Tíminn - 27.11.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.11.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 27. nóvember 1975. Marmari frá Karelíu — EF MAÐUR EYÐIR 20 EÐA 30 MÍNÚTUM 1 AÐ DREKKA KAFFIBOLLANN A MORGN- ANA, ER ÞAÐ EKKI GLATAÐ- UR TIMI — , SEGIR FÉLAGS- FRÆÐINGURINN LASLO HAVAS. Englendingar borða kynstrin öll I morgunverð: Hafragraut, cornflakes, bacon og egg, pylsur, ristað brauð, aldinmauk, hunang, — og með þessu drekka þeir te — mikið te. Og timinn er drjúgur, sem þeir eyða til þess arna. Oft sitja þeir með tekönnuna fyrir framan sig I klukkutima og lesa blað. Amerikanar eru ööruvisi. Þeir byrja á isköldum ávaxtasafa, og það er alveg rétt, þvi að nývaknaður er maður þyrstur, og kaldur appelsinusafi hressir og gleður, Amerikumenn eyða aftur á móti litlum tima i morgunverð- inn setjast stundum ekki einu sinni niður. Þeir drekka ávaxta- safann og kaffi á eftir meðan þeir fara i fötin. Hvort er nú betra? Morgun- verður i flýti eða i hægðum sinum á góðum tima. Margir munu setja: Af hverju ætti að eyða löngum tima á morgnana? Ég held að hægt sé að gera „unninn” tima út „töpuðum” tima. Ef maður fer i gönguferð, iðkar iþróttir, eða fer i bió, er það allt tapaður timi, ekki satt? Af þvi að ekki fæst neinn beinn ágóði. En hvers konar ágóða er um að ræða. Peninga, — eða lifsþægindi. Ef maður gefur sér 20 eða 30 minútur á morgnana til þess að drekka kaffibollann, er það ekki tapaður timi. Maður drekkur kaffið sitt borðar brauð, les blöð- in, — ég meina að lesa þau. — Það þarf lika að kunna að lesa blöð. Ef litið er eingöngu á fyrirsagnirnar, lifir maður að mestu i heimi stórslysa. Þessar yfirskriftir greina frá nýju striði eða bylt- ingu, frá hryllilegu flugslysi, frá glæpum sadista, sem hefur nauðgað barni, og myrt það. Ef maður aftur á móti gefur sér tima til aö lesa smælkið, kjaftasögurn- ar, og neðanmálsgreinarnar, kemst maður að raun um að lifið hefur h"ka ánægjulegar hliðar. Nýlega las ég i neðanmálsgrein vangaveltur um „velmegunar- þróun”. Höfundurinn sagöi, að það væri eiginlega mjög gott fyrir mannkynið að halda aftur af þró- un velmegunar og meir að segja ætti að stefna að „Þróunarleysi”, ef mannkynið ætti aö lifa af. Að degi til, veit ég, hefði ég aldrei nokkurn tima velt svo heimspekilegu efni fyrir mér. Þennan morgunn hafði ég ró i mér að lesa áfram yfir kaffibollanum. — Fólksfjölgun. hefur minnk- að að mun i þróuöum þjóðfélög- um, og gæti meira að segja geng- ið til baka. Arangurinn er sá, að eftirspurn eftir vörum, sem varða fjölgun neytenda, nemenda, ferðamanna, og iþróttaiðkenda hefur hriðminnkað. Framleiðslan verður að sniða sér stakk eftir vexti og þróunarlina hráefnis- og orkunotkunar stigur ekki nærri eins bratt. Nálæg efnahagsstöðv- un er nú þegar staðreynd.....” Frá þessu sjónarhorni hafði ég 1 aldrei hugsað málið. Mun tækni- þróun ekki halda áfram i þaö ó- endanlega? Og — getur efna- hagskerfið, sem er byggt upp á vexti, brugöizt við kringumstæð- um, sem einkennast af litlum vexti, og jafnvel öðru hverju minna en engum? Ég sötraði kaffið og hugsaði mig um. Mér varö i fyrsta skipti ljóst, að þetta er úrslitavandamál fyrir mannkynið. Við lifum áhyggjulaus og höldum, að allt verði eins og það er, — en það get- ur það alls ekki. Mér leið ekkert illa yfir þessari vitneskju, þvert á móti. Ég hafði tileinkað mér staðreynd, sem visindamenn höfðu komizt að áð- ur. Ég hugsaði smástund, minnk- andi iðnvæðing — það þýðir minni mengun. Minni oliunotkun — það