Tíminn - 25.11.1975, Qupperneq 14

Tíminn - 25.11.1975, Qupperneq 14
14 TÍMINN Þriðjudagur 25. nóvember 1975. LÖGREGL UHA TARINN 75 Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal var sú, að eigandinn, — John AAario Vicenzosafnaði sam- an víkuveltunni þetta kvöld og fór með peningana heim til sín ítitlu málmboxi. Kona hans, Laura fór svo með af- raksturinn í Fiduciary bankann strax á laugardags- morgun. Svo vildi til að Fiduciary bankinn var eini banki hverfisins, sem opin var til hádegis á laugardögum. Bankamönnum var einnig illa við að vinna um helgar. John AAario Vicenzo var kallaður Jói skraddari af ibúum Culver-götu. AAaðurinn var á sjötugsaldri og því auðveld bráð. Þýfið yrði firnamikið, sagði Di Fillippi. Hann fullyrti að nóg yrði fyrir alla, jafnvel þótt skipt væri milli þriggja. Þeir ætluðu að fara inn í búðina tíu minútur í átta, rétt áður en Jói skraddari var vanur að draga tjöld fyrir búðargluggana og setja gluggahlerana fyrir. La Bresca átti að vinna þetta verk fyrir gamla manninn. Þar næst átti hann að læsa útidyrahurðinni. Calucci átti að beina byssu að Jóa gamla skraddara og neyða hann inn í bakherbergið. Þar ætluðu þeir að binda hann og kefla, en skilja hann eftir á lifi en hjálparvana hjá strauvélinni. Þá ætluðu þeir að hirða allt fé úr pen- ingakassanum, vikuveltuna og stinga svo af. Það var annars undir samvinnuvilja skraddarans komið hvort þeir skildu við hann lifandi eða dauðan. Di Fillippi gat þess jafnframt til skýringar, að hann hefði heyrt þetta allt af tilviljun á kaffiteríu á þriðju götu í suðurhverf inu. La Bresca og Calucci sátu í næsta bás við mig en gerðu sér ekki I jóst að þeir hvisluðu einum of hátt. í fyrstu var Di Fillippi illa við þá tilhugsun að tveir (talir rændu búð þess þriðja. En svo hristi hann af sér þá tilhugsun. Hvað kom honum það við? Aldrei í sínu auma líf i hafði hann nokkru sinni komið upp um nokkurn mann. En það var fyrir hnefaleikakeppnina. Eftir veð- málið var hann fjárvana. Hann var á heljarþröm og þurfti bráðnauðsynlega á fé að halda. Þá minntist hann þess sem hann heyrði þá La Bresca og Calucci ræða. Hann ákvað að næla sér í skerf af kökunni. Hann reiknaði ekki með of miklum andmælum af þeirra hálf u, þar eðfengurinn varstór og mikill. Hann taldi raunar að þeir yrðu f úsir til að veita honum hlutdeild í þýf inu. — Hvað er eiginlega um mikið fé að ræða, spurði Willis. — Ja hérna maður, sagði Di Fillippi og ranghvolfdi augunum. Að minnsta kosti f jögur hundruð dollarar og jafnvel meira. Ellefti kafli. AAargt skeði á miðvikudag. AAenn komust til dæmis að raun um, að einhver hafði stolið eftirfarandi gripum af lögreglustöðinni: Einni ritvél, sex kúlupennum, raf- magnsviftu, hitabrúsa, píputóbaksdós og fjórum sápu- stykkjum. Engum datt í hug hver líklegur væri til að hafa unnið þennan verknað. Steve Carella var nýút- skrifaður af spítalanum, en jafnvel hann var með öllu ráðalaus. Carella tiplaði gætilega um gólf með þéttreyrð rifbeinin. Brandaragosar stöðvarinnar minntu á, að þar sem Carella væri nú farlama ætti vel við að fela honum að leysa Dularfulla lögreglustöðvarþjófnaðinn. Byrnes flokksforingi ákvað hins vegar að rétt væri að fela hon- um rannsókn á fataverzlunarráninu með Hal Willis. Klukkan tólf á hádegi fóru þeir yf ir í hinn enda bæjarins í búð Jóa skraddara. En áður en það skeði gerðust ýmsir atburðir aðrir. Þetta var sannarlega annasamur mið- vikudagur. Klukkan átta um morguninn hringdi lögreglumaður, sem var á morgungöngu í hverf i sínu. Hann tilkynnti að hann hefði gengið fram á lík í anddyri einu. