Tíminn - 29.11.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.11.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMJNN Laugardagur 29. nóvember 1975. um landhelgissamningana 55 ræður MÓ-Reykjavik. Miklar umræður uröu á Alþingi um veiöiheimild- irnar við Þjóöverja, og voru alls fluttar 55 ræöur um máliö. Töluðu allir stjórnarandstæðingar á móti tillöguuni, en stjórnarþingmenn lýstu sig allir samþykka henni. Ekki er kostur aö gera öllum ræöumönnuin skil, en hér á eftir fer örstuttur úrdráttur úr nokkr- um ræöum og ætti hann aö gefa örlitla hugmynd um málflutning alþingismanna i þessu máli. Itæöur utanrikisráöherra Einars Ágústssonar og dómsmálaráö- herra Ólafs Jóhannessonar hafa áöur birzt i Timanum. Lúövik Jósepsson (Ab) skoraði á rikisstjórnina að draga þessar tillögur til baka, það myndi sam- eina islenzku þjóðina. Taldi Lúð- vik, að ekki væri um neitt að semja, og þvi væri ekki hægt að veita útlend- ingum veiði- heimildir. Sagði þingmaðurinn, að fyrir lægi, að semja ætti við Belga og Norð- menn, og liklegt væri að einnig yrði samið við Færeyinga. Sagði Lúðvik, að ekki væri hægt að skoða þetta samn- ingsuppkast við Þjóðverja án þéss að hafa þessar staðreyndir i huga. Rakti Lúðvik siðan þær rök- semdir, sem uppi eru hafðar fyrir samningunum og taldi þær flestar heldur hæpnar. Gunnar Thor- od ds e n (S) sagði, að þessir samningar myndu tryggja minna afla- magn útlend- inga á íslands- miðum heldur en ef ekki væri samið, og i öðru lagi væri með þessum samning- um hægt að hafa betri stjórn á friðunaraðgerðum, enda veittu samningsdrögin tryggingu fyrir að Þjóðverjar virtu friðunarað- gerðir okkar, verndarsvæði og reglur um veiðarfæri. Þá vék iðnaðarráðherra að af- stöðu Lúðviks Jósepssonar og annarra þingmanna Alþýðu- bandalagsins til veiðiheimilda áður fyrr. t marzmánuði 1974 hefði Lúðvik Jósepsson viljað veita V-Þjóðverjum leyfi til að veiða 80.000 þús. tonn af fiski á Is- landsmiðum og ekki setja nein takmörk um hve mikill hluti þess afla væri þorskur. Mörg fleiri dæmi rakti iðnaðarráðherra um fyrri afstöðu Lúðviks, og sagði, að sú afstaða samræmdist illa hans afstöðu nú. Rakti iðnaðarráðherra siðan kosti þessa samkomulags i mörg- um liðum og kvað það skoðun hæfustu manna, að samþykkt þeirrar þingsályktunartillögu, sem fyrir lægi, styrkti stöðu okk- ar á hafréttarráðstefnunni. Benedikt Gröndal (A) sagði i upphafi, að Al- þýðuflokkurinn stæði einhuga gegn ofbeldi Breta, sem nú beittu vald- niðslu á ís- landsmiðum. Rakti þing- maðurinn siðan afstöðu Alþýðuflokksins til samn- inga um veiðiheimildir fyrr og siöar og sagði, að flokkurinn hefði alltaf verið fylgjandi friðsamlegri . lausn mála. Alþýðuflokkurinn væri hins vegar andvigur þessum samn- ingum, og væri sú afstaða byggð á veigamiklum málefnalegum á- stæðum. Nefndi þingmaðurinn siðan nokkrar þeirra. Karvel Pálmason (Sfv) mælti mjög á sama veg og aðrir stjórn- arandstæðingar og sagði, að Samtök frjálslyndra og vinstri manna væru eindregið and- vig þessum samningum. Vildi þingmað- urin fá skýlausa yfirlýsingu rikisstjórnar- innar um, að ekki yrði samið við Breta, ella væri það mark- laust tal, að semja þyrfti við V- Þjóðverja til að