Tíminn - 29.11.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.11.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Laugardagur 29. nóvember 1975. Viðskiptasamningur við Kúbu Kemur Castro til íslands Rætt við sendiherra Kúbu á íslandi, Ozcar E. Alcalde A mánudag var undirritaöur viöskiptasamningur milli Kúbu og íslands, og undirrituöu samninginn þeir Einar Agústs- son utanrikisráöherra og Ozcar E. Alcalde, sendiherra Kúbu á tslandi. Þessi viðskiptasamningur rikjanna er einkum athyglis- verður af tveim ástæöum. Kúba er gömul viöskiptaþjóö okkar, og var seldur þangað saltfiskur fyrir áriö 1960 og keyptur var i staöinn sykur og fl. afuröir. Uggur er i mörgum út af stjórn- málaástandinu á Portúgal og á Spáni, þannig að hugsanlegt er að saltfiskmarkaðurinn þar gæti lokazt, að einhverju leyti a.m.k. Að hinu leytinu hefur veriö umræða um að reisa sykurverk- smiðju á Islandi. Hinrik Guðmundsson, verkfræðingur og framkvæmdastjóri Verk- fræðingafélags Islands hefur birt skýrslu, er hann hefur unnið, þarsem þaðkemur fram, að hagkvæmt -sé að hreinsa sykur hér á landi og nota jarð- hita við sykurvinnsluna. Hefur hann lagt til, að reist verði sykurverksmiðja i Hveragerði. Þingmenn Framsóknar- flokksins i Suðurlandskjördæmi hafa sýnt málinu mikinn áhuga, og flutt hefur veriö tillaga á Alþingi um sykurvinnsluna i Hveragerði. Kúba er einn mesti útflytjandi i heimi, og flytur út hrásykur sem er hrávara sykurvinnslu til manneldis — og Kúbanir borða saltfisk, sem er lika þýðingarmikið. Hugsanlegt er aö við getum selt magn af saltfisk til Kúbu og látið skipin taka hrásykurheim,tilvinnslu hér — og þannig næst aukin af- uröasala og gjaldeyrir sparast i sykurkaupum. Ozcar E. Alcalde, sendiherra Kúbu á tslandi. Rætt við sendiherra Kúbu á íslandi Ozcar E. Alcalde sendiherra hefur aðsetur I Stokkhólmi. Hann kom hingað til lands til þess að undirrita áðurnefndan viðskiptasamning milli land- anna. Við hittum sendiherrann að máli, þegar gengið hafði ver- ið frá samningum milli þjóðanna oghafði hann þetta að segja: — Samningur sá, er undir- ritaður var i dag milli Islands og Kúbu belur ekki i sér nein ákveðin kaup, eða sölu á vörum. Samt erhann þýðingarmikill að einu leyti, þar er að finna ákvæði, þar sem lýst er viðskiptakjörum i hugsanlegum viðskiptum milli landanna, ákvæði um tilhögun og greiðslur. Þá höfum við skipzt á vörulistum, þarsem ritaðar eru þær vörur, sem við teljum að einkum komi til greina i viðskiptum þjóðanna. ís- lendingar hafa lagt fram slikan lista, og það sama höfum við gert. Við erum sammála um að reyna að koma á viðskiptum milli landanna, og þá liggur það fyrst fyrir að skiptast á hug- myndum um vöruflokka, siðan er það framtiðarverkefnið að koma á viðskiptum milli landa okkar. Vill opna kúbanskt sendiráð i Reykjavik — Við höfum áhuga á þvi að auka tengsl landa okkar sem mest. Þótt nokkur fjarlægð sé á milli, þá er samt margt likt með þjóðum okkar, ekkieinasta að flestir menn eru likir, heldur byggja þjóðir okkar eylönd. Við leggjum mikiðuppúr samskipt- um við Norðurlöndin, og viljum örva viðskipti og menningarleg