Tíminn - 28.11.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.11.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 28. nóveinber 1975. Meðal vinninga i happdrættinu er ferð, þar scm m.a. er komið við i Slokkhólmi... t Kaupmannahöfn .og Osló. Samningur um skattamál milli íslands og Bandaríkjanna 26. nóvember var samn- ingur um skattamál milli Islands og Bandarikjanna fullgiltur i Washington. Skiptust þeir Har- aldur Kröyer, sendiherra og Mr. Robert Ingersoll, varautanrikis- ráðherra Bandarikjanna á full- gildingarskjölum. Samningurinn, sem er gerður til að komast hjá tvisköttum og koma i veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur og eignir, var undirritaður i' Reykjavik 7. mai s.l. Samningurinn gildir frá og með 1. janúar 1976. Glæsilegir ferða- vinningar í boði í happdrætti Fram- sóknarflokksins f HAPPDRÆTTI þvi, sem Fram- sóknarflokkurinn rekur að þessu sinni til fjáröflunar fyrir flokks- starfið, eru margir góðir ferða- vinningar, allir með Ferðaskrif- stofunni Sunnu og flestir fyrir tvo. Má þar t.d. nefna ferð um Norðurlöndin, m.a. til höfuðborga þriggja landanna, Danmerkur, Sviþjóðar og Noregs. Einnig til Kaupmannahafnar, með t.d. allt aö hálfsmánaðar dvöl þar á gisti- húsi, með fæði. Þá er einnig i happdrættinu að þessu sinni ferð um Rinarlönd, til Kanarieyja, Mallorka, Costa Brava á Spáni, og visast nánar til upptalningar á miðunum. Dregið vérður 23. desember n.k., og er verð hvers miða aðeins 200krónur, hið sama og það hefur verið undanfarin ár, þrátt fyrir hækkanir á öllum kostnaði. Þeir, sem fengið hafa heim- senda miða, með giróseðli, eru vinsamlega beðnir að greiða þá i næstu peningastofnum; banka, sparisjóði eða á póststofu, en girónúmer happdrættisins er 34444. Einnig má senda greiðsl- una til happdrættisskrifstofunn- ar, Rauðarárstig 18 (inngangur Njálsgötumegin). Skrifstofan er opin til kl. 6 á kvöldin og til hádegis á laugardögum fyrst um sinn. Afgreiðsla Timans, Aðalstræti 7, tekur einnig á móti uppgjöri og hefur miða til sölu. Þeir munu vera margir, sem ekki hafa fengið miðasendingu frá happdrættinu, en hafa áhuga á ferðalögum til annarra landa, og ættu þeir að panta sér miða strax og reyna heppni sina. Siminn er 24483. Hér er möguleiki á að krækja sér i ferð fyrir litið verð. Framsóknarfólk er eindregið hvatt til þátttöku i miðakaupum til styrktar starf- semi flokksins, og trúnaðarmenn um allt land eru beðnir að vinna rösklega áð miðasölunni. Út- drætti verður ekki frestað. Ðe Lonlí Blú Bojs gefa út aðra breiðskífu sína NÝ plata með ,,De Lónli Blú Bojs” er komin út á vcgum llljómaútgáfunnar i Kcflavik. Er um tólf laga plötu að ræða eftir ýmsa höfunda, mcð Islenzkum textum. Plata þessu er nokkuð i stil við fyrri plötu ,,Ðe Lónli Blú Bojs” en að sjálfsögðu hefur tón- list dularfyllstu hljómsveitar landsmanna þróazt i takt við tim- an n. önnur plata er og komin frá Hljóma-útgáfunni. Ber hún heitið „Gleöileg jól”, og eru á henni tólf jólalög i flutningi ýmissa lista- manna. Má nefna meðal þeirra Björgvin Halldórsson, Engilbert Jensen, Mariu Baldursdóttur, Þóri Baldursson, Gunnar Þórðar- son, Rúnar Júliusson og Hljóma. Lögin eru úr ýmsum áttum með islenzkum