standa sterkari að vigi gagnvart Bretum. Steingrímur Hermannsson (F) ræddi fyrst almennt um landhelgismál og afstöðu Framsóknar- flokksins til þeirra mála. Þá rakti hann kosti þe s s a s a m - komulags og galla og taldi þá vera marga. Varpaði hann siðan nokkrum spurningum til Einars Ágústsson- ar utanrikisráðherra, og voru svör ráðherra birt á þingsiðu i gær. Að lokum sagði Steingrimur. — Ég var i vafa um fylgi við tillög- una þar til i gær. Þá ákvað ég að styðja hana. Sagði Steingrimur, að þvi hefði fyrst og fremst ráðið málefnalegt mat á þvi, að meira yrði dregið úr veiðum Þjóðverja með samningum en án. Úrslitum hefði þó valdið innrás Breta i is- lenzka landhelgi. Við þær aðstæð- ur hefðum við litinn tima til að sinna Þjóðverjum. — Þá harma ég málefnasnauða afstöðu stjórnarandstöðunnar og hvet þjóðina til samstöðu gegn innrás Breta, sagði Steingrimur að lokum. Stefán Jóns- son (Ab) flutti langa ræðu til að skemmta sér, og jafnvel einstaka öðr- um. Kom hann viða við og tal- a ð i m i k i ð skáldamál. Rakti hann ýmsar hliðar málsins og afskipti einstakra ráðherra af landhelgis- málinu fyrr og siðar. Gaf hann ó- tvirætt i skyn, að þingmenn Al- þýðubandalagsins hefðu verið kúgaðir til fylgis við landhelgis- samningana 1973 (liklega af for- ustumönnum flokksins) og lýsti A fundi i sameinuðu þingi á þriðjudag mælti Ellert B. Schram fyrir tillögu til þingsályktunar, sem hann flytur ásamt Guðmundi H. Garðarsyni og Ólafi G. Einars- syni um breytingar á kjördæma- skipan. Tillögugreinin er svo- hljóðandi: „Alþingi ályktar að fela stjórn- arskrárnefnd að leggja fram til- lögur um breytingar á kjördæma- skipan eða kosningalögum, sem MÓ-Reykjavik 1 gær svaraði Vil- hjálmur Hjálmarsson mennta- málaráðherra fyrirspurn frá Axel Jónssyni um frumvarp til laga um kvikmyndasjóð, og var fyrir- spurnin svohljóðandi: „Hvað líður meðferð á frum- varpitil laga um kvikmyndasjóð, sem efri' deild Alþingis sam- þykkti 15. mai 1975 að visa til rikisstjórnarinnar?” Svar menntamálaráðherra var svohljóðandi: „Mál þetta er i athugun i ráðu- neytinu. Áður en þeirri at- hugun lýkur, mun haft samráð við Félag kvik- myndagerð- eindreginni andstöðu sinni við þessa samninga. Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) sagði, að i þessum samn- . ingum mætti margt vera á betri veg, en þó væru kostirnir fleiri en gall- arnir. Væru þessir samningar þvi betri en engir samningar. SigurLaug Bjarnadóttir (S) kvaðst ekki vera ánægð með þessa samninga, enda vildi hún ekki láta veita neinar veiðiheim- ildir innan fiskveiðilögsögunnar. Þó taldi hún rétt að semja, þvi annað myndi stórlega veikja stöðu okkar á hafréttarráð- stefnunni. Þá ræddi þingmað- urinn um her- skipainnrás Breta og sagði m.a.: — Hvernig eigum við öllu leng- ur að taka alvarlega hjal um vestræna samvinnu, vinarþel og virka samstöðu um öryggi og sjálfstæði vestrænna þjóða, á sama tima óg það er látið liðast að hin minnsta og hin eina vopn- lausa þjóð á meðal þeirra sé af vinarþjóðunum sjálfum beitt hernaðarlegu ofbeldi, samnings- svikum, og viðskiptalegum þvingunum svo að efnahagslegu sjálfstæði hennar er stefnt i voða. Þýðir þetta ekki i raun, að við stöndum einfaldlega