Tíminn - 02.12.1975, Side 7

Tíminn - 02.12.1975, Side 7
Þriðjudagur 2. desember 1975. TÍMINN 7 DÍSA FRÆNKA OG NÁTTÚRUSÖGUR SJOUNDA og áttunda bindi heild- arútgáfu Isafoldar á barna- og unglingabókum Stefáns Jónsson- ar eru nú komin út. Sjöunda bind- ið er Margt getur skemmtilegt skeð og áttunda bindið er Disa frænka. Margt getur skemmtilegt skeð kom fyrst út árið 1949 og hefur lengi verið ófáanleg, eins og flest- ar bækur þessa vinsæla höfundar. Disa frænka kom fyrst út 1952, en þetta er önnur prentun bókar- innar, eins og sjöunda bindis. Höfundur kemst svo að orði i inngangi: ,,Sögur þessar eru frá minni hendi skrifaðar fyrir börn og unglinga, og svo auðvitað fyrir alla þá, sem vilja gera mér þann greiða að lesa þær. Hér er þó ekki um smábarnabækur að ræða. Sumir kunna að álita lengstu sög- una i Disu frænku naumast við barna hæfi. Ég vona hið gagn- stæða. Ég held, að það sé áreið- anlega skaðlegt, að barna- og unglingasögur séu nær eingöngu barnaskapur”. Niunda bindi ritsafns Stefáns verður: Fólkið á Steinshóli. ólafur Haraldsson framkvæmdastjóri ásamt stjórn Samvinnutrésmiðjanna, en Jiana skipa kaupféiags- stjórarnir Oddur Sigurbergsson, Matthias Gislason og ólafur ólafsson. Glæsileg húsgagnaverzlun og söluskrifstofa að Suðurlandsbraut 18 Starfsemi Samvinnutrésmiðjanna gengur vel SJ-Reykjavfk Frá árinu 1972 hef- ur samstarf verið i rekstri tré- smiöaverkstæða þriggja kaupfé- laga á Suðurlan'di undir nafninu Samvinnutrésmiðjurnar. Hafa þær nú sameiginlegan sýningar- sal og söluskrifstofu að Suður- landsbraut 18 i Reykjavik, 3K Húsgögn og innréttingar, en þar eru á boðstólum hverskonar hús- gögn og innréttingar. Þetta sam- starf er einstakt að þvi leyti, að þrjú fyrirtæki reka hluta af starf- semi sinni undir sameiginlegri stjórn. Ekki er kunnugt um að svipað rekstrarfyrirkomulag sé til annars staðar. Hefur þessi til- raun tekizt ágætlega til þessa. Það eru Kaupfélög Arnesinga, Rangæinga og Skaftfellinga, sem standa að Samvinnutrésmiöjun- um, en þau hafa rekið allstór tré- smiðaverkstæði á Selfossi, Hvols- velli og i Vik um 25-30 ára skeið. Þessi verkstæöi áttu upphaflega aö sinna þjónustu við kaupfélögin og félagssvæði þeirra. Rekstrargrundvöllur þessara verkstæða var oft mjög veikur, þar sem þjónustuverkefni eru al- mennt mjög breytileg frá einum tima til annars. Það varð úr að verkefnaval hvers verkstæðis um sig var þrengt og þær skiptu með sér verkum samhliða aukinni sér- hæfingu. Arið 1972varhafið samstarf við erlenda framleiðendur húsgagna. þ.e. keypt framleiðsluleyfi og að- stoð fengin við að ná hagkvæmum innkaupum. Þetta samstarf hefur gengið vel. Aðalástæðan fyrir þvi að fram- leiðsluleyfin voru keypt, var þörf á kunnáttu, sem ekki var til stað- ar, en einnig gáfu samningar Is- landsviðEFTA ogEBE góða inn- sýn i hvað keppa þyrfti við á næstu árum. Seinni hluta árs 1972 komu fyrstu húsgögnin til sölu, og ári siðar var opnuð söluskrifstofa i Hátúni 4a i Reykjavik. Samvinnutrésmiðjurnar hafa annazt innréttingasmlði