Tíminn - 02.12.1975, Side 8

Tíminn - 02.12.1975, Side 8
8 TÍMINN Þriöjudagur 2. desember 1975. samningurinn Eftir innrás Breta er við Vestur-Þjóðverja skársti kosturinn, sem fyrir liggur Ræða Steingríms Hermannssonar við umræður á Alþingi um samninga við Vestur-Þjóðverja, nokkuð stytt Okkur Framsóknarmönnum hefur veriö legið á hálsi fyrir það að gefa ekki skýlausar yfirlýsing- ar um andstöðu við allar veiðar erlendra aðila innan isl. fiskveiði- lögsögu. Við höfum gert okkur grein fyrir þvi, að mál þetta er æði flókið og það er auðveldast að gefa útslikar yfirlýsingar. Okkur hefur verið ljóst, að skoða þarf þetta mál frá öllum hliöum. Við höfum ekki viljað dragast i hóp þeirra, sem e.t.v. hafa gefið slik- ar yfirlýsingar að þvi er virðist, þvi miður, oft að nokkuð van- hugsuðu máli. Ég var þeirrar skoðunar þegar i vor, og ég hygg að flestir Fram- sóknarmenn hafi verið svipaðrar skoöunar, að markmiðið hlyti að vera að tryggja okkur íslending- um sem allra fyrst einum yfirráð yfir islenzkri fiskveiðilögsögu. 1 þvi skyni vildum við bjóða er- lendum aðilum samninga um veiðar á milli 50 og 200 milna. Ég gerði mér vonir um, að með slik- um boðum gætum við friðað a.m.k. Vestur-Þjóðverja og e.t.v. fleiri. Markmiðið að losna sem fyrst við veiðar erlendra aðila Nú hafa komið fram skýrslur, sem virðast hafa komið eins og reiöarslag yfir æði marga. Ég vil þó vekja athygli á þvi, að islenzk- ir fiskifræðingar, o.fl., hafa lengi bent á, að islenzkir fiskistofnar eru a.m.k. svo veiddir, að ekki má miklu þar við bæta. En i þess- um nýju skýrslum eru þessar upplýsingar betur dregnar fram, og munu þvi hafa orðið fleiri ljós- ar heldur en þessar staðreyndir voru áður. Ég hafði aðstöðu til þess að fylgjast með þessu starfi vegna athugunar á þróun sjávar- útvegsins, sem fram fór á vegum Rannsóknaráðs rikisins, starfs, sem unnið var i allt öðrum til- gangi en vegna útfærslu fiskveiði- lögsögunnar. Mérvarþvi ljóst, að þeir útreikningar, sem að var unnið og lágu fyrir i frumdrögum þegar i vor, mundu sýna þetta ástand töluvert verra en áður hafði verið um talað. En einmitt með tilliti til þess sýndist mér, að markmiðiö hlyti að verða aö losna sem alira fyrst og sem hraðast við veiðar erlendra aðila á islandsmiðum, jafnvei með samningum, ef ekki væri unnt með öðrum leiöum. Eftir þessar upplýsingar er það skylda hvers einasta manns að svara þeirri spurningu, hvort hann telur tryggt, aö viðnáum að losna við veiðar erlendra aöila á tslandsmiðum hraðar án samn- inga eöa með. Hver einasti mað- ur, sem mælir gegn samningum veröur að svara þessari spurn- ingu. Þessar upplýsingar sanna, aö fljótfærnislegar yfirlýsingar, sem þvi miður hafa alltof margar verið gefnar, eiga engan rétt á sér I svo alvarlegu máli. Þetta mál verður að skoðast frá grunni, skoðast málefnalega og frá öllum hliðum. Hvað veiða erlendir aðilar mikið Ég geri mér grein fyrir þvi, að erfitt er að áætla hvað erlendir aðilar veiða á tslandsmiðum án samninga. I fyrsta lagi fer það eftir þvi, hvort Bretar veita her- skipavernd eða ekki. 1 fljótu bragði sýnist mér, að án her- skipaverndar geti islenzka