Tíminn - 27.11.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.11.1975, Blaðsíða 8
TÍMINN Fimmtudagur 27. nóvember 1975. Siðastliðinn þriðjudag birtist i Timanum itarleg samantekt úr ritröð Þjóðhagsstofnunar um ÞJÓÐARBÚSKAPINN. Hér fer á eftir kaflinn, þar sem fjaliað er um efnahags- þróunina i umheiminum. Efnahagsþróunin í umheiminum A miðju ári 1973 sáust fyrst merki þiess, að tekið væri að draga úr þeim öra vexti, sem ein- kenndi hagþróun flestra iðnaðar- rikja á árinu 1972og framan af ári 1973. Astæður þessara umskipta i hagþróuninni voru margar. Má þarnefna, að framleiðslugeta var fullnýtt i ýmsum greinum, ekki sizt i hráefna- og málmfram- leiðslu, og takmarkaði það einnig framleiðslu i öðrum greinum. Það dró einnig úr eftirspurn, að vaxandi verðbólga var tekin að draga úr aukningu eða jafnvel skerða kaupmátt tekna einstakl- inga og þar með neyzluútgjöld. Um sama leyti var einnig gripið til viðtækra aðhaldsaðgerða i efnahagsmálum i mörgum lönd- um til þess að hamla gegn verð- bólgu, sem var i örum vexti. Þótt þannig drægi úr hagvexti á siðari hluta ársins, var aukning þjóðarframleiðslu eigi að siður meiri meðal aðildarrikja OECD (Eftirtalin riki eiga aðild að OECD, Efnahags- og framfara- stofnuninni i Paris: Astralia, Austurriki, Belgia, Bandarikin, Bretland, Danmörk, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Irland, Island, Italia, Japan, Kanada, Luxémborg, Noregur, Nýja Sjáland, Portúgal, Spánn, Sviss, Sviþjóð, Tyrkland, Vest- ur-Þýzkaland, auk þess sem Júgóslavia á aukaaðild að stofn- uninni.) á árinu 1973 en verið hafði um langt árabil fyrir OECD-rikin i heild nam aukning þjóðarframleiðslu 6,4% árið 1973, samanborið við 5,7% árið 1972 og 5,1% að meðaltali árin 1960 til 1970, og i langflestum aðildarrikj- um var hagvöxtur 1973 yfir meöalvexti siðasta áratugs. A siðustu áratugum hefur sjaldan staðið vaxtarskeið samtimis i nær öllum iðnaðarrikjum heims eins og var árin 1972 og 1973. Þessi samstiga hagþróun á sennilega jafnframt nokkurn þátt i þeim al- menna samdrætti, sem einkennt hefur efnahagsþróunina i heimin- um á árinu 1974 og framan af ár- inu 1975, og m.a. hefur hlotizt af þvi, að gripið hefur verið nær samtimis til aðgerða til þess að draga úr eftirspurn i stærstu hag- kerfunum. Verðbólgan fór mjög vaxandi um allan heim á árinu 1973. Þegar við lok sjöunda áratugsins voru verðhækkanir almennt meiri en að meðaltali á undanförnum tiu árum, og I V.estur-Evrópu dró lít- ið sem ekkert úr verðhækkunum á fyrstu misserum áttunda ára- tugsins, þrátt fyrir hægari hag- vöxt á árinu 1971. Var þetta öfugt við fyrri reynslu við svipaðar að- stæður á miðju árinu 1972 færöist verðbólgan mjög i aukana og kom fyrst fram i hrá- efnaverðlagi á heimsmarkaði, ekki sizt matvælaverðlagi. Þessu olli fyrst og fremst hin mikla eft- irspurnaraukning, sem ekki varð mætt með auknu framboði á skömmum tima, og gekk þvi mjög á