fyrir ýmis fyrirtæki svo sem Hótel Sögu, Hótel Loftleiðir, Hótel Esju og Borgarsjúkrahúsiö. Nú sinnir fyrirtækið ekki útboösvinnu, en hefur fast verð á framleiðsluvör- um sinum, sem hefur reynzt með þvi lægsta sem gerist hjá tré- smiðaverkstæðum i landinu. Sýningarsalurinn að Suður- landsbraut 18 hefur verið opinn siöan i júli I sumar og er glæsileg- asta húsgagnaverzlun. Jón M. Baldvinsson listmálari hefur þar sölusýningu á málverkum sinum um þessar mundir, og e.t.v. koma fleiri listamenn á eftir honum. Verzlunarstjóri er Guðmundur H. Halldórsson. Framkvæmdastjóri Samvinnutrésmiðjanna er Ólafur Haraldsson. Þjóðsögur Jóns Árnasonar: Sendingar og fylgjur og Náttúrusögur SENDINGAR og fylgjur og Nátt- úrusögur eru úrval úr hinu mikla þjóðsagnasafni Jóns Arnasonar i umsjá Óskars Halldórssonar magisters, en bækurnar eru nýút-- komnar hjá Isafold. Þær eru myndskreyttar af Halldóri Péturssyni listmálara. — Þessar bækur verða án efa jafn kær- komnar æskufólki nútimans, sem þær voru öfum þeirra og ömmum um siðustu aldamót. Fáar þjóðir eiga aðra eins bók- menntadýrgripi þjóðsagna og ævintýra sem við íslendingar. Stafar það ekki sizt af þvi, að hinir vitru fræðimenn, undir forystu Jóns Árnasonar, sem unnu það þrekvirki að safna saman þessum sögnum, er lifað höfðu á vörum þjóðarinnar frá ómunatið, létu hið ferska tungu- tak hina listrænu frásagnarsnilld sagnameistaranna, njóta sin, rit- urðu sögurnar upp eins og þær voru mæltar af munni fram, en endurrituðu þær ekki i hinum lærða stil visindamanna, eins og , raun varð á i mörgum öðrum löndum. Björn Jónsson, ritstjóri Isafold- ar, hóf árið 1901 að gefa út úrval hins mikla safns Jóns Arnasonar, sem einkum voru ætlaðar börnum og unglingum. Þessar bækur eru löngu uppseldar, og hafa þjóðsög- urnar ekki verið fáanlegar i að- gengilegri útgáfu um langt skeið. Isafoldarprentsmiðja hefur nú hafið endurútgáfu þessara vinæslu bóka, sem ungir og aldnir hafa lesið upp til agna i bókstaf legri merkingu allt frá þvi að þjóðsagnasafnið var fyrst prent- að árið 1862. I vcRziun STÓRmnRKROUR uðmundur H. Halldórsson verzlunarstjóri viö eina eldhúsinnrétt- iguna i sýningarhúsnæðinu. Timamyndir Gunnar. þetta hús á homi Vesturlandsvegar og Höfðabakka er að rísa og verður til leigu næsta sumar. Við viljum komast í samband við aðila, einn eða fleiri, sem þurfa húsrými fyrir verzlun, lager, skrifstofur, iðnað og veitingarekstur. Til ráðstöfunar eru eftirfarandi möguleikar: 2500 m! sem hægt er að hluta niður að vild og leigja í Stórum og smáum verzlunareiningum 4500 m! sem eru 2 salir tengdir með 500 m2 innitorgi, sem á sama hátt er hægt að skipta 7nnn m2 1 margar verzlanir / UUU m 3 salir tengdir með innitorgi. 1 0000 m þ.e. allt húsið Lofthæð er alls staðar 4,40 m, nema á torgi, sem er 500 m? er lofthæð 9 m. Lóð í kring er 12.500 m2 ca. 500 bílastæði sem má fjölga. Gjörið svo vel að hafa samband við undirritaðan. Jón Hjartarson Laugavegi 26 — Símar 28900 —21030

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.