Tíminn - 26.11.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.11.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Miðvikudagur 26. nóvember 1975. Nýja konan hans Omars Sharifs Myndin er tekin i óþekktum næturklúbbi einhvers staðar á Spáni, og þarna situr einmitt enginn annar en Omar Sharif og nýjasta vinkonan hans, hún Gunilla, en hún er þýzk blóma- rós. Gunilla er jafn ljós yfirlit- um og Omar er dökkur. Þau haldast i hendur annað slagið, og eiga erfitt með að hætta að horfast i augu. Gunilla heitir fullu nafni Gunilla von Bis- marck. Hún er mikil veizlu- kona, og þekkir meðal annars kónginn sjálfan af Sviþjóð, en þau voru saman i skóla i Sig- tuna, og á hverju ári heimsækir konungurinn foreldra hennar tl Þýzkalands, þar sem þau eiga góðar veiðilendur. Getur átt sér stað, að Omar Sharif hafi slæma samvizku, vegna þess að heima hjá honum i Kairo biður konan hans enn eftir honum. Það hefur hún reyndar gert i áraraðir, já meira að segja allt siðan Omar varð heimsfrægur. Þegar Omar hitti konuna sina lék hún i kvikmyndum, og var af sumum kölluð Liz Taylor Egyptalands. Omar segist ekki vilja gera konunni sinni það að skilja við hana, þrátt fyrir það að þau hittist ekki oft, né hún hafi neitt sérlega mikið af hönum að segja nú orðið. Kanadískur vísindamaður kveður sér hljóðs Mjög kunnur visindamaður á sviði áfengisrannsókna er dr. David Archibald i Toronto i Kanada. Nýlega var hann i Svi- þjóð og flutti þar erindi þar sem fram komu eftirtektarverðar staðreyndir. Hann lagði áherzlu á það, sem visindarannsóknir hafa sýnt, að tjónið sem hlýzt af áfengisneyzlu eykst eða minnk- ar i réttu hlutfalli við neyzluna. Aukin áfengisneyzla þjóðar hef- ur i för með sér aukið tjón. Dr. Archiband taldi mikilvægt að stjórnvöld gerðu aldrei breyt- ingar á fengislögum nema fyrir lægju visindalegar rannsóknir á afleiöinum breytinganna. Of oft væri i þessum málum farið eftir skoðunum og áliti, sem ekki styddist við visindal. staðreynd- ir. Visindamaðurinn benti á, að litill hópur fjölmiðlafólks hefði beitt sér fyrir kröfum um breyt- ingar á dreifingarkerfi áfengis i Kanada. Þetta fólk hefði hrópað hátt um „réttlátar kröfur al- mennings”. Þegar farið var að rannsaka visindalega hver af- staða almennings væri kom i ljós að mikill meirihluti fólks hafði engan áhuga á fjölgun vin- sölustaða eða lengri sölutima. Dr. Archibald réðst á þá rök- semdafærslu, sem tiðum er not- uð, að betra sé að drukkið sé löglega en ólöglega, og þvi sé lækkun áfengiskaupaaldurs nánast staðfesting á rikjandi venjum. — Hann minnti á, að i nokkrum fylkjum Kanada hefði áfengiskaupaaldur verið lækk- aður úr 20 eða 21 ári i 18 ár. Þar kom i ljós að breytingin hafði hörumulegar afleiðingar i för með sér. — A flestum sviðum jókst tjónið, sem áfengis- drykkja olli, meðal 18-20 ára unglinga. Unglingum, sem létu lifið i umferðarslysum, fjölgaði t.d. um 174% — Þá jókst drykkja unglinga yngri en 18 ára til mik- illa muna. Dr. Archibald staðhæfði að hagsmunir áfeng- isframleiðenda og seljenda réðu miklu um neyzluna,það þyrfti löggjafinn og almenningur að gera sér ljóst. (Accent) Staðgengill gleðikvenna Gleðikonur i borginni Nice i Suður-Frakklandi fóru i tveggja vikna verkfall fyrir skemmstu. Vinnustöðvunin var gerð til að mótmæla afskiptum lögreglu- yfirvalda af atvinnu þeirra og kvörtuðu yfir að þær fengju engan vinnufrið á götuhornum. Myndin er tekin á meðan á verkfallinu stóð og stilltu þær glöðu upp þessarri ginu við velþekktan ljósastaur til að leggja áherzlu á kröfur sinar. Ekki þótti þeim Fransmönn- um viðunandi að vera gleði- konulausir til langframa og svo fór að borgaryfirvöld gáfust upp og lögleiddu skækjulifnað og una nú allir glaðir við sitt i borginni Nice. — Ég vildi mjög gjarna fá steik, einn bjór og fimm skemmda tó- mata. 1-10 DENNI DÆMALAUSI „Tommi kyssti Stinu i dag, þeg- ar hún leit undan.” Er hann aö verða eitthvaö verri.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.