Tíminn - 26.11.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.11.1975, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 26. nóvember 1975. TÍMINN 3 Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæziunnar og Hálfdán Henrýsson stýrimaður, við islandskortið, en inn á þetta kort eru skrifaðar upplýsingar um ferðir og staðsetningu brezku veiðiþjófanna innan íslenzkrar landheigi, jafnóðum og þær beéast, frá flugvél eða varðskipum. Bretar manna ólíklegastir til að lóta sér detta nokkuð nýtt í hug — Óðinn heldur heimleiðis á föstudag Gsal—Reykjavik — Nei, það kemur mér síður en svo á óvart að Bretarsendi herskip sin á mið- in hingað við tsland, sagði Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgis- gæzlunnar, i viðtaii við Timann I gær. — Bretar eru manna ólíkleg- astir til að finna upp á einhverju nýju á þessum vettvangi, og þvi er koma herskipanna mér alls ekkert undrunarefni. Pétur Sigurðsson sagði, að að- dragandinn að komu herskipanna hingað til lands nú væri ákaflega svipaöurog i siðasta þorskastrlði. — Reynslan hefur sýnt fram á það, að Bretar ráða ekki við okk- ur — Landhelgisgæzlan hefur hingað til ráðið við brezku togar- ana og þeirra fylgdarskip, og ég á ekki von á neinni breytingu hvað það áhrærir. Timinn innti forstjóra Land- helgisgæzlunnar eftir þvi hvort vænta mætti einhverrar stefnu- breytingar af hálfu Gæzlunnar, nú þegar herskip voru komin á miöin. — Fyrirmælin eru þau sömu og áöur, sagði Pétur. — Hins vegar geta aðferðirnar kannski eitthvað breytzt, en um það get ég þó eng- an veginn tjáð mig á þessu stigi. Eins og mörgum er eflaust kunnugt, kalla Bretar islenzku varðskipin ekki annað en ,,gun- boat” eða herskip. — Já, þessi nafngift Bretanna er jafngömul L’andhelgisgæzlumii,sagði Pétur. — Að hugsa sér varðskip sem her- skip er hins vegar mesta fjar- stæða. Þau eru gæzluskip og björgunarskip — og störf þeirra geta á engan hátt tengzt nafnínu herskip. — Nú hefur talsvert verið um það rætt að efla Landhelgisgæzl- una. Hefur nokkur ákvörðun ver- ið tekin i þvi sambandi? — Nei, það hefur ekki verið gert. Hins vegar hefur verið rætt um að kaupa skuttogarann Bald- ur og nota hann við gæzlustörf. A föstudag heldur varðskipið Óðinn heim á leið frá Danmörku, þar sem skipið hefur verið undan- farna mánuði, og mun þvi vænt- anlega halda á miðin upp úr næstu helgi. Pétur Sigurðsson sagði, að mjög miklar endur- bætur hefðu verið gerðar á Óðni, einkum hvað varðar öryggisút- búnað varðskipsins, og nefndi Pétur sérstaklega radiótæki i þvi sambandi. Halldór E. Sigurðsson samgönguróðherra: Brezkum hervélum bannað að koma inn í íslenzka lofthelgi og brezk skip ekki afgreidd í höfnum — undantekningar aðeins gerðar í neyðartilvikum Gsal—Reykjavik — Ég hef lagt fyrir flugmálastjórn og starfs- menn flugstjórnamiðstöðva, að neita loftförum, sem eru i eigu eða i flugi fyrir brezk hernaðar- yfirvöld um leyfi til flugs innan islenzkrar Iofthelgi og lending- ar á islenzkum flugvöllum. Eins mun ég gefa út yfirlýsingu til- allra islenzkra hafna um bann við allri fyrirgreiðslu við brezk