Tíminn - 28.11.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 28.11.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Föstudagur 28. nóvember 1975. LÖGREGLUHA TARINN 78 Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal Carella fyrir aðstoðina með handabandi, lét svo á sig hattinn og gekk út hinn ánægðasti. Klukkan var 10,33 að morgni. Klukkan 10.35 hringdi AAeyer í Raoul Chabrier á skrifst. héraðssaksóknarans. Hann ræddi við Bernice í þrjár ánægjulegar mínútur en fékk svo samband við Chabrier sjálfan. — Sæll vertu, Rollie. Hvað er að frétta í málinu, spurði AAeyer. — Hvaða máli, spurði Chabrier. — Þessu með bókina, sem ég minntist á við..... — Æ, já.... Bókin. — Þú gleymdir því þá, sagði AAeyer dauflega. — Hef ur þú nokkurn tíma reynt að meðhöndla tvö mál samtimís, spurði Chabrier. — Aldrei í mínu auma lífi, svaraði AAeyer. — Þú mátt þá trúa því, að það er allt annað en auðvelt. Ég verðað lesa mér til í lagabókunum varðandi eitt mál- ið á meðan ég sem sóknarræðu í enn öðru. Heldur þú að ég sé að hugsa um skitna skáldsögu mitt í þessu öllu? AAeyer ætlaði að gera athugasemd við þetta, en Char- brier greip fram í.... — Já — ég veit að ég lof aði þér þessu. — Jæja? — Ég skal snúa mér að þessu. Enn einu sinni lofa ég því. Ég er ekki maður sem gengur á bak orða sinna, AAeyer. Ég ítreka enn loforð mitt. Hvað hét bókin nú aftur? — AAEYER AAEYER, svaraði AAeyer. — Auðvitað. Hvernig læt ég.... AAeyer AAeyer. Ég skal snúa mér strax að þessu. Svo hef ég samband við þig. Bernice, minntu mig á að hafa samband við AAeyer, kall- aði hann til einkaritara síns. — Hvenær verður það, spurði AAeyer. Klukkan var tuttugu mínútur í ellefu. Klukkan fimm mínútur í ellefu gekk hávaxinn Ijós-; hærður maður með heyrnartæki á öðru eyra inn á póst- húsið í Hale-götu. Hann var með svolítinn kassa undir öðrum handleggnum. AAaðurinn gekk beint að af- greiðsluborðinu og setti kassan á það. Því næst ýtti hann kassanum í átt að póstþjónunum. í kassanum voru eitt- hundrað umslög, lokuð og frímerkt. — Er þetta allt innanbæjar, spurði afgreiðslumaður- inn. — Já, svaraði heyrnardaufi maðurinn. — Fyrsti verðflokkur? — Já. — Allt frímerkt? — Hvert og eitt einasta. — Ágætt, svaraði póstpjónninn. Hann sturtaði umslögunum úr kassanum á langt borð fyrir aftan sig. Heyrnardaufi maðurinn beið. Klukkan ellefu byrjaði póstþjónninn aðstimpla umslögin. Heyrnardaufi maður- inn fór þá aftur í íbúð sína þar sem Rochelle tók á móti honum i dyrunum. — Ertu búinn að póstleggja þetta pappírsrusl þitt, spurði hún. — Ég er búinn að því, svaraði hann glottandi. XXX Jói skraddari var allt annað en samvinnuþýður. — Ég vil enga lögreglu í minni búð, sagði hann á bjag- aðri en sæmilega skiljanlegri ensku. Hann var þykkju- þungur. Carella skýrði fyrir honum á ensku, að lögregl- an hefði örugga vitneskju um fyrirhugað rán í búð hans klukkan átta þetta sama föstudagskvöld. Það væri hins vegar hugmynd flokksforingjans að setja tvo menn á vörð í bakherberginu nú þegar ef ske kynni að þjófarnir skiptu um skoðun og létu til skara skríða fyrr en áætlað var. Hann fullvissaði skraddarann gamla um það, að þeir myndu sinna skyldustörfum sínum án allrar fyrir- ferðar á bak viðtjöldin, sem aðskildu búðina og lagerinn. Þeir ætluðu allsekki að þvælast fyrir