Tíminn - 27.11.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.11.1975, Blaðsíða 16
Jens Evensen, hafréttarráðherra Noregs: Hugsanlegt að Norðmenn fylgl fordæmi íslendinga og færi einhliða út f 200 mílur Aðstoðarvarnamálaráðherra Breta: Vona að fiskveiðideilan við Islendinga spilli ekki samstarfinu í Nato Reuter/London — i Reuters- fréttum í gær segir, að Jens Ev- ensen, liafréttarráðherra Nor- egs, hafi ekki útiiokað þann möguleika, að Norðmenn færðu fiskveiðilögsögu sina út i 200 milur, áður en niðurstaða haf- réttarráðstefnunnar um viðáttu auölindaiögsögu strandrikja lægi fyrir. Þá segir og, að Even- sen hafi látið þau orö lalla, að einhliða útfærsla islendinga i 200 milur væri fordæmi, sent Norðmenn muni hugsanlega fylgja. Evensen, sem stjórnað hefur samningaviðræðum Norð- Ntb/Reuter/Paris. Frakkar sprengdu i gær neðanjarðar- kjarnorkusprengju i tilrauna- skyni, að þvi er varnamálaráðu- neytið franska upplýsti i gær. Átti tilraunin sér stað sunnarlega á Kyrrahafinu. Tilkynningu varnamálaráðu- neytisins um sprengjutilraunina sagði, að hún hefði verið fram- kvæmd i friðsamlegum tilgangi, en frekari upplýsingar vildi ráðu- neytið ekki gefa. Fyrstu tilraun sina með kjarn- orkusprengingar neðanjarðar framkvæmdu Frakkar 5. júni sl. og bar sú tilraun heitið Achilles. Talsmaður varnamálaráðu- neytisins sagði i gær, að nýjasta manna við aðrar þjóðir um fyrirhugaða útfærslu Norð- manna, sagði, að einhliða út- færsla væri ekki útilokuð, ef sjónarmiðum Norðmanna i haf- réttarmálum yrði sýnt algjört skilningsleysi. Þá segir og i frétt Reuters i gær, að Dough Anthony, aðstoð- arforsætisráðherra i bráða- birgðastjórninni i Astraliu, hafi sagt i gær, að ef að bráðabirgða- stjórnin fengi umboð frá þjóð- inni i næstu kosningum til þess að stjórna landinu, myndi stjórnin styðja áform um út- færslu fiskveiðilögsögu landsins úr 12 i 200 mllur. tilraunin hefði borið nafnið Hektor. Frakkar hófu að framkvæma kjarnorkusprengingar sinar neðanjarðar vegna þeirra kröftugu mótmæla, sem borin voru fram á alþjóðavetttvangi vegna fyrirhugaðra sprengjutil- rauna þeirra á Kyrrahafi. Astra- liumenn, Japanir, Ný-Sjálending- ar og Perúmenn voru meðal þeirra, sem mótmæltu sprengju- tilraunum Frakka hvað ákafast. I kjölfar þessara mótmæla tók Valery Gisgard d’Estaing Frakk- landsforseti þá ákvörðun, að kjarnorkusprengjutilraunir Frakka skyldu framvegis fram- kvæmdar neðanjarðar. Reuter/London — Brezkur ráð- herra lýsti þvi yfir I gær, að hann vonaðist til að fiskveiðideilan milli islendinga og Breta yrði ekki til þess að skaða varnarsam- starf vestrænna ríkja. William Rodgers, aðstoðarráð- herra i brezka varnamálaráðu- neytinu, endurtók i gær þá ósk Breta, að samningaviðræðunum við Islendinga, sem væru banda- menn þeirra I Nato, yrði haldið áfram. Jafnframt lýsti ráðherr- ann þvi yfir, að freigáturnar Fal- mouth og Brighton færu frá Ros- yth i Skotlandi á morgun, og myndu þær halda áleiðiS til Is- lands og slást i hóp þeirra skipa, er nú veittu brezkum togurum vernd á tslandsmiðum. Falmouth og Brighton verða komnar til Islands á laugardag- inn n.k., en fyrir er á miðunum freigátan Leopard, auk dráttar- báta þeirra, sem brezka stjórnin hefur sent á miðin. Brezka stjórnin fyrirskipaði flotavernd, er brezku togara- sjómennirnir hótuðu að sigla út fyrir 200 milna mörkin, ef þeir fengju ekki þá vernd, sem þeir hefðu beðið um. Rodgers gaf i skyn, að tslend- ingar ættu næsta leik. Roy Hatt- ersley, aðstoðarutanrikisráð- herra Breta, sagði á þingi i gær, að það hefði hugsan'ega varpað öðru ljósi á samningaviðræður Breta og tslendinga, ef íslending- ar hefðu boðið Bretum hlutfalls- lega sama aflamagn og þeir buðu Vestur-Þjóðverjum. Portúgal: Skotárás á indverska stjórnarfulltrúann í Dacca Reuter/Nýju-Deli — Mikil óvissa rikir nú um það, hvernig framtiðarsamskiptum Bangla- desh og Indlands verður háttað, eftir að sex vopnaðir menn skutu á indverska