Tíminn - 28.11.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.11.1975, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Föstudagur 28. nóvember 1975. ÝMSAR SVOKALLAÐAR FRIÐUNARAÐGERÐIR ERU RÉTTNEFNDAR LANDHELGISVITLEYSAN MÓ-Reykjavik. Mitt álit er, aö stefnt sé f mjög ranga átt meö friöunaraögeröir á fiskstofnunum innan Iandheiginnar. Þaö viröist vera stefnan, aö loka sem fiestum svæöum fyrir togurunum, og eftir aö einu svæöi hefur veriö lokaö er þaö ekki opnaö aftur. A þessum sömu svæöum fá siöan smærri bátar aö veiöa óáreittir, jafnvel þótt þeir séu meö sambæriieg veiöarfæri og togararnir. Þetta: veröur til þess aö útgeröarmenn fara að kaupa miöur heppileg skip til að stunda veiöar hér viö land, og er þvi ekki aö furöa þótt við köllum ýmsar svokailaöar friöunaraögeröir landhelgisvit- leysuna. — Þannig komst Sigurður Haraldsson skipstjóri á Björgvin frá Dalvik að orði við blaðamann Timans á dögunum, þegar við ræddum um friðunaraðgerðir á fiskimiðunum hér viö land. Var Sigurður ómyrkur I máli um að- gerðir stjórnvalda og þátt Haf- rannsóknastofnunarinnar i þess- um málum, og telur hann að stefnan sé alröng, svo framarlega að hægt sé að tala um einhverja stefnu. Viöbáðum Sigurö aö nefna ein- hver dæmi máli sinu til sönnunar um aö aðgeröirnar væru handa- hófskenndar. — Já við getum t.d. nefnt að i vor var Kolbeinseyjargrunni lok- að vegna sögusagna um að þar ætti sér stað smáfiskadráp. Svæð- ið var aðeins lokað fyrir togurum, en bátarnir fengu að halda þar áfram veiðum. Jafnvel fengu Færeyingar að veiða þar með handfæri og veiddu þar alveg jafnt smáan fisk sem stóran. En látum það nú vera, að svæð- inu hafi verið lokað vegna smá- fiskadráps um skamman tima, meðan væri verið að kanna hvort þessar sögusagnir ættu við ein- hver rök að styðjast. En enn þann dag i dag hefur ekkert hafrann- sóknaskip komið á svæðið til að kanna hvort um smáfisk sé að ræða. Togurunum er haldiö fyrir utan, en smábátarnir moka fiskinum upp inn á svæðinu. Fleiri dæmi lik þessu gæti ég nefnt, enda er okkar reynsla sú, Siguröur Haraidsson Dalvik. að sé einhverju svæði lokað fyrir togurum, þá verður það svæði ekki opnaö aftur. — Vilja togaraskipstjórar þá engar friðunaraögeröir og fá óhindraöir aö moka upp smá- fiskinum? — Nei, það er enginn togara- skipstjóri hlynntur þvi að veiða smáfisk, en heldur vilja þeir þó veiöa smáfisk en engan fisk. En eftir þvi sem fleiri svæðurrt er lok- að, verðum við að veiöa það, sem til er á öðrum svæðum. Þvi tel ég ljóst að smáfiskadráp eykst með miklum veiðitakmörkunum, og væru miklu betri friðunaraðgerð- ir að hafa sem flest svæði opin, en jafnframthafa mikinn verðmun á smáum og stórum fiski. Það væri bezt fallið til að ýta á togaraflot- ann, já og alla veiöimenn, að veiða aðallega stóran fisk. Nú má segja, að öllum veiði- svæðum við Island sé lokað fyrir togurum,' nema svæðinu út af Vestfjörðum. Það gefur þvi auga leið, að þangað leita togararnir i mjög miklum mæli, og þar verður allt of mikið um þá! Mun skynsam- legra væri að hafa togarana dreifðari, þvi að fiskurinn syndir jú allt i kringum