Tíminn - 25.11.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 25.11.1975, Blaðsíða 20
Þriðjudagur 25. nóvember 1975. METSÍkUUEKUR Á ENSKU í VASABROTI Q GSÐI fyrirgódan inai $ KJÖTIÐNAOARSTÖÐ SAMBANDSINS Baskahéruð Spánar: Borgarstjóri skotinn Reuter/Oyarzun, Spáni — Vopn- aöir menn rcðust inn á hcimili borgarstjórans i Oyarzun, sem cr borg i Baskahéruðunum i norður- liluta Spánar, og skutu hann til bana. Segir i fréttum frá Spáni i gær, að borgarstjórinn hafi verið aö horfa á sjónvarpiö, er atburður þessi átti sér stað. Borgarstjórinn hét Antonio Echeverria Albisu, 33 ára. Arás- armennirnir beittu vélbyssum viö ódæðisverkiö. Echeverria var fluttur i sjúkra- hús eftir árásina, en reyndist látinn, er þangað kom. Oyarzun er í um 15 km fjarlægð vestur af borginni San Sebastian, ekki mjög langt frá frönsku landa- mærunum. Enn hefur ekki verið leitt i ljós, hverjir bera ábyrgð á dauða borgarstjórans, og enginn hefur enn sem komið er lýst yfir ábyrgð vegna morösins. Þá er og ekki ljóst af þeim fréttum, sem borizt hafa, hve margir eru viöriðnir mál þetta. Hernaðararmur þjóðfrelsis- hreyfingar Baska. ETA, gaf út yfirlýsingu að lokinni aftöku skæruliðanna fimm 27. sept. sl., þar sem allir þeir, sem gegndu opinberum stöðum i Baskahéruð- um Spánar, voru varaðir við og þeim sagt að segja lausum störf- um sinum innan tveggja mánaða. 1 yfirlýsingunni sagði ETA enn fremur, að samtökin tækju ekki ábyrgð á þeim opinberu starfs- mönnum, er ekki segðu störfum sinum lausum. Hægrisinnar i Baskahéruðun- um hafa gert árásir á stuðnings- menn ETA. T.d. var veitinga- hússeigandi einn, bróðir eins af fyrrverandi leiðtogum ETA, skot- inn til bana ekki langt frá Bilbao i siðasta mánuði. Arafat í vináttuheimsókn í Moskvu Reuter/Moskvu —Yasser Arafat, leiðtogi frelsissamtaka Pale- stinuaraba (PLO), er kominn til Moskvu i vináttubeimsókn, að þvi er sovézka íréttastofan Tass skýrði frá i gær. Tass sagöi, að Vadim Rumy- antsev, aöstoðarforstjóri þeirrar deildar sovézka kommúnista- flokksins, sem sér um samskipti við erlenda flokka, hefði tekið á móti Arafat við komuna til Moskvu i gær, auk annarra l'lokksleiðtoga og embættismanna i sovézka stjórnarráðinu. Tyrkneska stjórnin andstæð hugmyndum um sjólfstætt ríki Kýpurtyrkja Reuter/Ankara — Rauf Denk- tash, leiðtogi Kýpurtyrkja, leitaði i gær eftir stuðningi tyrkneskra stjórnvalda við þeirri hugmynd að Kýpurtyrkir lýsi yfir stofnun sjálfstæðs rikis á noröurhluta eyj- unnar. Hins vegar er talið, að Sul- cyman Demirel, forsætisráð- hcrra Tyrklands, hafi ekki veitt neitt ákveðið svar við þessari heiðni Denktash. Að loknum 90 ininútna samræð- um við Denktash sagði Demirel, að stjórn hans væri hliðholl þeirri skoöun, að komiö yrði á laggirnar sambandsriki Grikkja og Tyrkja á Kýpur. Er talið, að hugmynd þessi eigi að vera eins konar málamiðlun gagnvart tillögu Kýpurtyrkja. En liann bætti við: „En þetta er ákaflega viðkvæmt og mikilvægt málefni, og þess vegna er ekki hlaupið að þvi að taka ákvarðanir um það.” '\ Denktash Brezku blöðin segja afla togaranna engan FB—Reykjavik — Þegar Timinn hafði samband viö Helga Agústs- son, sendiráðsritara i London, siðdegis i gær, sagðist hann biða eins og aðrir spenntur eftir niður- stöðum fundar brezkra ráðherra og forystumanna i sjávarútvegi, sem hefjast átti kl. 18. Ekkert hafði frétzt um það, um hvað sá fundur myndi fjalla, nema að sjálfsögðu, hvort herskipin koma til aðstoðar brezku togurunum viö Island. Helgi sagði, að i fréttum i Bret- landi kæmi fram, að veiði togar- anna væri engin, og myndi það ef- laust hafa sin áhrif á ákvörðun stjórnarinnar. Hann sagði enn- fremur, aö mikið væri um land- helgismálið skrifað, og nú eins og i siðasta þorskastriði héldu blöðin i London sig mest