birgðir. Fór hráefnaverö- lag stöðugt hækkandi fram yfir mitt ár 1973, er það lækkaði nokk- uð, en I árslok 1973 tók það að hækka á ný og náði hámarki i april og mai 1974. Var það þá 129% hærra en á fyrsta ársfjórð- ungi 1972. Vegna lélegrar upp- skeru i Bandarikjunum og viðar — og einnig vegna gifurlegrar verðhækkunar á sykri — hélt matvælaverðlag þó áfram að hækka fram i nóvember 1974, er það tók að lækka á ný. Hafði mat- vælaverðlag þá hækkað um 175% frá 1. ársfjóröungi 1972. Það sem af er árinu 1975 hefur hráefna- verðlag farið stöðugt lækkandi og er það nú 19% lægra en það var hæst. Verðlag hráefna til iðnaðar er 40% lægra en hámarkið og matvælaverðlag er 25% lægra. Þar sem breytingar á skráðu verðlagi hráefna á heimsmarkaði koma yfirleitt ekki fram i við- skiptum fyrr en eftir sex til niu mánuði, má telja, að lækkun hrá- efnaverðlags hafi ekki haft áhrif á aðfangaverðlag iðnaðar fyrr en á þessu ári. Ofan á hækkandi hrá- efnaverðlag bættist siðan hin gif- urlega hækkun oliuverðs i árslok 1973, eins og nánar verður vikið að. Ahrif hráefna- og oliuverð- hækkana á neyzluverðlag voru mjög misjöfn i hinum ýmsu lönd- um, en viða voru verðhækkanir svo örar, að laun fylgdu ekki með og rýrnaði þvi kaupmáttur tekna einstaklinga. Þetta hlaut að leiða til breyttra viðhorfa á vinnu- markaði, og hafa launahækkanir yfirleitt verið mun meiri á undan- förnum árum, en áður var, og hefur það aukið á verðbólguna. Aætlað hefur verið, að á árinu 1974 hafi verðlag hækkað um 2-3% i aðildarrikjum OECD beinlinis vegna oliuverðhækkunarinnar. Við þetta rýrnaði kaupmáttur tekna einstaklinga og dró úr einkaneyzlu að sama skapi, ef ekki komu til örvandi aðgerðir hins opinbera. Þar sem um 50-65% þjóðarframleiðslu OECD-rikjanna er ráðstafað til einkaneyzlu hlaut sá samdráttur eftirspurnar, sem oliuverðhækk- unin olli, að hafa afdrifarikar af- leiðingar fyrir hagvöxtog nýtingu framleiðsluafla, einmitt á þeim tima, þegar samdráttar var þeg- ar tekið að gæta af öðrum orsök- um. Oliuverðhækkunin hefur þróun heimsmarkaðaverðs á hráefnum 1970—1975. Vísilöiur, 1970 = 100. ReuterV) Moody’s*) EcononiistV) llrúcfnuvcrð Ilráefnuverð Hrácfnuverð Þ. u. mut- væluverð 1970 100 100 100 100 1971 94 91 93 98 1972 106 102 121 132 1973: 1. úrsfjórðungur 149 121 158 107 2. úrsfjórðungur 164 130 191 208 3. úrsfjórðungur 205 157 218 233 . 1. úrsfjórðungur 224 163 218 223 Ársmcóultul 185 143 196 208 1971: Junúur 253 174 228 239 Febrúur 258 184 243 259 Murz 254 182 252 265 Apríl 246 176 253 262 Maí 241 178 254 269 Júní 228 197 240 262 Júlí 223 205 '236 275 ÁgÚst 227 207 239 284 Scptenibcr 221 201 230 283 Októbcr ' 222 212 240 307 fVóvember 222 216 251 329 Oescinbcr t 214 203 231 302 ÁrMiicðultul 234 195 242 278 1975: Janúur 203 191 218 276 þebrúur 195 189 217 204 193 182 216 257 Apríl 195 182 215 254 Muí 192 178 203 237 Júní ....: 189 175 201 236 Júlí 212 187 202 236 Ágúst 