Tíminn - 30.11.1975, Blaðsíða 23

Tíminn - 30.11.1975, Blaðsíða 23
Sunnudagur 30. nóvember 1975. TÍMINN 23 Á BÓKAMARKAÐINUM Útgáfubækur Bókaútgáfu Menningar- sjóðs og Þjóðvinafél- agsins 1975 Út hafa komið á árinu þessi rit: Studia Islandica33. Efni þessa heftis er ritgerðin Blómaö mál i rimum eftir Davið Erlingsson, svo og ritskrá Steingrims J. Þor- steinssonar prófessors eftir Einar Sigurðsson háskólabókavörð. Rit- stjóri SI er Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor. Acta Botanica Islandica 3. Rit- stjóri ABI er Hörður Kristinsson grasafræðingur á Akureyri. íslenzk orðabók. Þetta er enduriítgáfa af orðabók Arna Böðvarssonar menntaskólakenn- ara. Stafróf tónfræðinnar eftir Jón Þórarinsson tónskáld. Bók þessi er einnig endurútgefin. Væntanleg eru þessi rit: Andvaril975. Ritstjóri Andvara Stephan G. Stephansson. er dr. Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður. Bréf til Stephans G. Stephans- sonar III. Dr. Finnbogi Guð- mundsson landsbókavörður hefur búið bréfasöfn þessi til prentunar. Fósturjörð I-II eftir Pálma Hannesson. Þetta er ný og aukin útgáfa af ritsafni Pálma Hannes- sonar rektors i útgáfu Hannesar Péturssonar skálds. Alfræði Menningarsjóðs. Af þeim kemur út nú Hagfræðieftir Ólaf Björnsson prófessor. Grimur Thomsen Bókmenntaritgerðireftir Grim skáld Thomsen i þýðingu og út- gáfu Andrésar Björnssonar út- varpsstjóra. Þetta eru ritgerðir sem Grimur ritaði á dönsku, en þær hafa ekki komið út á islenzku fyrri. Ljóðaúrval Jóns Þorlákssonar á Bægisá.Þetta er fyrsta rit i nýj- um bókaflokki Rannsóknar- stofnunar i bókmenntafræðum við Háskóla tslands. Heimir Páls- son lektor hefur valið ljóðin og annast útgáfuna. Pálmi Hannesson Aiaskaför Jóns ólafssonareftir Hjört Pálsson dagskrárstjóra. Þetta er nýtt rit á vegum Sagn- fræðistofnunar Háskóla Islands, en ritstjórn þeirra bóka annast Þórhallur Vilmundarson prófess- or. Alaskaför Jóns Ólafssonar rit- stjóra og skálds var farin fyrir nær öld og var merkur og sér- stæður þáttur i vesturheimsför- um tslendinga. Saga Reykjavikurskóla I. í þessu bindi, sem nefnist Nám 'og nemendur.er ritgerð eftir Kristin Hjörtur Pálsson heitinn Armannsson rektor um námsskipan og kennslutilhögun i Sögu skólans, þættir um þróun kennslugreina á siðustu áratug- um og kennaratal. Loks eru i bindinu myndir af öllum stúdentaárgöngum, sem útskrif- azt hafa frá skólanum. Er hér um að ræða viðamikið og stórmerki- legt heimildarit. Sögusjóður Menntaskólans i Reykjavik gefur rit þetta út, en ritstjóri þess er Heimir Þorleifsson menntaskóla- kennari. Vaka eða víma Nokkrar staðreyndir Nýlega var Jóhannes Berg- sveinsson læknir á fundi með templurum eina kvöldstund og ræddi við þá og svaraði fyrir- spurnum. Hér vil ég nú festa á blað og birta til umhugsunar nokkur einstök atriði þess er þar kom fram. 1. Talið er bæði hér á landi og viða annars staðar að af hverj- um 100 mönnum sem ekki eru afdráttarlausir bindindismenn verði 10 beinir ofdrykkjumenn og aðrir 10 eigi i erfiðleikum •vegna drykkjuhneigðar sinnar áður en lýkur. Það þýðir að 8 af hverjum 10 kunni með að fara svo að ekki leiði til varanlegra vandræða. 2. Þeir sem valda mestu ónæði og annriki á slysavarðstofu borgarinnar vegna drykkju- skapar beinlinis með slysum og meiðslum á sjálfum sér og öðr- um eru yfirleitt ekki úr hópi áfengissjúklinga, — heldur vinnandi menn sem ætla bara að gleðja sig við skál. 3. Um batavonina þess tiunda hluta áfengisneytenda sem verður að áfengissjúklingum er það að segja að hvergi i veröld- inni er vitað um stofnanir eða hæli sem nái betri árangri en svo að um það bil einn þriðjung- ur nái nokkrum bata um stundarsakir, en einum þriðja tekst ekki að hjálþa. Það þýðir að af hverjum 100 mönnum sem nú eru að byrja áfengisneyzlu verða fullir 3 ólæknandi aum- ingjar. 4. Læknirinn gat þess að i þeim hópisem leitar sér hjálpar i Flókadeild væru ýmsir sem mætu það mikils að komast á skemmtistaði sem væru áfengislausir. Þeim væri það mikilsvirði að taka frjálsir og óþvingaðir þátt i félagslifi i áfengislausu umhverfi. 5. Þá gat læknirinn þess enn að sér hefði stundum oröið það undrunarefni hve menntaðir menn og langskólagengnir væru stundum illa að sér um áfengis- mál. Þar væri bagaleg gloppa i menntakerfið. ' Þetta eru fáein atriði sem fram komu þetta umræðukvöld. öll eru þau grundvallaratriði, þegar meta skal áfengismálin og taka afstöðu til þeirra. Þetta eru staðreyndir sem við verðum að álykta út frá hvar við eigum að standa og hvað eigi að gera. H.Kr Saltfiskur og sönglist Þjóðlegir þættir eftir Harald Guðnason ÚT ER komin hjá Skuggsjá bókin Saltfiskur og sönglist og niu aðrir þjóðlegir þættir, eftir Harald Guðnason. 1 formála segir höf- undur: Um þessa tiu þætti úr þjóðlifinu má segja, sem um hina fyrri er ég hef tekið saman, að þeir flokkast ekki undir nein fræði. Þeir eru sprottnir flestir úr spjalli um það, sem við hefur bor- ið á langri ævi. Fimm þættir eru samdirupp úr viðtölum, en fyrsta og lengsta þáttinn i bókinni hefur Hannes Hreinsson samið sjálfur samkv. beiðni minni. Þættirnir um Skarðssels- bræður, séra Loft á Krossi, Erl- end Helgason og Helga Jónsson eru samdir eftir tiltækum heimildum, svo sem kirkjubók- um, manntölum og upplýsingum fróðra manna. — Ég kynni mina karla eins og þeir komu til dyr- anna í hvunndagsfötunum, segir höfundur. BYGGINGAVÖRUVERSLUN KÓPAV0GS SF NÝBÝLAVEGI 8 SÍMI:41000 TIMBURSALAN KÁRSNESBRAUT 2 BYKO Þar sem fagmennirnir verzla, er yöur óhætt nell, rket nú vióarklæðningu á veggi, i loft og á gólf. Verðió er hagstætt. Viðarþiljuverðið hið hagstæðasta á markaðinum, vonum við.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.