Tíminn - 30.11.1975, Blaðsíða 29

Tíminn - 30.11.1975, Blaðsíða 29
Sunnudagur 30. nóvember 1975. TÍMINN 29 Ganga opinberu mötu neytin af matsölu- stöðunum dauðum? FB-Reykjavík. Þeir eru ekki orðnir margir staðirnir, sem Reykvikingar geta farið inn á á kvöldin og fengið sér kaffisopa, ef þá þyrstir. Blaðamaður Timans komst að raun um þetta á mánu- dagskvöldið, þegar hann hafði komið að.hverjum dyrunum af öðrum harðlæstum um klukkan tiu að kvöldi. Við hringdum i Sigurjón Ragnarsson, framkvæmdastjóra Hressingarskálans, sem hefur verið formaður Sambands veit- inga- og gistihúsaeigenda, en Hressingarskálinn er einmitt einn þeirra staða, sem ekki eru lengur opnir eftir klukkan niu á kvöldin. Sigurjón sagði, að staðreyndin væri sú, að rikismötuneytin, sem rekin eru viðs vegar um bæinn, væru nánast að kippa fótunum undan rekstri margra matsölu- staða. Hann sagði, að i nágrenni Hressingarskálans væru nú starf- rækt niu mötuneyti, þar sem allur matur væri stórkostlega greiddur niður af rikinu og fyrirtækjunum. Afleiðingin væri sú, að veitinga- staðirnir þarna gætu ekki haft op- KAUPFÉLAGSSTJÓRATAL KEMUR ÚT Á NÆSTA ÁRI ADALFUNDUR Félags kaupfé- lagsstjóra var haldinn iKeflavik 19. nóvember. A fundinum var m.a. rætt um útgáfu Kaupfélags- stjóratals, sem Andrés Kristjáns- son fræðslustjóri hefur nú lokið við að semja. Hefur það að geyma æviskrár og myndir af islenzkum kaupfélagsstjórum frá upphafi, og er vonazt til, að bókin geti komið út á næsta ári. Fráfarandi stjórn félagsins skipuðu kaupfélagsstjórarnir Jónas Einarsson Borðeyri, for- maður, Árni Jónsson Blönduósi og Helgi Rafn Traustason Sauð- árkróki. Þeir gáfu ekki kost á sér til endurkjörs, og i stað þeirra voru kosnir i stjórnina þeir Jón E. Alfreðsson Hólmavik, formaður, Trausti Friðbertsson Flateyri og Svavar Júliusson Patreksfirði. ið á þeim tima, sem ekki gæfi þvi meira i aðra hönd. Þá sagði Sigurjón, að hann teldi, að borgaryfirvöld hefðu hreinlega unnið að þvi að drepa niður miðbæinn með þvi að breyta Austurstrætinu i göngu- götu. — Siðan breytíngin var gerð, hefur Austurstrætið verið algjörlega dautt eftir lokunartima búðanna. — Þaðerorðið nokkuð algengt, að veitingastaðir loki um svipað eða sama leyti og Hressingar- skálinn, sagði Sigurjón. Sigurjón sagði enn fremur, að raunkostnaður máltiða væri milli 400og 500 krónur, en fólk fær mál- tiðina fyrir um 150 krónur i opin- beru mötuneytunum. Rikið áætl- ar ekki langt frá 500 milljónum i kostnað við mötuneytin á ári. Af þessu má þvi greinilega sjá, að mikið er tekið frá veitingahúsa- rdístrinum sjálfum. Venjulega hefur verið talað um, að fólk greiði efniskostnað i mötu- neytunum, en viða greiða fyrir- tækin þó jafnvel kaffi, sykur, mjólk og ýmislegt fleira, og svo leggja þau til húsnæði, hita.raf- magn, sem einnig er stór kostnaðarliður i rekstri Utdregið i 8. flokki á miövikudag, 3. des Og nú má enginn gleyma að endurnýja Vaskar úr slípuðu ryðfríu stáli í eldhús og þvottahús FALLEGIR - VANDAÐIR - HENTUGIR 'Otrúlega hagstætt verðl! Allir vaskar framleiddir úr 0.9mm þykku ryðfríu stáli af bestu tegund. Merki Ofnasmiðjunnar tryggir yóur gæðin cösL I HÁTEIGSVEGI 7 - REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 5091 - SÍMl 21220 LOFTPRESSUR GROFUR W LEIGJUM ÚT TRAKTORSPRESSUR, TRAKTORSGRÖFU,OG BR0YTGRÖFU. TÖKUM AÐ OKKUR HVERSKONAR MÚRBROT FLEYGAr borvinnu og sprengingar. KAPPKOSTUM AÐ VEITA GÖÐA ÞJONUSTU, MEÐ GOÐUM TÆKJUM OG VÖNUM MÖNNUM. UERKFRnmi HF SÍMAR 86030-21366 Kapteinn Scott — og harmleikurinn á Suðurskautinu BÓKAOTGAFAN örn og Orlygur hefur gefið út annað bindið i bókaflokknum Frömuðir landa- funda, sem Sir Vivian Fuchs rit- stýrir. Þetta bindi heitir Kateinn Scott og harmleikurinn á Suður- skautinu. 1 bókinni eru 116 mynd- ir, sem teknar voru og teiknaðar í hinum sögufræga heimskauta- leiðangri. Höfundur er Peter Brent, en þýðingu gerði Rögn- valdur Finnbogason. Scott kom til suðurskautslands- ins i janúar 1912. Hann lagði upp á leiö til Suðurskautsins, án þess að vera búinn þægindum nútima ferðalangs, og er hann náði á leið- arenda, mætti hann miklum von- brigöum. A bakaleiðinni börðust Scott og félagar hans hetjulegri baráttu allt til hinztu stundar við fárviðri, matarleysi og oliuskort, örmagna og kalnir. 1 þessari frá- sögn er vitnað i dagbækur Scotts, sem fundust við hlið hans látins. Opnuð hefur verið á Loftinu við Skólavörðustig málverkasala, þar sem verk 12 listamanna verða til sölu, en þetta er, að sögn forráða- manna verzlunarinnar, tilraun til að halda opinni málverkabúð, eða sölugallerii, eins og tiðkast erlendis. Verður listmunaverzlunin með óbreyttu sniði á neðri hæðinni, en málverkaverzlunin á loftinu. Aðeins ein málverkaverzlun er i borginni auk þessarar, en það er i Klausturhólum við Lækjargötu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.