Tíminn - 02.12.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.12.1975, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 2. desember 1975. TÍMINN Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glsla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, slmi 2650P — afgreiöslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuöi. Waðaprcnt li.l. Tilmæli um rétt viðbrögð Viðskiptaráðuneytið gaf nýlega út tilmæli um herta framkvæmd á verðstöðvunarlögum. í viðtali við Timann sagði Ólafur Jóhannesson, viðskipta- ráðherra, að tilgangurinn væri að hægja á verð- bólgunni næstu fjóra mánuðina. — Það er meiningin með þessu, að nú verði að segja stopp, sagði ráðherrann. í viðtali við Timann, sem birtist i sunnudags- blaðinu kvaðst Georg Ólafsson verðlagsstjóri vilja vekja sérstaka athygli á tvennu i þessum tilmæl- um viðskiptaráðuneytisins. — 1 fyrsta lagi er nú einungis heimilt að taka inn i verð vöru og þjón- ustu erlendar hækkanir, enda ekki á okkar valdi að hafa áhrif á þær. Og þá aðeins hækkanir eftir 20. nóvember. í öðru lagi er ætlazt til þess, að engar breytingar verði á verðlagningu vöru og þjónustu hins opin- bera. Og á þetta er lögð rik áherzla. Verðlagsstjóri gat þess jafnframt, að verð- stöðvun ein saman leysti ekki allan vandann. — En ef samhliða henni verða gerðar aðrar nauðsynleg- ar ráðstafanir, getur hún orðið veigamikill þáttur i þvi að draga úr verðbólgu, sagði verðlagsstjóri. Og hann gat þess, að þar væru honum efst i huga væntanlegir kjarasamningar um eða upp úr ára- mótunum. Um þetta atriði fórust honum orð á þessa leið: — Það skiptir meginmáli, að ekki verði um verulegar kauphækkanir að ræða, þvi að slikt myndi aðeins bjóða upp á nýja kollsteypu. Það er nauðsynlegt, að menn ihugi, að til eru fleiri kjarabætur en beinar launahækkanir, og svo verður að tryggja það, að fyrirtæki geti á einhvern hátt mætt einhverri kauphækkun, til dæmis með vaxtalækkun þeim til handa. I framangreindu viðtali við viðskiptaráðherra gat hann þess, að þessar aðgerðir sneru ekki hvað sizt að hinu opinbera. — Það hafa verið hækkanir á ýmissi opinberri þjónustu, sem eru meiri en hið al- menna verðlag hefur hækkað, sagði ráðherrann. Og verðlagsstjóri sagði: — Það er nýtt, 'að nú mega ráðuneyti enga ákvörðun taka um verð- hækkanir, án samráðs við viðskiptaráðuneytið. Ég tel mjög þýðingarmikið, að engar hækkanir verði leyfðar hjá þvi opinbera, nema þær séu fyrst bornar undir einn aðila, sem hefur heildarsýn yfir málin, sagði verðlagsstjóri að lokum. Við íslendingar höfurn nú búið við verðhömlun siðustu fimm árin. Vegna mikilla kostnaðarhækk- ana, erlendra og innlendra, hefur þó reynzt ógern- ingur að halda verðlagi stöðugu. Það er reynsla annarra þjóða, að verðstöðvun komi þvi aðeins að tilætluðum notum, að hún standi tiltölulega stutt i senn, eins og nú skal vera hér. Að undanförnu hefur nokkuð dregið úr hinni öru verðbólgu hér á landi, og tilmæli viðskiptaráðuneytisins eru til- mæli um það, að allir bregðist nú rétt við, svo að unnt verði að fylgja þeirri þróun eftir. FJ. ERLENT YFIRLIT Ford heppnast val hæsta rétta rdóma ra Þao getur styrkt pólitíska stöðu hans FYRIR skömmu lét elztí mað- urinn i hæstarétti Bandarikj- anna, William O. Douglas, af störfum sökum heilsubrests, enda orðinn 77 ára gamall. Hann hafði átt sæti i réttinum siðan 1939, eða i meira en 35 ár. Douglas hafði unnið sér það orð að vera frjálslyndast- ur allra þeirra dómara, sem áttu sæti i réttinum á þessum tima, og sýndi hann það ekki aðeins i dómsúrskurðum sin- um, heldur á margan hátt ut- an réttarins. Þannig skrifaði hann bækur, sem vöktu umtal og deilur sökum róttækni og nýtizkulegra skoðana, og birti greinar i blöðum, sem voru umdeild sökum róttækra kenninga, m.a. i kynferðis- málum. Þetta gekk svo langt, að sil hreyfing myndaðist i fulltrúadeild Bandarikjanna fyrir nokkrum árum, að eðli- legt væri að deildin ákærði Douglas fyrir afglöp og krefð- ist úrskurðar öldungadeildar- innar um að hann væri óhæfur til að vera hæstaréttardómari. Samkvæmt stjórnarskránni má vikja forsetanum og. hæstaréttardómurum frá með þessum hætti og var slik máls- sókn hafin á hendur Nixon, en hann