Tíminn - 29.11.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.11.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 29. nóvember 1975. Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: í>órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur f Aftalstræti 7, simi 2650j) — afgreiöshisimi 12323 — auglýsingasjjmi 19523. Verft i lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánufti. WaöaprentFT.f; Viðskiptakjörin í nýrri skýrslu Þjóðhagsstofnunarinnar um þjóðarbúskapinn er að finna athyglisverðar upplýsingar um viðskiptakjör þjóðarinnar á siðari árum, en þau ráða meira um afkomu hennar en flest annað. I skýrslunni segir m.a.: „Almennur samdráttur framleiðslu og eftirspurnar i iðnþróuðu rikjunum samfara hriðversnandi viðskiptakjörum frumframleiðslurikja eru þeir þættir i hinni alþjóð- legu efnahagsframvindu, sem afdrifarikastir hafa orðið fyrir islenzka þjóðarbúskapinn á árunum 1974 og 1975. Þrátt fyrir minnkandi innflutning 1975 hefur sölu- tregða og verðlækkun á útflutningsmarkaði og hækkandi innflutningsverð valdið alvarlegum greiðsluhalla út á við, en sá halli er nú ásamt verðbólgunni erfiðasti efnahagsvandi Islendinga. Þegar efnahagserfiðleikarnir árin 1967 og 1968 voru yfirunnir, tók við einstaklega mikil gróska i is- lenzku efnahagslifi. Árin fjögur 1970-1973 jukust ráðstöfunartekjur þjóðarinnar um 10% á ári á meðaltali. Þetta stafaði jöfnum höndum af aukinni fiskgegnd og framleiðslu og hagstæðum viðskiptakjörum, sem bötnuðu jafnt og þétt öll þessi ár, að árinu 1972 undanskildu. Viðskiptakjörin bötnuðu einkum mikið árið 1973, þegar verð út- flutningsvara hækkaði ört. Þetta langa velgengnis- skeið hafði vitaskuld viðtæk áhrif á almennar launakröfur og jók bæði einstaklingum og opinberri forystu bjartsýni sem mótaði útgjaldaáform bæði til fjárfestingar og neyzlu. Framvindan árin 1974 og 1975 snarsnerist ís- lendingum i óhag, og þau skörpu skil urðu enn tilfinnanlegri vegna þeirrar hagsældar, sem rikt hafði að undanförnu. Viðskiptakjör versnuðu um 10% árið 1974 og skerðast enn um 16% i ár. Þessi skellur, ásamt nokkrum samdrætti i umsvifum innanlands, veldur þvi, að þjóðartekjur i heild stóðu i stað árið 1974 og minnka liklega um 8% árið 1975. Þarna er að leita skýringarinnar á þvi, hve aðlögun að þessum gjörbreyttu aðstæðum hefur miðað hægt vegna margskonar erfiðleika, bæði af stjórnmála- og efnahagsástæðum. Breytingar ytri skilyrða árin 1973-1974 og voru bæði einstaklega snöggar og miklar, meira að segja á mælikvarða íslendinga, sem löngum hafa þó átt að venjast efnahagslegum hverfulleika. Kostnaðar- áhrif oliuverðhækkunarinnar og almenn verðhækkun innfluttrar vöru riðu yfir i kjölfar uppgangs af völdum stóraukinnar útflutnings- tekna. Viðbrögðin innanlands við þessum erlendu áhrifum ullu örari verðbólgu en dæmi eru um á ís- landi frá þvi að siðari heimsstyrjöldinni lauk.” Um framtiðarhorfur segir svo i skýrslunni: ,,Horfur á siðasta ársfjórðungi þessa árs, og á árinu 1976 eru dekkri en vænzt var i ársbyrjun. Hinn langþráði bati i alþjóðlegri efnahagsþróun kann að vera i sjónmáli, en hann er enn ekki i hendi. Máttur samdráttaraflanna hefir verið van- metinn. Eins og svo oft áður, hefur einnig láðst að meta réttilega þann langa tima, sem liða hlýtur frá upphafi breytinga mikilvægra efnahagshátta og þar til að áhrif þeirra koma að fullu fram um flókinn vef heimsviðskipta og breyta þróun efna- hagsmála á alþjóða vettvangi. Margar þjóðir glima enn við þrihöfða þurs verðbólgu, atvinnuleysis og óhagstæðs viðskiptajafnaðar, jafnvel þó að teikn um bata i heimsbúskapnum virðist nú vera að skýrast. Við þessar aðstæður er ekki þess að vænta að íslendingum falli i skaut búhnykkur batn- andi viðskiptakjara á næsta ári.” Þessar horfur hljóta að sjálfsögðu að ráða miklu um stefnu íslendinga i efnahagsmálum i næstu framtið. -Þ.