land- helgisgæzlan, sem staðið hefur sig með ágætum, haldið erlendum aðilum að verulegu leyti frá is- lenzkum miðum, a.m.k. Bretum, sem eflaust yrði að beina athygl- inni fyrst og fremst að. Hins veg- ar óttastég, að Þjóöverjar mundu þá fremur veiða i friði. Þeir eru á fjarlægari miðum og einkum viö veiðar á fiskistofnum, sem ekki eru i eins yfirvofandi hættu eins og þorskstofninn, sem Bretar sækja fyrst og fremst i. Hins veg- ar er þetta ekki lengur til um- ræðu. Herskipin eru komin. Undir herskipavernd óttast ég hins vegar, að Bretar geti tekið einir 100 eða 130 þús. lestir, eins og þeir hafa undanfarið gert, og þá mundu Þjóðverjar einnig veiða i skjóli þessarar herskipa- verndar, þvi að okkar landhelgis- gæzla yrði önnum kafin við að eiga við Breta og þeirra herskip og gæti litt sinnt Þjóðverjum. Þetta er reynsla, sem við þekkj- um. Ég visa þvi algjörlega á bug, að islenzku landhelgisgæzlunni hafi ekki verið beitt eins og frek- ast var unnt. Mér þykja það -furðulegar yfirlýsingar, að manna eigi islenzka togara til þess að fást við brezkar freigátur. Ég trúi þvi ekki, að nokkur maður mæli svo I fullri alvöru. Ég veit, að þeir sem svo mæla ætlast ekki til þess, að á islenzku miðunum verði stórmanntjón, en það getur auðveldlega gerzt, ef etja á is- lenzkum togara gegn brezkri frei- gátu. Ég get ekki með nokkru móti samþykkt þær fullyrðingar, að við Islendingar getum — jafn- vel gegn heldur slökum flota hennar hátignar — haldið erlend- um veiðiþjófum af okkar miðum. Ég er sannfærður um, að þetta er rangt og mælt meira af óskhyggju en skynsemi. Allir samningar eru nauðung Þeir, sem eru á móti samning- um, sem við erum allir i hjarta okkar, verða einnig að svara þeirri spurningu, hvort ekki séu einhverjir almennir kostir við samninga, t.d. á alþjóðlegum vettvangi. úrslit Hafréttarráð- stefnunnar eru alls ekki enn ljós. Þótt þar liggi nú fyrir tillaga, sem við erum ánægðir með, eru þar einnig uppi háværar raddir um breytingar, sem við getum alls ekki sætt okkur við. Vafalaust er, að v.ið Islendingar þurfum þann meðbyr á þessari ráðstefnu og al- þjóðlegum vettvangi, sem við getum fengið til að fá þar fram þá kosti, sem beztir eru. Þetta þarf einnig að skoða áður en öllum samningum er visað á bug. Þetta segi ég þrátt fyrir þá staðreynd, aö langsamlega helzt vildi ég, aö engir samningar þyrftu að verða. Allir samningar eru nauðung. Mér þótti undarlegt bréf Haf- rannsóknastofnunarinnar. Þar er farið út fyrir ramma visinda- stofnunar. Ég get þvi skilið það bréf, sem fylgdi frá öðrum fiski- fræðingum. Eðlilegt var, að Haf- rannsóknastofnunin svari, hvort þær veiðar, sem gert er ráð fyrir iþyngi um of þeim fiskistofnum, sem um er að ræða, en ekki öðru. En þessar upplýsingar liggja þegar fyrir, segir bæði i svörtu skýrslunni og þeirri skýrslu, er út hefur komið á vegum Rann- sóknaráðs rikisins, að æskileg veiði af karfa á árinu 1976 sé 60 þús. tonn og æskileg veiði af ufsanum 75 þús. tonn á ári. ís- lendingar veiða af karfa 25-30 þús. lestir. Með þeim samning- um, sem nú er lagt til að gerðir verði við Vestur-Þjóöverja og meö tilliti til þeirrar skiptingar, sem