Tíminn - 25.11.1975, Síða 11

Tíminn - 25.11.1975, Síða 11
Þriðiudagur 25, nóvember 1975, TÍMINN 11 Utg&fu þess. Aðeins ein bóka- verzlun i Reykjavik (Bókin við Skólavörðustig) hefur haft heftið til sölu, svo mfer sé kunnugt, og þess hefur hvergi verið getið i fjölmiðlum. Mó þvi ætla að margir, sem hefðu viljað eignast þetta hefti, hafi ekki frétt um Ut- komu þess. Ekki hef ég sann- spurt, hverjir eru Utgefendur þessa siðasta heftis, og væri mjög fróðlegt, ef einhver þeirra vildi koma fram i dagsljósið og upp- lýsa, hvort ekki megi vænta framhalds á Utgáfunni, þvi enn munu ókomin fjögur hefti áður en Utgáfunni er lokið. Hérmunégláta staðarnumiði þessari upptalningu, þótt mörg önnur rit mætti nefna, en að siðustu langar mig að vikja að öðru efni, sem þessu er skylt. fslenzkt fornbréfasafn er hið mesta fróðleiksnáma öllum þeim, sem fást við að rannsaka islenzka sögu Þar eru samankomnar heimildir um hin margvislegustu efni, svo sem stjórnmálasögu, réttarsögu, hagsögu, verzlunar- sögu, byggðarsögu og ættfræði. Af islenzku fornbréfasafni eru nU komin Ut sextán bindi en Utgáfa þess hófst i Kaupmannahöfn 1857. t fyrstu var ráðgert, að i forn- bréfasafninu yrðu prentuð öll skjöl, sem þekkt eru frá þvi fyrir 1600, en siðar mun hafa verið hætt við að láta það ná lengra en til 1570 og þangað er Utgáfan komin nU. Ollum ætti að vera ljóst, hversu aðgengilegra er að geta gengið að skjölum frá fyrri öldum prentuðum i einu safni, heldur en að þurfa að leita þeirra i söfnum i misjafnlega aðgengi- legum handritum. Væri þvi ekki vanþörf á þvi að útgáfunni yrði haldið áfram að upphaflega settu marki, og helzt lengra. Svo sem vænta má um rit, sem hefur verið jafnlengi á döfinni og ekki endurprentað, eru flest bir.di fslenzks fornbréfasafns nU uppseld, og þó stöku sinnum megi kannski fá það keypt frá fornbók- sölum, er það ókleyft nema auðugustu mönnum, eins og jafnan verður, þegar ágæt rit gerast fágæt. Er það bagalegt fyrir þá, sem þurfa á þvi að halda við rannsóknir, þvi mishægt er mönnum að hafa þess not á bóka- söfnum, og aldrei eins hentugt og ef menn geta haft það sér við hönd á heimili. NU, þegar prenttækni er komin á það stig, að ijósprentaðar bækur eru varla neitt siðri en frumprentun, hafa nokkur Ut- gáfufyrirtæki tekið upp þá kröfu nýbreytni að ljósprenta merkustu útgáfubækur sinar jafnóðum og upplag þeirra þrýtur. Kunnasta dæmi þess er að Ferðafélag fs- lands lætur ljósprenta árbækur sinar jafnskjótt og þær seljast upp. Hin mesta þörf er á að þau bindi af Islenzku fornbréfasafni, sem uppseld eru, verði ljós- prentuð á næstu árum. Væri það verðugt verkefni fyrir Hið is- lenzka bókmenntafélag, en það hefur séð um og kostað Utgáfu þess frá upphafi. Annað rit, sem mikilsvert er við rannsóknir á islenzkri sögu og full þörf væri á að ljósprenta, er Manntalið 1703. Þetta manntal, sem er með þeim elztu i veröldinni, var lengi talið glatað, en árið 1914 fannst handrit þess i Kaupmannahöfn. Það var gefíð Ut i heftum af Hagstofu ts- lands á árunum 1924-1947, en er nú löngu ófáanlegt. Að siðustu vil ég svo endurtaka þá ósk mina, að utgefendir þessara bóka geri almenningi grein fyrir þvi, hvort vænta megi framhalds á Utgáfu þeirra, og ef svo er, hvenær megi vænta næstu binda. Skemmtileg og makleg minning Kristján Eldjárn: Hagleiksverk Hjálmars í Bólu Helgafell. „Bók þessi er gefin út i rninm ingu aldarártiðar Hjálmars Jónssonar skálds i Bólu, sem andaðist hinn 25. júli 1875.” Hér birtast á vönduðum pappir myndir af þeim smiðis- gripum sem nú eru til og vitað er um eða fullvist þykir að séu eftir Bólu-Hjálmar. Jafnframt er gerð grein fyrir hverjum ein- stökum grip i stuttu og ljósu máli. En auk þess skrifar Kristján Eldjárn nokkur orð um manninn. Hann segir i inngangi eftir að hafa minnzt á útgáfur á ritum Hjálmars: „Hagleiks- verkum hans hefur