honum og lof uðu að hafa hljótt um sig eins og mýs. Því aðeins ætluðu þeir að hafa sig í frammi að þjófarnir létu sjá sig. — Lei é pazzo, sagði Jói skraddari á ítölsku. Hann hélt því fram að Carella væri viti sínu f jær. Carella hafði lært ítölsku sem unglingur en fá tækifæri gáfust til að tala málið, nema þegar á stöðina komu menn eins og sá sem kvartaði um ruslið í framsætinu, eða þá menn eins og skraddarinn gamli. Carella brá því fyrir sig ítölskunni. Það hafði mikil áhrif á gamla manninn að Carella skyldi vera ítali eins og hann sjálfur. Skraddarinn gamli hafði eitt sinn sent bréf í vinsælan sjónvarpsþátt og kvartað um að of margir þeirra (tala, sem kæmu fram i þættinum væru þorparar. I sinni f jöl- skyldu sagði hann vera sjötíu og f jóra og allir byggju hér í Bandaríkjunum og i þessari borg, þar sem þeir hefðu FÖSTUDAGUR 28. nóvember 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Magnea Matthiasdótt- ir les sögu sina „Sykur- skrlmslið flytur” (2). Til- kynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriöa. Spjallað við bændur kl. 10.05. Úr handraðanum kl. 10.25: Sverrir Kjartansson ræð- ir við Guðnýju Jónsdótt- ur frá Galtafelli: fjórði og sfðasti þáttur. Morguntón- leikar kl. 11.00: 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 14.30 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan „Fingramál” eftir Joanne Greenberg. Bryndis Vig- lundsdóttir les þýðingu sina (9). 15.00 Miðdegistónleikar Erling Blöndal Bengtsson og Kjell Bækkelund leika Sónötu fyrir selló og pianó i a-moll eftir Edvard Grieg. Per-Olof Gillbla d og Filharmoniusveitin i Stokk- hólmi leika óbókonsert eftir Johan Helmich Roman, Ulf Björlin stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. , 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Drengurinn i gulibuxun- um” eftir Max Lundgren Olga Guðrún Árnadóttir les þýöingu sina (6). 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt málGuðni Kol- beinsson kennari flytur þáttinn. 19.40 Þingsjá Kári Jónasson sér um þáttinn. 20.00 Frá tónleikum Sinfónfu- hljómsveitar tsiands I Há- skólabiói kvöldið áður. Stjórnandi Bohdan Wo- diczko. Einleikari: Rut Ingólfsdóttir. a. Forleikur eftir Moniusco b. „Skosk fantasia” eftir Bruch. c. Sinfónia nr. 10 eftir Sjosta- kovitsj. — Kynnir: Jón Múli Arnason. 21.30 Útvarpssagan: „Fóst- bræður” eftir Gunnar Gunnarsson Jakob Jóh. Smári þýddi. Þorsteinn 0. Stephensen leikari les (21). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Dvöl Þáttur um bókmenntir. Umsjón: Gylfi Gröndal. 22.50 Áfangar Tónlistarþáttur i umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 28. nóvember 1975 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 Kastljós. Þáttur um inn- lend málefni. Umsjónar- maður Svala Thorlacius. 21.40 Kammersveit Reykja- vikurleikatvo þætti úr Okt- ett eftir Schubert. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 22.00 Thérese Pesqueyroux. Frönsk biómynd frá árinu 1962 byggð á sögu eftir Francois Mauriac. Leik- stjóri er Georges Franju, en aðalhlutverk leika Emmanuele Riva og Philippe Noiret. Thérese er bóndakona. Henni liður illa i sveitinni, og i örvæntingu sinni gefur hún manni sin- um eitur. Þýðandi Ragna Ragnars. 23.40 Pagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.