Tíminn - 27.11.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.11.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 27. nóvember 1975. FJÓRUM BJARGAÐ Gsal-Reykjavik — í fyrrakvöld kom skyndilegur leki aö vél- bátnum Hauki SU-50 frá Djúpa- vfk, þar sem báturinn var staddur rúmlega 20 sjómilur út af Stokksnesi. Fjórir menn voru I bátnum og komust þeir allir I gúmmibjörgunarbát, og var slöan bjargað um borö i skut- togarann Skinney. Haukur SU sökk skömmu eftir að skipverj- ar komust í björgunarbát. Skipverjar fóru siöan i björgunarbát og yfirgaf skip- stjórinn bátinn siðastur. Mátti ekki tæpara standa að hann kæmist i björgunarbát, þvi Haukur SU sökk 1-2 min. siðar. Skuttogarinn Skinney kom siðan að björgunarbátnum u.þ.b. hálfri klukkustund eftir að skipverjar höfðu komið sér fyrir i bátnum. Engum varð meint af. ZONTA-KLÚBBUR SELFOSS gengst fyrir kertamarkaði og kaffisölu i Húsmæðraskóla Suð- urlands, Laugarvatni, fimmtudag kl. 17—-23 sd. Allur á- góði af sölunni rennur óskiptur til styrktar heimilis þroskaheftra barna i Árnessýslu, sem er á Sel- fossi. bessi kertamarkaður að Laug- arvatni er einkum ætlaður fyrir ibúa úr uppsveitum Árnessýslu, en sunnudaginn 7. desemher mun Zonta-klúbburinn aftur efna til kertamarkaðs, og þá i Tryggva- skála á Selfossi. BH-Reykjavik. — Jólatréssalan er hafin hjá Landgræðslusjoöi, og þegar Timinn ræddi við Kristin Skæringsson i gær, tjáði hann okkur, að þeir hefðu verið að taka á móti 40—50 tonnum af trjám og greinum frá Dan- Jólatrén komin mörku. Kvað Kristinn trén með fallegasta móti, og hefði verið sérlega vel um varninginn búið i Arósum, þar sem honum var skipað út, og var hann allur settur i vörukassa. Jólatréssala Landgræðslu- sjóðs fer fram á athafnasvæði sjóðsins við Reykjanesbraut i Fossvoginum, og ekki er að efa, að jólaösin hefsti söluskálanum þar strax næstu daga. Kerta- markaður ó Laugar- vatni Vöruskiptajöfnuður óhagstæður um 20 milljarða fyrstu tíu mónuði órsins Menntskælingar vilja slíta stjórnmálasambandi við BH-Reykjavik. — Vöruskipta- jöfnuöurinn fyrstu tiu mánuði þessa árs er óhagstæöur um 20,fi milljaröa króna, skv. tölum frá Hagstofunni, en á sama tima i fyrra óhagstæður um 14,1 milljarð króna. Vöruskiptajöfn- uöurinn i októbcrmánuði einum saman var óhagstæður um 1,3 milljarð, en 3,1 milljarð i október- mánuöi I fyrra. Gutenberg- sýningunni lýkur í dag GUTENBERGSÝNINGIN að Kjarvalsstöðum hefur staðið i 19 daga, og er siðasti sýning- ardagurinn i dag. Sýningunni lýkur kl. 22 i kvöld. Mörg hundruð skólabörn skoöuðu sýninguna I gær. Einnig eru skólabörn væntan- leg i dag. Heim með sér hafa börnin haft fallegt blað úr Gutenbergbibliunni og myndir frá Islandi úr bók prentaðri árið 1555. Sýningin hefur vakið mikla athygli, einkum gamla Guten- bergprentvélin. Fylgirit sýningarinnar „Prentlistin breytir heiminum” segir i raun og veru alla sögu prent- listarinnar frá þvi fyrir daga Gutenberg og fram á þennan dag. Eftirspurn eftir þessu riti hefur verið mikil, einkum af hálfu skóla, bókasafna og ekki sizt bókasafnara. Utflutningur er talsvert meiri i októbermánuði i ár en i fyrra. Nú er flutt út fyrir 5,2 milljarða, en i fyrra fyrir 2,8 milljarða. Innflutn- ingurinn er svipaður i báðum mánuðunum, 6,6 milljarðar nú en 6,0 milljarðar þá. Utflutningurinn á áli og ál- melmi var tiu fyrstu mánuði þessa árs 3,6 milljarðar, en á sama tima i fyrra 4,1 milljarður. Innflutningur til álfélagsins nem- ur á þessu ári 5,6 milljörðum, en nam á sama tima i fyrra 3,3 milljörðum. Fram að 2. nóvember hafa skip verið flutt inn á þessu ári fyrir 3,6 milljarða króna, en á sama tima I fyrra nam innflutningur skipa 2,8 milljónum króna. Breta Gsal—Reykjavik — Nemcndur i M.R.hvetja rikisstjórnina til þess