Tíminn - 29.11.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.11.1975, Blaðsíða 16
METSÖLUHÆKUR Á ENSKU í VASABROTI SIS-FODIJU SUNDAHÖFN . fyrirgóéan mai $ KJÖTIONAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS V_ 7 Austur-Tímor: Fretelin lýsti yfir sjólfstæði í gaer Reuter/Dili, Austur-Timor — Fretelin, hreyfing byltingarsinna fyrir sjálfstæði Austur-Tímor, til- kynnti i gær, öllum aö dvörum, að hún hefði einhliða lýst yfir sjálf- stæði Austur-Timor, sem áður var portúgölsk nýlenda. Mikil gleði greip um sig meðal ibúa borgarinnar Dili, og dönsuðu þeir á götum borgarinnar og grétu af gleði i tilefni sjálfstæðisyfirlýs- ingarinnar. Meðlimir I miðstjórn Fretelin, umkringdir vopnuðum hermönn- um, drógu portúgalska fánann niður i siðasta sinni, en i stað hans drógu þeir að húni fána hins nýja sjálfstæða rikis á Austur-TImor. Gerðíst atburður þessi um kl. 6 i gærkvöldi. Mikill fjöldi borgar- búa fylgdist með athöfninni. Algjör þögn rikti meðal við- staddra i eina minútu og var það gert til þess að minnast hetju- skapar þeirra, er fallið hefðu i baráttu fyrir sjálfstæði Aust- ur-TÍmor. Að þögninni lokinni las forseti Fretelin-hreyfingarinnar upp sjálfstæðisyfirlýsinguna, en forsetinn heitir Francisco Xavier do Amaral. Fréttaskýrendur segja, að engin aðvörun um að sjálfstæðis- yfirlýsing væri i vændum, hefði TIMOR Kupang Japanskir verka- menn halda áfram verkfallinu Reuter/Tokyo — Japanskir verkaincnn ákváöu i gær að halda áfram vcrkfalli þvi, sem þeir hafa verið i að undanförnu, en þátttaka i verkfalli þessu mun vera meiri heldur en dæmi eru um áður i verkfalli I Japan. Japönsku verkamennirnir tóku ákvörðun þessa, eftir að ljóst varð að stjórn landsins ætlaði að beita sér gegn kröfum verkamannanna um að þeir fengju lagalegan rétt til aö leggja niður vinnu. Verk- fallið hefur nú staðið i þrjá daga, en I gær tilkynnti stjórn japanska alþýðusambandsins, að hún hyggðist beita sér fyrir þvi, að verkfallinu yrði framhaldið þar til i næstu viku. Starfsemi járn- brauta og sporvagna hefur al- gjörlega legið niðri þessa þrjá daga, sem verkfallið hefur staðið. Hins vegar hættu starfsmenn járnbrautarfyrirtækja, sem eru i einkaeign, 24 klukkustunda verk- falli þvi, sem þeir höfðu verið i, er þeir komust að samkomulagi við vinnuveitendur sina um bætt starfsskilyrði. 1 gær gátu rikisjárnbrautimar einungis mannaö þrjú prósent af farkosti sinum, en á vegum þeirra fara daglega um 18,147 lestir um landið með farþega og farangur. Miki forsætisráðherra átti fund með helztu samstarfsmönnum sinum i gær, og var þá ákveðið að þeir skyldu hittast aftur á mánu- daginn og bera þá saman bækur sinar, en skipta sér ekki að öðru leyti af verkfallinu. veriðgefin af leiðtogum Fretelin. Er þvl ljóst, að hér er um algjöra stefnubreytingu að ræða af hálfu leiötoga Fretelin, þar sem þeir hafi að undanförnu lagt á það áherzlu, að sjálfstæðisyfirlýsing eyjarinnar færi fram i einhvers konar áföngum. Nefnd sú, sem fjallar um ný- lendumál á vegum portúgölsku stjórnarinnar,' kemur saman til fundar til þess að ræða atburöina á Austur-Timor, eins fljótt og auöið er, að þvi er talsmaður Costa Gomes, Portúgalsforseta, sagði i gær. Hann sagði, að portúgölsku stjórninni hefði enn ekki verið tilkynnt formlega um sjálfstæðisyfirlýsinguna. Hann sagöi og, að portúgalska stjórnin hefði aldrei formlega afsalað sér völdunum á Timor. Pires, lands- stjóri Portúgala á Timor, flutti þó frá höfuðborginni Dili I ágúst sl., eftirað borgarastyrjöld brauzt út i landinu, og tók sér aðsetur á Atauro. Talsmaður indversku stjórnar- innar kvaðst i gær harma ákaf- lega ákvörðun þá, sem Fretelin hefði nú tekið. Hann tók það hins vegar skýrt fram, að Indónesar myndu ekki reyna að taka i taum- ana, nema þvi aðeins að portú- galska stjórnin færi þess á leit, og hann bar til baka allar fréttir um það, að indónesiskar flugvélar og skip hefðu gert sprengjuárásir á borgina Atabae, sem er 45 km suðvestur af Dili, höfuðborg Aust- ur-TImor. Talsmaðurinn sagði, aö sjálfstæðisyfirlýsing Fretelin væri ólögmæt og að hún striddi gegn öllum þeim hugmyndum, er hingað til hefðu gilt um