Tíminn - 29.11.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.11.1975, Blaðsíða 11
Laugardagur 29. nóvember 1975. TÍMINN 11 Umsión: Siqmundur Q. Steinarsson Jqmes til Derby Engiandsmeistararnir borguðu Burnley 275 þús. pund fyrir þennan snjalla leikmann K NATTSPYRNUKAPP- INN Leighton James, hinn frábæri leikmaður Burnley, sem er gjaldramaður með knöttinn, hefur verið seldur frá Turf Moor til Baseball Ground, þar sem hann mun leika með Englandsmeistur- um Derby i framtiðinni. — Ég hef lengi haft augastaðá James. Hann mun örugglega falla vel inn i leik Derby-liðsins, sagði Dave Mackay, framkvæmdastjóri LEIGHTON JAMES....leikmað- ur, sem erfitt er að stöðva, þegar hanu cr kominn á skrið. Derby, þegar hann keypti James fyrir 275 þús. pund i gærmorgun. Það er ekki að efa, að Leighton Jamessem er 22 ára gamall og hefur leikið 22 landsleiki fyrir Wales, kemur til með að falla vel inn i hið frjálsa spil Derby-liðsins. James hefur verið likt við Skotann Denis Law.fyrrum leik- mann Manchester United og City, þegar hann var að skjótast upp á stjörnuhimininn. Þessi frábæri leikmaður hefur verið potturinn og pannan i leik Burnley-liðsins undanfarin ár, og einnig i lands- liði Wales, sem tryggði sér nýlega rétt til að leika i 8-liða úrslitum Evrópukeppni landsliða. Lcighton James, hefur verið óánægður hjá Burnley upp á sið- kastið — og fór fram á að leika ekki með liðinu gegn QueensPark Rangers sl. laugardag, er annar knattspyrnukappinn, sem Davc Maekavkaupir til Derby á keppn- istimabilinu. Hinn leikmaðurinn er ('harlie George, sem Derby keypti frá Arsenal fyrir 100 þús. pund. Georgehefur fallið vel inn i leik Derby-liðsins, og það mun James tvimælalaust einnig gera. — sos Punktar SIGURBERGUR OG FRIÐRIK í LANDSLIÐS- HÓPINN STOKPORT— Knattspyrnukapp- inn George Best, leikur sinn fyrsta deildarleik með Stockport um helgina — gegn Swansea. Best, sem er aftur byrjaður að leika knatt- Best. spyrnu — segist vera hættur allri óreglu, hefur verið mikið i sviðs- Ijósinu að undanförnu og sýnt mjög góða leiki. i þeim vináttu- og ágóðaleikjum, sem hann hefur tekið þátt i. Best hefur skorað 4 mörk i þessum leikjum — 1 gegn Stoke, 2 gegn Chelsea og siðast skoraði hann mark, þegar Man- chester United-liðið frá 1968 lék gegn United-liðinu, eins og það er skipað i dag. 50 þús. áhorfendur sáu leikinn, sem fór fram á Old Traíford — en ungu strákarnir sigruðu þá gömlu kempurnar — 7:2. Best og Denis Law skoruðu mörk gömlu mannanna. Þegar leiknum lauk, varð fögnuðurinn geysilegur á Old Trafford — enda var leikurinn mikil skemmtun fyrir hina tryggu áhangendur Uniled, sem fengu aftur að sjá gömiu dyrlingana. sem sýndu gamla takta. Hörður Sigmarsson og Gunnar Einarsson sóu sér ekki fært að æfa með landsliðinu • BEST í , SVIÐSLJOSINU SIGURBERGUR SIGSTEINSSON og FRIÐRIK FRIÐRIKSSON eru komnir i landsliðshópinn i handknattleik, þar sem þeir taka sæti Hauka-leikmannanna Harðar Sigmarssonar og Gunnars Einarssonar, markvarðar, sem sjá sér ekki fært að taka þátt i æfingum landsliðsins, af persónulegum aðstæðum. Hörður Sigmarsson stundar nám i tann- lækningum — hann treysti sér ekki til að æfa mikið, þar sem hann er önnum kafinn við námið. Gunnar Einarsson sá sér ekki fært að æfa — vegna heimilisástæðna. • BECKENBAUER VILL FARA FRÁ BAYERN DORF. Franz „Keisari" Beckcnbaucr, fyrirliði Bayern Miinchen og v- þýzka