Tíminn - 02.12.1975, Page 6

Tíminn - 02.12.1975, Page 6
6 TÍMINN Þriðjudagur 2. desember 1975. Jakob Jónsson dr. theol.: Líf við dauðans dyr SKUGGSJA gefur nú út bók Jakobs Jónssonar dr. theol. Lif við dauðans dyr. Hér er fjallað um mótlætið, heilsuleysið og sjúkrahúsið, um dauðann, og þá einnig hinn umdeilda dauða, um heimsækjendur, sorg og huggun, og loks um heilbrigðina og lifið. Bók þessi fjallar þvi um vanda- mál, sem snerta hvern einasta mann, hvort heldur er sjúkan og sorgmæddan eða geislandi af lífs- fjöri og krafti. Dr. Jakob Jónsson hefur lengi starfað sem þjónandi prestur og starf sitt hefur hann unnið við hinar ólikustu aðstæður. Bók hans er þó ekki minningabók i venju- legum skilningi, miklu fremur hvatning til almennings til já- kvæörar umhugsunar um sitt- hvað, sem til greina kemur i sam- bandi við reynsluraunir sjúkra manna og sorgbitinna. Hér er að finna hugleiðingar manns mikill- ar trúarreynslu, manns, sem seg- ir hispurslaust frá, talar tæpi- tungulaust, vekur til umhugsunar og skilnings á miklu vandamáli, — umgengni heilbrigðra við sjúka menn og sorgmædda. Fimmta bindið í safn riti Guðm. Böðvars- sonar komið út Komin er út hjá Hörpuútgáfunni, Akranesi fimmta bókin i safnriti af verkum Guömundar Böðvars- sonar. t þessu bindi eru bækurnar: Alfar kvöldsins, Undir óttunnar himni, Kristallinn i hylnum, Minn guð og þinn. t tímaritsgrein segir Halldór Kiljan Laxness m.a. um Guðmund Böðvarsson: Skáld- skapur hans er jafn náttúrulegur og blátt áfram og grasið sem vex á jörðinni... Hver sem blaðar i óði skáldsins á Kirkjubóli, mun undrast hve ljós heimsins loga þar skært, þar búa flestir hlutir er mönnum hafa verið hugstæðastir um sinn... A næsta ári mun væntanlega ljúka þessari heildarútgáfu á verkum Guðmundar Böðvarsson- ■ ar, en þá er fyrirhugað að gefa út tvö lokabindin. Verkinu lýkur með siðustu ljóðabók höfundar, sem enn hefur ekki áður birzt á prenti og heitir Blað úr vetrar- skógi. Þessi fimmta bók er 213 blaðsiður og er prentuð i Prent- verki Akraness hf. Bókband er unnið af Bókbindaranum hf. en Guðmundur Böövarsson. káputeikningu gerði Pétur Halldórsson. Engispretturnar hafa engan konung — ný Ijóðabók eftir Jennu Jensdóttur Engisprelturnar hafa engan konung nefnist ný ljóðabók eftir Jennu Jensdóttur. Jenna er fyrir löngu landsþekktur rithöfundur, en ásamt manni sinum, Hreiðari Stefánssyni, hefur hún gefið út tuttugu og átta barnabækur, en þetta er fyrsta ljóðabók hennar. Bókin, sem er áttatiu blaðsiður að stærð, hefur að geyma þrjátiu ljóð. Hún er prentuð i bókaforlagi Odds Björnssonar hf. Akureyri, og er myndskreytt með teikning- um Sigúsar Halldórssonar. Engi- spretturnar hafa engan konung er gefin út i þrjú hundruð tölusettum eintökum. Jenna Jensdóttir. Hvað varstu að gera öll þessi ór? — ný bók eftir Pétur Eggerz Hvað varstu að gera öll þessi ár? nefnist ný bók eftir Pétur Eggerz, sem Skuggsjá gefur út. Höfundurinn er kunnur að þvi að vera ómyrkur i máli i bókum sin- um. Hann hefur þótt gagnrýninn á eigin