landið. — En ef loka á svæöum, hvernig á þá aö fara að þvi? — Eins og er, þá er kerfið allt of seinvirkt. Vissulega kemur oft fyrir, að mjög mikið verður um smáfisk á vissum svæðum, og þvi réttlætanlegt að loka þvi fyrir allri veiöi um stundarsakir. En þá á að gera það strax og smáfisks- ins verður vart, en siðan verður að fylgjast með svæðinu og opna þaðstrax og smáfiskurinn er far- inn. Nú gengur þetta þannig fyrir sig, að það getur liðið mjög lang- ur timi frá þvi að smáfisks verður vart á svæðinu, þar til lokað er, en siðan er svæðinu haldið lokuðu um ókomin ár, eins og fiskurinn geti aldrei hreyft sig út fyrir ein- hverja hugsaða linu. En eins og ég sagði áðan þá þyrfti ekkert að hugsa um slikar lokanir, ef verðlagningunni væri rétt háttað. — Þúnefndir áðan „landhelgis- vitleysuna”, sem þú nefnir svo. Geturðu útskýrt nánar hvaö þú meinar meö þvi? — Já, t.d. var ákveðið hólf út af suðurströndinni, þar sem skip yf- ir 105 lesta stærð máttu ekki fiska á. Siðar var þessi hámarksstærð hækkuð nokkuð, en jafnframt ákveðin hámarksvélastærð i þeim skipum, sem þar máttu veiða. Nú þegar þetta ákvæði var á komið fóru allar skipasmiða- stöðvar að keppast við að smiða báta, sem voru 105 t. af stærð. Og þetta var eingöngu gert vegna þessa ákveðna svæðis, jafnvel þótt skipin væru mjög litt heppi- leg, sem veiðiskip, og jafnvel skorti verulega á haffærni þeirra. Þetta er það sem ég kalla land- helgisvitleysuna, þ.e. ef ákveðnar friðunaraðgerðir leiða til þess, að smiöuð eru og keypt skip, sem á allan hátt eru mjög óhagkvæm. — Vilt þú þá segja að togarar séu mun hagkvæmari veiðiskip en önnur? — Já, eftir þvi sem skipin eru stærri, þeim mun öruggari eru þau. Og heyrir maður ekki að út- gerðarbæir vilji ekki um fram allt fá skuttogara, þvi að það eru einu skipin, sem koma jafnt og örugg- lega með afla að landi. Og við fá- um ekki betra hráefni en togara- fisk, ef hann er isaður i kassa. — Eigum viö þá frekar aö kaupa togara, en fjölga bátunum. — Vissulega, og þurfi að fækka veiðiskipum á Islandsmiðum á skilyrðislaust að fækka smærri bátunum, frekar en fækka togur- unum. Þeir eru öruggustu afla- skipin, og útgerð þeirra er mun öruggari, en útgerð bátanna. Og það er hægt að veiða hvaða fisk sem er með togurunum, og i flest- um tilfellum koma með betra hráefni að landi, en sé veitt með öðrum veiðarfærum. ÍMIVJ HUGÁSTIR I HIMINGEIMNUM KRISTMANN GUÐMUNDS- SON: STJÖRNUSKIPID. Geim- feröasaga. Almenna bókafélag- ið. Reykjavik 1975. 155 bls. Þetta er þriðja geimferðasaga Kristmanns Guðmundssonar. Hann hefur að sögn útgefanda verið einn um það islenzkra höf- unda að semja slikar bækur. Visindaskáldskapur (Science fiction) er gamalgróin grein sagnagerðar, og munu ýmsir minnast frá æskudögum sagna eftir Jules Verne og H.G. Wells. Forspár Vernes frá siðari hluta nitjándu aldar um tækniundur og geimferðir hafa verið að ræt- ast siðustu áratugi. Þær frá- sagnir eru vitaskuld sprottnar af þeirri glöðu framfaratrú sem nitjándu aldar menn ólu i brjósti. En hvað sem slikum hugmyndum liður hlýtur höfundum með fjörugt Imyndunarafl að þykja freist- andi