Tíminn - 02.12.1975, Page 1

Tíminn - 02.12.1975, Page 1
PRIMUS HREYFILHITARAR í VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR HF HÖRÐUR 6UNNARSSON SKÚLATÚNI 6 -SÍMI (91)19460 ÞÖRUNGAVINNSLAN: Aðeins 70% af köst vegna skorts á heitu vatni gébé—Reykjavík. — Upphaf- lega fjárhagsáætlunin fyrir Þörungavinnsluna á Reykhói- um var 125 miiijónir króna 1972, en er nú komin upp í 425 milljón- ir og er ástæðan gengis- breytingar, svo og auka- kostnaður, þ.á.m. vegna þess að nauðsynlegt hefur verið að nota fleiri pramma til öflunar hráefnis en upphafl. var áætl- að, en hver prammi kostar um tiu milijónir króna. Þá hafa vél- ar og tæki verksmiðjunnar ekki skilað nema 70% afköstum, vegna þess að ekki hefur verið fyrir hendi nóg heitt vatn til fra mlciðslunnar. Verksmiðjan fær vatn úr tveim borholum við Reykhóla, en vonazt er til þess að fá nýja borholu á næsta ári, og er það á áætlun iðnaðarráðu- neytisins á næsta ári, að sögn Vilhjálms Lúðvikssonar stjórnarform anns Þörunga- vinnslunnar. Síðastliðiðsumar voru notaðir fimm prammar við þörunga- slátt, en þeir verða ellefu talsins næsta sumar. — Upphaflega varekki reikn- að með þvi að við þyrftum svo marga pr,amma, sagði Vilhjálmur Lúðviksson. Við gerðum tilraunir sjálfir árið 1973, og fengust þá um 23 tonn að meðaltali þá daga, sem hægt var að vinna við slátt, en jöfn af- Þörungavinnslan að Reyk- hólum. Timamynd: Gunnar. köst höfum við ei fengið. Hér er um að kenna misjöfnum afla- svæðum, veðurfari, og svo vinna mismunandi menn á tækjunum. Framleiðsla i Þörungavinnsl- unni hófst af fullum krafti um miðjan ágúst sl. en formlega var hún tekin i notkun þann 12. september. Þa sagði Vilhjálmur, að for- ráðamenn verksmiðjunnar færu á næstunni til Skotlands til að kynna sér þörungaverksmiðjur þar, en þar vinna bændur og búalið mikið að hráefnisöflun með handskurði. Sagði Vilhjálmur að bændur og bú- endur, sem ættu land að sjó gætu hér orðið sér úti um auka- tekjulind. — Það gæti komið til greina að handskurður yrði tekinn upp hér, og gæti hrá- efnisöflun verksmiðjunnar að einhverju leyti byggzt á þvi, — en aldrei að öllu leyti, sagði Vilhjálmur. ÓÐINN HEILSAR UPP Á BRETANN Gsal—Reykjavik,— Varð- skipið óðinn, sem nú er á heimleið eftir gagngerar breytingar i Arósum í Dan- mörku, mún koma við á mið- unum áður en skipið kemur til Rcykjavikur, að sögn Pét- urs Sigurðssonar, forstjóra Landhelgisgæzlunnar. Aður hafði verið ákveðið að skipið kæmi beint til Reykjavíkur, þar sem byssa skipsins yrði sett á það aftur og öðrum út- búnaði komið fyrir. Að sögn Péturs Sigurðssonar, er varðskipið þvi ekki væntan- legt til Reykjavikur fyrr en i lok vikunnar. Þegar Óðinn hefur bætzt i flota Landhelgisgæzlunnar eru varðskipin orðin sex að tölu. Skipherra á Óðni er Sigurður Árnason. Freigáta og birgða- skip í árekstri Herskipið laskaðist og hélt til Færeyja Gsal—Reykjavik. — í gær varð árekstur á miðunum úti fyrir Austurlandi milli brezkrar freigátu og birgðaskipsins Tide- pool. Liklegt er að freigátan, scm hér um ræðir sé