það, hvernig standa skyldi að þvi að nýlenduriki fengju sjálfstæði. Hann sagði, að ibúar Austur-Timor væru andstæðir Fretelin I þessum efnum. Hann sagði þó, að aðgerðir Fretelin hefðu ekki komið á óvart, vegna Reuter/New York — Haft var eft- ir áreiðanlegumdiploimtiskum heimildum í gær, aö Sýrlendingar hefðu tjáð Kurt Waldheim, aðal- ritara Sameinuðu þjóðanna, að þeir samþykktu framlengda dvöl friðargæzlusveita Sameinuðu þjóðanna i Golanhæðum um sex mánuði, ef gengið yrði að skilyrðum þeim, er þeir hafa sett fyrir nýjum samningi. En heimildirnar telja, að skil- yrði þau, er Sýrlendingar hafa sett fyrir þvi að þeir undirriti samkomulagið, kunni að valda vandræðum fyrir Oryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem hélt lokaðan fund i gær, er Waldheim flutti ráðinu skýrslu sina um för- ina til Mið Austurlanda, en Wald-- heim hefur sem kunnugt er af fréttum lýst þeirri för, sem árangursrikri. Að sögn, krefjast Sýrlendingar þess, að framlenging dvalar frið- argæzlusveitanna verði þáttur i auknum viðræðum um varanleg- an frið i Mið Austurlöndum. Þá krefjast Sýrlendingar og þess, að PLO, frelsishreyfingu þess að sveitir þær, sem berjast við Fretelin, hafi að undanförnu náð mun betri stöðu i valda- bar'áttunni. PalestinuAraba, verði veitt aðild að friðarviðræðunum i Mið Austurlöndum, en tsraelar hafa visað harðlega á bug öllum tillög- um, sem fram hafa komið um PLO að slikum viðræðum, þar sem PLO sé öfgahreyfing, sem hafi það á stefnuskrá sinni að út- rýma israelska rikinu. Sovézka stjómin mun styðja kröfur Sýrlendinga, og-jafnvist er talið, að bandariska stjórnin muni styðja ísraelsmenn i þvi að útiloka PLO frá þátttöku i friðar- viðræðunum. Sadat Egyptalands- forseti reyndi árangurslaust að fá Ford Bandarikjaforseta til þess að breyta frá þessari stefnu, en það mun ekki hafa tekizt. Alls- herjarþingið hefur samþykkt, að PLO verði veitt aðild að friðar- viðræðunum. Sovétmenn og Egyptar hafa ákaft hvatt til þess að Genfarviðræðurnar um frið i Mið Austurlöndum verði hafnar að nýju og þá með þátttöku PLO. Þá var og haft eftir sömu heim- ildum, að Sýrlendingar krefjist þess.að Oryggisráðið taki ástand mála i Mið Austurlöndum til sér- stakrar meðferðar i janúar n.k. Golanhæðirnar: Þdtttaka PLO í friðar- viðræðum skilyrði Sýrlendinga Rekstrarhagnaður SAS tvöþúsund og sexhundruð milljónir ó síðasta óri Þ.O.-Reykjavik. Stjórn SAS hefur tilkynnt, að rekstrarhagn- aður félagsins á siðasta ári hafi numið um 70 milljónum sænskra króna, eða sem svarar tvö þúsund og sex hundruð milljónum islenzkra króna. Af þessari fjárhæð skiluðu dóttur- fyrirtæki SAS 7,8 milljónum s.kr. I hagnað. SAS hefur sem kunnugt er verið rekið með rekstrarhagnaði nú um nokk- urra ára skeið. Flugreksturinn hjá SAS stendur að þessu sinni undir 33,7 milljón króna hagnaði (s.kr.), en aðrir þættir starfseminnar, þar á meðal sala flugvéla, gáfu 36,3 milljónir s.kr. i aðra hönd. I þessu sambandi hefur stjórn SAS bent á þá staðreynd, að flugfélög. um allan heim hafa orðið fyrir fjárhagslegum áföll- um vegna efnahagskreppunnar 1974 og 1975, en kreppa þessi hefur minnkað eftirspurn eftir flugferðum og dregið úr flug- fraktinni hvarvetna. SAS flutti 6.636.000 farþega á siðasta ári, og er það 5% aukn- ing, ef miðað er við árið áður. Fraktflutningar drógust aftur á móti saman um 2%. Alls urðu tekjur SAS á reikn- ingsárinu 4.171 milljónir sænskra króna, en voru i fyrra 3.568 millj. s.kr. Beinn rekstrar- kostnaður varð nú 3.803 millj. s.kr., en var i fyrra 2.245 millj. s.kr. Afskriftir námu nú 284 milljónum s.kr., en voru árið áður 232 millj. s.kr. Blaðburðarfólk óskast í Fellsmúla og Suðurlandsbraut Sendill óskast fyrir hódegi VIKULEGAR HRAÐFERÐIR EINNIG REGLUBUNDNAR FERÐIR Frá NORFOLK WESTON POINT KRISTIANSAND HELSINGBORG GDYNIA VENTSPILS ’ VALKOM Frá ANTWERPEN mánudaga - FELIXSTOWE þriðjudaga - KAUPMANNAHÖFN þriðjudaga - ROTTERDAM þriðjudaga - GAUTABORG miðvikudaga - HAMBORG fimmtudaga FEROIR FRA ÖORUM HÖFNUM EFTIR FLUTNINGSÞÖRF — EIMSKIP Hfi EIMSKIPAFELAG ÍSLANDS Sími 27100- Telex nr. 2022 IS L

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.