að spreyta sig á viðfangs- efnum af þessu tagi. Kristmann Guðmundsson jafnast ekki á við höfunda eins og þá tvo sem að ofan voru nefndir og áhugamál hans eru önnur. Enengum sem þekkir til bóka hans kemur á óvart að hann hafi gaman af að fást við ritun geimferðasagna. Hugur Kristmanns hefur alla tið beinzt að hinu fjarlæga, þvi sem um- vafið er bláma og rómantiskum hillingum. Hinn nærtæki veru- leiki reynist á hinn bóginn oft næsta andstæður, grár og ógeð- felldur. úti i geimnum er hann laus við þær viðjar og getur óhindrað gefið sig frásagnar- gleðinni á vald. Stjörnuskipiö segir af ferð ungs islenzks stjörnufræðings út um himingeiminn. Félagi hans og leiðsögumaður er upprunn- inn á annarri stjörnu og saman kanna þeir sólkerfin og koma til margra hnatta, sem byggðir eru alls konar ibúum. Allt er þetta söguefni næsta fjarlægt lesend- um, .að ekki sé meira sagt. Og sannast sagna tekst höfundi engan veginn að gera geim- ferðafargan þetta áhugavert. Flakkiðmilli stjarnarina verður brátt leiðigjarnt og fyrir miðja bók er athygli lesandans farin að dotta. Sú er a.m.k. reynsla undirritaðs. Um eiginlegar persónulýsing- ar er ekki að ræða i þessari sögu. Loftverur hennar fá naumast nein persónueinkenni sem eftir verði tekið. Frásögnin er stundum lipur og fjörleg, en hverfist þó gjarna, eins og Kristmanni hefur hætt til, i þróttleysi og væmni. En til marks um „þjóðfélagslega um- fjöllun” höfundar má taka þessa lýsingu á samfélaginu á einni stjörnunni: „Kom þá i ljós, að á hnettin- um voru tvær gerðir manna, æðri og lægri, er þeir nefndu svo. Voru hinir æðri til þess sett- ir að gæta hinna og aga þá, þvi að þeirra áliti voru það glæp samlegar sálir (!), endurfædd- ar i lágtstandandi likömum (!), til þess að taka út hegningu fyrir fyrra liferni á öðrum jarðstjörn- um. Fólk yfirstéttarinnar trúði á einn Guð, er það taldi búa inni i sólnaþyrpingunni miklu, og var þvi kunnugt um, að þar byggju einnig menn”. Auðvitað er lausn þessara „stéttaandstæðna” ekki fólgin i þvi að lægri stéttin geri upp- reisn gegn kúgurum sinum. „Hinum æðri” er kunngjört að þeir eigi að „uppfræða þá lægri i öllum sinum visdómi og hefja þá eins fljótt og unnt væri til sömu lifsskilyrða og þeir sjálfir bjuggu við”. Er þetta dómur guðanna, segir þar. Ekki væri Kristmann sjálfum sér likur ef hinn ungi tslending- ur (Ómar Holt) kæmisthjá þvi á randi sinu að fella ástarhug til meyjanna i geimnum. Lýsingar á þeim eru reyndar næsta likar þvi sem lesendur þekkja frá höfundinum i frásögnum hans af „jarðneskum” konum. Fegurð þeirra er I einu orði sagt yfirskilvitleg: „Andlitið var fjarska fingert, og þó svipmikið, augun mjög stór og blámi þeirra ljúfur og tær. Tillit hennar verkaði á hann likt og blessun. Er þau horfðust i augu, eitt andartak, þótti Ómari sem hann skynjaði loks til fullnústu það, sem frænka hans hafði sagt honum um engla guðs, þessi goðfagra stúlka hefði vel getað verið imynd himneskrar ástar, þeirr- ar ástar er hvorki þekkir losta né girnd”. Annars eru samskipti kynj- anna á þessum himinhnöttum býsna sérkennileg: „Á hnetti okkar eru börn að mestu