textum, m.a. er á plöt- unni „Heims um ból” eflir Svein- björn Egilsson, sem Engilbert syngur. Báðar plötur Hljóma-útgáfunn- ar eru hljóðritaðar við fullkomn- ustu skilyrði i London og Munchen. Pressun fór fram i New York. Fiskbúð i Iðufelli. Nýlega opnaði verzlunin Fisk- úrvalið útibú i kjörbúðinni Iðu- felli. Fyrirtækið rekur tvær aðrar fiskbúðir í Reykjavik, i Skaftahlið og Sörlaskjóli. Von- andi stuðiar þessi nýja búð að glænýjum fiski á pönnur Breið- holtsbúa i framtiðinni. 4-5 þúsund manns á landhelgisfundi AUGLÝSIÐ í TÍMANUM FJ-Reykjavik. Milli fjögur og fimm þúsuud manns sóttu land- helgisfundinn á Lækjártorgi i gær, að sögn Bjarka Eliassonar yfirlögregluþjóns. Að fundinum ÞESSI EGUND -fi? K«í HENTAR ,í ALLT | Tvöföld ending Fæst í flestum kaupfélögum (ÆTTI AÐ FÁST í ÖLLUM) loknum liéldu um 200 maniis að Alþingishúsinu og stöldruðu þar við stundarkorn. Um 400 ungling- ar héldu að brezka sendiráðinu. Sjö eggjum var kastað að sendi- ráðinu og þrjár rúður brotnar, þar á meðal ein i einkaskrifstofu sendiherrans. Útifundurinn á Lækjártorgi samþykkti eftirfarandi: „Útifundur haldinn á Lækjar- torgi i Reykjavik, þann 27. nóvember 1975, að tilhlutan Sam- starfsnefndar um verndun land- helginnar, mótmælir þvi að samningar séu gerðir við Vestur- Þjóðverja á grundvelli þeirra draga, sem rikisstjórnin hefur lagt fyrir Alþingi, og skorar þvi á þingið að fella þau. Jafnframt fordæmir fundurinn herskipainnrás Breta i islenzka landhelgi og heitir á islenzk stjórnvöld að beita öllum tiltæk- um ráðum til að þrengja eins og kostur er möguleika Breta til veiða innan islenzkrar landhelgi. Þá skorar fundurinn á islenzk stjórnvöld að slita stjórnmála- sambandi við Breta, hverfi þeir ekki þegar með flota sinn úr is- lenzkri fiskveiðilögsögu.” Fundinum bárust 17 kveðjur og skeyti. Viða um land voru haldnir íundir um landhelgismálið i gær, og höfðu Timanum i gærkvöldi borizt nokkrar ályktanir sama efnis og ályktun fundarins á Lækjartorgi. Indriði G. Þorsteinsson og Stefán tslandi virða fyrir sér hina nýút- koinnu bók. (Timamynd Róbert) „Áfram veginn......... — saga Stefáns íslandi skráð af Indriða G. Þorsteinssyni er komin út FB—Reykjavik. „Afram veg- inn..” endurminningar Stefáns tslandi, skráðar af Indriða G. Þorsteinssyni, eru að koma á markaðinn. Þetta er endurminn- ingabók, sem skráð er með nokk- uð öðrum hætti en tiðkazt hefur að undanförnu, þar sem hún er ým- ist skráð i fyrstu persónu eða þriðju — annað hvort segir Indriði beint frá atvikum á ævi Stefáns, eða hann gefur söngvaranum orð- ið, svo að ýmsir þættir koma meö óbreyttu orðalagi Stefáns. Blaðamenn hittu þá félaga Stefán og Indriða á fundi með út- gefanda bókarinnar, en hún kem- ur út hjá Bókaforlagi Odds Bjömssonar á Akureyri. Bóka- forlagsmenn hafa lengi haft áhuga á að gefa út frásögn af ævi Stefáns, en það var ekki fyrr en i byrjun þessa árs, að hafizt var handa með þvi að listamennirnir „lokuðu sig inni”,eins og þeir orð- uðu það, i rúma viku norður á Akureyri og ræddust þar við myrkranna á milli. Indriði frædd- ist um það, sem á dagana hefur drifið hjá Stefáni, og eftir að hafa safnað að sér miklum efniviði, hóf hann að skrifa bókina. Stefán var