags- bandalaginu. Framvinda stjórnmálanna á árinu 1974 olli þvi, að hvorki reyndist unnt að bregðast við efnahagsvandanum nægilega snemma né á fullnægjandi hátt. Dráttur á efnahagsráðstöfunum, sem sýnilega voru nauðsynlegar, jók á spákaupmennsku, sem kom fram i auknum innflutningi og verðhækkun fasteigna, og setti efnahagsjafnvægið enn frekar úr skorðum. Þessa gætti einkum frá þvi að kjarasamningarnir i marz 1974 voru gerðir og þar til að frá- farandi ríkisstjórnreyndi að and- æfa með afnámi verðlagsuppbót- ar á laun og ýmsum öðrum ráð- stöfunum. önnur spákaup- mennskualda reis um mitt ár 1974 þegar mikil óvissa rikti vegna tafa á myndun nýrrar rikisstjórn- ar að loknum kosningum i júni. Úr óvissunni i efnahagsmálunum dró ekki fyrr en ný rikisstjórn tók við i ágúst og greip til margvis- legra ráðstafana siðast i þeim mánuði og i september með 17% gengisfellingu krónunnar, hækk- un óbeinna skatta og framleng- ingu á afnámi visitölubóta á laun. Þessar ráðstafanir höfðu tvi- mælalaust jákvæð áhrif i bráð og þrýstingur eftirspurnar eftir inn- flutningi rénaði á siðasta árs- fjórðungi 1974. Vonir um að þess- ar ráðstafanir nægðu til þess að rétta við afkomu útflutningsat- vinnuveganna og jafna verulega viðskiptahallann urðu hins vegar að engu, þar sem viðskiptakjörin héldu áfram að versna. Aðstaða fiskveiða og fiskvinnslu reyndist enn veikari en við var búizt. Ullu þvi ýmis atvik, sem lögðust á eitt um að rýra samkeppnishæfnina, svo sem minnkandi afli, lækkað verð á erlendum markaði og hækkandi verð aðfluttra aðfanga. Um áramótin varð ljóst, að. skjótra aðgerða yrði þörf, og um miðjan febrúar var gengi krón- unnar lækkað um 20%. I fram- haldi af gengislækkuninni voru jafnframt gerðar ýmsar ráðstaf- anir til jafnvægis i efnahagsmál- um, sem einkum var ætlað að draga úr innlendri eftirspurn og styrkja fjárhag rikissjóðs. Versnandi ytri aðstæður hafa þannig hvað eftir annað gert áhrif innlendra ráðstafana að engu. Þegar meta á árangur stjórnar islenzkra efnahagsmála á árun- um 1974 og 1975 má ekki gleyma þessu þunga andstreymi erlendis frá. Endurteknar gengisfellingar voru óhjákvæmilegar til þess að varðveita samkeppnishæfni út- flutningsatvinnuveganna, halda fullri atvinnu og hamla gegn óhóflegri gjaldeyriseftirspurn án þess að gripa til innflutnings- hafta. A þær verður hins vegar að litai sem beggja handa járn, þar sem þær hafa ýtt undir verðbólg- una og glætt vonir um verðbólgu- gróða, en þar er einmitt komið nærri rótum margra efnahags- erfiðleika Islendinga á siðustu ár- um og áratugum. Horfur 1976. Horfur á siðasta fjórðungi þessa árs og árinu 1976 eru dekkri en vænzt var i ársbyrjun. Hinn langþráði bati i alþjóðlegri efna- hagsþróun kann að vera i sjón- máli, en hann er enn ekki I hendi. Máttur samdráttaraflanna hefir verið vanmetinn. Eins og svo oft áður, hefur einnig láðst að meta réttilega þann langa tima, sem liða hlýtur frá upphafi breytinga mikilvægra efnahagsþátta, og þar til að áhrif þeirra koma að fullu fram um flókinn vef heims- viðskipta og breyta þróun efna- hagsmála á alþjóða vettvangi. Margar þjóðir glima enn við þri- höfða þurs verðbólgu, atvinnu- leysis og óhagstæðs viðskipta- jafnaðar. jafnvel þó að teikn um bata i heimsbúskapnum virðist nú vera að skýrast. Við þessar aðstæður er ekki þess að vænta, að Islendingum falli i skaut búhnykkur batnandi viðskiptakjara á næsta ári. Til- tækar upplýsingar um sennilegar verðbreytingar á heimsmarkaði 1976 eru nokkuð torráðnar, en benda þó til þess, að viðskiptakjör Islendinga breytist i meginatrið- um litið frá árinu i ár, eða að verð innfluttra jafnt sem útfluttra vara muni hækka um 7—8 af hundraði i erlendum gjaldeyri. Þetta er þó einkar óviss spá, þegar þess er gætt, hvernig utan- rikisviðskiptum Islendinga er háttar, og hve verðlag afar mikilvægra útflutningsvara er óstöðugt. Vegna þerra markaðs- truflandi aðgerða, sem draga úr útflutningi og áður er lýst, og annarra aðstæðna á útflutnings- markaði (t.d. óvissu um framvindu mála á Pýrenea- skaga) verður að telja spána hér á undan reista á nokkurri bjart- sýni, en aukningar útflutnings er þó efalaust að vænta, þegar eftir- spurn á