Tíminn - 26.11.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.11.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miðvikudagur 26. nóvember 1975. Forsætisráðherra skorar á þjóðina að sýna órofa samstöðu MÓ—Reykjavik. Lúðvik Jóseps- son kvaddi sér hljóðs utan dag- skrár á fundi i sameinuðu þingi kl. 18 i gær og geröi að um- talsefni brezku herskipin á Is- landsmiðum. Kvað Lúðvik ekki hægt að láta nægja að sendiherra ts- lands mótmælti komu þeirra, heldur yrði að gripa til róttækari aðgerða. Krafðist þingmaðurinn þess, að sendi- herra Islands yrði kallaður heim og Bretum tilkynnt, að stjórn- málasambandinu yrði slitið við þá, ef herskipin færu ekki strax út úr landhelginni. Þá kvaðst Lúðvik einnig viljja taka undir fram komna tillögu um að loka her- stöðinni i Keflavik. Gcir llallgrimsson forsætisráð- herra svaraði og sagði, að rikis- stjórnin liti valdbeitingu Breta á Islandsmiðum mjög alvarlegum augum, og hefði það strax verið tilkynnt Bretum | og mótmælt af i sendiherra Is-1 lands i London. Komu herskip- anna hefði lfka | strax verið | mótmælt munn- lega. Siðdegis i | gær hefðu siðan svohljóðandi skrifleg mótmæli verið send rikisstjórn Bretlands: Rikisstjórn Islands mótmælir harðlega þeirri ráðstöfun brezku rikisstjórnarinnar að beita her- skipum til að vernda ólöglegar veiðar brezkra togskipa innan is- lenzkrar fiskveiðilögsögu. Hér er um ólögmæta valdbeit- ingu að ræða, sem ekki einungis brýtur i bága við ákvæði sam- þykkta öryggisráðstefnu Evrópu i Helsinki, heldur samræmist hún ekki aðild beggja þjóðanna að At- lantshafsbandalaginu. Slik vald- beiting útilokar allar frekari við- ræður við rikisstjórn Bretlands, a.m.k. unz hin brezku herskip hverfa af Islandsmiðum. Að sjálfsögðu munu islenzk varðskip halda áfram að vernda hin islenzku fiskimið eftir þvi sem unnt er, enda er varðveizla fisk- lll ■ stofnanna við Island lifshags- munir islenzku þjóðarinnar. Utanrikisráðuneytið, Reykjavik, 25. nóv. 1975. Lúðvik Jósepsson tók öðru sinni til máls og itrekaði, að til rót- tækra aðgerða þyrfti að gripa og kvaðst vona, að rikisstjórnin tæki m.a. tillit til þeirrar kröfu, sem hann hefði sett fram. Geir Hallgrimsson skoraði á þingheim og alla Islendinga að standa saman i órofa fylkingu gegn þeirri ólögmætu aðgerð, sem gegn okkur hefði verið beitt og taldi, að nauðsyn væri að ihuga allar aðgerðir vel, áður en út i þær væri farið. Það væri styrkur að flana ekki að neinu, og til þess að aðgerðir okkar færðu okkur fullan sigur i landhelgisdeilunni. — Já. Og ég tel það vera mjög veigamikla röksemd fyrir samn- ingum við V-Þjóðverja. Það er erfitt fyrir okkur að standa i striði á mörgum vigstöðvum, og við þær aðstæður, sem nú skapast, sem mun öll varnarviðleitni okk- ar beinast gegn Bretum. Það yrði þvi hætt við að V-Þjóðverjar fengju að vera meira eða minna óáreittir, ef ekkert samkomulag verður við þá. fcg álit, að það sé ákaflega mikilvægt að við sýnum umheim- inum að það er hægt að semja við okkur og leysa deilumál á frið- saman hátt, ef einhver sanngirni er sýnd. — Att þú von á löngu þorska- striði að þessu sinni? — Já. Bretar hafa sýnt svo mikla óbilgirni og ósanngirni, að hugarfar þeirra má mikið breyt- ast, ef unnt á að vera að hefja samningaviðræður að nýju, hvað þá að ná endum saman. Það var á sinum tima aldrei á það minnzt af Breta hálfu, að þeir myndu fara fram á lengri um- þóttunartima en um var samið á sinum tima. Og i þeim samning- um var þeim ekki gefin nein ástæða til að ætla, að slikt kæmi til greina. Þeir hefðu hæglega getaö umþóttað sig á umsömdum tima, ef vilji hefði verið fyrir hendi til þess. Ég veit ekki, hvenær þeir hafa fyrst imprað á þvi að fá áframhaldandi