spurður að þvi, hvort i bókinni væri allt, sem um hann væri hægt að segja. Hann sagði, að oftastværi það nú efalaust svo, að meira væri ósagt en sagt, i svona bókum. Indriði kvaðst telja, að i þessari bók væri allt, sem máli skipti um þennan mikla listamann. Hann sagðist lika halda, að nánar væri farið út i einkamál Stefáns Islandi heldur en venja hefði verið i i samtals- Verkfalli skriftvéla- virkja lokið SJ-Reykjavik. — Samningar tók- ust milli F’élags islenzkra skriftvélavirkja og vinnuveit- enda þeirra aðfaranótt mið- vikudags, en skriftvélavirkj- ar höfðu þá verið i verkfalli i hálfa fjórðu viku. Samningafund- ir stóðu samanlagt i á annað hundrað tima. Þetta eru fyrstu samningar, sem Félag skriftvéla- virkja gerir við vinnuveitendur, en félagið var stofnað 20. febrúar á þessu ári. Skriftvélavirkjun hefur þó verið löggilt iðngrein i yfir tuttugu ár. Samið' var um að skriftvéla- virkjar fengju 20.000.00 kr. á viku i byrjunarlaun, 20.560.00 eftir eitt ár, en þeir sem starfað hafa i þrjú ár eða lengur fá kr. 21.120.00 á viku. Þá hækkar kaupið, ef skrift- vélavirkjar hafa lokið sérnámi um 10% eða 15% eftir lengd nám- skeiða, sem þeir hafa lokið. Flokksstjórar fá 15% álag á kaup þar á ofan, og getur kaup þeirra orðið hæst 27.931.00 kr. bókum eða endurminningum hér fram til þessa. Þess má geta, að 300 tölusett eintök verða seld af bókinni, árituð af þeim Stefáni og Indriða. Verða þau til afgreiðslu hjá for- laginu áður en langt um liður. Bókin um Stefán tslandi er um 300 blaðsiður, prentuð á fölgulan pappir. 1 henni eru margar myndasiður með myndum frá ýmsum timum i lifi söngvarans. Bókina hannaði Hafsteinn Guðmundsson. Káputeikningu gerði Kristján Kristjánsson, en Gestur Einarsson tók kápumynd. Hún er prentuð i Prentverki Odds Björnssonar. Vilja leggja niður flugvalla- skattinn SJ-Reykjavik. Ferðamalaráð- stefnan 1975, sem nýlega var haldin á Húsavik, gerði m.a. ályktun um að flugvallaskattur, sem hér er innheimtur, verði lækkaður eða færður til samræm- is við það, sem tiðkast i ná- grannalöndum okkar. Skatturinn er 2.500, og mun vera með þvi hæsta sem gerist með slik gjöld. I.des.dagsskráin helguð efna- hagskreppunni í heiminum AÐ VANDA halda stúdentar full- veldisdaginn, 1. desember, hátið- legan. Dagskráin er að þessu sinni helguð efnahagsmálum og þeirri kreppu, sem þjakað hefur heiminn að undanförnu. Hún „verður skoðuð i ljósi sögunnar, og sýnt verður fram á, hvernig hún hefur komið fram áður i öll- um sinum glundroða og ógnun- um,” eins og komizt er að orði i tilkynningu frá hátiðarnefndinni. Dagskráin hefst i Háskólabiói kl. 14.00, og verður henni útvarp- að. Samkoman i Háskólabiói er öllum opin. Flutt verða ávörp og lesið úr völdum köflum islenzkra og erlendra bókmennta, er varða kreppuna. Einnig verða sungnir baráttusöngvar gegn kreppunni. Flytjendur verða m.a.: Söng- sveitin Þokkabót, Kristján Guð- laugsson og Orn Bjarnason þjóð- lagasöngvarar. 1. des. blað stúdenta verður helgað málefni dagsins og fjallað þar um kreppuna frá mörgum hliðum. Blaðinu verður dreift til almennings. Dansleikur verður um kvöldið, og hefst hann kl. 21.00 i Sigtúni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.