Þ. TÍMINN ERLENT YFIRLIT Palestínumenn eiga rétt til sjálfstæðis En þeim ber líka að viðurkenna fsrael Yasser Arafat ÞAÐ virðist orðið ljóst, að engar sættir geta tekizt i deilunum fyrir botni Mið- jarðarhafsins, nema sam- komulag náist um stofnun sér- staks ríkis Palestinumanna. Slik ríkisstofnun myndi tryggja það að palentinsku flóttamennirnir gætu fengið fasta búsetu og hrakningar þeirra yrðu ekki lengur alþjóðlegt vandamál. Helzt er rætt um að þetta nýja riki risi upp á þvi landsvæði, sem Israel hertók á eystri bakka Jórdanár i styrjöldinni 1967, en það laut þá Jórdaniu, en hafði áður verið hluti Palestinu. Ef þessi hugmynd kæmist til framkvæmda, yrðu tvö riki I hinni fornu Palestinu, eða riki Gyðinga og riki Palestinuaraba. I raun og veru kæmist þá til fram- kvæmda hin upphaflega til- laga Sameinuðu þjóðanna, að Palestina skiptist i tvö riki. YFIRLEITT er talið, að fyrsta alvarlega tillagan um endurreist Gyðingariki i Palestinu hafi verið borin fram 1895 af ungverska Gyðingnum Theodor Herzl. Þá bjuggu nær eingöngu Arabar i Palestinu. í framhaldi af tillögu Herzl var Zionista-hreyfingin stofnuð á alþjóðlegum fundi Gyðinga i Basel 1897. Markmið hennar var að endurreisa Gyðingariki I Palestinu. Hún studdi beint og óbeint að þvi, að Gyðingar tóku að flytja þangað, en þó i litlum mæli fram til 1920. Segja má, að hreyfingunni hafi orðið litið ágengt fyrr en 1917, þegar einum leiðtoga hennar tókst að fá brezku stjómina til að birta hina svo- nefndu Balfour-yfirlýsingu, en samkvæmt henni skyldu Bret; ar beita sér fyrir þvi, að Gyðingar gætu stofnað þjóðar- heimili I Palestinu. Bretar fengu yfirráð yfir Palestinu i striðslokin 1918, og greiddu á næstu árum fyrir auknum innflutningi Gyðinga til Palestinu. Aður höfðu Gyðingar og Arabar búið þar i sátt og samlyndi en bráðlega fóru Arabar að mótmæla hin- um vaxandi innflutningi Gyðinga. Arið 1935 stofnuðu þeir sérstök skæruliðasamtök til að vinna gegn honum. Þegar siðari heimsstyrjöldin hófst 1939, náðu Bretar sam- komulagi við Araba, og stóð svo til loka heimsstyrjaldar- innar. Gyðingar notuðu striðs- árin til að styrkja samtök sin, og strax eftir striðslokin báru þeir fram kröfur um rikis- stofnun. Brezka rikisstjórnin hafnaði þeim, enda hefði hún aldrei gefið loforð um rikis- stofnun. Gyðingar stofnuðu þá skæruliðasamfök, sem unnu Bretum svo mikið tjón, að brezka stjórnin ákvað að draga her sinn burtu og fela Sameinyðu þjóðunum lausn málsins. Samkvæmt tillögum sérstakrar nefndar ákvað allsherjarþing S.Þ. að beita sér fyrir stofnun tveggja rikja I Palestinu, Gyðingarikis og Arabarikis, og gerði jafnframt tillögur um skiptingu landsins milli þeirra. Arabar voru mjög mótfallnir þessu, en Gyðingar féllust á hug- myndina, án þess að binda sig við ákveðna skiptingu. Hinn 14. mai 1948 lýstu Bretar yfir þvi, að þeir væru farnir frá Palestinu, og lýstu Gyðingar samdægurs yfir stofnun Israelsrikis. Arabarikin hugðust koma I veg fyrir það með vopnavaldi, en fóru held- ur halloka. öryggisráðið fól þá Falke Bernadotte greifa .að reyna að leysa málið. Honum tókst að koma á vopnahléi, en