starfsvettvang i utanrikis- þjónustunni og honum hefur margt þótt þar mega betur fara. í starfi sinu hefur hann gengið um meðal þeirra, sem leitað hafa fjár og frama, þeirra manna, sem máttur valdsins hefur freistað. En hvers virði er valdið, féð og frægðin, þegar allt kemur til alls? Er lifshamingjuna þar að finna? Þessum spurningum og ýmsu örðu leitast þessi snjalli rit- höfundur við að svara i þessari bók, sem er skopleg lýsing hins ljúfa lifs, háð og spé um þá lifs blekkingu, sem svo margir telja eftirsóknarverða, en reynist i raun aðeins skapa lifsleiða, þreytu og þjakandi kviða, vera eftirsókn eftir vindi. — Enn sem fyrr, hittir Pétur Eggerz beint i mark, — undan hárbeittum penna hans sviður. Jakob Jónsson dr. theol. Sýnishorn af úrvalsljóðum 48 norður- landahöfunda Svo hleypur æskan unga Eftirþankar Jóhönnu — ný skóldsaga eftir Véstein Lúðvíksson Nýlega er komin út hjá bókaút- gáfunni Iðunni, ný skáldsaga eftir Véstein Lúðviksson, Eftirþankar Jóhönnu, en Vésteinn vakti eins og kunnugt er mikla athygli með skáldsögu sinni Gunnar og Kjart- an, sem út kom fyrir nokkrum ár- um. Þessi nýja skáldsaga Vésteins er nútima Reykjavikursaga og fjallar hún um fertuga, tvifrá- skilda, fimm barna móður og ör- lagarikt ástarsamband hennar. Um efni bókarinnar segir á kápu- siðu: ,,Eftir jarðarför Harðar sit- ur Jóhanna ein um nótt og rifjar upp það, sem gerðist. Hún veit, að sagan er ekki eins einföld og margir halda. Hún veii, hvað það segir i rauninni litið, að hún hafi hjálpað honum yfir mörkin. Og hana grunar, að ástarævintýrið og endalok þess hafi aðeins verið hluti af öðru og meira. En þar með er ekki sagt, að hún sé þess fullviss, að hún hafi gert það eina rétta. Fordæmandi augnaráð margra við jarðarförina sitja i henni, þrátt fyrir allt er hún Vésteinn I.úðvíksson kannski sek i ást sinni og sak- leysi.” Eftirþankar Jóhönnu er 206 bls að stærð, prentuð i Setberg, en kápu teiknaði Jón Reykdal. Nýútkomin er bók, sem nefnist Sýnishorn af úrvalsljóðum 48 norðurlandahöfunda i þýðingu Þórarins frá Steintúni, en hann gefur bókina jafnframt út. Eins og nafn bókarinnar ber með sér, er þetta úrvai ljóða eftir þekkt skáld eins og Esaias Tegner, Bo Bergmann, Karl Aug. Tava- stjerna, Gustaf Fröding, Karin Boye, J.L. Runeberg, Pár Lager- kvist, Nordahl Grieg, Knut Hamsun og marga fleiri. Bókin er 122 bls. að stærð og er prentuð i Félagsprentsmiðjunni hf., en káputeikningu gerði Bragi Þór Guðjónsson. Goðafræði grikkja og rómverja — komin út í nýrri útgdfu Goðafræði grikkja og rómverja nefnist bók Jóns Gislasonar, sem nú er komin út hjá tsafoldar- prentsmiðju. — Goð og hetjur hinnar klassisku fornaldar risa eins og foldgná fjöll úti við and- legan sjóndeildarhring hins vest- ræna menningarheims. Þeir tignarlegu tindar hafa verið skáldum og listamönnum eins- konar kennileiti eða vitar, þegar þeir hafa þreytt róðurinn út á hin djúpu og mislyndu mið andlegar sköpunar og skáldlegra tilþrifa. Bók, sem veitir mönnum, bæði skólanemendum og öðrum, Iræðslu