hug- getin og kynlifið meira andlegs eðlis en likamlegt. Þegar kona elskar karlmann mjög heitt, getur hún átt barn með honum ef hún óskar þess — jafnvel þótt hann sé af öðrum kynþætti. Raunar fæðir hún aðeins egg, og úr þvi kemur svo barnið eftir vissan tima”. Þess er getið i forlagskynn- ingu að sagan beri vott um góða þekkingu höfundar á stjörnu- fræði. Ekki er ástæða til að efa það. En hún ber þess lika vott að höfundur sé lesinn i austrænni speki, þviað öll er frásögnin lit- uð af einhvers konar dulfræði eða hugleiðsluspeki sem örðugt er að átta sig á, ef lesandinn er ekki innvigður I slik fræði. En fyrir höfundi virðist vaka hug- mynd um andlegan þroska sem stefni ofar en allt jarðneskt. Þeir sem lengst hafa náð i þróuninni eru svo óháðir jarð- nesku viðurværi að þeir nærast af sólskini einu saman og þarfn- ast engra hibýla. Iðja þeirra er að senda „kærleiksrikar hugsanir út um sólnahverfið allt”. Ahugamenn um dulspeki hafa ef til vill ánægju af þessari bók, um stjörnufróða menn kann að gegna sama máli. En sem skáldsaga er bókin litils verð og eykur litlu við mynd höfundar sins. — Nú mun afráðið að gefn- ar verði út að nýju eldri skáld- sögur Kristmanns Guðmunds- sonar, þær er hann samdi með- an hann dvaldist i Noregi. Þetta er fagnaðarefni. Þá mun mönn- um ljósara en nú, að framlag Kristmanns tii bókmenntanna ermun athyglisverðara en ýms- ar seinni bækur hans gefa tilefni til að ætla. Þótt sögur eins og Morgunn lifsins, Ströndin blá og Góugróður séu komnar til ára sinna, munu ugglaust fleiri hafa ánægju af þeim en þessari ferðasögu utan úr geimnum. Gunnar Stefánsson Það er rikjandi skoð- un hér á landi, að það sé allt að því sjálfsagt að börn fylgi mæðrum sín- um við skilnað og þegar um óskilgetin börn er að ræða. Samkvæmt síðustu fáanlegum tölum frá Hagstofunni frá 1. des- ember 1974 voru einstæð- ar mæður með börn á framfæri hér á iándi 5.013, en einstæðir feður með börn aðeins 296. Mæðurnar voru samtals með 12.343 börn á fram- færi, en feðurnir með 732 börn. Af þessum 296 feðr- um er mikill hluti ekkju- menn, sem fá forræði barna sinna sjálfkrafa við fráfall maka. Svo farast orð Agli Friðleifs- syni, tónlistarkennara i Hafnar- firði, einstæðum föður og vara- stjórnarmanni i Félagi ein- stæðra foreldra: — Ég hef sér- stakan áhuga á þessu máli og tel að hér sé um að ræða mikið mis- rétti kynjanna konum i hag. Móðurrétturinn er i reynd mun sterkari en föðurrétturinn. Og jafnvel i lögum er misrétti fyrir hendi. Nú á þessu kvennaári þegar konur berjast fyrir jafn- rétti, sem ég tel vissulega að þær verðskuldi, er ekki hægt að be'nda á eina einustu lagagrein, þar sem konur eru misrétti beittar með lagabókstafnum, en svo er ekki farið með karla. Faðir óskilgetins barns hefur aðeins skyldur gagnvart þvi en engin réttindi. Honum ber að greiða meðlag með barninu, en móðirin hefur forráðaréttinn að öllu leyti og getur meira aö segja gefið barnið án þess að faðir þess geti rönd við reist eða Egill Friðleifsson og Þór sonur Föstudagur 28. nóvember 1975. TÍMINN 11 hafi forgang að umráðaréttin- um vilji hann ala upp