Tíminn - 02.12.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.12.1975, Blaðsíða 4
TÍMINN Þriðjudagur 2. desember 1975. A2QS :::;:i ci ini {••¦¦••tilhiiiitiJiiiiin ii ||||MUIIIIC-| IIIMIIIII m I " j£# .¦¦-.¦¦-- *.'^,--'v ' &*- sfcíU*."-Jr...Æj. Gerald Ford Gerald Ford, hinn 62 ára Bandarikjaforseti, vakti á sér athygli i boði hjá blaðamanni I Washington fyrir látlaus galla- buxnaföt og frjálsar matarvenj- ur. Hann þurfti aö fara snemma, af þvi að hann hafði störfum að gegna. Hann barm- aði sér yfir að geta ekki tekið þátt i kvöldverðinum og fékk um leið spaghettidisk I hendurn- ar til að borða á leiðinni. Ford tók þakklátur við matnum og flýtti sér að brynklædda for- setabilnum ásamt konu sinni Betty og borðaði góðgætið á leiðinni að Hvíta húsinu. Söngleikur um Goldu AAeir Golda Meir, 77 ára gömul og fyrrverandi israelskur forsætis- ráðherra á að verða titilhlut- verk i söngleik. Poptónskáldið Lionel Bart er búinn að vinna um tlma að söngleik um ,,líf og baráttu" Goldu Meir fyrir ísrael. Verkið heitir i smiöum „Golda". Fyrstu sjö Goldu-lögin eru tilbúin og átti að leggja þau fyrir fyrrverandi forsætisráð- herrann I nóvember. Bart fékk hugmyndina af minningum Goldu Meir „Lif mitt". — Stór- kostlegt efni fyrir söngleik með raunverulegan og sannan bak- hjarl. Bart-er að visu bjartsýnn ( — hún gefur okkur blessun sína og samþykkir söngleikinn, sagði hann), en samþykki eftir- launakonunnar er ekki talið öruggt: Golda Meir er ekki hrif- in af Pop-tónlist. Kjöfsúpan nýtur hylli á ný Ernst Birsner forstöðumaður Burda eldhússvinnustofunnar segir: — Það nýtur æ meiri hylli I samkvæmum að bera fram hugvitsamlega kryddaðan súpupott I staðinn fyrir dýra kjötrétti —. Sunnudagsmatar- venjur breytast lika. Hjá mörg- um fjölskyldum er búin til bragðgóö kjötsúpa í staðinn fyr- ir timafreka steik. Meðal fólks af hærri þjóðfélagsstigum kemst meir og meir i tizku að bera á borð karngóðan sveita- mat i stað dýrindis krása. „Spar-kanzlari" Þýzkalands Helmut Schmidt, sem er hvort sem er mjög hógvær i mataræði (uppáhaldsréttur hans er grjónagrautur), lætur sér ekki muna um það að biðja um baunasúpu með pylsum við opinber tækifæri. Hannelore kona hans er sama sinnis. Varn- armálaráðherránn Georg Leber er súpuvinur. Utanrikisráðherr- ann Hans-Dietrich Genscher gæðir sér á pylsum i félagsskap kvikmyndaleikarans Gert Fröbe. y^"','-,.". ,.".':"•".''« DENNI DÆMALAUSI „Ég sagöi þér að hann væri sleðahundur. Þú þarft ekkert að sýna honum það."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.