að slita þegar i stað stjórnmála- sambandi við Breta, og að brezka sendiherranum verði visað úr landi, jafnframt þvi scm islenzki scndiherrann i London verði kall- aður heim. Þá hvetja menntskæl- ingar islenzku rikisstjórnina til þess að semja ekki við Breta, meðan herskip eru i islenzki fisk- veiðilögsögu. Framtiðin, málfundafélag Menntaskólans i Reykjavik, hélt fund i fyrrakvöld, þar sem ofan- greind atriði voru samþykkt ein- róma. I ályktun fundarins segir enn fremur, að árás Breta á Island sé brot á varnarsamþykkt Evrópu- rikja, sem samþykkt var á ráð- stefnu allra Evrópurikja fyrr á þessu ári. Segja menntskælingar, að árás þessi, sem látin er af- skiptalaus af bandalagsrikjum íslands og Bretlands i NATO, sýni að bandalagsrikin lýsi þegjandi samþykki á árás Breta. Þvi telur fundurinn, að loka beri herstöð Bandarikjamanna á Miðnesheiði um óákveðinn tima. Undir ályktunina rita nöfn sin Jóngeir H. Hlynason, Pétur Þor- steinsson, Bjarni Einarsson og Magnús Norðdahl. ísland eina NATO-landið þar sem innlent flugfélag annast ekki flutninga hersins FB—Hcykjavik — tsland mun vera eina landið, þar sem eru NATO-herstöðvar, og innlendu flugfélagi hefur ekki verið falið að sjá um farþega- og vöruflutninga i sambandi við slikar stöðvar. Flugfélag tslands og Loftleiðir, og nú eftir samruna félaganna — Flugleiðir — hafa hvað eftir ann- að farið fram á samninga um þessa flutninga fyrir bandariska herinn hér, bæði milli landa og á innanlandsleiðum, en án árang- urs, eins og fram hefur komið i frétt i Timanum áður. Timinn sneri sér til Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa Flugleiða, og spurði hann, hversu miklir flutningar gætu væntan- legar komið i hlut Flugleiða, ef samningar tækjust um þá. Sveinn sagði, að ef litið væri fyrst á flugið milli tslands og Bandarikjanna, þá hefði þvi verið þannig háttað, að varnarliðið hefur haft á leigu þotur frá ýmsum bandariskum fiugfélögum, sem hafa venjulega farið tvær ferðir á viku á sumrin, og eina á veturna. Nú fyrir nokkru var þessu breytt þannig að herinn hefur ekki leiguvélar, heldur flýgur eigin vélum, her- flugvélum, sem i eru um 80 sæti. — Þessa flutninga viljum við taka inn i áætlunarflugið, sagði Sveinn, — þvi að þetta er aðallega milli New York og Chicago og Keflavikur. Auk þess hefur hern- um verið boðið, að það, sem ekki hentaði á þessum leiðum yrði i sérstöku flugi. Venjulega er her- inn með tvær ferðir i viku milli Bandarikjanna og tslands með vörur. Þarna er uro að ræða ým- islegt, sem liggur á, t.d. mat og grænmeti, og ávexti. Sumt af þessu gæti farið i áætlunarflugið, en annað i sérstöku flugi. Þessir flutningar fara nú með hervélum. — Milli tslandsog Evrópu hefur herinn farið eina til tvær ferðir I viku til fjölmargra staða. Flug- leiðir fljúga eins og allir vita áætlunarflugtil margra borga, t.d. Kaupmannahafnar, Luxem- borgar, London, Glasgow, Oslóar og Stokkhólms og á sumrin til Frankfurt, sagði Sveinn. — Þess vegna ætti að vera hægt að taka þessa flutninga að mestu inn i áætlunarflugið. Hins vegar held ég, aðekki sé um neina vöruflutn- inga að ræða milli tslands og Evrópu. — Aðalröksemd okkar, er við höfum óskað eftir að taka þetta flug fyrir herinn, er sú, að farþegaflutningar hafa dreg- iztsamanað undanförnu, bæði á okkar leiðum og hvar sem er i heiminum. Oruggar og tiðar sam- göngur eru okkur tslendingum nauðsynlegar, og með þvi að fá þessa flutninga hersins inn i áætl- unarflugið styðjum við það mjög verulega og það getur komið i veg fyrir, að þessi atvinnugrein þurfi að dragast saman. Þess vegna er þetta að okkar dómi afskap- lega áriðandi og mikilvægt mál,- — Ef litið er á innanlandsflugið, þá gildir raunverulega það sama. Við viljum fá flutninga hersins i