sitt eigið barn. Að visu er kveðiðsvo á um að leita eigi samþykkis föðurins þegar barn er gefið, en afstaða hans skiptir ekki máli i fram- kvæmd. Þetta er beint lagalegt mis- rétti, sem mér finnst sjálfsagt að verði leiðrétt, þvi að hér er um grundvallarmannréttindi að ræða. — Þess verður þó tæpast vart að karlmenn krefjist þessara réttinda sér til handa? — Þvi miður heyrast sjaldan slikar raddir. Einstæðir feður með börn á framfæri eru fáir, og það heyrir til algerra undan- tekninga ef faðir óskilgetins barns annast uppeldi þess. — Aðrir karimenn ættu nú kannski að styðja ykkur i að berjast fyrir þessum rétti? — Já, vissulega. Réttur feöra veröi aukinn um leið og meölögin verða hækkuð Við i Félagi einstæðra for- eldra berjumst fyrir hækkun barnalifeyTO og meðlags- greiðslna. Ég sem einstæður faðir, sem held heimili, er alveg sammála þvi að meðlögin eru allt of lág. En um leið og það verður leiðrétt finnst mér, að ekki megi gleyma hinu, að föð- urrétturinn verði virtur til jafns við rétt móðurinnar. — Nú er meirihlutinn i Félagi einstæðra foreldra konur. Ilafa þær skilning á þcssu? — Já, i félaginu rikir skilning- ur og jákvæð afstaða gagnvart þessu. Ég hef engan heyrt mæla gegn jafnrétti mæðra og feðra. Mér finnst það forréttindi að fá að ala upp barn sitt. Þessi forréttindi hafá mæður i mun rikari mæli en feður. Fráskildar og einstæðar mæð- ur geta meinað föður eðlilegan Grundvallarmann- réttindi að föðurrétturinn verði aukinn Rætt við Egil Friðleifsson, einstæðan föður í Hafnarfirði umgang við barn sitt eða börn, ef þær telja það skaðlegt Tiarn- inu. Þvi miður er algengt að feð- urnir séu „sunnudagapabbar”, sem aðeins hitta börnin einu sinni eða tvisvar i mánuði, og fara þá gjarnan með þau i bió, i Sædýrasafnið og gefa þeim gotteri. Sá aðilinn, sem hefur börnin, er þá i vanþakklátara hlutverkinu. Ég hef orðið var við þá skoðun hjá sumum ein- stæðum mæðrum, að þeim finn- ast þessi samskipti feðra og barna ekki æskileg, og að þau valdi þvi, að börnin fái ranga mynd af föður sinum. Pabbi gefur is og kók og er alltaf glaö- ur og kátur. En mamma vill að börnin borði matinn sinn, lesi fyrir skólann, fari i rúmið og jafnvel hendi út ruslinu og hjálpi til við uppvaskið. Timamynd Gunnar — Fer ekki i vöxt að karlmenn hafi forræði barna sinna? — Nei, það virðist engin breyting vera i þá átt heldur þver öfugt. Á árunum 1961—’65 skildu foreldrar 1248 barna. Mæðurnar fengu forræði 1163 þessara barna en feðurnir 85. Á árunum 1966—’70 fjölgaði hjónaskilnuðum og þá voru skilnaðarbörnin 1629. Mæðurnar fengu forræði 1541 barns, en feð- urnir 88, þannig að hlutfailið fer lækkandi. Það er ekki talið æskilegt að skilja börn að þegar hjón slita samvistum og mér finnst það heldur óyndislegt úrræði. Ef erfiðleikar koma upp i hjóna- böndum er algengt að börn halda hvorki með föður né móð- ur heldur halda aðeins hvort i annað. Ef i hart fer um skiptingu barna kemur til kasta barna- verndanefnda að taka ákvörð- un, og ef börn eru 12 ára og eldri ræður ákvörðun þeirra sjálfra. Aðeins ein kona á landinu greiöir meðlag með barni Greiða mæður