var á þeirra afla árið 1974, sýnist mér að áætla megi Þjóð- verjum 37 þús. lestir af karfa og 18 þús. lestir af ufsa. Með þessu móti verður sóknin i karfastofn- inn 62-67 þús. tonn, en i ufsastofn- inn 78 þús. tonn miðaö við óbreyttar veiðar okkar. Þarna er þvi farið rétt yfir mörkin. Farið er 2-7 þús. tonnum hærra i karfa- stofninn en fiskifræðingar telja æskilegt og 3 þús. tonnum hærra i ufsastofninn. Hins vegar kemur greinilega fram i báðum þessum skýrslum, að vitneskja sér- fræðinganna um þessa stofna er ekki eins örugg einsog um þorsk- stofninn. Þar segir um karfa- stofninn, að úthafskarfinn bland- ist mjög landgrunnskarfanum. Af úthafskarfanum er ekkert veitt nú. Þar segir einnig, að ufs- inn sé mikill flökkufiskur og þvi erfitt að gera sér grein fyrir þeim göngum, sem upp að Islands- ströndum ganga. Jafnframt segir i þessum skýrslum, að þeir telji eðlilegt aflamagn af hvorum þessara stofna, þegar þeir hafi styrkzt, 100 þús. lestir á ári. Mér sýnist þvi það rétta vera, að með þessum veiðum sé farið rétt yfir æskilegustu mörk, en ekki mikið. Getum þolað sóknina i ufsann og karfann Allt annað gildir um þorsk- stofninn, sem er mjög ofveiddur og þyrfti sóknin að lækka úr 370 þús. tonnum á ári niður i 230 eða jafnvel neðar. Þvi er ljóst, að alls ekki er unnt að likja saman þeim samningi, sem lagt er til að gerð- ur verði við Vestur-Þjóðverja að þessu leyti við verulegt magn til handa erlendum þjóðum af þorskstofninum. Ég held, að við getum með sæmilegu móti þolað þessa sókn i karfann og ufsann i 2 ár. Aö visu skal það viðurkennt, að við Islendingar þurfum sjálfir að auka okkar sókn i þessa stofna og gæti þvi aflamagniö oröið eitt- hvað meira en ég hef nú rakið. Sumir viröast efast um sann- leiksgildi þessara upplýsinga sér- fræðinganna, og telja að þar gæti of mikillar svartsýni. Að visu er það rétt, aö slíkar niöurstöður eru byggðar á mörgum forsendum, og sumar hverjar eru e.t.v. ákveönar á grundvelli of litilla upplýsinga. Engu siður er það staðreynd, að þessir útreikningar eru byggðir á stærðfræðilegum aöferðum, sem fiskifræðingar i Norðaustur-Atlantshafsnefndinni hafa komið sér saman um eftir margra ára athugun og reynslu og telja þær beztu, sem völ er á. Ég segi fyrir mitt leyti, að ég vil leitast við að haga veiðum i sam- ræmi viö þessa spá. Mér sýnist, að likja megi þessu ástandi við það, að maður gangi i þoku og ótt- ist, að hann sé kominn fram á klettabrún. Hann fer varlega i að taka eitt skref til viðbótar. Grundvöllur að þessum áætlun- um fiskifræðinganna lá að visu fyrir siöastliðið vor, en þá voru ýmsar upplýsingar mjög ófull- komnar. Meðal annars lágu ei fyrir nægilegar upplýsingar um veiðarislenzkra og erlendra aðila á árinu 1974. Sumar þessar upp- lýsingar lágu ekki fyrir fyrr en i septembermánuði. Fiskifræðing- um þótti þvi ekki fært að birta þessar tölur fyrr. Góðar upplýsingar bezta vopnið Ég harma, að ekki var þegar sumarið 1974 hafist handa og safnað vopnum okkar Islendinga i þessu máli. Taka verður upp breytt vinnubrögð að þessu leyti, safna þessum upplýsingum sem bezt saman og koma á framfæri erlendis. Ég