Tíminn - 25.11.1975, Síða 7

Tíminn - 25.11.1975, Síða 7
Þriðjudagur 25. nóvember 1975. TÍMINN 7 ÞJÓÐARBÚSKAPURINN ÞJÓÐARBÚSKAPURINN ÞJÓÐARBÚSKAPURINN forgang, sem stuðla að aukinni framleiðslu og flýta efnahags- bata. Framvindan og horfur 1975. Þjóðarfraihleiðsla og þjoðarút- gjöld. Þjóðhagsspár frá i april og mai, sem reistar voru á horfum eftir gengislækkunina i febrúar og efnahagsráðstafanirnar i marz og april gáfu til kynna, að þjóðarframleiðsla drægist saman um 2% að raunverulegu verðgildi á árinu 1975. Þá var og búizt við, að viðskiptakjörin við útlönd rýrnuðu um 15% frá fyrra ári, eða sem jafngilti um 4% til viðbótar minnkun þjóðarframleiðslunnar. Þannig voru taldar horfur á að þjóðartekjur i heild minnkuðu um 6% á þessu ári, eða um 7—8% á mann. 1 þessum spám var reikn- að með, að allir helztu þættir þjóðarútgjalda stæðu i stað eða minnkuðu á þessu ári, en i heild var spáð um 11% minnkun þjóðarútgjalda að raunverulegu verðgildi, að mestu leyti vegna minnkunar einkaneyzlu. Með þessu var ljóst, að mun meiri samdráttur yrði I innlendri eftir- spurn en framleiðslu á þessu ári, þveröfugt við þróunina 1974, en þá jukust þjóðarútgjöld i heild um 10% að raunverulegu verðgildi meðan framleiðslan jókst aðeins um 3% og þjóðartekjur stóðu i stað. í þjóðhagsspánum frá í mai voru taldar horfur á 2% magn- aukningu útflutningsframleiðslu, en jafnframt var þess vænzt, að hin mikla aukning útflutnings- vörubirgða, sem var að sl. ári, gengi til baka i ár. Þvi var reiknað með, að vöruútflutningur gæti aukizt um 14% að raunveru- legu verðgildi á árinu 1975. A móti var spáð um 17—18% samdrætti innflutningsmagns, og að frátöld- um verðbreytingum mætti þvi búastvið verulegum bata i vöru- skiptunum við útlönd á árinu 1975. Af völdum rýrnunar viðskipta- kjara var þvi hins vegar spáð, að á verðlagi þessa árs næmi vöru- skiptahallinn engu að siður um 7% af þjóðarframleiðslu saman- borið við 12% á árinu 1974. Það sem af er árinu virðast sparnar um þróun innlendrar eftirspurnar og innflutnings hafa gengið eftir i öllum meginatrið- um, en á hinn bóginn hefur þróun útflutnings reynzt mun óhag- stæðari en við var búizt. Þvi veldur annars vegar, að útflutn- ingsframleiðslan i heild hefur ekki aukizt eins og búizt var við, og eru nú fremur taldar horfur á að hún minnki litillega i ár, en hins vegar hefur gætt áframhald- andi söluerfiðleika erlendis og lit- ið gengið á birgðir sjávarvöru og leiðsla eykstekki á þessu ári. Eru nú taldar horfur á, að þjóðar- framleiðsla minnki um 3 1/2% að magni i ár. Þá er spáð um 16% versnun viðsl 'ptakjaranna við útlönd i kjölfar rýrnunar viðskiptakjaranna um 10% á sl. ári. Viðskiptakjaraáhri'fin á þessu ári svara til um 4 1/2% skerðingar þjóðarframleiðslu að raunverulegu verðgildi. Þannig er nú spáð, að raunverulegar þjóðartekjur dragist saman um 8% i heild á þessu ári, eða sem nemur um 9% á mann. Framleiðslan eftir greinum. Horfur eru nú á, að sjávarafurða- framleiðslan geti aukizt um 2% á þessu ári, en þetta er heldur minni framleiðsluaukning en spáð var fyrr á árinu. 1 spám i mai var búizt við um 4% aukn- ingu sjávarafurðaframleiðslu, en við endurskoðun voru spár þessar færðar niður, einkum af þremur orsökum. 