Tíminn - 29.11.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.11.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Laugardagur 29. nóvember 1975. Fjögurra stunda uppskurður á „bláu" barni frá Rússlandi 1 fyrsta skipti, sem læknis- fræðileg samvinna var höfð milli Englands og Sovét- rikjanna, var það með góðum árangri. Irina „bláa barnið” frá Leningrad er á batavegi i sjúkrahúsi i London eftir upp- skurðinn. Hin niu mánaða Irina Chudnowskaja kom fyrir skömmu til London i fylgd móður sinnar. Þar tóku læknar Brompton sjúkrahússins á móti henni, en þeir hafa sérhæft sig i uppskurði á „bláum börnum”. Uppskurðurinn á Irinu tók fjora tima. Þá gátu læknarnir gefið yfirlýsingunæ: — Aligerðin hefur heppnazt. Eftir viku geta mæðgurnar snúið til baka til Rússlands. ★ ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ Aldamótatónlist endurvakin Ragtime hljómaði fyrst i krám pianótónlist var hann meðal og gleöihúsum. Sem snilldarleg undirstaöanna undir jazzinn skömmu fyrir aldamót. £cott Joplin, einn snjöllustu „rag” tónlistarmannanna samdi lagið, sem notað er f myndinni „The Sting”. Hann liföi á árunum 1868 til 1917. Með þessari mynd hefur þessi tegund tónlistar orðið vin- sæl á augabragði. New York City Opera er aö æfa óperu eftir Joplin, sem heitir „Tremon- isha”. RCA plötufyrirtækiö lét pianóleikarann Dick Hyman spila tónlist Joplins inn á fimm plötur eins og hún leggur sig og israelsmaöurinn Itzhak Perl- man lék einnig Joplin lög inn á plötu á fiðluna sina 4 Þekkt fólk í fyrradag — en núna? Nikita Krústjoff nefndi hana gælunafninu „Walja”, Eng- landsdrottning sendi henni heillaóskaskeyti og stjörnuvisindamennirnir i Bochumstöðinni dáðust að feg- urstu röddinni úr himingeimn- um. Aðnjótandi alls þessa er geimfarinn Valentina Tereschkowa, sem fór 48 sinn- um kringum jörðina þann 16. júli 1963 — og á næstu tveimur dögum i geimfarinu „Wostok VI.” Hún er fyrsta og eina konan, sem farið hefur út i geiminn. Ævisaga hennar er eins og sovézk útgáfa af banda- riska draumnum um blaðsölu- manninn, sem varð milljóna- mæringur. Hún er dóttir drátt- arvélarstjóra og vefnaðariðnað- arkonu úr litlu þorpi við Volgu. Faðirinn féll I striðinu og „Walja” varð þvi að fara að vinna i hjólbarðaverksmiðju strax eftir skóla. 18 ára gömul breytti hún til og fór i vefnaðar- vöruverksmiðju. Með vinnunni lauk hin metnaðargjarna stúlka, sem var einnig virkur flokksmeðlimur, kvöldskóla til þess að verða spunatæknifræð- ingur. En hún vildi komast hærra. Fyrsta geimflug landa hennar Gagarins fékk hina á- hugasömu fallhlifarstökkkonu til að ákveða að veröa geimfari. Eftir margar misheppnaðar tíl- raunir er hún tekin I hóp geim- fara 1962. Eftir hópflugið I geimnum, en frú Tereschkowa flaug I „Wostok VI”, sem var skotið upp tveimur dögum eftir öðru geimfari með félaga henn- ar, stóð „Walja” með báðum fótum á jörðinni. Hún varð „hetja Sovétrússlands”, stóðst 1969 próf frá verkfræðiaka- deminu Moskvuborgar og fékk ofurstatign. I dag er hún nokk- urs konar sérstakur erindreki lands sins. Hún er formaður kvennaráðs Rússlands, þing- maður æðsta ráösins og meö- limur miðstjórnar flokksins. Hún lofsyngur land sitt, Rúss- land, — þar sem réttindi kvenna standa ekki aðeins á pappirn- um, heldureru veruleiki. Þar að auki kennir hin 38 ára gamla kona geimförum, og býr eins og allir rússneskir geimfarar i „geimfaranýlendu” fyrir utan Moskvu. Hún er gift — auðvitað geimfara. Ef til vill getur hin tiu ára gamla dóttir hennar Al- jenka gert draum hennar að veruleika — með svo mikiö geimfarablóö I æðum: aö fljuga til Mars. A uppboöi nokkru er páfagauk- ur á boöstólum. — Ég býö 20.000, segir einn af bjóöendunum. — 25.000! heyrist rödd aftan úr sal. — 30.000! segirsá fyrsti aftur. 35.000! þrumar röddin! Þegar bjóðandinn að lokum býður 60.000 er honum sleginn páfa- gaukurinn. — Vonandi getur hann nú tal- aö, segir kaupandinn fullur efa- semda. Þá svarar páfagaukur- inn: — Hver haldiö þér að hafi spennt veröið svona upp! — ★ Ferðamaöur kemur viö I eina veitingastaðnum I þorpinu og pantar meðal annars salatdisk. Varla er búiö að koma með hann á borðið, þá flýgur hæna upp á boröið og goggar i salatið. — Þetta er ógeöslegt, kvartar gesturinn viö gestgjafann. — Hænan yðar goggar i slatið mitt! — Nei, nei, segir gestgjafinn róandi,— hún erbara að leita að ormum. — DENNI DÆMALAUSI „Sýndu Jóa sniðugu danssporin, sem þú ert nýbúin að læra Margrét.” „Allt samkvæmt áætl- un.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.