skip, sagði Halldór E. Sigurðsson, samgönguráðherra i samtali við Timann I gær. Ráðherra kvað einu undan- tekningarnar vera þær, að áður- nefnd bönn giltu ekki i sam- bandi við sjúkra- og neyðartil- felli. Halldór E. Sigurðsson kvaðst hafa fengið greinargerö frá flugmálastjórn, sem hann hefði siðan lagt fyrir rikisstjórnina á fundi hennar i gærmorgun. Ráð- herra sagði að nú væri iathugun, á hvern hátt öryggi islenzkra flugmanna yrði sem bezt tryggt i þessu sambandi. Miklar breytingar fyrirhugaðar á rekstri Sölustofnunar lagmetisins: BREYTA VERÐUR UM STEFNU ÍSÖLU- MÁLUM Á BANDARÍKJAMARKAÐI — stofnunin hætti k umboðsaðili fram FB-Reykjavik. Fjárhagsstaða Sölustofnunar lagmetisiðnaðar- ins er mjög erfið um þessar mundir vegna mikils rekstrar- kostnaðar, litilla sölutekna og ó- eðlilega mikils umbúðalagers, að þvi er segir I skýrslu, sem stofn- unin hefur sent fjölmiðlum. Horf- ur eru slæmar á skjótum bata i markaðsmálum, bæði i Evrópu, Japan og Bandarikjunum. I framhaldi af þessu telur stjórn S.L. að svo alvarlega horfi, að gerbreyta verði starfsháttum og stefnu stofnunarinnar, ef von á að vera til þess að vinna bug á erfið- leikunum. Þær breytingar, sem stjórn iupum d umbúðum og eiðenda stofnunarinnar telur nauðsynleg- astar, eru að draga þegar úr kostnaði við rekstur stofnunar- innarog skera lagerhald umbúða niður i lágmark, jafnframt þvi sem óhjákvæmilegt sé að veita meira fé til sjálfra sölumálanna. 1 viðtali við Timann sagði Heimir Hannesson, varaformað- ur stjórnar S.L., að nú yrðu þær breytingar á starfseminni, að S.L. hætti að kaupa umbúðir á eigin reikning. S.L. verði, svo sem lög gera ráð fyrir, hreinn umboðsaðili framleiðenda, Stofn- unin veitti framleiðendum upp- lýsingar og þjónustuum umbúða- og rekstrarvöruinnkaup, sem sið- verði framvegis ein an yrðu gerð á ábyrgð framleið- enda og greidd beint af þeim. Eins og fram hefur komið i fréttum áður, á S.L. miklar um- búðabirgðir, og um siðustu ára- mót námu þær sem svaraði 57,3 milljónum króna. Ógreiddar um- búðir eru að upphæð 15 milljónir króna, en þær eru i vörzlu fyrirtækisins Noblikk Sannem Á.S. i Noregi. Hefur nú náðst við- unandi samkomulag við fyrirtæk- ið varðandi þessar umbúðabirgð- ir. Heimir Hannesson sagði, að til þess að draga úr rekstrarkostnaði stofnunarinnar hefði m.a. verið sagt upp starfsmönnum. Til ngis hreinn skamms tima störfuðu hjá stofn- uninni 13—14 manns, en verða framvegis aðeins 7. Beinn rekstr- arkostnaður varð árið 1974 23,5 milljónir króna. Er þar um að ræða vinnulaun, skrifstofukostn- að, húsnæði og þess háttar. Þá sagði Heimir, að eitt megin- málið á næstunni væri að kanna sölumöguleika i Bandarikjunum. A árinu 1974 gerði S.L. samning við fyrirtækið Taiyo Americas, Inc. i New York um að fyrirtæki þetta tæki að sér einkasölu á lag- meti i Iceland Waters umbúðum i Bandarikjunum. Þetta er jap- anskt fyrirtæki, sem aðallega hefur helgað sig sölu á frystum AAatsmenn teknir til starfa á Eyrarbakka gébé—Rvik — Fyrir helgina voru dómkvaddir þrir matsmenn til að meta tjónið á Eyrarbakka, sem varð i flóðinu