áætlunarflugið, þvi að það á i vök að verjast. Reynt er að haida uppi tiðum flugsamgöngum til margra staða, og fólk leggur mikið upp úr þvi að það sé flogið oft og reglu- lega, eins og eðlilegt er. Með þvi að fá aukin viðskipti i innanlands- flugið, þá styrkist staða þess verulega. Helzt er nú flogið fyrir herinn til Hornafjarðar. Til Hornafjarðar flytur herinn I CD-3 vélum. — Þvi ber ekki að neita, helt Sveinn áfram, að það eru tals- verðir flutningar á vegum hers- ins, sem fara með islenzkum vél- um, en þó er það ekki nema litið brot af þvi sem fram fer i heild. Ég veit ekki betur en tsland sé eina landið, þar sem NATO er með herstöðvar, og innlendu flug- félagi eru ekki fengnir i hendur þeir flutningar, sem til falla fyrir herinn. Sveinn sagðist ekki geta slegið nákvæmri rölu á það, hversu miklar upphæðir væri þarna um að ræða i peningum, þar sem svo mörg ólik fargjöld gilda á hinum ýmsu leiðum og á ýmsum árs- tiðum. En 80 sæti á viku myndu jafnvel vera upp i þann samdrátt, sem orðið hefur að undanförnu I farþegaflutningunum, og svo bættust vöruflutningarnir við. Gætu þvi alli-r séð, hversu þýðing- armikið þetta væri fyrir Flug- leiðir. Hvað eftir annað hefur ver- ið leitað til hersins, og óskað eftir samningum um þessi mál, og einnig leitað eftir stuðningi utan- rikisráðuneytisins þar að lútandi, og nú siðast var utanrikisráð- herra skrifað bréf, en enn sem komið er heíur engu verið áorkað, og samningar ekki hafizt. Sjópróf voru i málinu i gær, og lauk þeim um kl. 7. Að sögn Friðjóns Guðröðarsonar, lög- reglustjóra kom ekkert það fram i sjóprófum, sem gæti fyllilega upplýst orsök lekans, enþóhefðikomiðfram, að þ. 12. þessa mánaðar steytti báturinn á boða. Hefði þá farið fram athugun á skemmdum i höfninni á Djúpavik, en engar skemmdir komið i ljós,. Hins vegar var þess aldrei krafizt, að báturinn yrði tekinn i slipp til að kanna hugsanlegar skemmdir af kost- gæfni og þvi kann svo að vera, að orsakasamhengi sé þarna á milli, þótt aldrei verði neitt um það fullyrt. Skipverjarnir á Hauki SU voru að taka inn vörpuna, þegar ljósin dofnuðu snögglega. Leit þá skipstjórinn niður i vélar- rúmið og var þar verulegur sjór. Hins vegar gat hann ekki greint, hvaðan sjórinn læki inn i bátinn. Fljótlega var sýnt, að ekki yrði við neitt ráðið, og sendu því skipverjar út neyðar- tilkynningu. Náðu þeir sam- bandi við Sæljón SU, sem var á Breiöarmerkurdýpi og hafði i Sæljón sfðan samband við ! Hafnarradio. Sinfóníutón- leikar í dag FIMMTU reglulégu tónleikar Sinfóniuhljómsveitar Islands verða haldnir fimmtudaginn 27. nóvember kl. 20.30 i Háskólabiói. Stjórnandi verður BOHDAN WODICZKO og einleikari RUT INGÓLFSDÓTTIR fiðluleikari. Fluttur verður forleikur eftir Stanislaw Moniuzko, skozk fantasia fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Max Brunch og Sinfónia nr. 10 eftir Dmitri Sjostakovitsj. Hákarlasól í síðasta sinn HIÐ nýja leikrit Erlings E. Hall- dórssonar HÁKARLASÓL, sem sýnt hefur verið á litla sviði Þjóð- leikhússins, verður sýnt i siðasta sinn á sunnudaginn kl. 15. Um- sagnir gagnrýnenda dagblaðanna um leikritið skiptust mjög i tvö horn, virtist leikritið sjálft valda þeim miklum heilabrotum, en sýningin og leikurinn falla i góðan jarðveg. Sýningin þykir nýstár- leg, og hefur leikmynd Magnúsar Tómassonar vakið sérstaka at- hygli, svo og leikur leikaranna þriggja: Gunnars Eyjólfssonar, Sigmundar Arnar Arngrimssonar og Sigurðar Skúlasonar. Höfund- ur er sjálfur leikstjóri. Athygli skal vakin á þvi, að sýningin á sunnudag er siðdegissýning, og hefst hún kl. 15. A myndinni eru ! leikararnir þrir: Gunnar Eyjólfs- i son, Sigmundur Orn Arngrimsson og Sigurður Skúlason. AUGLÝSIÐ í TÍ.VIANUAA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.