frammi fyrir þeirri staðreynd, að banda- lagsþjóðir okkar telja okkur nógu góða til að nota okkur og þjóna vestrænum hagsmunum I varnar- og öryggismálum, og um leið nógu litla til að traðka á okkur? Björn Jónsson (A) sagði, að þeir stjórnarþingmenn, sem hér hefðu talað, hefðu lýst kostum samkomulagsdraganna, en þó miði að þvi að jafna atkvæðisrétt kjósenda frá þvi sem nú er.” 1 greinargerð með tillögunni segja flutningsmenn, að löngum hafi menn ekki verið á eitt sáttir um skipan þessara mála. Hafi deilur oft risið hátt og örlög rikis- stjórna og kjörtimabil þeirra hafi ráðizt af aðstöðunni til kjör- dæmaskipunar. Núverandi kjördæmaskipan var tekin upp 1959 og telja flutn- armanna, Sjónvarp, Fræðslu- myndasafn og aðra þá aðila, er málið helzt varðar. Það hefur taf- iö athugun þessa máls, að það er mjög samofið endurskoðun þeirri á skemmtanaskatti, sem fram fer á vegum ráðuneytisins, og er raunar ókleyft annað en fjalla um bæði málin jafnhliða, ef hafa á til hliðsjónar þann tekjugrundvöll, sem frumvarp til laga um kvik- myndasjóð byggir á, en það er fyrst og fremst hlutdeild i skemmtanaskatti. Þeir aðilar, sem nú njóta góðs af skemmtana- skatti eru félagsheimilasjóður, menningarsjóður og Sinfónlu- hljómsveit Islands, en allir þessir aðilar berjast í bökkum fjárhags- lega. Þess má geta, að ýmsir greiðendur skattsins, kvarta hins vegar undan þvi, að skatturinn sé aðallega ókostum þeirra. Sagði hann það sann- færingu sina, að allar þær á- stæður, sem taldar væru kostir þess samkomulags, væru órök- studdar. Þá vitnaði Björn i persónulegt samtal, sem hann hefði átt við færasta skip- stjóra Landhelgisgæzlunnar, þar sem hann hefði sagt, að hægt væri að verja landhelgina með þvi að fá 4 til 5 skuttogara til viðbótar við skip Landhelgisgæzlunnar. Þá væri hægt að verja landhelgina 100%, a.m.k. væri herskipum ekki beitt gegn okkur. Þá ræddi Björn nokkuð um af- stöðu verkalýðshreyfingarinnar og sagði, að alda mótmæla sýndi þjóðarviljann, sem væri andstæð- ur samningum. Fram til þessa hefði verkalýðshreyfingin látið duga að vara rikisstjórnina við, en ef varnaðarorðin yrðu að engu höfð, yrði ekki látið sitja við orðin tóm. Alþýðusamtökin myndu ekki auðvelda þá stefnu, sem hér væri verið að marka. Vilborg Harðardóttir (Ab) sagði, að i raun væri verið að afhenda Þjóðverjum leyfi til að veiða þar sem þeir vildu innan landhelginnar, nema ef vera kynni að þeim hefði verið neitað um leyfi til veiða i Vikurál af til- litssemi við sjávarútvegsráð- herra, enda er Vikuráll beint i vestur frá sumarbústað ráðherr- ans. Taldi Vilborg undirlægjuhátt- inn gagnvart útlendingum hvar- vetna skina i gegnum þessa samninga, og skini það mottó ætið i gegn að við værum — fátækir, fáir og smáir, Taldi þingmaður- inn, að okkur vantaði harðari og betri utanrikisstefnu. ingsmenn, að fólksflutningar liðinna ára hafi verið það miklir, að ástæða sé til breytinga. Mörg fleiri atriði rakti fram- sögumaður i ræðu sinni, en engir aðrir þingmenn sáu ástæðu til að taka til máls. Þess má geta, að i málefna- samningi rlkisstjórnarinnar er ákvæði um að taka stjórnar- skrána til endurskoðunar. of hár og ranglátlega á lagður. Þá má geta þess, að