er sannfærður um, að þær eru bezta vopn okkar Is- lendinga. En ef til vill er mikilvægast i þessu sambandi öllu, sem kemur mjög greinilega fram i þessum skýrslum, aðkoma á virkri stjórn á fiskveiðum okkar Islendinga, hvort sem erlendir aðilar verða hér áfram eða ekki. Það er raun- ar stærsta málið og mér þykir undarlegt að heyra þingmenn nota niöurstöður af þessum skýrslum i málflutningi sinum svo sem gert hefur verið á einn veg til að andmæla veiðum út- lendinga, en hneykslast siðan á þvi, sem fram kemur einnig i þessum sömu skýrslum, að draga þurfi saman fiskiskipaflota okkar Islendinga. Slikur málflutningur getur ekki, að miriu mati, sam- ræmzt. Ljóst er, að skipafloti okk- ar Islendinga er of stór. Er við engan að sakast um það. Við höf- um endurnýjað hann og við höf- um ekki gætt þess, að leggja ýms- um gömlum skipum, sem eru ekki arðbær i rekstri, m.a. vegna þess, að stofninn, sem i er sótt, er of litill. Virk stjórn er grund- vallaratriði i islenzkum sjávarút- vegi, ef ekki á illa að fara. Að þvi þyrfti Alþingi tslendinga að snúa sér fljótlega. Nokkrir kostir við samningana Ég sný mér þá að samningun- um við Vestur-Þjóðverja. Við þessa samninga eru nokkrir kost- ir. Ég tel stærsta kostinn þann, að frysti- og verksmiðjutogarar fara út fyrir 200 sjómilna fiskveiðilög- söguna. Ég vek athygli á þvi, að Þjóðverjar eru með þessu að viðurkenna þetta yfirráðasvæði okkar. Ekki færu þessir togarar út annars. Þannig er og viður- kennt það grundvallarsjónarmið okkar Islendinga, að slik skip eigi ekki að veiða i islenzkri fiskveiði- lögsögu. Þvi er auðvelt að neita þeim þjóðum, sem fyrst og fremst veiða með slikum skipum um veiðar á islenzkum fiskimiöum, eins og t.d. Pólverjum og Sovét- rikjunum. Þetta er ákaflega mikilvægt atriði. Einnig er það að sjálfsögðu mjög mikilvægt, að Þjóðverjar leita fyrst og fremst i karfa- og ufsastofninn, en draga úr veiði á þorskinum, sem er fyrst og fremst I stórkostlegri hættu, eins og ég hef áður rakið. Þjóðverjar veiddu að visu árið 1974 aðeins 5.510 lestir af þorski, en árið 1972 11.737 lestir og árið 1971 27.347 lestir, þannig að þótt veiðin hafi ekki orðið mikil á árinu 1974, var hún töluverð áður og ekkert tryggir, að hún gæti ekki aftur orðið mikil ef þeir veiða i skjóli brezkrar herskipaverndar. Ýmsir ókostir En þessir samningar hafa einn- ig ýmsa ókosti. •Magnið er of mikið. Það er of mikið miðað við það magn, sem Þjóðverjar hafa veitt upp á siö- kastið og einnig er farið nokkuð hátt i álagi á karfastofninn og ufsastofninn. Mér þykir satt að segja einnig dálítið undarlegt, hvað Þjóðverjar féllust fljótt á 60 þús. lestir. Að visu er erfitt að dæma um slikt fyrir þá, sem ekki sitja i slikum samningum en ég hefði gjarnan viljað láta sverfa til stáls i sambandi við nokkuð minna magn. Ég tel svæðin óþarflega stór. Mér sýnist, að Þjóðverjar geti náð þessu karfa- og ufsamagni á töluvert takmarkaðri svæðum. Á þessu er að visu orðin mjög mikil breyting til batnaðarfrá þvi, sem þýzku tillögurnar voru i upphafi og ég tala nú ekki um það, sem sumir vildu jafnvel ganga að haustið 1974. Einkum tel ég, að Þjóðverjar