kaus að segja af sér embætti, eftir að fyrirsjáan- legt var, að fulltrúadeildin myndi ákæra hann, og öld- ungadeildin siðan sakfella hann. Sá sem stóð fyrir um- ræddri hreyfingu gegn Douglas dómara, var enginn annar en Ford, núverandi for- seti. Hún fékk ekki nægar undirtektir meðal þing- manna, og lognaðist þvi út af. Það kom i verkahring Fords nú að taka á móti lausnar- beiðni Douglas og þakka hon- um vel unnin störf. Þetta fórst Ford sæmilega, enda mátti flest gott um Douglas segja sem dómara, en ýms verk hans utan réttarins voru um- deilanleg, og það var fyrst og fremst gegn þeim, sem Ford hafði beint gagnrýni sinni og talið ósamboðin hæstaréttar- dómara. ALLMIKLAR umræður spunnust um það i Bandarikj- unum, hvern Ford myndi til- nefna sem eftirmann Douglas. Þannig er nefnilega ástatt i hæstarétti, að þar eru nú tald- ir fjórir ihaldssamir dómarar, en dómararnir eru alls niu. Ef Ford yrði við áskorunum ihaldssamari republikana um að skipa ihaldssaman mann eftirmann Douglas, var orðinn John Paul Stevens tryggur ihaldsmeirihluti i rétt- inum. Það var talin veruleg freisting fyrir Ford að lát-und- an þessum þrýstingi, þar sem það hefði getað bætt stöðu hans meðal ihaldssamari kjósenda ivæntanlegri keppni hans við Ronald Reagan i prófkjörunum. Niðurstaðan varð sú hjá Ford, að hann valdi i sæti Douglas mann, sem bandarisk blöð telja frjálslyndan ihalds- mann, en öllu réttara væri að segja, að hinn nýi dómari flokkist hvorki til hægri né vinstri, heldur leitist við að vera óháður og þræða meðal- veginn, að svo miklu leyti sem það samræmist lögunum. Val Fords á honum hefur þvi yfir- leitt mælzt vel fyrir. Frjáls- lyndir menn hafa talið það vel ráðið, en hinir ihaldssömu geta heldur ekki gagnrýnt það. Yfirleitt hefur þvi Ford þótt sýna hyggindi i þessu vali sinu, og er það þvi lfklegt til að auka álit hans. Ford varð talsvert fyrir þeim þrýstingi, að skipa bæri konu isæti Douglas. M.a. lýsti kona hans yfir þvi, að hún hvetti mann sinn eindregið til þess. Nokkrar konur munu lika hafa komið til athugunar, en engin þeirra þótti hafa næga reynslu. Aðalástæðan var su, að þær höfðu ekki William O. Ðouglas og frú gegnt dómarastörfum. Þótt margar konur i Bandarikjun- um hafi lokið lögfræðinámi, hafa þær yfirleitt ekki sótzt eftir dómarastörfum. HINN NÝI hæstaréttardóm- ari, John Paul Stevens, er 55 ára að aldri, fæddur i Chicago 20. april 1920. Hann er kominn af þekktum ættum þar, Hann vann sér gott orð sem náms- maður, en tafðist nokkuð við laganám sitt sökum þess, að hann var kvaddur i herinn 1942 og var i flotanum næstu þrjú arin, þar sem hann hlaut ýms heiðursmerki fyrir fram- göngu sina. Lagaháminu lauk hann þvi ekki til fulls fyrr en 1947, og var hann efstur þeirra, sem útskrifuðust sam- timis honum. Að náminu loknu var hann aðstoöarmaður eins af hæstaréttardómurum Bandarikjanna um tveggja ára skeið, en vann siðan sem meðeigandi þekktrar lög- fræðiskrifstofu i Chicago. Um skeið stundaði hann kennslu við lagadeild háskólans i Chicago, og öðru hvoru tók hann að sér sérstök verkefni fyrir opinbera aðila. Hann hefur unnið sér sérstakt orð sem mikill fræðimaöur varð- andi þann þátt löggjafarinnar, sem fiallar um ólöglegar hringamyndanir. Hann hefur skrifað allmargar ritgerðir um þau efni. Arið 1970 skipaði Nixon hann i þyðingarmikib dómaraemb- ætti i Chicago, og hefur hann unnið sér svo mikið álit i þvi starfi, að skipan hans i hæsta- rétt hefur yfirleitt mælzt vel fyrir, eins og áður segir. Stev- ens hefur haft litil eða engin afskipti af stjórnmálum.enþó verið talinn helzt hallazt að republikönum. Meðal þeirra, sem urðu einna fyrstir til að fagna útnefningu hans i hæstarétt, var Adlai Steven- son, öldungadeildarmaður frá Illinois, en hann er demokrati. Fullvist þykir, að öldunga- deildin muni staðfesta útnefn- ingu Stevens samhljóða, eða nær samhljóða. Stevens hefur yfirleitt látið litið á s'ér bera, ogerþviekki þekktur nema i þröngum hópi. Hann gekk undir hjartaupp- skurð fyrir nokkrum árum og er talinn hafa fengið fullan bata. Hann er kvæntur, og eiga þau hjón fjögur börn á aldrinum 26 ára til 12 ára. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.