heimsmarkaði eykst á ár- inu 1976. Hinn alvarlegi viðskiptahalli áranna 1974 og 1975 ásamt afar tæpri gjaldeyrisstöðu þjóðarbús- ins nú, veldur þvi, að óhjákvæmi- legt er að draga mjög úr við- skiptahallanum 1976 og næstu ár, þannig að unnt reynist að halda greiðslubyrði þjóðarinnar vegna erlendra lána innan skynsam- legra marka. Það markmið, að ná viðskiptahallanum þegar á allra næstu árum niður i brot þess, sem hann hefur verið 1974 og 1975, verður að hafa I fyrir- rúmi. Þetta hefur I för með sér hvort tveggja að innlend eftir- spurn verður að hjaðna, og draga verður úr innlendri verðbólgu svo um munar, ef tryggja á samkeppnisstöðu útflutningsat- vinnuveganna. Til þess að ná þessum forgangsmarkmiðum efnahagsstefnunnar og halda óskertri atvinnu verður að koma til fullur skilningur og stuðningur samtaka launþega og vinnuveit- enda. Niðurstaða kjarasamn- inganna um næstu áramót skipt- irsköpum bæði um innlenda eftir- spurn og verðbólguna á næsta ári. Sú hjöðnun verðbólgunnar, sem orðiðhefur nú siðari hluta ársins, verður skammvinn ef launa- hækkunum verður ekki m jög i hóf stillt á komandi ári. Fyrstu drög að þjóðhagsspá fyrir árið 1976 1) hafa nú verið sett fram sem grunnur mats á helztu viðfangsefnum i stjórn efnahagsmála næsta ár. Þar kemur m.a. fram, að með óbreyttum kaupmætti ráðstöf- unartekna heimilanna frá árinu i ár, sem i reynd þýðir óbreyttar rauntekjur frá þvi sem þær eru nú i október, megi búast við, að einkaneyzla haldist að mestu óbreytt eða minnki heldur. I fjár- lagafrumvarpi þvi, sem nú hefur verið lagt fram, felst óbreytt magn samneyzlu á næsta ári. Þá bendir frumgerð fjárfestingar- spár til u.þ.b. 5% samdráttar i fjárfestingu 1976. Loks má búast við um 5-6% aukningu útflutn- ingsmagns, en að innflutningur minnki um 5%. Niðurstaða þess- arar þjóðhagsspár sý'nir um 1—2% minnkun þjóðarútgjalda i heild og 1—2% aukningu þjóðar- framleiðslu. Hins vegar kemur engu að siður fram viðskiptahalli, sem nemur 7—8% af þjóðarfram- leiðslu 1976. Með tilliti til hinnar tæpu greiðslustöðu út á við gæti reynzt nauðsynlegt að stefna að minni viðskiptahalla við útlönd með meiri samdrætti þjóðarút- gjalda en við er miðað i þessum drögum. Þessi mynd af horfum fyrir næsta ár sýnir, að strangt aðhald i fjármálum og peninga- málum er frumskilyrði þess, að viðunandi jafnvægi náist I greiðsluviðskiptum við útlönd. Með fjárlagafrumvarpinu 1976 er stefnt að jafnvægi i rikisfjármál- um, að nokkurri minnkun til- færslna,semþóer aðhluta jöfnuð með afnámi 12% vörugjaldsins, og öbreyttu magni útgjalda hins opinbera til kaupa á vörum og þjónustu. Mikilvægt er, að frum- varp þetta nái fram að ganga án þess að fjárlagaútgjöld I heild verði aukin, og jafnframt, að i lánsfjáráætlun þeirri, sem nú er unnið að, verði stefnt að þvi, að draga úr raunvirði nýrra útlána á árinu 1976. Raunar má vera a,ð meira aðhalds sé þörf I rikisfjár- málum en að er stefnt með f jár- lagafrumvarpi. 1) Nánari grein verður gerð fyrir þessum drögum i fjölriti Þjóð- hagsstofnunar: ,,Or þjóðarbú- skapnum", sem út kemur i næsta mánuði. Svigrúm til meiri skuldasöfn- unar erlendist er litið sem ekkert eins og nú horfir. Aðlögun þjóðar- búskaparins að hinum óhagstæðu ytri skilyrðum hefur verið seinni að skila árangri en ætlað var, vegna sifellt óhagstæðari þróunar útflutningsviðskiptanna. Af þess- ari ástæðu má ekkert slaka á eftirspurnaraðhaldi á næsta ári. Hvort unnt reynist að ná þessum tökum á innlendri eftirspurn og draga um leið verulega úr hraða verðbólgunnar — án þess að valda atvinnuleysi — stendur og fellur með þátttöku og samvinnu samtaka vinnumarkaðarins við að móta ákveðna, hófsama launa- stefnu fyrir árið 1976, sem i bezta falli gæti miðað að þvi að stað- festa núverandi kaupmátt launa. Þótt þetta kunni að sýnast erfitt og óaðgengilegt eftir kaup- máttarrýrnun á þessu ári, virðist þetta eina skynsamlega leiðin. Vandinn, sem að steðjar, er þó ekki sá einn að ná viðunandi jafn- vægi milli þjóðarútgjalda og tekna á næsta ári, heldur ekki sið- ur að tryggja að þau útgjöld fái ÞJÓÐARBÚSKAPURINN ¦¦BHHnoHn ÞJÓÐARBUSKAPURINN ÞJOÐARBUSKAPURINN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.