stjórnarer- indrekann i Dacca, höfuðborg Bangladesh, i gær, er hann steig út úr bifreið fyrir framan skrif- stofu sina i Dacca i gær. Nafn stjórnarerindrekans er Samar Sen. Fjórir árásarmannanna, sem tilheyra munu samtökum rót- tækra stjórnarandstæðingá, voru skotnir til bana eftir árás- ina á Samar Sen i gær. Hinir tveir særðust alvarlega og náð- ust eftir tilræðið. Tveir öryggis- verðir stjórnarerindrekans, og fimm innfæddir lögreglumenn, særðust einnig alvarlega. t yfirlýsingu stjórnar Bangla- desh i gær sagði, að árásar- mennirnir, sem eru á aldrinum 20 til 25 ára, hefðu haft i hyggju að ræna indverska stjórnarer- indrekanum, sem er 61 árs að aldri. Indverska stjórnin segir hins vegar, að það hafi verið ætlun árásarmannanna að ráða stjórnarerindrekann af dögum. Indverska stjórnin sagði i yfirlýsingu sinni, að hún liti árás þessa mjög alvarlegum augum og fordæmdi hana harð- lega. Samar Sen, sem tók við starfi stjórnarerindreka i Dacca i júli i fyrra, fékk kúlu i gegnum aðra öxlina, og brotnaði herðablaðið. Hann var fluttur i sjúkrahús samstundis og kúlan fjarlægð. 1 yfirlýsingu sjúkrahússins sagði, að hann væri nú úr hættu. Frakkar sprengja kjarnorku sprengju í tilraunaskyni Stjórnin grípur til enn harðari ráðstafana Reuter/Lissabon. Fregnir frá Lissabon herma, að herstjórnin i Portúgal hafi gripið til frekari ráðstafana til þess að koma I veg fyrir uppreisnartilraunir vinstri- manna. Auk útgöngu- og funda- haldabannsins, sem sett var á i gær, hefur stjórnin bannaö óbreyttum borgurum að bera á sér vopn, og nú mun heimilt að handtaka óbreytta borgara og gera hjá þeim húsleit án úrskurð- ar. Tilgangurinn með þessum ákvörðunum stjórnarinnar mun vera sá, að koma i veg fyrir að vinstrisinnaðir hermenn geti vopnað verkamenn þá, sem þeim fylgja að málum. Hersveitir hliðhollar herstjórn- inni réðust i gær inn i búðir her- lögreglunnar, samkvæmt skipun herstjórnarinnar, þar sem yfir- maður herlögreglunnar hafði neitað að koma til fundar við Francisco da Costa Gomes for- seta. A.m.k. fjórir biðu bana og fimm særðust. Stjórnin virðist nú hafa töglin og hagldirnar i Lissabon, þvi að þar var allt að öðru leyti með kyrrum kjörum. Fólk mun hafa haldið til vinnu i gærmorgun eins og ekkert hefði i skorizt. t tilkynn- ingu herstjórnarinnar I norður- hluta landsins sagði, að vigbún- aður við landamærin hefði verið aukinn, en allar landamæra- stöðvar væru opnar. Flugvöllur- inn i Lissabon var einnig opinn i gær, og var starfsemi þar með eðlilegum hætti. Fjórar sprengjur sprungu i Oporto i gær, og þar var einn maður skotinn til bana. Perúmenn hætta útflutn- Ingi á lýsí og fiskimjöli Þ.Ö.-Reykjavik. Rikisstjórn Perú tilkynnti I gær, að hún hefði ákveðið, að frekari út- flutningi á fiskmjöli og lýsi yrði þegar i stað hætt. ÁStæður þessa munu vera þær, að verulega hefur drcgið úr ansjósuveiðum Perúmanna siðustu tvo mán- uðina. Til marks um það, hversu le- leg veiðin hefur verið, má nefna, að vikuna 17.-26. nóvem- ber veiddu Perúmenn aðeins 5.586 tonn af ansjósu, en úr þvi aflamagni fengu þeir ekki nema 1226 tonn af mjöli og rúmlega 200 tonn af lýsi. Sala Perú- manna á mjöli og lýsi hefur hingað til ávallt haft mikil áhrif heimsmarkaðsverð þessara tveggja vörutegunda, eins og kunnugt er. Perústjórn tók hins vegar skýrt fram, að staðið yrði við allar þaér söluskuldbindingar, er gerðar hefðu verið um afhend- ingu þessara afurða i nóvem- bermánuði, en sagði jafnframt, að frarhtið frekari útflutnings fiskmjöls og lýsis yrði algjör- lega háð veiðunum nú á næst- unni. Of snemmt er að spá nokkru um það, hver áhrif þessi ákvörðun Perústjórnar kann að hafa á útflutningsmöguleika ts- lendinga á fiskmjöli og lýsi, og hafa sérfræðingar um þau mál engu viljað spá um það að óathuguðu máli. Þó er ekki fráleitt að ætla, að þessi ákvörðun Perústjórnar kunni einhver áhrif að hafa á ákvörðun heimsmarkaðsverðs-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.