lands- liðsins, er nú mikið i fréttum i v-þýzkum dag- blöðum. Hann Beekenbauer. hefur gefið út þá yfirlýsingu, að hann vilji leika erlendis. — Ef ég fengi gott tilboð, myndi ég hugsa mig vel um, áður en ég hafnaði þvi, sagði Beckenbauer, sem vill fara frá Bayern-liðinu, sem tap- aði fyrir Frankfurt — 0:6 á laug- ardaginn. — Það er ekki vegna leiksins i Frankfurt, að ég vilji fara frá Bayern. Það hefur alltaf freistað min að leika erlendis. Það er ekki hægt að ætlast til að ég leiki með Bayern Miinchen, þar til ég legg skóna á hilluna, sagði Beckenbauer. — Ég tæki Beckenbauer opnum örmum, sagði llanncs Weisweiler. þjálfari Barcelona — fyrrum þjálfari Bor- ussia Mönchengladbaeh, þegar hann frétti af yfirlýsingu Becken- bauer. Það er gleðilegt að Sigurbergur sé aftur kominn i landsliðshópinn — hann er okkar sterkasti varn- armaður og þar að auki einn af fáum leikmönnum, sem skora mörk úr hornum, en hornamann vantaði illilega i landsliðshópinn. Friðrik Friðriksson, er einn af okkar efnilegustu leikmönnum, leikmaður i stöðugri framför. Hann hefur verið aðalmarkaskor- ari Þróttar-liðsins — skorað mörg mörk með sinum lúmsku og snöggu vinstrihandarskotum. Landsliðshópurinn, sem mætir Luxemborgarmönnum, verður þvi skipaður þessum leikmönn- um: Markvcrðir: Ólafur Benediktsson, Val Guðjón Erlendsson, Fram Aðrir leikmenn: Björgvin Björgvinsson, Viking Páll Björgvinsson, Viking, sem verður fyrirliði liðsins Viggó Sigurðsson, Viking Axel Axelsson, Dankersen Ólafur Jónsson, Dankersen Jón Karlsson, Val Steían Gunnarsson. Val SIGURBERGUR SIGSTEINSSON............varnar- og hornamaðurinn snjalli úr Fram, er aftur kominn i landsliðshópinn. Sigurbergur Sigsteinsson, Fram Friðrik Friðriksson, Þrótti Árni Indriðason, Gróttu, Ingimar Haraldsson, Haukum Þeir Axel Axelsson og ólafur Jónsson geta ekki leikið með landsliðinu gegn Norðmönnum á þriðjudaginn og miðvikudaginn. ólafur Einarsson,Donzdorf, bæt- ist þá sem 12. leikmaðurinn i hóp- inn, en siðan verður bróðir hans, Gtinnar Einarsson, Göppingen, og þriðja markverðinum bætt i landsliðshópinn, sem fer i æfinga- búðir til Danmerkur, þannig að 16 leikmenn fara til Danmerkur. — SOS Nú aettum við að fá að sýna allar okkar listir Landsliðsmenn okkar í sviðsljósinu í Laugardalshöllinni annað kvöld, þegar þeir mæta Luxemborgarmönnum í undankeppni Olympíuleikanna ÓLAFUR JÓNSSON og Axel Axelsson verða i sviðsljósinu i Laugardaishöllinni annað kvöld, þcgar landsliðið leikur gegn Luxcmborgarmönnum i undaiikeppni Oly mpiuleik- anna i liandknattleik. Þcssir snjölln leikmenn, sem leika ineð Dankerscn, eru mi i injög góðri ælingu — og vcrður gainan aðsjá þá aftur i keppni með landsliðinu, en þeir liafa verið burðarásar landsliðsins undanfarin ár. Það er staðreynd, að lands- liðið hlýtur að vinna öruggan sigur yfir Luxemborgarmönn- um, sem töpuðu með 4lmarks mun (13:54) fyrir Júgóslövum fyrir stuttu. Landsliðsmenn okkar fá tilvalið tækifæri til að sýna allar sinar listir gegn Luxemborgarmönnum og verður gaman að fylgjast með þeim Axeli, Ólafi. og Björg- vini, en þessir þrir leikmenn hafa oft sýnt skemmtilegar leikfléttur saman. Þeir Björgvín og ólafur fá örugg- lega nóg að gera á linunni — Axel mun sjá til þess. Landsleikurinn gegn Luxemborgarmönnum hefst i Laugardalshöllinni annað kvöld — kl. 20.30. — SOS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.