1 fyrsta lagi var ljóst, að markaður fyrir frysta loðnu i Japan hafði brugðizt, og hafði það i för með sér, að nær alveg tók . fyrir loðnufrystingu á þessu ári. 1 öðru lagi varð afli minni en ella hefði mátt búast við vegna togaraverkfallsins i byrjun sumars, og i þriðja lagi dró úr sildveiðum i Norðursjó. Megin- ástæður þeirrar aukningar, sem nú er spáð, eru aukning i þorsk- afla togara og framleiðsluaukn- ing frystingar og söltunar, sem meira en vegur upp minnkun loðnuaflans hér heima og fram- leiðsluminnkun loðnufrystingar. Auk þess koma nú til veiðar nokk- urra loðnuskipa á fjarlægum mið- um. Samkvæmt bráðábirgðatöl- um var heildarþorskaflinn fyrstu niu mánuði ársins um 21 þús. tonnum meiri en á sama tima i fyrra, eingöngu vegna aflaaukn- ingar togara, en bátaaflinn reyndist um 2 þús. tonnum minni. Heildarverðmæti landaðs sjávar- afla á föstu verðlagi er áætlað svipað fyrstu niu mánuði ársins i ár og á sama tima i fyrra. Hins vegar er áætlað, að útflutnings- framleiðsla sjávarafurða tima- bilið janúar-september 1975 hafi orðið um 2% meiri að magni en fyrstu niu mánuði ársins 1974. Framleiðslan f öðrum greinum er talin verða svipuð eða minni á þessu ári en árið 1974. Gert er ráð fyrir, að búvöruframleiðslan reynist um 3% rýrari en í fyrra. Magn innveginnar mjólkur hjá samlögunum fyrstu niu mánuði þessa árs reyndist um 2,5 millj. litra minna en á sama tima i fyrra, en það er tæplega 3% minnkun. Sauðfjárslátruná þessu hausti er talin verða meiri en nokkru sinni og veldur þvi bæði meiri frjósemi áa og minni ásetn- ingur vegna minni og lélegri Þjóðarframletðsla og þjóðarútgjöld 1972—1974. " Milljónir krónu Breytingur frú fyrra ári, % Brúðab.- tölur 1974 Spú 1975 Mugn1) Vcrð 1974 1975 1974 1975 1. Einkaney/lu a? 660 113 400 7,5 -f 12 42,0- 47 2. Sumueyzla 14 430 19 180 6,0 0 48,0 33 3. Fjúrmunnmyiiduri 43 230 61 920 6,7 -f 3 41,5 47,5 A. Atvinuuvegir 20 520 25 520 15,0 -f 15,1 36,0 52 R. Opinbcrur fruinkvæmdir 12 860 22 300 12,1 17,9 48,5 47 C. íbúðurhús 9 850 13 100 -:16,3 -f 5 52,0 40 4. Dirgðu- og búbtofnbbieytingur2) . 3 250 0 5. Þjóðarútgjöld, ulL 148 570 194 500 10,2 -f 10,1 41,8 45,5 6. títílutningur vöru og þjónubtu .. 48 080 73 goo 0,3 3,4 28,1 46,9 7. Innílutniugur vöru og þjónustu .. 63 610 91 500 13,4 f 13,5 40,1 66,3 8. Viðbkiptujöfnuður -f 15 530 -f 18 500 9. Verg þjóöurfrainleiðaln, murkuðs- virði 133 040 176 000 3,2 -f 3,5 39,5 37,5 10. Viöbkiptukjarunhrif3) : 2,8 H-4,5 11. Vergar þjóðurtekjur 0,4 -f 8,0 * 1) Magnbreylingur 1974’ eru reiknuðar á föstu verðlagi úrsins 1969, en inagnbreytingur 1975 ú föstu verðlugi úrsina 7974. 2) Aðallega útflutningsvörubirgðir. 3) Rciknað scm hlutfull af vcrgri þjóðarfruinleiðslu fyrru úrs. álbirgðir aukizt. Vegna þessarar slöku útkomu útflutnings er sýnt, að viðskiptahallinn réttist mun minna i ár en áður var vænzt, og er nú búizt við að hann nemi um 10 1/2% af þjóðarframleiðslu. Við endurskoðun þjóðhags- spánna nú i vetrarbyrjun hafa framleiðslubreytingar verið færðar li'tið eitt niður frá fyrri spám, einkum vegna þess, að nú virðist sýnt, að útflutningsfram- heyja en á sl. ári. Vegna hins óhagstæða tiðarfars um sunnan- og vestanvert landið sl. sumar brástkartöfluuppskera, og er hún talin verða innan við helmingur þess, sem hún var i fyrra. Búizt er við, að heildarfram- leiðsla iðnaðarins i ár dragist saman um 3% frá i fyrra. Alfram- leiðsla er áætluð