i griskri og rómverskri goðafræði, virðist þvi jafnan eiga að vera tiltæk og fáanleg, Þvi er ekki að ófyrirsynju, að Goðafræði grikkja og rómverja eftir dr. Jón Gislason kemur nú út i nýrri út- gáfu. Bókin er 287 bls. Pétur Eggerz. — minningabrot Skúla ó Ljótunnarstöðum Svo hleypur æskan unganefnist nýútkomin bók hjá Skuggsjá eftir Skúla Guðjónsson, Ljótunnarstöð um. Þetta eru minningabrot frá bernsku höfundarins þar sem hann segir frá persónulegri reynslu sinni og bregður upp skemmtilegum svipmyndum af mönnum, sem honum eru minnis- staðir. Tekst honum svo sannar lega að láta lesandann gleyma stund og stað, er hann leiðir hann um dularfullan heim bernskunn- ar, fullan af grun, eftirvæntingu og spurn við ..Guðfræðinám i hænsnakofa” og segir honum sið’an,,Ævintýrið um Krist” þessa eilifu atburðarás, sem aldrei rofnar. Bókin, sem er 180 bls., er prent- uð i Skuggsjá, en Pétur Sumar- liðason bjó til prentunar og sá um útgáfuna. Skúli Guðjónsson Löna og landkönnun — fjórða bókin í bókaflokknum um könnunarsögu jarðarinnar Bókaútgáfan örn og örlygur sendir nú frá sér bókina Lönd og landkönnun, sem er mannkyns- saga frá nýju sjónarhomi. Þýð- andi er Steindór Steindórsson frá Hlöðum, og umsjón með islenzku útgáfunni höfðu Hákon Tryggva- son og örnólfur Thorlacius. — Mannkynssöguna má skoða frá mörgum sjónarhornum og er eitt þeirra könnunarsaga veraldar- innar, sem er i senn fróðleg og spennandi. örn og örlygur hafa sent frá sér fyrstu bækumar i stórum og fallegum bókaflokki, sem fjallar um könnunarsögu jarðarinnar og ber samheitið Lönd og landkönnun. Fyrstu þrjár bækurnar nefnast Frum- herjar i landleit, Handan sjón- Barizt borgun NÝ BÓK er-komin út á islenzku eftir metsöluhöfundinn Frederick Forsyth, en hann er höfundur bókanna Dagur sjakalans og Odessaskjölin. Nýja bókin nefnist Barizt fyrir borgun og er gefin út hjá ísafold. Bókin er geysispennandi, en aðalsöguhetjurnar eru Cat deildarhrings og Landafundirnir miklu. Hér er i rauninni mann- kynssagan sögð með nýjum hætti eins og hún blasir við af sjónar- hóli landkönnuðanna. Þróunar- saga mannkynsins er samofin sifelldri leit þess að löndum og leiðum og hver nýr áfangi að baki þeirra er gerðust frömuðir landa- funda er merkur kafli i mannkynssögunni. Bækurnar eru prentaðar erlendis, og prýða litmyndir hverja einustu siðu. Aftast i hverri bók er itarleg timatals- skrá, er sýnir þátt hverrar þjóðar I könnunarsögunni, auk yfirlits um alla helztu könnuðina og kort er sýnir ferðir hvers og eins. fyrir Shannon, ófyrirleitinn foringi i sveit harðsnúinna vaskra mála- liða, sem hafa árum saman barizt fyrir borgun, Janni stóri Dupree, fæddur til að skjóta af sprengju- vörpum, Marc litli Claminck, risavaxinn listamaður i meðferð eldflaugahólka, Kurt Semmler, alinn upp i Hitlersæskunni, kald- ur eins ogkúla. Verkefni þeirra er að velta einræðisherra úr sessi og setja leppstjórn i hans stað. I sigurlaun eiga þeir að fá tiu bill- jónir dollara.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.