i frumvarpinu, sem lagt var fyrir hið háa Alþingi á siðasta þingtimabili var gert ráð fyrir, að verulegur hluti skemmtanaskatts rynni i ferða- málasjóð. Þáttur skemmtana- skattsins i máli þessu er þvi all- flókinn og þarf nákvæmrar og vandlegrar athugunar við, ef finna á viðunandi lausn á málinu. Kvikmyndagerð, sem er með nokkrum hætti ný listgrein, hefur vart hlotið opinberan stuðning til jafns við áðrar listgreinar. Fullur vilji er á þvi að stuðla að eflingu þessarar listgreinar, og er þá bæði haft i huga mikilvægi hennar fyrir sjónvarp, svo og mikilvægi fræðslu- og heimildakvikmynda. Mun verða unnið að málinu i samræmi við það viðhorf.” Halldór og Tómas gerðu grein fyrir atkv. sínu Við nafnakall um þings- ályktunartillögu um veiði- heimildir fyrir Þjóðverja gerðu tveir þingmenn grein fyrir atkvæði sinu. llalldór Ásgrimsson (F) sagði: — Ég tel það sam- komulag, sem hér liggur fyrir, hafa marga ókosti, m.a. veiðisvæði og afla- magn. Samkomulagið hefur einnig ýmsa kosti, m.a. að frysti- o g v e r k - smiðjutogar- ar fá ekki að veiða við Is- land. Með sér- stöku tilliti til þeirrar staðreyndar, að brezka heimsveldið hefur með ósvifnum hætti sent her- skip inn i okkar landhelgi, tel ég að við þurfum að tryggja allt það afl og mátt, sem við eigum, til að koma i veg fyrir veiðar Breta á Islandsmið- um. Ég segi þvi já! Tómas Árnason (F) sagði: — 1 trausti þess, að settar verði strangar reglur um framkvæmd veiða eftir þessu sam- korr.ulagi, segi ég já. Röksemda- færslur þing- mannsins Mó-Reykjavlk. — Það á að fjölga þingmönnum Reykjavik- ur og Reykjaneskjördæmis, en það á ekki að fækka þingmönn- um annarra kjördæma, enda er hægt að fjölga þingmönnum þvi þeir mega alveg eins vera fieiri en 60, en þó vil ég ekki endilega fjölga þingmönnum heldur mætti þeim alveg eins fækka. Þetta er dæmi um röksemd- arfærslu þingmannsins Ellerts B. Schram, sem hann viðhafði i útvarpsþættinum Þingsjá sl. föstudag, en þá var hann spurð- ur um tillögu til þingsályktunar um kjördæmaskipan. Þegar þingmaðurinn var spurður að þvi, hvort þings- ályktunartillagan gengi ekki út á að fjölga þingmönnum Reykjavikur og Reykjaneskjör- dæmis, svaraði hann: — Jú meðan þaö er svo, að mesti kjósendafjöldinn er aö baki hvers þingmanns i þessum kjördæmum. En ég vil taka það skýrt fram,aðþaðer ekki okkar ætlun að skerða þingmannatölu annarra kjördæma. Heldur er hér verið að benda á misræmið, án þess að skerða þingmanna- tölu landsbyggðarinnar. Þá spurði Kári Jónasson, um- sjónarmaður þáttarins, hvort það myndi ekki óhjákvæmilega leiða af ser, að þingmönnum landsbyggðarinnar myndi fækka. — Nei, ekki endilega fækka, ef þingmönnum væri fjölgað i þinginu. Hlutfalliö myndi auð- vitað raskast, en ekki sjálf tal- an. Þá var Ellert spurður hvort flutningsmenn vildu með þessu fjölga þingmönnum, og svarið var: — Nei, ég er ekki áhugamað- ur um að fjölga þingmönnum, en það er ekkert atriði að binda tölu þeirra við 60, ef þaö fæst meiri jöfnuður með þvi að bæta nokkrum við, eða fækka.þannig að meira réttlæti skapist. 81 ■B—■ Tillaga um breytingar á kjördæmaskipan Fullur vilji að efla kvikmyndagerð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.