mikla á dögunum. Hákon Guðmundsson, fyrrv. borgardómari f Reykjavik, sem á sæti i matsnefndinni, sagði i gær, að þessa dagana væri verið að afla gagna, en að á þessu stigi málsins væri ekkert hægt að segja um, hvenær búast mætti við álitsgerð frá þeim. í matsnefndinni eiga sæti, auk Hákonar, dr. Gunnar Sigurðsson verkfræðingur og Guðmundur Magnússon prófessor. Hákon sagði, að nú væri verið að vinna að gagnasöfnunum, siðan myndu þeir matsmenn fara á staðinn og skoða sig um, og að lokum yrðu öll skjöl tekin til úr- vinnslu og álitsgerð skilað. — Bjargráðanefnd Eyarbakka hefur tekið saman skýrslu um tjönið, sem kunnugt er, en þarfnast álitsgerðar matsmanna til að byggjá á. En eins og áður sagði, er óvist hvenær álitsgerðin verður tilbúin. Neskaupstaður: Pústrar við komu Othello BH-Reykjavik.— Nokkuð hitnaði i kolunum fyrir austan'í gær, þeg- ar brezka eftirlitsskipið kom með veikan mann til Neskaupstaðar. Hafði nokkur mannfjöldi safnazt saman á bryggjunni, þar sem er- lend skip leggjast venjulega. Höfðu menn uppi mótmælaspjöld gegn veru Breta innan 200 milna landhelgi. En Othello lagðist aldrei að bryggju, heldur varpaði akkerum úti á firði, og kom fjög- urra manna áhöfn með þann veika á skipsbáti i land. Þegar ljóst var, að báturinn myndi taka land á öðrum stað en mannfjöldinn var saman kominn, tóku menn sig til og héldu af stað i bifreiðum og komu að bátnum i sama mund, sem verið var að ýta frá. Aðsögn bæjarfógetans á Nes- kaupstað urðu þar einhverjir mistrar og hrindingar. en ætlunin —n hafa v’erið su'a"ð\'47nnaah.iáttn' um brottfarar. vai nna bátn- maðurinn kominn upp i bifreið umboðsmanns brezkra togara á staðnum. Guðmundar Sigfússon- ar, og áleiðis til sjúkrahúss. Að- stoðaði lögregla bátinn við að komast frá landi með þvi að halda aftur af þeim. sem að honum komu i tæka tið. Timanum var ekki kunnugt i gærkvöldi hvað amaði að brezka sjómanninum, en hann var gang- fær við hingaðkomu. Þó var ljóst, að hann myndi verða hér i nokkra daga til athugunar. fiski. Keypti fyrirtækið þegar lag- meti fyrir um 1,5 milljónir dala, gegn staðgreiðslu. f ljós kom, er Lárus Jónsson, formaður stjórn- ar S.L., og Heimir Hannesson, varaformaður stjórnarinnar, fóru vestur um haf, að mikið magn af islenzku lagmeti er óselt hjá áðurnefndu fyrirtæki. Hefur fyrirtækið reynzt óhæft til sölu á islenzku lagmeti og hafði vanefnt samninga um að gera sérstakt á- tak i sölu á þessari islenzku fram- leiðslu. Ekkert lá heldur fyrir um frekari pantanir hjá S.L. Heimir sagði, að það væri greinilegt, að mjög þýðingarmik- ið væri, að Islendingar stjórnuðu sjálfir sölumálunum. Ef þeir byndust fyrirtækjum eins og Taiyo Americas, gætu þeir ekki ráðið verði framleiðsluvörunnar, og ættu stöðugt yfir höfði sér þá hættu, að fyrirtækin hættu alger- lega sölu á islenzku framleiðsl- unni, eða sinntu henni alls ekki sem skyldi. Stjórn S.L. hefur leit- að álits sérfróðra manna, m.a. forráðamanná S.H. i Bandarikj- unum og fleiri. 1 þeim viðræðum hefur komið fram, að lagmetis- Framhald á 7. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.