209 196 219 263 2£ ’ÍIL m Breytingar neyzluverðlags í nokkrum löndum 1960—1975. Meðnltal 1960—1971 o/ /o 1971 o/ /o 1972 o/ /o 1973 o/ /o 1974 o/ /o Júlí 1971 -júlí 1975 •% Ðandaríkin 2,8 4,3 3,3 6,2 11,0 9,6 Jupun 5,7 6,1 4,5 11,7 24,5 11,4 Bclgía 3,0 4,3 5,5 7,0 12,7 12,0 Bretlund 4,2 9,4 7,1 9,2 16,0 26,2- Dunniörk 5,7 5,8 6,6 9,3 15,3 9,9 Finnlund 5,0 6,1 7,4 11,4 17,5 17,6 Frukklund 4,1 5,5 5,9 7,9 13,7 11,1 Grikkluud 2,1 3,0 4,4 14,8 26,9 12,9 Holland 4,4 7,6 7,8 .. 8,0 9,6 10,4 írland 4,7 8,9 8,7 11,3 17,0 24,4 Ílulía 3,9 4,8 5,7 10,8 19,1 17,1 Noregur 4,4 6,2 7,2 7,5 9,4 12,8 Portúgal 5,82) 12,0 10,7 12,9 25,0 14,7 Spánn 8,3 8,3 12,0 15,7 17,0 Sviss 3,4 6,6 6,7 8,7 9,8 7,4 Svíþjóð 7,4 6,0 6,7 9,9 11,7 Vestur-Þýzkaland .... 2,8 5,2 5,8 6,9 7,0 6,2 Evrópulönd OECD ...., 3,9 6,6 6,5 8,6 13,2 14,2 OlllöndOECD 3,4 5,3 4,7 7,7 13,4 11,7 ísland1) 12,2 7,2 13,8 25,1 42,2 53,0») 1) Vísitala vöru og þjónustu (A-liður framfærsluvísitölu). 2) Meóaltal 1964 til 1971. 3) Áætlun Heimild: OECD fyrir önnur lönd en íeland. /y'r? 1) Rrrzk. 2) li.uuLrísk. 3) Uri rk, miðuð við verð í dolluruin. Heimild: Statistisk SentrulbyrA, Oslo og tímuritið The Economist. c-x/. /«<.// í% iffí, einnig haft viðtæk áhrif á milli- rikjaverzlun i heiminum. Mikill hallihefur orðið á vöruskiptajöfn- uði flestra oliuinnflutningslanda vegna versnandi viðskiptakjara og vöruskiptajöfnuður oliuút- flutningslanda hefur batnað að sama skapi. Hér hefur þvi orðið veruleg tilfærsla tekna frá oliu- innflutningsrikjum, þ.e. fyrst og fremst OECD-löndum, en einnig frá þróunarlöndunum, til ollu- sölurikjanna, eða meiri en svo að ollulöndin geti á skömmum tima aukið innflutning sinn frá öðrum rlkjum sem þessari tekjutilfærslu nemur. Oliuinnflutningsrikin sem heild geta þvi ekki fyrst um sinn mætt stórauknum olíuútgjöldum með auknum útflutningi nema að vissu marki. Vegna samdráttar iðnaðarframleiðslu hefur að vísu dregið úr oliuinnflutningi i flest- um ríkjum og tekjur oliusölurikj- anna hafa þess vegna ekki auk- izt i þeim mæli, sem búizt var við, auk þess sem eftirspurn þeirra eftir innfluttum vörum og þjónustu hefur orðið talsvert meiri en vænta mátti. Þetta hefur hins vegar fyrst og fremst komið iðnþróuðu rikjunum til góða, sem flest hafa bætt stöðu sina út á við, en vöruskiptajöfnuður þróunar- rikjanna og annarra frumfram- leiðslurikja hefur versnað að mun. Hjá hinum siðarnefndu hef- ur farið saman oliuverðhækkun og minnkandi útflutningur til iðnaðarrlkjanna. Þróunarrikin eiga einnig mun erfiðara með að fjármagna viðskiptahalla með lánum á alþjóðafjármagnsmark- aði en iðnrikin. Af þessum sökum m.a. hefur Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn veitt sérstaka lánafyr- irgreiðslu vegna oliuverðhækk- ana, auk þess sem alþjóðavið- skipti og þá sérstaklega viðskipti milli þróunarrlkjanna og iðnað- arrlkjanna eru nú mjög til um- ræðu á alþjóðavettvangi. Talið