nema 60 þús. tonnum samanborið við 68.4 þús. tonn 1974, en það er um 12% minnkun. Samkvæmt hagsveiflu- vog iðnaðarins og fleiri heimild- um er önnur iðnaðarframleiðsla talin hafa reynzt heldur minni á fyrra helmingi þessa árs en á sama tima i fyrra. Ljóst er, að breytingar framleiðslumagns u afar ólikar I hinum ýmsu greinum iðnaðarins. Virðist koma fram talsverð framleiðsluaukning i út- flutningsgreinum öðrum en áli og kisilgúr, en samdráttur í þeim iðngreinum, sem framleiða fyrir innlendan markað, svo og i við- gerðargreinum. Fyrri hluta árs varð samdrátturinn mestur i rikisverksmiðjunum þremur, Aburðarverksmiðjunni, Kisiliðj- unni og i Sementsverksmiðjunni — og þar af leiðandi i steypugerð — vegna verkfallanna i byrjun sumars. Umsvif i byggingarstarfsemi eru talin verða svipuð eða heldur minni i ár en á sl. ári, en mikil þensla hefur verið i byggingar- iðnaði undanfarin ár. Opinber þjónusta verður væntanlega svip- uð og á sl. ári, en gert er ráð fyrir talsverðum samdrætti i öðrum greinum. Er þar fyrst og fremst átt við verzlunargreinar, sam- göngur og einkaþjónustu. hvers konar, sem að langmestu leyti eru háðar innlendri eftirspurn. t heild er gert ráð fyrir, að umsvif i þessum greinum kunni að drag- ast saman i ár um 7% frá fyrra ári. Að öllu samanlögðu benda þær grófu visbendingar og spár, sem hér hafa verið raktar, til um 3 1/2% samdráttar heildarfram- leiðslu allra greina á árinu 1975. Neyzla. Einkaneyzla. A árinu 1974 jókst einkaneysla um 7 1/2% að raun- verulegu verðgildi meðan raun- verulegar þjóðartekjur stóðu i stað frá árinu á undan. A þessu ári er hins vegar spáð mikilli magnminnkun einkaneyzlu eða sem nemur um 12% samanborið við 8% minnkun þjóðartekna i heild að þvi ætlað er. Sýnt er, að af einstökum þáttum þjóðarút- gjalda muni einkaneyzla minnka langmest, og samkvæmt spánni veldur samdráttur hennar tveim- ur þriðju hlutum af magnminnk- un heildarútgjalda þjóðarinnar, sem talin eru munu dragast sam- an um 10% að raunverulegu verð- gildi. Þessi spá um þróun einka- neyzlu er mjög i hátt við spár fyrr á árinu, en þær voru einkum reistar á vitneskju um breytingar rauntekna fyrstu mánuði ársins. Nú eru horfur á, að kaupmáttur ráðstöfunartekna — eins og hann er metinn á mælikvarða verð- breytinga einkaneyzlu — minnki um 15% i ár eða heldur meira en einkaneyzla, en þetta felur i sér, að búizt er við, að hlutfall sparnaðar af ráðstöfunartekjum lækki á árinu, en það hefur ekki gerzt frá þvi á árinu 1969. Upplýsingar um útgjöld til einkaneyzlu i ár, sem fengnar eru úr söluskattskýrslum verzlunar- og þjónustufyrirtækja, ásamt beinni vitneskju um meiriháttar útgjaldaliði, gefa til kynna, að einkaneyzla hafi minnkað að magni um 10 1/2-11% á fyrra helmingi þessa árs samanborið við fyrra árshelming 1974. Þessi vitneskja kemur vel heim við spána um 12% samdrátt á árinu öllu þar sem gera má ráð fyrir, að aðlögun útgjalda að rýrnun raun- tekna komi fram með nokkurri töf. Visbendingarnar um út- gjaldabreytingar fyrri hluta árs- ins gætu eigi að siður bent til þess, að sá samdráttur einkaneyzlunn- ar, sem spáð er fyrir árið allt, se fremur ofmetinn er vanmetinn. Að undanteknum húsnæðis- kostnaði munu allir þættir einka- neyzluútgjalda dragast saman i magni á þessu ári að þvi ætlað er. Innflutningur neyzluvöru fyrstu