Tíminn - 29.11.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.11.1975, Blaðsíða 9
Laugardagur 29. nóvember 1975. TÍMINN Rósberg G. Snædal. Bragi Sigurjónsson. Indribi tifsson. Erlingur Daviösson. Eirlkur Sigurösson. Prentsmiðja Björns Jónssonar á Akureyri var stofnuð 1852. og er hún því eitt elzta iðnfyrirtæki landsins. Prentsmiðjan hefur lot- ið mörgum eigendum á slðari ár- um, en nú eru eigendur hennar sex prentarar, og eitt bæjarblað- anna á þar sinn hlut. Fram- kvæmdastjórinn er Björn Eiriks- son prentari, og tók hann við sinu starfi er siðast urðu eigenda- skipti, fyrr á þessu ári og sex- menningarnir tóku við prent- smiðjunni af þeim Svavari Otte- sen og Haraldi Asgeirssyni, sem höfðu átt hana og rekið um sjö ára bil. 1 tið þeirra Svavars og Harald- ar hóf prentsmiðjan bókaútgáfu undirnafninu Skjaldborg. Og það er einkum þessi bókarútgáfa, sem Timinn vill nú fræðast um, og leggur i þvi sambandi spurn- ingar fyrir framkvæmdastjór- ann, Björn Eiriksson: — Hve stór er starfsmanna- hópur ykkar hjá Prentsmiöju Björns Jónssonar og bókaút- gáfunni Skjaldborg? — Við þessi störf vinna nú sextán manns, konur og karlár, en fleiri taka þó laun hjá okkur, svo sem rithöfundar. — Er bókaútgáfan stór liður I rekstrinum? — Skjaldborg hefur á undan- förnum árum gefið út bækur eftir fjórtán norðlenzka höfunda, og eru þeir þessir: Erlingur Davíðs- son, Indriði Úlfsson, Bragi Sigur- jónsson, Rósberg G. Snædal, Guð- mundur Frímann, Einar Kristjánsson, Jón Benediktsson, Jón frá Garðsvík, Jórunni frá Sörlastöðum, Vignir Guðmunds- son, Tryggvi Þorsteinsson, Óskar Stefánsson, Hanna Brá og Eirikur Sigurðsson. Við leggjum mikla á- herzlu á að koma verkum Norð- lendinga á framfæri, teljum okk- ur það raunar skylt, þótt við gef- um einnig út eftir aðra höfunda, innlenda og erlenda. — Hvers vegna Norðlendinga? — Það vill nú svo til, að okkur virðast þeir stundum hafa verið afskiptir syðra, og við viljum rétta hlut þeirra. Við teljum einn- ig, að það séu nokkur menningar- verðmæti i þvi fólgin fyrir okkar bæ og hérað og fyrir þennan landshluta, að kynna höfunda Guömundur Frimann. Konan frá Vinarborg.en sú kona, sem réttu nafni heitir Maria Bayer Juttner, er hámenntuð tón- listarkona og dvaldi nokkur ár hér á landi. En hún er lika ótrúleg ævintýrakona og I bókinni eru mörg af ævintýrum hennar, sem munu vera nokkuð einstök i sinni röð. Hin bókin, sem Erlingur hefur skrifað, er sú fjórða i bókaflokkn- um Aldnir hafa orðið. Þar segja þessir frá: Björn Axfjörð, Ey- steinn Jónsson, Grimur Valdi- marson, Guðmundur Frimann, Jón Friðriksson, Zophonias Jónasson og Þorgerður Siggeirs- dóttir. -Fjórða bókin er smásagna- safn Einars Kristjánssonar frá Hermundarfelli, og heitir það Eldrauða blómið og annarlegar manneskjur. Eins og alþjóð veit, eru smásögurnar sérgrein þessa höfundar, og þær hafa notið mikilla og verðugra vinsælda. 