Tíminn - 26.11.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 26.11.1975, Blaðsíða 16
16 TÍMINN IVIiðvikudagur 26. nóvember 1975. Fimleikar í Höllinni Hin árlega fimleikasýning skólanema og íþróttafélaga verður haldin á sunnudaginn FIMLEIKASÝNINGAR skólanemenda og iþróttafélaga eru orðnar að árvissum atburði I Laugardalshöllinni um mánaðamótin nóv.-des. Fimleikasamband | ís- lands og íþróttakenn- arafélag íslands hafa flest árin haft samstarf um þessar sýningar, og svo er einnig að þessu sinni. Þessar sýningar eru haldnar til að auka áhuga á ýmsum greinum fimleika og til að gefa þeim kenn- urum og nemendum, sem hafa áhuga og ytri aðbúnað, tækifæri til að vinna að skemmtilegu verk- efni. Þetta hefur tekizt mjög vel, og hafa flest árin verið fleiri hundruð þátttakenda á öllum aldri. A sýningunni á sunnudag- inn munu koma fram 260-300 þátt- takendur frá mörgum skólum og félögum viðsvegar að. Utan af landsbyggöinni koma flokkar frá tsafirði, Reykjaskóla i HrUfa- firöi, Laugarvatni, og auk þess frá skólum og félögum i Reykja- vik, Kópavogi og Hafnarfirði. Þá sýnir einnig flokkur frá Þjóðdansafélagi Reykjavikur, en LUðrasveit skólanna i Kópavogi, undir stjórn Björns Guðjónsson- ar, leikur við opnun sýningarinn- ar. Aö þessu sinni verður aöeins ein sýning. Myndirnar sýna atriði frá sýningunni sl. ár i Laugar- dalshöllinni. Landsliðsmálin í alqjörum ólestri ENGAR ÆFINGAR Handknattleikslandsliðið okkar verður i sviðsljósinu á næstunni, en það leikur :t landsleiki á fjórum dögum i Laugardalshöllinni — gegn Luxemborgarmönnum i undankeppni ólympiuleikanna á sunnudaginn, og síöan tvo vináttulandsleiki gegn Norðmönnum á þriðjudaginn og miðvikudaginn. Þá veröa leiknir þrir aðrir leikir I descmber — gegn Dönum I Danmörku og gegn Júgóslövum I Laugardalshöllinni um ■niðjan desember, og er fyrri iandsleikurinn gegn Júgóslövum, liöur i undankeppni ÓL. kvöldi, ólafur Benediktsson var fjarverandi. Slik æfing, sem landsliðið fékk á mánudaginn, þjónar engum tilgangi og fellur ekki inn i hið nýja fyrirkomulag — það næst litill árangur i að samæfa menn i leikaðferðum, leikfléttum og spili, þegar aðeins 8 landsliðsmenn mæta. Sá sem ‘þessar linur skrifar, stóð i þeirri trú, að 16-20 manna landsliðshóp- ur yrði valinn til samæfinga I þessa 8-10 daga fyrir landsleiki. En annað hvort hefur það verið á misskilningi byggt, eða að lands- liðseinvaldurinn hefur farið kollhnis. Alla vega hafa æfingar ekki byrjað á þeim tima, sem áætlaður var — af hverju sem það nú stafar. Það er leiðinlegt til þess að vita, að hin nýja æfinga- tillaga hefur kafnað i fæðingu. Það var yfirlýst stefna stjórnar H.S.t. i byrjun keppnistimabils- ins, að æfingatilhögun landsliðs- ins yrði breytt — átti að láta landsliðshópinn æfa stift 8-10 daga fyrir landsleiki, i stað þess að áður var æfingatimabilið lengra og æfingar strjálli. Nýja fyrirkomulagið er gott, svo framarlega sem fariö er eftir þvi. En hvaö hefur gerzt? Aætlað var að æfingar fyrir leikina