meðlag með börnum, sem feður fá við skiln- að? Samkvæmt upplýsingum frá Innheimtustofnun sveitarfélaga er aðeins ein einasta kona á landinu, sem greiðir meðlag með barni, og hún krafðist þess sjálf að fá að gera það. Mjög misjafnt er frá einu til- felli til annars hvernig frá mál- um er gengið en algengt er, að þegarfaðirfær forræði bans eða barna fellst hann á að meðlags- greiðslur frá móðurinni falli niður. Þarna er lika misrétti á milli kynjanna og þess eru dæmi að konur taka mæðralaun og með- lag með börnum sem þær hafa ekki hjá sér. Einstæðan föður veit ég um, sem átti barn með stúlku i lausaleik. Hann hefur haft barn- ið allt frá þvi það var nýfætt, en greiðir móðurinni samt meðlag og hún þiggur'mæðralaun frá Tryggingastofnuninni. Laga- lega séð hefur móðirin forræði barnsins og hótar þvi, að ef meðlagsgreiðslur falli niður taki hún barnið. Ég vil taka það fram að þetta er undantekning en ekki regla, Hér er um hreina fjárkúgun að ræða, sem löggjafinn vernd- ar, sérstaklega ef um óskilgetin börn er að ræða. Karlmenn geta alið upp börn alveg eins og konur — Eftir að hafa starfað i Fé- lagi einstæðra foreldra er mér Ijóst, að einstæðar mæður búa margar hverjar við mjög kröpp kjör. Ég vil benda á, sem eina leið út úr þeirra vandræðum, að feðurnir fengju i auknum mæli forræði barnanna. Það virðist vera viðtekin skoðun, að karl- menn séu vart færir um að sjá um og ala upp börn. Könnun, sem Félag einstæðra foreldra hefur látið gera, leiðir hið gagn- stæða i ljós. 1 þeim fáu tilfellum, sem feðurnir hafa forræði barna, virðist þeim ekki siður vegna vel, en þeim börnum, sem eru hjá mæðrum sinum. Hvað ytri aðstæður snertir virð- ist þeim vegna betur en börnun- um, sem eru hjá mæðrum sin- um. Þetta er að mörgu leyti eðlilegt. Feðurnir standa i lang- flestum tilfellum fastari fótum i atvinnulifinu en mæðurnar, eru betur menntaðir, hafa hærri laun, betra húsnæði og eiga auð- veldara með að halda eigin hús- næði við skilnað, en mæðurnar. Þeir ættu þvi að geta veitt börn- unum meira, a.m.k. hvað ytri aðstæður snertir, en mæðurnar, sem oft hafa litla menntun og eiga ekki kost á öðru en illa launuðu og oft erfiðu starfi. Þessi samanburður á aðstæð- um barna, sem eru hjá feðrum sinum, og barna, sem eru hjá mæðrum sinum, er að visu ekki raunhæfur vegna þess hve fáir þessir feður eru. Þar við bætist hve miklum vandkvæðum það er bundið fyrir feður að fá for- ræði barna sinna og þá eru ekkjumenn að sjálfsögðu und- anskildir. Ef faðir leggur mikla áherzlu á að halda barni sinu, er öruggt að hann leggur metnað sinn i að búa vel að þvi. Það eru heldur ekki allir feð- ur, sem treysta sér til að hafa 'börn, og mæðurnar fá forræðið með ljúfu samþykki feðranna. Baráttan við rykið það vonlausasta, sem ég hef lent i — Nú álitur þú að einsiæðir feöur með börn eigi á ýmsan hátt auövcldara um vik cn ein- stæðar mæöiir með börn, en ein- livcr vandainál eiga þeir þó trú- lega við að striða? — Jú, það sem ég — sem ein- stæður faðir — tel helzt til úr- bóta, er að einstæðir feður, og raunar aðrir karlmenn einnig. eigi kost á að sækja námskeið i