hins vegar til þessa dags verið fremur litill gaumur gefinn. Seint og um siðir skal þess freistað i þessari bók að rétta hlut þeirra eftir þvi sem efni standa til og gott hóf er á fyrir verðleika sakir.” Nú brestur mig vitanlega alla listfræðilega þekkingu tii að dæma um þessa bók sem visindarit, en smekk þykist ég hafa til að leyfa mér að segja að bókin sé falleg. Ekki þarf að hafa orð á þvi að forsetinn hefur vald á máli og stil svo að vel fari og prýði sé af. Og ég hef það fyrir satt sem hann segir eftir að lýst er verkum meistarans: „Hjálmar i Bólu var einn hinn siðasti alþýðutréskeri sem var i órofnum tengslum við list sina sem fornan feðraarf og tókst að gera ágæta hluti i anda hinnar ævagömlu stilhefðar, ósnortinn með öllu af nýjum erlendum áhrifum.” 1 Bólu-Hjálmarssögu segirað Hjálmar hafi oft selt smfðisgripi sina „með góðum hagnaði”. Ætla má að Simon Dalaskáld hafi mátt vita þetta en lika gæti verið að nágrönnum hafi vaxið i augum hlutur þeirra, sem ein- hverjar aukatekjur höfðu um- fram hið almenna. Slikt mikla menn oft fyrir sér. En jafnvel þó að Hjálmar hafi einkum gefið vinum sinum smiðisgripi sina mættu þeir hafa verið honum ærin búbót. Sú er a.m.k. min reynsla að menn borgi ekki miður en annaö það sem þeim finnst vera gjöf. Stephan G. segir að Jón hrak hafi ekki taliö sannleikann hóti betri þó að hann væri hafður eft- ir sankti Petri. Það er auðvitað góð regla. Þrátt fyrir það mun mörgum þykja gaman að þvi að forseti Islands verður til að skrifa þetta minningarrit. Vist er gaman að þvi vegna okkar, sem nú erum uppi, að eiga þar i öndvegi mann, sem gat slikt og gerði það. — It.Kr. nytt fra Husquama GRAND MENU, kæliskápur, kæli og frystiskápur, frystiskápur. 350—360 lítrar. Stílhreint útlit. 45 mm. þykk polyurethan einangrun. Allar rafmagnsleiöslur og Ijós er staðsett utan einangrunarinnar. Þ.e. ekki er hætta á ad kuldinn síist út eins og þar Sem leiöslur ná í gegnum einangrun inn í skápinn. FESTIVAL uppþvottavélin. Sérstak- lega rúmgóö vél sem þvær leirtau eftir 12 manns. 6 þvottavöl, þar á meðal eitt fyrir krystalglös og postulín. Klædd aö innan úr ryðfríu stáli. 3 snúningsarmar sem gefur þvottaeiginleika í sérflokki. REGINA gufugleypir. Breidd 60 og 70 cm. Mjög hljóðlátur 2ja hraða mótor. Bæði fyrir útblástur og kola- filter. Ljós og 220 v. tengidós. SWING—OUT gufugleypir. Nýjung. Hægt er að draga framhlið viftunn- ar út yfir eldavélina. Útbúa má sama ytra byrði og er í öðrum eldhússkápum. STANDARD gufugleypir eingöngu fyrir útblástur. Breidd 50, 60 og 70 cm. Hljóðlátur2ja hraða mótor. REGINA KATALYX eldavél með 4 hellum. 2 ofnar þar sem efri ofn er sjálfhreinsandi grillofn með grill- motor og snúningsteinum. Fjöl- þættur tímamælir ásamt kjötmæli. REGINETT KATALYX. Sjálfhreinsandi grillofn til innbyggingar ásamt REGINETT TOP hellunni. Ofninn er með grillmótor, snúningsteinum og fjöl- þættum tímamæli og kjötmæli. MAXI upþþvottavelin fyrir 8 manns. Ætluð til innbyggingar, 60 cm breið. Þvær upp á 22 mín. fyrir utan upphitun á vatni. Kápan og hurðin eru úr svokölluöu polypropen efni sem er mjög hart og endingargott. Engin hætta á ryði. Sérstaklega hljóðlát. © Husqvarna Miui nyja upppvottavelm, sem þvær upp eftir 6 manns. 22 mín. að þvo fyrir utan upphitun á vatni. Ætluð til innbyggingar í 60 cm. breiðan skáp. Kápan og hurðin úr polypropen efni. HtuiNA UURNING. 60 eöa 70 cm breið eldavél í sérflokki, þar sem hin margumtalaða Corning gler- hella kemur í stað venjulega 4 hellu borösins. 2 ofnar, annar sjálf- hreinsandi með grillmótor og snún- ingsteini. Fjölþættur tímamælir og kjötmælir. Litir: Hvítt, AVOCADO grænt, COBOLT blátt og nýi liturinn LION gult. í gunnar ásgeirsson hf. i Suðurlandsbraut 16 ReykjavíkSími: 35200 ■ . Glerárgötu 20 Akureyri Simi: 22232 1

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.