Tíminn - 26.11.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.11.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Miðvikudagur 26. nóvember 1975. HEIÐAR GUÐBRANDSSON: Framsóknarflokkurinn fgetur ekki gegnt skyldu ..imliii........,iiiii)ii,...III111! sinni við verkalýðinn í samsteypustjórn með Sjólfstæðisflokknum llöfundur þeirrar greinar, sem hér birtist, er Heiöar Guöbrandsson, 28 ára gamall Súðvik- ingur. Hann er fæddur og uppalinn i Reykjavik, en fluttist vestur lyrir þremur árum og hefur stundaö þar almenna verkamannavinnu. Heið- ar hefur starfað mikiö aö félagsmálum og er formaður Verkalýös og sjómannafélags Álft- firöinga. Hann er einnig formaður Fram- sóknarfélags Súðavikurhrepps, á sæti i stjórn Kjördæmissambandsi Framsóknarmanna i Vestfjarðakjördæmi og miðstjórn Fram- sóknarflokksins. Umsjónarmenn: Helgi H. Jónsson og Pétur Einarsson Framsóknarflokkurinn var upp- haflega stofnaður til stuðnings og fulltingis sjálfsbjargarviðleitni islenzkrar alþýðu og til styrktar samtökum fólksins i baráttu fyrir frelsi og betra og fegurra lffi. Flokkurinn er þannig að uppruna flokkur félagshyggju, samtaka og samvinnu. Launamenn í Framsóknar- flokknum hljóta þvi að ætla, að gerðir flokksins beinist að þvi að bæta kjör láglaunastéttanna i landinu og efla almannatrygg- ingakerfið, svo að unnt sé að greiða öryrkjum og öldruðum tryggingabætur, sem nægja þeim til viðunandi lifskjara, og stuðla að öðrum félagslegum framfara- málum. Tengsl Framsóknarflokksins við verkalýðshreyfinguna eru eins og nú er komið litil, svo li'til að varla er of djúpt i árina tekið að segja að þau séu nær engin, a.m.k. á hinn almenni launamað- ur erfitt með að koma auga á þau. Framsóknarmenn hljóta að spyrja hver sé orsök þessa, hvers vegna hafa svo fáir Framsóknar- menn tekið virkan þátt i starfi og stjórnun verkalýðsfélaga, og hvers vegna er málum svo háttað að m.a.s. Sjálfstæðisflokkurinn er i meiri tengslum við verkalýðs- hreyfinguna en Framsóknar- flokkurinn, þótt auðvaldsstefna ihaldsins sé andstæð hagsmunum launastéttanna, þvi að enginn þarf að láta sér til hugar koma, að Sjálfstæðisflokkurinn noti þau Itök, sem hann á i verkalýðs- félögunum til styrktar verkalýðn- um i baráttu hans fyrir bættum lifskjörum. Sannleikurinn er auð- vitað sá, að Sjálfstæðisflokkurinn leggur hart að sinum mönnum að styrkja stöðu sina i verkalýðs- hreyfingunni til þess að auðvelda UCY sfEBRUbR- SAMV//V'C-4R K'AIIPMÁTnjfí i hversMM/mut mPMfílUSm J.D(S.1'i73-soo NmRGrREl-ÐSLU- AUKNfi’Cr 7 MA/ 100 t j 90- _____ tresmiðir alm.kaup e.z 'AR r\ -----/ERKAMfNW é.TAyn E.lAR N ÚCrLAUNA&fcTUR t (3 500 ) 3% GrRUHMKAUPSUtf MVH '■*** MARSSA HN/MG-UR (W.ROO) jÚNÍsAMNfNGtUR (5300) (ZlOo) >es An eEb Árs flW hiú :Ll 3uó >st ‘Jrr oícr Joy ols 4b m<ci Ípr 4ai jtiní jmJ sirr í*r~ífci’ DCS /573 /e»7V einkaauðvaldinu að verja hags- muni sina. Ekki er við þvi að búast, að tengsl Framsóknarflokksins við verkalýðshreyfinguna batni og aukist, nema flokkurinn sé reiðu- búinn til þess að styðja hana i baráttunni fyrir bættum kjörum og betra og fyllra lifi. Það er þess vegna von allra einlægra verka- lýðssinna innan vébanda Fram- sóknarflokksins að hann taki stefnu sina i þessum efnum til at- hugunar og endurskoðunar og hverfi aftur til uppruna sins, og taki að nýju