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma virtist náunginn hafa verið brenndur til bana. AAeð öðrum orðum — brennuvargarnir tveir höfðu enn látið til skarar skríða einhvern tíma um nóttina. Eitthvað róttækt varð að gera í málinu áður en þeir brenndu hvern einasta borgarróna á bensínbáli. Það var Kling sem svaraði í símann. Hann ráðlagði lögreglu- manninum að vera um kyrrt hjá líkinu þar til líkvagn yrði sendur á staðinn. Lögreglumaðurinn kvartaði sáran yfir því að anddyrið og öll gatan væri böðuð daunillum fnyk. Kling sagði að það væri vissulega slæmt, en ráð- lagði honum að bera fram kvörtun við Frick yfir- foringja. Klukkan fimmtán minútur yfir níu kom Sadie gamla, sem löngum hafði verið talin rugluð í kollinum. Hún sagði Willis að kynferðislegur of beldismaður hefði reynt að ræna hana meydómi sinum kvöldið áður. Sadie var sjötíu og átta ára gömul tannlaus og hrukkótt kerlingar- skrukka. í rúm fjörutíu ár var hún búin að vernda meydóm sinn. Sérhvern miðvikudagsmorgun kom hún á lögreglustöðina eða hringdi. AAaður brauzt inn í íbúðina hennar, tætti utan af henni svefnklæðin og sóttist fast eftir meydóminum. Gamla konan tilkynnti þennan glæp í fyrsta sinn f jór- um árum fyrr. Þá trúði lögreglan sögu hennar og hélt að ÞRIÐJUDAGUR 25. nóvember 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.00. Morgunleikfimikl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barn- anna kl. 8.45: Guðrún Guð- laugsdóttir les „Eyjuna hans Múminpabba” eftir Tove Jansson (23). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Þingfréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriða. Fiskispjali kl. 10.05: Ásgeir Jakobssonflytur. Hingömlu kynni kl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. Hljómpiötusafnið kl. 11.00: Endurtekinn þáttur Gunn- ars Guðmundssonar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Vettvangur. Umsjón: Sigmar B. Hauksson. 1 ni- unda þætti er fjallað um sl- brot. 15.00 Miödegistónleikar: Is- lenzk tónlist. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatiminn. Finn- borg Scheving fóstra sér um timann. 17.00 Lagið mitt. Berglind Bjarnadóttir sér um óska- lagaþátt fyrir bó'rn yngri en tólf ára. 17.30 Framburðarkennsla i spænsku og þýzku. 17.50 Tónleikar. Tilkynning- 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki, Til- kynningar. 19.35 Menntun islenzkra kvenna. Guðmundur Jósa- fatsson frá Brandsstöðum flytur erindi. 20.00 Lög unga fólksins. Ragnheiður Drlfa Stein- þórsdóttir kynnir. 20.50 Frá ýmsum hliðum. Guðmundur Arni Stefáns- son sér um þátt fyrir ung- linga. Þorvaldur Jón Viktorsson aðstoðar. 21.30 „Eins og harpa er hjarta mannsins”. Þorsteinn Hannesson les úr ljóðaþýð- ingum Magnúsar Asgeirs- sonar og flytur nokkur kynningarorð. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Kjarval” eftir Thor Viihjálmsson. Höfundur les (18). 22.40 Harmonikulög. Leo Aquino leikur lög eftir Fros- ini. 23.00 A hljóðbergi.,,The Play- boy of the Western World”. Gamanleikur I þremur þátt- um eftir John Millington Synge. Með aðalhlutverkin fara: Cyril Cusack og Siobhan McKenna. Fyrri hluti. 23.50 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. lliliiili Þ RIÐJUDAGUR 25. nóvember 1975 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Pagskrá og auglýsingar. 20.40 Skólamál. Þáttur um tónmenntakennslu. Rætt er við Herdisi Oddsdóttur, Njál Sigurðsson og Stefán Edel- stein. Sýnd dæmi úr kennslu I fyrsta, fjórða og áttunda bekk. Auk þess syngur kór Hvassaleitisskóla. Umsjón Helgi Jónasson fræðslu- stjóri. Stjórn upptöku Sig- urður Sverrir Pálsson. 21.15 Svona er ástin. Banda- risk gamanmyndasyrpa. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.15 Utan úr heimi. Þáttur um erlend málefni ofarlega á baugi. Umsjónarmaður Jón Hákon Magnússón. 22.50 Pagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.