fari of nálægt landi fyrir Suð-Austurlandi, upp að 23 milum, og út af Vestfjörðum, þar sem þeir munu veiða allt upp að 34 milum á Halamiðum, en að visu — og það er ákaflega mikil- vægt — aðeins frá 1. júni til 30. nóvember. Linubátarnir eru litið sem ekkert á þessum miðum þann tima. Hins vegar eru þetta megintogslóðir vestfirzku togar- anna og raunar togara af Suð-Vesturlandi og Norðurlandi einnig. Þetta er að sjálfsögðu nei- kvætt og e.t.v. eitt af þvi neikvæð- asta við þessi samningsdrög. Mér þykir einnig ótrúlegt, að Þjóðverjum takist að skilja svo að ufsann og þorskinn á þessum miklu þorskaslóðum, sem þeir virðast ætla að gera. Ég er sann- færðurum, að þarna þarf að hafa mjög strangt eftirlit. Harma að Þjóðverjar viðurkenna ekki útfærsluna Ég harma, að Þjóðverjar skuli ekki viðurkenna útfærsluna. Segja má,, að þeir geri það óbeint með þvl að taka frysti- og verk- smiðjutogara út fyrir 200 sjómil- ur. Hins vegar sýnist mér orð- sendingin, sem birt er i þingskjöl- um með samningsdrögunum ekki sérstaklega sannfærandi. Þjóð- verjar segja þar, að þeir viður- kenni sérstöðu okkar Islendinga, en hún gefur þeim jafnframt tækifæri til að undirstrika, að þeirra afstaða i þessum málum væri óbreytt. Ég vildi fremur, að engin orðsending verði send en þessi. Ég sakna þess einnig, að i samningsdrögunum eru engin ákvæði um það, að Þjóðverjar hafi með þessum samningi fengið þann aðlögunartima, sem við teljum að þeim sé nægilegur og þeir geti mestan fengið. Þar er ekkert, sem segir, að samningarnir verði ekki endur- nýjaðir. Mun ég koma nánar að þvi siðar. Þá er það einnig rétt, að þessi samningur tryggir ekki, að svo- kölluð bókun 6 komi til fram- kvæmda og tollar Efnahags- bandalagsins lækki þar með. En ég tek undir það, að tollalækkunin út af fyrir sig er lítill ávinningur borið saman við þau stórkostlegu verömæti, sem um er að ræða. Hins vegar eru tollalækkanirnar mikilvægar fyrir einstakar byggöir og ekki má lita algjörlega fram hjá þvi. Óbeinir kostir Aftur á móti hafa þessir samningar nokkra óbeina kosti. Ég tel það óbeinan kost, að viö sýnum með þessum samningum, að viö erum ekki eins og tréhest- ur, sem alls ekki verður rætt við. Ég tel, að þessi samningur styrkf okkur á alþjóöavettvangi, m.a. á vettvangi Hafréttarráðstefnunn- ar. Þetta tel ég e.t.v. einn af stærstu kostum við þennan samn- ing. Ég tel það einnig kost við samninginn, að Bretar verða einangraðir. Við eigum þá i striði við þá eina. Eins og ég hef sagt, óttast ég, að Vestur-Þjóðverjar mundu veiða um of i friði og taka töluvert meira aflamagn en gert er ráð fyrir með þessum samn- ingi. I þriðja lagi er það nokkur kost- ur, að fiskmarkaðurinn i Þýzka- landi opnast. Þótt með þessum samningi verði sóknin nokkurn veginn eins og æskilegt er i karf- ann og ufsann, tel ég þó, að beina megi einhverjum islenzkum togurum inn á þessa stofna, sér- staJdega karfastofninn, án þess að honum sé stefnt i beinan voða. Að minnsta kosti er það betra en aö ofveiða þorskstofninn. En vitanlega er slik veiði til einskis ef markaður er ekki fyrir hendi. Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.