veiði- heimildir innan fiskveiðiland- helgi okkar, en geri ráð fyrir að það hafi verið i.sambandi við ákvörðunina um útfærsluna i 200 milur. — Hverjar telur þú vera skýr- ingar á þvi að staðan skuli hafa breytzt svo Irá úlfærslunni i 50 inilur, að við skulum geta náð samkomulagi við V-Þjóðverja nú og ekki Breta, öl'ugt við það sem við þá varð? — Það hefur greinilega átt sér stað hugarfarsbreyting hjá V- Þjóðverjum. Þeir hafa sjálfsagt iært eitthvað á þessu timabili. En Bretar virðast lítiðhafa lært. Það er eins og enn riki hjá þeim sami hugsunarmáti og á stórveldistim- um þeirra, þegar þeir voru ný- lenduveldi og gátu sett öðrum þjóöum stólinn fyrir dyrnar með vopnavaldi, sagði Ólafur Jó- hannesson dómsmálaráðherra að lokum. geta innan Efnahagsbandalags- ins til að fá okkar rétt þar sam- þykktan. — En við liöfum enga tryggingu fyrir þvi að tollaivilnanirnar taki gildi? — Nei. — Og gæti þá allt cins verið um l'imm mánaða samkomulag að ræða? — Það gæti verið það, já. — Telur þú að það verði hörð átök um þcssi samkomulags- drög? — Ég tel, að búast megi við talsverðum meiningamun. Hér hafa verið stofnuð samtök með það markmið að koma i veg fyrir samninga. En mér er lika kunn- ugt um fjölda fólks, sem telur, að skynsamlegast sé að semja og telja, að með þvi fáum við fram betri vernd fyrir fiskstofnana. Ég vil benda á i þessu sam- bandi, að þegar landhelgisgæzla okkar beindist öll gegn V-Þjóð: verjum innan 50 milnanna 1974, þá tókst þeim að reyta upp 68 þús- und tonn. — Hverjar telur þú vera megin- áslæður þess, að V-Þjóðverjar vilja nú ganga til samninga við okkur? — Ég held, að þeir hafi tekið algjörum sinnaskiptum, og svo hefur rikisstjórnin tekið málið föstum tökum og tekið ráðin af út- gerðarmönnunum, sem mestu hafa ráðið um afstöðu V-Þjóð- verja til þessa. Fyrir okkur skiptir það mestu máli, að þeir hafa gengizt inn á að sleppa nánast öllum þorskveiðum og semja þess i stað um ufsa og karfa, en þeim stofnum er ekki eins hætt og þorskstofninum, sagði Einar Agústsson utanrikis- ráðherra að lokum. 0 Einar Ágústsson o Ólafur Jóhannesson ólal'ur Jóhannesson samkomulagsins, þá frestast framkvæmd þess og enginn samningur við V-Þjóðverja verður i gildi. Þetta hefur m.a. það i för með sér, að ef tollaiviln- anirnar koma ekki til fram- kvæmda, koma veiðiheimildirnar fyrir Vestfjörðum aldrei til fram- kvæmda. — En eru einhverjar likur til þess að V-Þjóðverjar gcti fremur l'engið Brcta ofan af banni gegn bókun 6, cn Bretum tókst að la V- Þjóðverja ofan af þvi áður? — Ég get náttúrlega engu spáð um það. Við höfum loforð V-Þjóð- verja fyrir þvi, að þeir muni nota allt það afl, sem þeir hafa innan Einar Agústsson. Efnahagsbandalagsins til að ýta á Breta. Ég held, að ákvæðið um frestun samkomulagsins, ef eng- ar tollaivilnanir verða komnar til framkvæmda eftir fimm mánuði, hljóti að vera V-Þjóðverjum mik- ill hvati til að gera allt sem þeir ákvörðun Breta á landhelgis- gæzlu okkar? — Það er ljóst, að herskipa- koma gerir landhelgisgæzlu okk- ar öllu vandasamari og erfiðari. Okkur skortir náttúrlegá afl gegn herskipum, en eftir sem áður verður landhelgin auðvitað varin með öllum tiltækum ráðum. — Veröur landhelgisgæzlan el'ld? — Það verður væntanlega gert, og að minnsta kosti einn skuttog- ari fenginn til gæzlustarfa til að byrja með. Trúlega verður það Baldur, sem Hafrannsóknastofn- unin er að eignast. — Telur þú það röksemd með samkomulagi viö V-Þjóðverja, að með þvi gætum við beitt land- helgisgæzlunni betur gegn Bret- um? A FUNDI sameinaðs þings á þriðjudag mælti Ellert B. Schram fyrir þingsályktunartillögu, sem hann flytur um umferðarmál, á- samt Sigurlaugu Bjarnadóttur. Tillögugreinin