mið af þeim hugsjón- um, sem hann grundvallaðist á i upphafi. Verkafólk, sem horft hefur á verðbólgubálið brenna upp þær launabætur, sem samið hefur verið um á launamarkaðnum að undanförnu á sama tima og alls konar óprúttið braskaralið hefur makað krókinn, leitar nú ráða til þess að rétta sinn hlut. Fram- sóknarflokkurinn þarf nú að leita þeirra ráða, sem farsælastar geta talizt til þess að tryggja réttmæt- an hlut launafólks af þjóðarkök- unni svokölluðu. Þess er ekki að vænta, að það verði gert i stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, enda vita láglaunastéttirnar af langri reynslu, að samsteypustjórnum, sem ihaldið á aðild að, er ekki treystandi til þess að rétta hlut þeirra — verkalýður þessa lands hefur séð of mikið til slikra stjórna til þess að treysta þeim. . Vilji Framsóknarflokkurinn efla áhrif sin á komandi árum og kenna sig við félagshyggju með réttu, verður að breyta um stefnu. Fjölmennustu og öflugustu félagsmálahreyfingar i landinu, þ.e. verkalýðs- og samvinnu- hreyfingin, eru stofnaðar til þess að rétta hag alþýðustéttanna. Þessar hreyfingar eiga nú báð- ar við mikla örðugleika að etja, og þar er verst viðfangs hin félagslega deyfð, sem rikir innan þeirra. Þessi deyfð á sér að miklu leyti þær orsakir, að þorra þeirra al- þýðumanna, sem áhuga hafa á málefnum þeirra, skortir þjálfun, tima og þekkingu til þess að koma sjónarmiðum sinum á framfæri svo að vel sé. Ráða þarf bót á þessu með þvi að auka fræðslu og þá ekki sizt fullorðinsfræðslu. Þessu þarf Framsóknarflokkur- inn að stuðla að með þvi að sjá svo um, að lögin um fullorðins- Framhald á 13. siðu. Þátttakendur á námskeiði MFA um verkalýðsmál ásaint aðstandend- um skólans. 1915’ Þetta linurit, sem fengið er frá ASl, sýnir breytingar á kaupmætti frá 1. des. 1973 (kaupmáttur þá er 100). 1. jan. 1974 er hann kominn niður i 98 og i 96 1. febr. 1 febrúarsamningunum 1974 fer kaupmáttur timakaups trésmiða (almennt kaup eftir tvö ár) i 114 (óbrotin lína) og kaupmáttur verkamannakaupsins (skv. 6. taxta eftir 1 ár) i 110 eins og brotna línan sýnir. Þó er umdeilanlegt hvort þessi hái kaup- máttur, sem linuritið sýnir i þessu sambandi, hafi nokkru sinni náðst i raun og veru, vegna þess, að þegar launin eru greidd 1. april, var kaupmátturinn kominn niður i 106 hjá trésmiðum og 102 hjá verkamönnum. 1. nóv. 1975 var kaupmáttur verkamannakaups kominn niður i 85, en varð minnstur 1. júni 1975 eða 82. — Frá byrjun des. 1973 til byrjunar nóv. 1975 hefur verðlag hækkað um 111%, þ.e. rúmlega tvöfaldazt. Trésmiðataxtinn hefur á sama tima hækkað um 81% og verkamannakaup um 80%, og kaupmáttur beggja hópanna hefur skv. upplýsingum frá ASl þvi rýrnaðum rösk 14%. Augljóst er, að i þeim samningum, sem i hönd fara, verður að leggja aukna áherzlu á aðtryggja, að kaupmáttur þeirra kjarabóta, sem um tekst að semja, haldist. Þá er og mikilvægt að reynt verði að ná fram sem mestum félagslegum umbótum, svo sem á sviði tryggingamála, vinnuverndarlöggjafar, fræðslumála, og þá má einnig nefna þá kjarabót, sem af þvi leiddi fyrir verkafólk á lands- byggðinni, ef sett yrðu t.d. lög um verðjöfnun á vöruflutningum og öðru, sem jafnað gæti þann mun, sem nú rikir eftir þvi hvar á land- inu fólk er búsett.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.