1 þessari bók er Einar I essinu sinu, og munu þessar sögur hans vekja óskipta athygli og kæti fólks á öll- um aldri. Fimmta bókin okkar i ár er svo barnabókin ’ Krummafélagiðeftir Indriða Úlfsson skólastjóra. Indriði er i hópi mest lesnu og beztu barnabókahöfunda, sem nú skrifa um börn og fyrir börn hér á landi, enda sumar fyrri bækur hans að verða litt eða ekki fáan- legar. — Tekst ykkur vel að fjár- magna bókaútgáfuna? — útgáfukostnaðurinn hefur aukizt hröðum skrefum, eða lik- 'lega um 40% frá fyrra ári. Ein sæmilega vönduð bók i meðal upplagi getur kostað allt að þrem milljónum króna. Bóksalar hafa yfirleitt bækurnar i umboðssölu. Það liður þvi ætið nokkur timi frá þvi greiða þarf kostnað við útgáfu hverrar bókar, og þangað til tekj- urnar af sölunni koma til útgef- enda. Þennan biðtima er erfitt að brúa á meðan bankakerfið er eins á vegi statt og það er nú. Við höf- um ekki farið varhluta af þeim þrönga stakki, sem lánastofnun- unum er skorinn um þessar mundir. En þetta gengur, bæk- urnar eru þegar prentaðar og eru að verða fullfrágengnar, þær siðustu. Aðrar eru þegar komnar i verzlanir — og svo er að sjá hvernig gengur. — Önnur vcrkefni skila e.t.v. meiri hagnaði en bókaútgáfa? — Kannski öruggari, en bóka- útgáfan er samt sem áður dálitið spennandi, þvi góöar bækur selj- ast vel og hinn mikli kostnaður skilar sér og meira til, en þetta veit maður aldrei fyrirfram. Við þurfum þvi ekki að kvarta, og i raun og veru væri það skapi okkar nær, að auka mjög bókaút- gáfuna og gera hana að gildari þætti i starfsemi okkar. Við treystum þvi, þótt bækur hækki óhjákvæmilega i verði, að fólk haldiáfram aðkaupa þær og lesa, eins og það hefur ætið gert. Bækur verða, þrátt fyrir hækkun, ódýrari til gjafa en ýmisskonar erlendar gjafavörur. Og enn sem fyrr gleðjast flestir tslendingar yfir góðri bók, segir Björn Eiriks- son að lokum. Úr bókbandssal prentsmiðjunnar, þar sem staflar nýrra bóka bfða dreifingar. Ljósm. Fr. Vestmann. Skjaldborgarbækur frá Akureyri Björn Eiríksson svarar nokkrum spurningum Tímans okkar. Það hefur lika komið glöggt i ljós, að þeir standa öðrum á sporði, þótt um þá hafi ekki leikið mikið auglýsingaskrum. Það sem meira máli skiptir i þessu efni, er alit almennings. Og ég vil nota tækifærið til að þakka honum viðtökurnar á bókum okk- ar, og þar er enginn landshluti undanskilinn. Nokkrar af bókum okkar hafa selzt I stóru upplagi, og eru þegar á þrotum hjá forlaginu. I þvi sambandi má nefna fyrstu bókina i bókaflokknum Aldnir hafa orðið, sem búið er að endurprenta, en er samt nær uppgengin og fyrstu barnabækur Indriða Úlfssonar, Leyniskjalið, Riki betlarinn og Kalli Kaldi. — En hvað kemur svo út hjá ykkur I ár? — Við förum fremur hægt I sakirnar á þessu ári, og gefum þó út fimm bækur. Og af þessum fimm bókum eru fjórar eftir norðlenzka höfunda, og sú fimmta er þýdd barnabók, ein af Kátubókunum okkar. Aðrir höf- undar eru þessir: Erlingur Daviðsson, Einar Kristjánsson og Indriði úlfsson. Við gefum að þessu sinni út tvær bækur eftir Erling Daviðsson. Sú fyrri heitir Björn Eiriksson framkvæmdastjóri I skrifstofu sinni, sem er að fyllast af bókum. Ljósm. Fr. Vestmann. Á BÓKAMARKAÐINUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.