þrjá fjórðunga þessa árs reyndist að likindum 18-20% minni að magni en á sama tima i fyrra, en þar af minnkaði bilainnflutningur um nálægt þrjá fjórðu. Sýnt er, að af öllum þáttum einkaneyzluút- gjalda munu útgjöld til innfluttr- ar neyzluvöru dragast langmest saman. Hér verður þó að hafa i huga hinn geysimikla innflutning nú siðustu árin, en vöxtur hans hefur verið talsvert yfir meðal- vexti einkaneyzlunnar i heild. Spáin um verðbreytingar neyzlunnar á þessu ári er einkum reist á vitneskju um verðþróun ýmissa útgjaldaþátta vöru og þjónustu i framfærsluvísitölu, eins og áætlað er, að þeir komi fram sem útgjöld til einkaneyzlu. Spáð er um 47% heildarverð- hækkun einkaneyzlu, og er þetta heldur minni verðbreyting en reiknað er með að visitala vöru og þjónustu sýni að meðaltali á árinu. Samneyzla. Undangengin fimm ár hefur samneyzla aukizt stöð- ugt að raunverulegu verðgildi um 6% á ári. 1 ár er hins vegar búizt við, að raungildi samneyzluút- gjalda verðióbreytt frá fyrra ári. Tölur um þróun samneyzluút- gjalda fyrstu átta mánuði þessa árs virðast raunar benda til smá- vægilegrar aukningar fremur en til óbreytts útgjaldamagns, en búast má við, að þetta snúist til gágnstæðrar áttar á siðasta fjórðungi ársins, vegna timasetn- ingar afturverkandi launahækk- ana bæði árin 1974 og 1975. Fjármunamyndun. Áætlað er, að fjármunamyndunin i heild á þessu ári verði um 3% minni að raunverulegu verðgildi en á árinu 1974. Er þetta heldur Fjúrmunainyndun, all.s l’ar af: l’jórsúcvirkjanir, úlvcrksniiúju og júrn- blciulivcrksmidju .......................... Iimllult >kij) ojí lliigvclur .............. öiuiiir fjúriiiutiuniN iidiin .............. I. Atviimuvegirnir .............................. 1. LamlliúhuOiir ............................ 2. FiskvciOur................................ 3. \ iiiiisla sjávurafiirOu ................. 1. AlvcrksiniOju ............................. 5. .lúriihleinlivcrksmiOja ................... 0. Annar iOnuður (en 3. 5.)............... 7. Flutningatæki............................. 8. Verzlunar-, skrifslof.i- og gistiliás o. 11. .. 9. Ymsur vélar og tu.*ki .................... .. II. íbúOarliús ...................................... III. Uyggingur og mamtvirki liins opinbrcu........... 1. Rafvirkjuuir og rufveitur ................ 2. Uita* og valnsveitnr ..................... 3. Saiugönguiiiannvirki ..................... 4. Ryggingar liins ojiinbera................. minni samdráttur en spáð var fyrr á árinu, þar sem sýnt er, að opinberar framkvæmdir aukast meira en áður var reiknað með, einkum vegna mikilla fram- kvæmda við rafvirkjanir og -veit- ur. Um hina svonefndu sérstöku fjármunamyndun má nefna. að búizt er við, að innflutningur skipa og flugvéla í ár dragist saman um þriðjung frá sl. ári, einkum vegna minni togarakaupa en í fyrra. Hins vegar er talíð, að stórframkvæmdir — einkum við Sigölduvirkjun og að meðtöldum framkvæmdunum á Grundar- tanga — verði riflega tvöfalt meiri í ár en á sl. ári. Oll önnur fjármunamyndun er loks talin dragast saman um 5% á árinu. Hér ber að hafa i huga, að á árinu 1974 varð fjármunamyndunin meiri en nokkru sinni. Af heildarfjárfestingunni er fjármunamyndun atvinnuveg- anna talin munu dragast saman um 15% og bygging ibúðarhúsa sömuleiðis um 5%, en opinberar framkvæmdir