þýðir, að oliulindirnar endast fyrir komandi kynslóð. Ég leit á klukkuna, nú var kom- inn timi og vel það að fara I vinn- una, ég lauk við kaffið. Já — það er eftir að svara spurningunni, hvort drekka eigi kaffi eða te með morgunverðinum. Frá ströngu heilbrigðislegu sjónarmði er hvorutveggja jafn- skaðlegt. Kaffi inniheldur eitrið coffein.te tein.En ef farið er eftir efnagreiningu, þá er vart til sá drykkur á jörðinni, sem ekki inni- heldur eitthvað óheilsusamlegt. Það er þvi óhætt að drekka það sem manni bragðast bezt. Ég mæli með kaffi. I þvi sambandi er forvitnilegt að rifja upp hvernig kaffið kom til Evrópu. Kaffið er upprunnið i Austur- löndum nær og var uppgötvað af hjarðmanni, sem tók eftir þvi, að geiturnar hans „urðu trylltar”, ef þær átu vissa plöntu. Hann sagði múhameðsmunkunum frá athug- un sinni. Munkarnir bjuggu siðan til drykk úr ávöxtum plöntu þess- arar. Hinir frómu menn fengu brátt orð fyrir að vera sérstak- lega úthaldsgóðir i bænahaldi sinu og drykkjusiðir þeirra breiddust út um öll lönd múhameðstrúarmanna. Arið 1683 sátu Tyrkir um Vinar- borg. Til þess að frelsa borgina, þurfti að kalla á hjálp bæjersku hersveitanna. Maður að nafni Georg Kolschitzky, sem þekkti siði Tyrkjanna og kunni mál þeirra, þó aö hann væri ættaður frá Póllandi, tók aö sér að flytja boðin til Bæjaranna. Til þess þurfti han að brjótast i gegn um umsátur Tyrkjanna. Þar sem hann var I tyrkneskum klæðum var ekki tekið eftir honum. Hon- um var meira að segja oft boðið i tjöld Tyrkjanna og þar var hon- um boðið upp á kaffi. Þegar Wien haföi verið bjarg- að, sem var árangri sendifarar hans að þakka, bað Kolschitzky austurrisku herstjórnina um að mega eiga 500 sekki af hinum undarlegu baununi sem lágu tvist 9000 fermetrar af marmaraplöt-. um hafa verið fluttar frá Karel- iu til Berlinar, þar sem þær verða notaðar til að klæða lýð- veldishöllina, sem verið er að reisa I höfuðborg Austur-Þýzka- lands. Marmari frá Kareliu er kunnur áður i útlöndum. Hann var t.d. notaður i neðanjarðar- járnbrautina i Prag, og Varsjá hefur og pantað stóra sendingu af marmaraplötum. I Sovétrikj- unum eru steintegundir frá Kar- eliu, s.s. marmari, granit og kvarts, notaðar á Rauða torg- inu, i grafhýsi Lenins og gröf óþekkta hermannsins i Moskvu. og bast á vigvellinum. Herstjórn- I in varð viö bón hans. Kolschitzky opnaði með striðs- i fangi sinu fyrsta kaffihúsið nálægt Stefánskirkju. Hann sigt- aði maukið og bætti sykri og mjólk i það. Hann bar það fram ásamt kökum með hálfmánalagi, sem kallaðar voru „Kipfel”. Hann hóf svo samstarf við Veronika Krapf, sem gaf honum einkasölurétt á bollum, sem nefndar voru „Krapfen”. Hin nýja tizka breiddist ótrúlega ört út i Evrópu. Eina landiö, sem hafði næsta engin kaffihús allt fram til fyrri heims- styrjaldarinnar var Þýzkaland. Þaö kemur enn undarlegar fyrir sjónir, er þess er gætt, að Þýzka- land flutti einna mest inn af kaffi af öllum Evrópulöndum. Lausn gátunnar: Kaffi var fyrst og fremst kvennadrykkur, en kon- urnar buðu hver annarri heim I „kaffirabb”. Allt þetta er liðið og við öll kon- ur jafnt sem karlar, ættum aö [leyfa okkyr góðan sopa af drykknum, sem Arabarnir sögðu um: — Svart eins og djöfullinn, iheitt eins og helviti, sætt eins og ástin. — AAorgunverður — Komiö þér yöur að efninu! Selduð þér viðskiptavininum I lok miskliðar ykkar ryksuguna eða ekki? „Það er alveg satt, að það var ekki ég sem henti I þig Wilson.’ Ég hitti ekki.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.