er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á rikisstjórnina að beita sér fyrir allsherjar endurskoðun og breyt- ingum á lögum og reglugerðum um umferðarmál svo og öðrum þeim lögum, sem umferðarmál snerta og stuðlað geta að auknu umferðaröryggi og virkari með- ferð umferðarlagabrota”. Einnig mælti Sighvatur Björg- vinsson fyrir tillögu, sem hann flytur ásamt Ellert B. Schram, Helga F. Seljan, Karvel Pálma- syni og Halldóri Asgrimssyni. Tillögugreinin er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að skipa nefnd til þess að gera tillögur um samhæfðar aðgerðir af hálfu opinberra aðila til þess að draga úr tóbaksreyk- ingum íslendinga. Nefndin skal sérstaklega taka til umfjöllunar annars vegar tillögugerð um fyrirbyggjandi ráðstafanir, svo sem með hvaða hætti árangurs- rikast verði hagað upplýsinga- starfsemi um skaðsemi tóbaks- reykinga, og hins vegar gera tillögur um skipulagt námskeiða- hald á vegum hins opinbera eða með þátttöku þess fyrir tóbaks- neytendur er vilja hætta eða draga úr tóbaksneyzlu sinni. 1 þessu sambandi verði sérstök á- herzla lögð á baráttu gegn tóbaksneyzlu skólafólks. I störfum sinum hafi nefndin samráð við þá aðila, er um slik mál sem hér um ræðir hafa fjall- að til þessa. Niðurstöður nefndar- innar verði siðan grundvöllur að- gerða hins opinbera til aukinnar baráttu gegn tóbaksreykingum”. Björn Jónsson kominn á þing < SL. þriðjudag tók Björn Jónsson, forseti ASI, sæti á Alþingi i fjarveru Gylfa Þ. Gislasonar, sem farinn er til útlanda i opinberum erind- um. Sl. þriðjudag tók Pétur Sigurðsson, þingmaður Reykvikinga, aftur sæti sitt á Alþingi, en hann hefur verið fjarverandi um skeið. Þetta er frcigátan Leopard, sem varðskip tilkynnti siðdegis i gær, að væri komin inn fyrir 200 milurnar og væri um 40 milur norðaustur af Glettinganesi. Tvær aðrar freigátur eru vænt- anlegar á tslandsmið á laugar- dag. Sendiherra islands i Lond- on, Niels P. Sigurðsson, mót- mælti herskipabeitingunni harðlega, þegar liann var um hádegisbiliö i gær kvaddur i brezka utanrikisráðuneytið, þar sem honum var skýrt frá þeirri ákvörðun Breta að senda her- skip á islandsmið. islenzka rik- issljórnin sendi svo harðorð mótmæli siðdegis i gær. STJÓRNARANDSTAÐAN Á MÓTI FJ-Rvik — Það er Ijóst, að stjórnarandstöðuflokkarnir munu á Alþingi beita sér gegn samþykkt samkomulags við V-Þjóðverja i landhelgismálinu. Hér fara á eftir stutt ummæli talsmanna stjórnarandstöðu- flokkanna, en við þá var rætt að loknum fundi i landhelgisnefnd i gær. Lúövik Jósepsson: — Alþýðu- bandalagið er eindregið á móti þessu samkomulagi við V-Þjóð- verja. Ag get ekki annað séð en meö þvf sé verið að opna leiðina fyrir samningum við fleiri þjóð- ir. Nú þegar liggja fyrir drög að samningum við Belga og Norð- menn, og svo koma Færeyingar i kjölfarið og siðan Bretar. Ég sé ekki betur en stefnan sé að færa útlendingum 150-170 þús- undtonna afla á tslandsmiðum. Og svo verður náttúrlega gripið til aflakvóta fyrir hvert byggðarlag i landinu, eins og reyndar er þegar farið að ræða. Benedikt Gröndal: — Alþýðu- flokkurinn er á mótu þessu sam komulagi, þar sem við teljum ekki óhætt að semja um neinar veiðar við útlendinga. Það er ekkert til skiptanna. Karvel Pálmason: Samtök frjálslyndra og vinstri manna eru að sjálfsögðu andvig sam- komulagi við V-Þjóðverja, þar sém við erum á móti samning- um við útlendinga um veiðar á tslandsmiðum. Við teljum, að með samningum við V-Þjóð- verja sé verið að opna leiðina fyrir samningum við Breta og aðra, og öllu slilcu erum við al- gjörlega á móti, ekki sizt ' samningum um svæði innan 50 milna, eins og þessi samnings- drög fjalla um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.