eru taldar verða tæpum fimmtungi meiri i ár en i fyrra. Samdrátturinn, sem spáð er i fjárfestingu atvinnuveganna, stafar að tveimur þriðju hlutum af minni skipakaupum en á sl. ári, en spáð er 42% samdrætti fjármunamyndunar i fiskveiðum. Þá er fjárfesting i vinnslu sjávar- afurða talin minnka um 5% að magni á árinu. Á undanförnum árum hefur mikið verið unnið að endurnýjun og epdurbótum frystihúsa isambandi við áætlan- ir um að auka hreinlæti og bæta hollustuhætti við fiskvinnslu. Er nú tekið að draga úr þessum framkvæmdum og lýkur þeim að mestu á næsta ári, auk þess sem fjárhagserfiðleikar frystihúsanna 1974 og 1975 draga úr fram- kvæmdum. Þá er búizt við, að fjármunamyndun i landbúnaði dragist saman um 5% en i al- mennum iðnaði verði hún svipuð og i fyrra. Þá er spáð um 15% samdrætti annarrar fjárfestingar atvinnuveganna. Bygging ibúðar- húsa dróst saman um 16% á sl. ári, vegna þess, að nær alveg tók~ fyrir húsainnflutning og ibúða- framkvæmdir Viðlagasjóðs, en venjulegar ibúðabyggingar voru eigi að siður meiri en nokkru sinni. I ár er talið, að umsvif við byggingu ibúðarhúsa dragist saman i heild um 5%. Er þetta e.t.v. heldur minni samdráttur en reikna mætti með við rikjandi efnahagsástand. en þess ber að gæta, að ibúðir i smfðum i árs- byrjun hafa aldrei verið fleiri en við upphaf þessa árs og ennfrem- ur hefur fjárhagur Byggingar- sjóðs rikisins styrkzt vegna hækkunar launaskatts á sl. ári. Framkvæmdir við byggingu og mannvirki hins opinbera i ár eru taldar aukast um 18% frá fyrra ári. eingöngu vegna aukningar raforkuframkvæmda. Eru þær taldar aukast um tæplega 80%, að langmestu leyti vegna fram- kvæmdanna við Sigöldu, en reiknað er með, að þær einar nemi rúmum helmingi allra raf- orkuframkvæmda iár. Þáer spáð um þriðjungsaukningu fram- tölur 1974 Spú 1975 Spú 1975 43 230 41 950 61 920 (1 850) (4 350) (6 650) (5 980) (4 020) (ö 700) (35 400) (33 580) (48 570) 20 520 17 430 26 520 2 830 2 700 3 960 4 900 2 850 4 550 2 OOU 1 900 2 810 I7U 70 100 550 b30 2 420 2 100 3 420 3 650 3 2ÚU 5 360 2 630 2 100 2 940 J 920 1 600 2 550 9 850 9 360 13 100 12 860 15 160 22 300 3 700 6 600 9 760 1 150 1 500 ‘" 2 100 5 160 4 210 6 440 2 850 2 850 4 000 kvæmda við hita- og vatnsveitur. einkum vegna hitaveitulagnar i næsta nágrenni Reykjavikur. Umsvif við opinberar byggingar eru talin verða svipuð i ár og i fyrra, en hins vegar er búizt við allt að fimrntimgssamdræLti i framkvæmdum við samgöngu- mannvirki á árinu 1975. Áætlaðar niagnbreytingar þjóðarfrainleiðslunnar eftir atvinnugreinum 1974—1975. RrúöuL).- lölur Sj)ú 1974 1975 % % Luiulbúiiuúur ........................................ 3,5 -r3 Sjúvurútvcj'iir ...................................... I 2 löuuóur .............................................. 3,5 -f 3 nyjíf'injíursturí'bemi ............................... 6 1 0|)inbcr {ijúiuibtu .................................. 6 0 Ibúðunot ............................................. ' 3 2 Aðrur {'reinar ....................................... 4 ' 7 Alls 3,8 -f 3 V'erg |)jóúurfruiulciönlu, inctiu frú rúðslöfunurhlið . 3,2 -f3,5 Fjármunamjndun 1971—1975. Millj. N'erðlují úrsin*' 197 I Rrúðubirj'ðu Vcrðlují úrsins 1975 ÞJÓÐARBÚSKAPURINN ÞJÓÐARBÚSKAPURINN ÞJÓÐARBÚSKAPURINJSI 1

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.