Falmouth. Mjög óljósar fregnir eru af þessum at- burði, cn þó mun freigátan hafa laskazt eitthvað við áreksturinn. Fréttir herma, aö hún hafi siödegis i gær haldið til Fær- eyja Aðeins ein brezk freigáta er nú á miðunum, Brighton, en Leopard er nú á heimleið eftir að hafa ver- ið hér i rúmlega vikutima. Að sögn Landhelgisgæzlunnar voru 43 brezkir togarar hér við land i gaér, auk v-þýzkra og belgiskra togara sem voru að veiðum i þeim hóifum er þeir hafa leyfi til að veiða i. Þegar brezku freigáturnar voru hér þrjár, auk dráttarbátanna, þriggja og birgðaskipsins, var verndarlið hennar hátignar alls 32.630 tonn. Munurinn á islenzku landhelgisgæzluskipunum og brezka verndarliðinu er 28.616 talið i tonnum. A myndinni hér til hliðar er brezka freigátan Brighton og er myndin tekin á miðunum i gær. Ólafsfirðingar matarlitlir T hrakningum í Héðinsfirði: Bátnum hvolfdi og smalamenn urðu skipreika í 4 sólarhringa Gsal-Reykjavik — Okkur leið öll- uin bærilega þessa daga, sem við dvöldumst i sæluluisinu, utan livað við gátum litið haft fyrir stafni, enda hvorki spil, töfl eða annaö i húsinu sem við gátum drepið timann með. Viö vorum ekkert aðframkomnir hvað mat snertir og vorum alltaf annað slagið i sambandi við fólk gegn- um neyðartalstöðina, sem er i skýiinu, sagði Sigmundur Agnarsson, einn þriggja ólafs- firðinga sem tepptust i Héðins- firði i-fjóra daga i siöustu viku. Þeir fóru frá Ólafsfirði s.l. mið- vikudag á bát i þeim erindum að sækja fé i Héðinsfjörð. Þeir leit- uðu siðan allan miðvikudaginn að fé i firðinum og fundu 12 kindur. Nokkuð var liðið á daginn er þeir byrjuðu að ferja kindurnar út i bátinn, en litill plastbátur var notaður i þeim tilgangi. ,,Það var komið myrkur og sjór farinn að ókyrrast”, sagði Sigmundur. ,,1 fyrstu ferðinni fórum við með tvær kindur og það gekk allt vel, en i næstu ferð fórum við með þrjár og er við vorum komnir miðja vegu milli bátsins og fjör- unnar, hvólfdi bátnum. Tvær kindanna komust til lands, en ein drukknaði. Við vorum tveir i plástbátnum og komust i land með nokkrum erfiðismunum, og björgunarvestin voru mikils virði á þvi sundi,” sagði Sigmundur. Um borð i ,,stóra” bátnum voru tveir og héldu þeir til Ölafsfjarð- ar, enda óhægt um vik að lenda i Héðinsfirði. 1 landi var einn mað- ur og þvi voru þeir alls þrir, sem leituðu i sæluhúsið. Næstu daga var veður svo slæmt að ekki var hægt að fara og sækja mennina sjóleiðis og höfðust þeir við i sæluhúsinu. A laugardag komu til þeirra menn á skiðum frá ólafs- firði. — og voru þeir með þrenn aukaskiði — og á sunnudag hélt hópurinn til byggða og gekk sú ferð vonum framar. — Jú. það var litið um mat, en þó fjórir pakkar af kraftsúpu og nóg kaffi, sagði Sigmundur. Þarna i húsinu var neyðartalstöð. kolaofn og nægur ullarfatnaður — og okkur leið ekkert illa. Hins vegar var litið hægt að hafa fyrir stafni, og það var raunar það versta. Sumir skrifuöu og aðrir voru að tálga. en aðgerðarleysið var mjög bagalegt, sagði Sig- mundur að lokum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.