samskipti við þau. HINN 24. nóvember var gerður i Reykjavik nýr viðskiptasamningur milli islands og Kúbu. Undirrituöu hann Einar Agústsson, utan- rikisráöherra og Oscar E. Alcaide, sendiherra Kúbu. i samningnum skuldbinda bæöi löndin sig til aö veita innflutningi hvors annars beztu kjör samkvæmt ákvæðum GATT-sáttmálans. Allar grciöslur milli landanna skulu fara frain i skiptanlegum gjaldmiðli. Þá fylgja samningnum tveir listar yfir vörur, sem hvor aöili hefur sérstaklcga hug á að selja liinum. Fyrir 1960 var árlega seldur fullverkaður saltfiskur til Kúbu, en keypt þaðan i staðinn sykur, vindlar og romin. Auk þessara vöru- tegunda verða athugaöir möguleikar á aö selja til Kúbu kisilgúr, ál og aðrar iönaðarvörur. Hafa slik' viöskipti verið athuguð af við- skiptanefnd frá Kúbu, sem dvalið hefur hér undanfarna daga, en engir sölusamningar hafa verið geröir. Er hugsanlegt að við kaupum hrásykur af Kúbu í framtíðinni fyrir saltfisk? Ef sykurhreins- unarstöðin verður reist í Hveragerði, opnast nýir möguleikar til afurðasölu og gjaldeyris- sparnaðar — Þaö hefur verið rætt um aö reisa sykurverksmiðju á Is- landi. Verður keyptur hrásykur af Kúbu og borgað meö salt- fiski? — Þaö hefur eins og áður sagði ekki verið rætt i einstökum at- riðum hvaða vörur við munum selja og kaupa. Kúba er stór- framleiðandi i hrásykri, og við seljum sykurframleiðslu okkar i formi hrásykurs til útlanda. Við framleiðum nú um 6.5 railljónir lesta af hrásykri. Við notum sjálfir um hálfa milljón tonna, sem fer til neyzlu og iðnaðar, en sex milljónir tonna flytjum við út til ýmissa landa. Án þess að ég hafi athugað þessa hugmynd sérstaklega — að selja hrá- sykur fyrir fisk — þá virðist hún vera athyglisverð og vera verð nánari skoðunar. Við höfum i hyggju að opna sendiráð i Reykjavik og stefn- um að þvi, að hafa hér eitthvert starfslið, þvi að það er nauðsynlegt allra hluta vegna, ef auka á samskiptin við Island i frá þvi sem verið hefur. Castro til íslands — Það hcfur verið sagt aö Fidel Castro munikoma i heim- sókn til isiands bráölega. Má hafa þaö eftir? — Já, Castro hefur áhuga á þvi að heimsækja Island, en ekki verður það þó alveg á næstunni, heldur eftir eitt til tvö ár, þætti mér liklegt, sagði Ozcar E. Alcalde sendihera. 1 fylgdarliði sendiherrans var viðskiptanefnd, en sendiherr- ann og menn hans héldu utan á þriðjudag. Kvaðst sendiherrann vera mjög ánægður með ferðina hingað og vænta nokkurs árangurs af henni. -JG. Hinrik Guðmundsson, verkfr. sem samdi athyglisveröa skýrslu og er upphafsmaöur að hugmynd um sykurhreinsunar stööina I Hverageröi. Sykurverksmiðja svipaðrar gerðar og Hinrik Guðmundsson verkfræðingur liugsar sérað reist verði i Hverageröi. Slík verksmiöja myndi nota jarögufu til sykurhreinsunar og spara mikinn gjaldeyri, auk þess sem sykurinn yrði ódýrari en hann er núna. Nýir mögu- leikar kynnu einnig aö skapast i afurðasölumálum, þvi útflutningsriki áhrásykri gætu orðið kaupendur að fiski rikum mæli. Þingmenn Framsóknarflokksins i Suöurlandskjördæmi hafa hreyft þcssu máli á alþingi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.