er, að á árinu 1974 hafi oliuverðhækkunin beinlfnis dreg- ið úr eftirspurn I OECD-rikjum sem nam 1,5% heildarframleiðslu i þessum rikjum. Ahrifin á eftir spurn eru misjafnlega mikil I hin- um einstöku rlkjum, en þau ráð- ast fyrst og fremst af því, að hve miklu leyti rikin eru háð innflutn- ingi olíu. Til viðbótar beinum áhrifum koma svo margvisleg óbein áhrif oliuverðhækkunarinn- ar, sem erfitt hefur reynzt að meta. Til þess að vega á móti áhrifum þessa eftirspurnarsam- dráttar á framleiðslu og atvinnu- ástand hefðu stjórnvöld þurft að grlpa til eftirspurnarörvandi að- gerða. Þetta varð hins vegar ekki reyndin, og þannig var t.d. víðast haldið áfram þeirri aðhalds- stefnu, einkum I peningamálum, sem tekin var upp I flestum lönd- um á seinni hluta árs 1973. Sam- dráttaráhrif oliuverðhækkunar- innar komu þannig að fullu til viðbótar þeim samdráttaráhrif- um, sem efnahagsstefna stjórn- valda hlaut að hafa, þótt henni væri fyrst og fremst stefnt gegn verðbólgu. Afleiðingar þessa samdráttar i eftirspurn i nær öllum aðildarrlkjum OECD sam- timis voru þær, að mjög dró úr vexti þjóðarframleiðslu á árinu 1974 og i nokkrum hinna fjöl- mennari rikja, fyrst og fremst I Bandarikjunum, dróst þjóðar- framleiðsla saman frá árinu áður. Er nú talið, að á árinu 1974 hafi þjóðarframleiðsla OECD-rikja til samans staðið i stað frá fyrra ári. urða. Einnig má nefna að I ýms- um rikjum hefur sparnaður ein- staklinga aukizt og dregið hefur úr neyzlu vegna ótta við atvinnu- leysi eða skerta tekjuöflunar- möguleika. Þetta hefur m.a. leitt til þess, að aðgerðir stjórnvalda til þess að örva eftirspurn, t.d. með skattalækkun til þess að auka einkaneyzlu, hafa haft mun minni áhrif en búizt var við. Siðustu spár OECD gera ráð fyrir 2% minnkun þjóðarframleiðslu allra aðildarrikjanna á árinu 1975, og er þá búizt við talsverðri framleiðsluaukningu frá fyrra árshelmingi til seinna árshelm- ings. Þróunin siðustu mánuði bendir hins vegar til þess, að sú aukning verði mun minni en spáð var, einkum i Vestur-Evrópu. Verðbólgan var tvimælalaust sá efnahagsvandi, sem aðgerðir stjórnvalda I helztu iðnaðarrikj- um beindust fyrst og fremst gegn á árinu 1974. Það, sem af er árinu 1975, hefur nokkuð dregið úr verð- bólgu I heiminum, þótt sú þróun hafi I spnn verið hægari en við var búizt og ýmsar þjóðir glimi enn við mikla verðbólgu, eins og t.d. Bretar. Atvinnuleysið hefur hins vegar farið vaxandi i flestum löndum og er nú viða meira en það hefur verið slðustu tvo ára- tugi. Þetta hefur m.a. leitt til þess, að rstjórnvöld hafa breytt efnahagsstefnu sinni og leggja nú meiri áherzlu á aðgerðir til þess að örva eftirspurn og þar með at- hafnalif. Meðal annars af þessum sökum, en einnig vegna þess, að birgðahald er nú talið hafa náð lágmarki og dregið hefur úr verð- bólgu, er nú reiknað með fram- leiðsluaukningu meðal aðildar- rikja OECD I heild á næsta ári. Þannig er búizt