hússtjórn og heimilisfræðum, næringarfræði, matreiðslu og öðru þess háttar. Þegar ég byrj- aði að halda heimili einn með börnum minum reyndi ég að komast á námskeið, en þá var ekki kostur á sliku. Ráðlegg- ingastöð gæti einnig komið að góðum notum. Ef karlmenn þurfa og vilja halda heimili án þess að hafa ráðskonu, get ég ekki séð. að það sé meiri vinna fyrir þá en konur, sem vinna úti. Það er al- gengt að ekkjumenn fá sér ráðs- konu eftir fráfall maka, en ég hef ekki enn heyrt um ekkju. sem hefur fengið sér ráðsmann, sem vinnur húsverkin. En karl- menn þurfa að læra þessi störf og margir þeirra hafa hingað til ekki hlotið neina tilsögn i þeim i uppeldinu. Eg geri mér nú greirTfyrir, að heimilisstörf eru mjög vanmet- in. Baráttan við rykið er eitt- hvað það vonlausasta, sem ég hef lent i. Og uppvaskinu er ekki hægt að rusla af i eitt skipti fyrir öll. Það stendur aftur á eldhús- borðinu næsta dag. Það gerir mann dapran að sjá ekkert eftir sig, en svo er um margt af heimilisstörfunum. Viö erum ekki betri kenn- arar en konur.... — Konur eru að berjast gegn launamisrétti. Ég starfa sem kennari i skóla, en kennarar eru ein af þeim stéttum, þar sem launajafnrétti rikir i reynd. Ekki dettur mér i hug að halda þvi fram að við karlar séum á nokkurn hátt betri kennarar en konur, en um leið vil ég fullyrða, að við getum alveg eins alið upp börn og þær. Að visu vil ég taka það fram, að i írumbernsku er barnið af eðlilegum ástæðum mun háðara móður en föður, en siðar meir þegar það er komið á legg, held ég að við eigum alveg eins að geta verið þvi nátengdir og veitt þvi ást og umönnun eins og móðirin. Börn einstæöra foreldra búa viö misrétti — Börn eru ekki áleitinn þrýstihópur. Það eru nú á 14.000 börn einstæðra foreldra i land- inu. Einstætt foreldri hefur minni tima til að veita barni þá athygli, ást og umönnun, sem það þarfnast. Það er hlutverk okkar i Félagi einstæðra for- eldra, að berjast fyrir úrbótum — ekki fyrir okkur sjálf, held- ur þessi börn, fyrir þvi að þau geti hlotið sama andlegan, lik- amlegan og siðferðilegan þroska og þau börn, sem eru svo hamingjusöm að dveljast hjá báðum foreldrum. Við munum framvegis sem hingað til kynna málefni okkar á hvers konar vettvangi, bæði hjá áhrifamönnum i þjóðfélag- inu og fyrir almenningi. Til þessa hafa stjórnmálamenn tekið máli okkar elskulega, og sagzt hafa á þvi fullan skilning. en efndirnar hafa ekki orðið miklar. Falleg orð og hlýtt handtak að skilnaði er það sem við uppskerum oftast hjá á- hrifamönnum. en vonandi á það eftir að breytasl. Það er alveg sama hvort barnið er hjá föður sinum eða móður það er aðalmarkmið okkar og eindregin skoðun. að börn einstæðra foreldra eigi að hafa sömu skilyrði til vaxtar og þroska og önnur börn. Það er talað um erfiða tima. Allir eiga að spara. allir eiga að leggja hart að sér. En á sama tima og meirihluti alþingismanna ætlar að sjá til þess að Borgarfjörður verði brúaður. skulum við vona að þeir beri gæfu til að brúa þaö augljósa misrétti, sem börn ein- stæðra foreldra búa við. SJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.