að þvi að skrifa um einstaka atburöi á miðunum, en tækju ekki málefnalega af- stöðu til deilunnar. Hins vegar væru blöðin utan London harðorð i garð Islendinga og tækju afstöðu i málinu. Landhelgismálið er á forsiðu flestra, ef ekki allra, blað- anna þessa dagana, sagöi Helgi Agústsson. Islenzka sendiráðinu hótað Reuter/London. tslenzka sendiráðið I London fékk i gær tvö nafnlaus bréf, þar sem hótaðvar, að sendiráðs- byggingin yrði sprengd f loft upp ef ísl. varðskipin hættu ekki að skera á togvira brczkra togara. Bæði bréfin voru handskrifuð og greini- lega frá sama aðilanum. t siðara bréfinu var tekið fram, að um lokaaðvörun væri að ræða. Skotland Yard hefur málið til rannsóknar. Golanhæðirnar: Israelsstjórn vill framlengja dvöl friðargæzlu- sveitanna — sýrlenzka stjórnin setur skilyrði NTB/Reuter — Kurt Wald- lieim, aöalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skýrði tsraelsstjórn frá ákveðnum skoðunum sýrlenzku rikis- stjórnarinnar varöandi Golan- linuna, er hann kom til Jer- úsalem i gær til fundar viö ráðherra úr israelsku rikis- stjórninni. Waldheim lagði á það áherzlu, að leysa þyrfti mörg önnur vandamál áður en sýrlenzka stjórnin er reiðubú- in til þess að samþykkja áframhaldandi dvöl friðar- gæzlusveita Sameinuðu þjóð- anna i Golanhæðum. Að þvi er áreiðanlegar frétt- ir herma, deila ísraelar og Sýrlendingar um það, hvaða atriði löndin tvö þurfi að koma sér saman um, áður en hægt verði að taka ákvörðun um það, hvort dvöl friðargæzlu-^ sveitanna verður framlengd. Areiðanlegar fréttir herma ennfremur, að Sýrlendingar vilji tengja viðræðurnar um framlengda dvöl friðargæzlu- sveitanna við umræður um stöðu frelsissamtaka pale- stinuaraba- PLO. Utanríkisráðherra Israel, Yigal Allon, sagði i gær, að hann fagnaði komu Wald- heims til íandanna fyrir botni Miðjarðar hafs og kvaðst vona, að árangur yrþi af til- raunum hans til þess að miðla málum. „Hvað ísrael viðkem- ur,” sagði Allon, „þá erum við reiðubúnir til þess að samþykkja það, að friðar- gæzlusveitirnar dveljist áfram i Golanhæðunum. Gert er ráð fyrir þvi, að Waldheim haldi til Damaskus i dag til frekari viðræðna viö sýrlenzka ráðamenn. Don Juan: Alþýðan taki þótt í stjórn Spónar Reuter/Madrid — Don Juan, faðir Juan Carlosar I Spánarkonungs, lagði tjl i gær, að komið yrði á fót fjöldaflokkalýöræöi á Spáni aö Franco látnum, og að tekin yrðu upp lull tengsl við Evrópubanda- lagið. 1 yfirlýsingunni, sem upplýs- ingaskrifstofa Don Juans birti i gær, sagði enn fremur, að veita ætti alþýðu Spánar aðild að stjórn landsins, og berjast þyrfti gegn spillingu i stjórnkerfinu. „Þetta eru allt saman grundvallaratriði, sem sonur hans verður að hafa að leiðarljósi,” sagði i yfirlýsing- unni. Franco, fyrrum þjóðarleiðtogi Spánar, gekk á sinum tima fram- hjá Don Juan, er hann útnefndi son hans, Juan Carlos, sem rikis- erfingja, aðsér látnum. Don Juan hefur hins vegar aldrei afsalað sér rétti sinum til spænsku krún- unnar. Starfsmenn á skrifstofu Don Juans sögðu, að hann hefði ekki óskað eftir að gefa sjálfur persónulega yfirlýsingu á stjórn- málaástandinu á Spáni, og þvi hefði skrifstofan fengið fyrirmæli um að birta framangreinda yfir- lýsingu. 1 yfirlýsingunni sagði loks, að Don Juan, greifinn af Barcelona, gegndi enn hinni velþekktu og ævarandi pólitisku stöðu, sem sonur og erfingi Alfonso XIII, og réttur hans i skjóli þeirrar stöðu yrði ekki af honum tekinn. Straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörgum mynztrum og litum. Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverjum sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt. Samband íslenzkra samvinnufélaga Innflutningsdeild Sambandshusið Rvík sími28200

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.