við 4% aukningu þjóðarframleiðslu frá öðrum árs- helmingi 1975 til fyrra árshelm- ings 1976, sem ætti m.a. að leiða til aukinna umsvifa i utanrikis- verzlun eftir 6-7% samdrátt i ár. Þessi spá OECD frá júli sl. er reist á forsendum breyttrar efna- hagsstefnu frá þeim tima. Á sið- ustu mánuðum hafa ýmsar þjóð- ir, einkum Japanir, Frakkar og Italir, haft uppi ráðagerðir um frekari aðgerðir til þess að auka eftirspurn og i Vestur-Þýzkalandi hefur einnig verið haldið áfram á sömu braut. Þetta mun þó vart vega upp hægari framleiðslu- aukningu á seinni árshelmingi i ár en gert var ráð fyrir, og því er nú útlit fyrir, að afturbatinn verði hægari en spáðvar á miðju þessu ári. Þar sem framleiðsluöfl eru yfirleitt mjög vannýtt vegna samdráttar á undanförnu hálfu Breytingar þjóöarframleiðslu í nokkrum löndum 1960—1974. Meðallal 1960—1971 0/ /o 1971 o/ /o 1972 % 1973 % Bráðab. 1974 % Ðandaríkin 3,9 2,7 6,1 5,9 -r2,l Japan 11,1 6,4 9,6 11,0 -r-l»8 Bclgía 4,9 3,7 4,9 6,1 4,0 Britland 2,9 1,7 3,0 5,4 -f0,2 Danntörk 4,8 3,8 5,0 3,5 1,3 Finnland 5,2 2,5 6,8 6,0 4,2 Frakkland 5,8 5,5 5,5 6,0 3,9 Holland 5,3 4,5 4,4 4,2 3,3 írlund 4,0 3,1 4,0 5,3 0,2 Ítalíu 5,5 1,6 3,5 6,0 3,2 Noregur 5,0 5,5 4,3 3,7 3,7 Sviss 4,6 3,9 5,7 3,5 0,7 Svíþjóð 4,3 0,2 2,5 3,3 4,1 Vestur-Þýzkaland 4,9 2,7 3,0 5,3 0,4 Evrópulönd OECD 4,9 3,4 4,3 5,4 2,1 öll lönd OECD 4,8 3,4 5,7 6,3 0,0 ísland 5,0 10,1 5,6 5,9 3,2 Heimild: OECD fyrir önnur lönd en ísland Þetta var mun lakari niður- staða en gert hafði verið ráð fyrir framan af árinu 1974. í spám á ár- inu 1974, sem settar voru fram allt til ársloka, var ennfremur gert ráð fyrir, að efnahagsþróun- in snerist til hins betra þegar á fyrra helmingi ársins 1975. Þess- ar spár hafa hins vegar ekki rætzt, þvert á möti var samdrátt- ur þjóðarframleiðslu mun meiri á fyrra árshelmingi 1975 en á árinu 1974. Ástæður þessa eru margvis- legar, en þó má telja víst, að áhrif samdráttaraðgerða i nær öllum rikjum og áhrif ollu- og hráefna- verðhækkunarinnar hafi verið mjög vanmetin fyrst i stað. Birgðábreytingar áttu einnig talsverðan þátt i samdrætti fram- leiðslu, er fyrirtæki minnkuðu birgðir vegna óvissu um sölu af- öðru ári, getur orðið um talsverða framleiðsluaukningu að ræða án þess að til mikillar fjárfestingar þurfi að koma. Vegna styttingar vinnutima hjá þeim, sem eru i at- vinnu, og vegna þess, að fram- leiðsla á hverja vinnustund eykst yfirleitt i byrjun vaxtarskeiðs, er vlða um lönd ekki búizt við at- vinnuleysi á næstunni og atvinnu- leysi gæti jafnvel aukizt fram á mitt næsta ár, þrátt fyrir vaxandi framleiðslu. Af einstökum rikjum má nefna, að afturbatinn er þegar talinn byrjaður I Bandaríkjunum, þar sem þjóðarframleiðsla jókst á ný á þriðja ársfjórðungi i ár, og er búizt við framhaldi þeirrar þró- unar. Sama gildir um Japan, en I Vestur-Evrópu eru horfurnar óvissari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.