þá höfðu Gyðingar náð undir vald sitt ekki aðeins þeim hluta Palestinu sem þeim bar samkvæmt tillögum Samein- uðu þjóðanna, heldur talsvert stærra landsvæði. I framhaldi af vopnahlénu, bar Bernadotte fram nýjar til- lögur um skiptingu Palestinu. Gyðingar töldu þær óhag- stæðar sér, og blossaði striðið þá upp að nýju. I september 1948 myrtu israelskir skæru- liðarBernadotte greifa. Stjórn ísraels lét taka morðingjana fasta, en slepptu þeim aftur, og hafa þeir aldrei verið dæmdir. Bandaríska blökku- manninum Ralph Bunche var næst falið af S.Þ. að reyna að koma á vopnahléi, og tókst honum það i ársbyrjun 1949. Samkvæmt þvi fékk ísrael mestan hluta Palestinu, að undanskildu Gazasvæðinu, sem Egyptar höfðu hertekið, og allmiklu landsvæði á vestari bakka Jórdanárinnar, sem Jórdaniumenn höfðu her- tekið. Það landsvæði var siðan innlimað i Jórdaniu. I styrjöldinni 1967 náðu ísraels- menn þessum landsvæðum undir yfirráð sin, og eru þau nú hluti herteknu land- svæðanna, sem þeim ber að skila, samkvæmt ályktun S.Þ. t STYRJÖLDINNI 1948 hröktu Gyðingar burtu megin- þorra þeirra Araba, sem höfðu búið á þeim landsvæðum, sem féllu i hlut tsraelsrikis. Hér var um flóttamenn að ræða sem skiptu mörg hundruð þús- undum. Flestir þeirra voru á landsvæðum, sem höfðu fallið i hlut Jórdaniu og Egyptalands. Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að leysa mál þeirra til bráðabirgða með þvi að reisa flóttamannabúðir og styrkja framfærslu þeirra. Jafnframt var samþykkt á allsherjarþinginu ár eftir ár, að þeir ættu að geta valið á milli þess að flytjast heim aftur eða að fá greiddar fullar skaðabætur. tsrael hefur jafnan neitað að fallast á þetta. Þess vegna hefur staða þessara flóttamanna haldizt óbreytt öll þessi ár. Lengi vel treystu þeir á, að Sameinuðu þjóðirnar yrðu færar um að tryggja heimflutning þeirra, sem þess æsktu, en fáir gera sér nú vonir um það lengur. Það var upp úr þessum jarð- vegi, sem frelsishreyfing Palestinumanna spratt fyrir rúmum áratug. Hún setti sér það markmið að vinna að stofnun Palestinurikis, sem byggt væri Aröbum og Gyðingum og næði ekki aðeins til tsraels, heldur einnig þess landsvæðis, sem heyrði undir Jórdaniu og Gazasvæðisins. t fyrstu fékk hún litla áheyrn, unz hún greip til skæruliða- starfsemi, eins og Gyðingar höfðu gert, er þeir hröktu Breta frá Palestinu. Um skeið gekk þetta svo langt, að hryðjuverkunum var beint gegn fleiri en Gyðingum, t.d. i sambandi við flugvélarán. Þvi hefur nú verið hætt, nema þá af öfgamönnum, sem ekki tilheyra hreyfingunni. Hún hefur nú lika hlotið þá viður- kenningu Sameinuðu þjóð- anna, að vera talin fulltrúi Paiestinumanna og foringi hennar, Yasser Arafat, hefur fengið að ávarpa þing Sam- einuðu þjóðanna, eins og þjóðhöfðingi væri. Formlega hefur hreyfingin enn ekki fallið frá tillögu sinni um sam- einingu Palestinu i eitt riki, en vitað þykir þó, að hún 'muni falla frá henni, ef samkomu- lag næst um stofnun sérstaks Palestinurikis á landsvæðun- um, sem tsraelsmenn hertóku 1967. Stjórn tsraels hefur enn verið ófús til að viðurkenna slika rikisstofnun og ber þvi m.a. við, að Arabar vilji ekki viðurkenna Israelsriki. Én hvernig geta tsraelsmenn krafizt þess, meðan þeh’ vilja ekki viðurkenna rikisstofnun Palestinumanna? Það virðist vænlegasta leiðin til lausnar þessari hættulegu deilu, að Arabar viðurkenni tsraelsrlki, og tsraelsmenn viðurkenni nýtt Palestinuriki. 3 ' -Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.