Tíminn - 25.11.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 25.11.1975, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 25. nóvember 1975. TÍMINN 13 ÞJOÐARBUSKAPUR © fækkunin er fðlgin i mlnnkun yfir- vinnu. Því er nú spáð, að meðal- atvinnutekjuraukistum 24-25% á þessu ári, þrátt fyrir um 27% meðalhækkun kauptaxta á árinu. Þessar tekna- og taxtabreytingar eru mun minni en á sl. ári, en þá hækkuðu kauptaxtar allra launþega um 48 1/2% að meðal- tali og meðalatvinnutekjur jukust um 50%. Hið sama gildir um breytingar frá upphafi til loka árs, en nú er spáð, að í ár hækki kauptaxtarum 25% frá ársbyrjun til ársloka samanborið við 43% hækkun frá upphafi til loka árs 1974. Meðalhækkun verðlags á árinu 1975 mun verða nokkru meiri en á sl. ári á mælikvarða framfærslu- kostnaðar. Er gert ráð fyrir, að ársmeðaltal framfærsluvísitölu verði um 48-49% hærra í ár en á sl. ári samanborið við 43% meðal- hækkun framfærsluvisitölunnar 1974. Visitala byggingar- kostnaðar hækkar hins vegar minna að meðaltali 1975 en 1974 eða um 40% samanborið við 52%. (Eins er við þvi búizt, að verðvísitala þjóðarframleiðslu hækki heldur minna i ár en i fyrra, eða um 38%samanborið við 40% 1974). Meiri meðalhækkun framfærslukostnaðar i ár en i fyrra stafar að verulegu leyti af hinni öru vérðþróun á siðustu mánuðum ársins 1974 og fyrri hluta þessa árs, einkum sem af- leiðing gengislækkananna tveggja i ágúst 1974 og febrúar 1975 ásamt öðrum efnahags- ráðstöfuhum, ekki sizt i fjármál- um ríkisins. Hins vegar hefur hækkun innflutningsverðs og launahækkanir átt minni hlut að hækkun verðlags hér innanlands i ár en undanfarin tvö ár. Minni verðbólguáhrif launahækkana en áður er að miklu leyti að þakka hinum hófsömu kjarasamningum frá i júni sl. en sá árangur kemur fram í hægari verðbreytingum eftir mitt árið. Er þess nú vænzt, að verölagshækkun innanlands á siðari helmingi þessa árs svari til 25-30% árshækkunar samanborið við meira en 50% hækkun yfir árið 1974. Eftir hina miklu en skamm- Breytlngar kauptaxta, tekna og verðlaga 1973—1975. Ársmeðaltöl 1973 /o 1974 M/ /o Spá 1975 % 1. Kuuptaxtar launþega .................................... 23,5 2. Heildaratvinnutekjur cinstaklingu1)........................ 37,0 3. Fruinfærslukostnaður .................................... 22,1 4. Kuupmáttur atvinnutekna (2./3.).......................... 12,2 5. Brúttótekjur einstuklinga1) ............................... 37,0 6. Ráðstöfuuortekjur heimilannu8) ........................... 37,0 7. Verðlag vöru og þjónustu................................. 25,1 8. Kaupmúttur rúðstöfunartekna (6./7.).............-.......... 9,5 9. Vergar þjóðartekjur..................................... * 9,9 48,5 27 52,0 25,5 43,0 48,5 6,3 + 15,5 51,0 25 54,8 25 42,2 49,5 8,9 : 16,4 0,4 + 8,0 NOTIÐ ÞAÐ BESTA yyKaas 1) Áætlað; aukuing atvinuumagna meðatulin. 2) Tili'a-i-sratekjur, aðutlega bætur almammtrygginga, meðtuldiir. 3) Áætlað. vinnu aukningu kaupmáttar launa, sem náðist um sinn með kjarasamningunum fyrstu mánuði ársins 1974, fór kaupmáttur rýrnandi yfir árið, þar sem launafjárhæðir héldust óbreyttar til septemberloka, hækkuðu siðan aðeins vegna launajöfnunarbóta frá 1. október um 6-7% og um 3% frá 1. desem- ber, en verðlag fór mjög ört hækkandi. 1 ársbyrjun 1975, var kaupmáttur kauptaxta að meðal- tali um 11% rýrari en að árs- meðaltali 1974, en kaupmáttur lægstu taxta 8% minni. Þar sem i kjarasamningunum i marz og júni á þéssu ári var fyrst og fremst stefnt að þvi að tryggja kaupmátt lágra launataxta verður kaupmáttur verkamanna- taxta einungis litið eitt rýrari að meðaltali i ár, en við upphaf árs- ins. Kaupmáttur kauptaxta allra launþega verður hins vegar að likindum um 4% minni að meðal- tali I ár en i ársbyrjun. Við lok þessa árs er talið, að kaupmáttur kauptaxta allra launþega verði að meðallati um 3% undir ársmeðal- tali 1975. Sú þróun verðlags og launa á árinu 1975, sem hér hefur verið lýst, felur i sér um 15% skerðingu kaupmáttar frá meðaltali 1974 til meðaltals 1975, metið á grund- velli spár um 49-50% hækkun visi- tölu vöru og þjónustu á árinu. Séu Aðalfundur B.S.F.R. verður haldinn miðvikudaginn 3. desem- ber n.k. kl. 20.30 i . Domus Medica Oagskrá: Aðallundarstörl. Byggingarsamvinnufélag Reykjavikur. AUGLÝSIÐ í TÍMANUM áhrif samdráttarins i yfirvinnu tekin með I reikninginn gæti þetta þýtt nálægt 17% minnkun raun- tekna að meðaltali. Þar sem búizt er við svipaðri aukningu annarra tekna en ef atvinna ogeinungis örlitið meiri aukningu beinna skatta en tekna, er þvi spáð, að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann minnki um 17-18% á árinu 1975, en minnki i heild um 16-17% að teknu tilliti til fjölgunar fólks i vinnu. Sé kaupmáttarrýrnunin hins vegar. metin á grundvelli áætlaðrar verðbreytingar einka- neyzlu verður niðurstaðan um 15% minnkun kaupmáttar ráð- stöfunartekna i heild á árinu 1975. Nýtf og smekklegt útlit auk þekktra gæða ~»LOSSIi>--- Skipholti 35 - Símar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 "verkstæði • 8-13-52 skrifstofa Fjölbýlishús Stofnanir Sveitarfélög Verktakar Þetta er orðsending til þeirra, sem eruað leita aðteppum í hundruðum eða þúsundum fermetra. Komið eða hringið — við bjóðum fjölmargar gerðir, ýmist af lager eða með stuttum fyrirvara. Úrvalsteppi með mikið slitþol frá Sommer, Kosset, Marengo, Manville og Weston. Og greiðsluskilmálarnir — þeir eru við allra hæfi. Við sjáum um máltöku og ásetn- ingu. Teppadeild ¦ Hringbrauf 121 • Simi 10-603

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.