Tíminn - 30.11.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.11.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur SO. nóvember 1975. Ein af fyrstu sláttuvélunum, afteins fyrir einn hest. Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga ,00 Vélin sigrar hestinn. Léttikerra til fólksflutnmga. Flutningavagn um 1910. Jósef Jónsáon „keyrari”, fað- ir Jóhannesar glimukappa, hafði atvinnu af að aka fólki i vagni á Akureyri fyrir og um aldamótin 1900. Zófanias Baldvinsson frá Bakka i Svarfaðardal gerðist ökumaður á Akureyri skömmu eftir aldamótin. Hafði hann marga hesta og vagna. Hann keypti eins konar skrautvagn, sem gat flutt sex manns, og var tveimur hestum beitt fyrir. Vagninn var mikið notaður á Akureyri, áður en bifreiðar komu til sögunnar. Á vetrum hafði Zófanias marga sleða i förum, suma til fólksflutninga, en aðra til vöruflutninga. Árið 1914 fékk hann bifreið til Akur- eyrar, en fluttisttil Reykjavikur 1917 og rak þar mikla bifreiða- starfsemi (Samvinnan 1926). Ekki hef ég myndir af fólks- flutningavögnum þeirra Jósefs og Zófaniasar, þvi miður — en hér er mynd af léttikerru til fólksflutninga og önnur af flutn- ingavagni. Myndirnar hefur Hallgrimur Einarsson ljós- myndari á Akureyri tekið (af flutningavagninum 1910, en ó- vist um hina). Þá er mynd af einni af fyrstu sláttuvélunum. óvister, hvenær myndin er tekin, en kannski kannast einhver við þetta, og e.t.v. gefa skúturnará Pollinum einhverja visbendingu. Getur einhver frætt um „hrossasýningarmyndina”? Þar er vel hlaðið fjárhús i bak- sýn. Myndir þessar eru fengnar að láni frá Minjasafninu á Akur- eyri. Svo kemur nýi timinn með tæknibúnað sinn og hraða. Vélar leysa hestana af hólmi. Sennilega frá hrossasýningu I Eyjafirði, en óvist hvar og hvenær. Vel hlaðið fjárhús I baksýn >» rJPw*' * ■* v &*£* $&** . fl l-f! * Æ, i| 531

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.