gegn Luxemborgarmönnum og Norð- mönnum hæfust 20. nóvember sl. Nú, þegar aðeins fjórir dagar eru þangað til að við mætum Luxem- borgarmönnum, hefur aðeins ein æfing farið fram. AÐEINS 8 VORU BODAÐIR Þessi æfing var sl. mánudags- kvöld, og mættu þá 8 leikmenn — 6 útispilarar og 2 markverðir — sem voru boðaðir fyrr um daginn, til að Ieika æfingaleik gegn Vals- mönnum. Þeir sem léku með landsliðinu voru Páll Björgvins- son, Viggó Sigurösson, Arni Ind- riðason, Stefán Gunnarsson, Hörður Sigmarsson, Ingimar Haraldsson, Guöjón Erlendsson og Gunnar Einarsson. Það hlýtur að vekja nokkra furðu, að aðeins 8 leikmenn voru mættir. En skýringin á þessu var sú, að Björgvin Björgvinsson var veður- tepptur á Akureyri, Einar Magnússon, Axel Axelsson og Ólafur Jónsson voru ókomnir frá V-Þýzkalandi — komu i gær- TJALDAÐ TIL EINNAR NÆTUR Astæðan fyrir þvi, að aðeins ein landsliðsæfing hefur farið fram, er aðallega sú, að Viðar Simonar- son landsliðsþjálfari setur allt sitt traust á „útlendingana” I V- Þýzkalandi. Þess vegna hefur hinn fámenni hópur, sem Viðar hefur valið úr leikmönnunum okkar hér heima, setið aðgerðar- laus og beðið eftir þvi, aö ,,út- lendingarnir” kæmu heim. Þrátt fyrir að 5 af okkar beztu hand- knattleiksmönnum séu erlendis, er hæpið að setja allt okkar traust á þá, og „svelta” þannig leik- mennina hér heima. Þannig er tjaldað til einnar nætur, þvi að það er vitað mál, að ekki er alltaf hægt að kalla „útlendingana” heim i landsleiki. Hvar stæðum viö, ef þessir leikmenn forfölluð- ust? Útlitið væri vissulega ekki gott, þar sem aöeins fámennur hópur leikmanna hér heima hefur verið valinn til landsliðsæfinga. Höfum við efni á þvi að velja svona fámennan hóp til landsliðs- æfinga, þegar margir og erfiðir landsleikir eru framundan? Nei, landsliðsmálin virðast i algjörum ólestri og æfingafyrirkomulagið i molum. „BARA FYRSTI HÓPURINN’ Agúst Ogmundsson, landsliðs- nefndarmaður og aðstoðarmaður Viðars Simonarsonar, lætur hafa þaö eftir sér i viðtali við eitt dag- blaðanna i gær, að þetta sé bara fyrsti landsliðshópurinn — og alls ekki þar með sagt að engar breytingar verði geröar á honum, t.d. eftir ieikinn við Luxem- borgarmenn eða Norðmenn. Þetta er vægast sagt einkennileg- ur hugsunarháttur. Hvers vegna er þá ekki valinn stærri landsliðs- hópur, sem siöan væri hægt að velja menn úr, fyrir hvern lands- leik. Viðar og Agúst velja frekar þá leið að samæfa þröngan hóp, og ef einhver úr honum forfallast, að kalla þá bara á næsta mann — og láta hann koma inn i hópinn, óæfðan. Nei, það er ekki nóg aö vera með trompin á hendi, og kunna siðan ekki að spila úr þeim. AD SNAPA ÆFINGAR Þá er önnur ástæða fyrir þvi, að landsliðsæfingar hafa ekki farið fram — svo virðist sem ekki hafi verið gert ráð fyrir landsliðs- æfingum, þótt undarlegt sé. Held- ur hafa verið snapaðir æfinga- leikir gegn félagsliðum — i æfingatimum félagsliðanna. Landsliðsþjálfarinn hefur ekki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.