Tíminn - 02.12.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.12.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 2. desember 1975. Lækningabók illkynjaðra meina Norman Vincent Peale: Undraverður árangur jákvæðr- ar hugsunar. Hvernig þú færð unnið bug á andstreymi þinu og áhyggjum. Baldvin Þ. Kristjánsson is- lenzkaði. BókaUtgáfan örn og örlygur Hvað er jákvæð hugsun? Þvi veröur e.t.v. ekki svarað svo tæmandi sé með fáum orðum. Þó mun vera óhætt að segja að séra Peale telji að fyrsta ein- kenni hennarsé lifstrú og bjart- sýni. Nauðsynlegar forsendur þeirra einkenna séu svo guðs- Magnús Magnússon: Ráðherrar fslands 1904—1971 Svipmyndir. Skuggsjá. Höfundur segir i formála: ,,Ég hef viljað vera hlutlaus i dómum minum, en Jiins hef ég af ásettu ráði ekki gætt, að láta hvergi sjást hverjum flokki ég hef verið hlynntastur, þvi að þótt ég hafi aldrei verið flokks- bundinn, þá hef ég jafnan kosið sjálfstæðismenn”. Astæðulaust er að efa, að höfundur hefur viljað vera sanngjarn • i dómum um þá menn, er hann nefnir. Þegar hann skrifaði palladóma um alþingismenn fyrr á árum, þótti mörgum gaman að, en ýmsum fannst þar stundum kenna ófyrirleitni, sem jafnvel mætti kalla strákslega. Nú skrifar ráðsettur maður virðulega bók, en veit þó vel að mannlýsing er takmörkuð, ef ekkert er minnst á vankanta og ókosti. Ég held að höfundi hafi tekizt þessar lýsingar svo vel, að þær séu réttar. Hann segir sjálfur i formála, að lesendur skuli minnast þess, að hvergi sé um neina alhliða lýsingu að ræöa, heldur aðeins svipmyndir. Sumt byggistsvoá persónulegu mati, svo sem ræðusnilld, glæsi- mennska o.s.frv., þó að visu séu ýmis einkenni, sem þar heyra til og allir eru sammála um. Þegar þessa alls er gætt, er það ekki nema eðlilegt að lesendum finnist heldur lftið rætt um takmarkanir eins i samanburði við annan og áherzla sé lögð á jákvæða eigin- leika eins umfram annan. Höfundur getur þess t.d. að hann telji sex ráöherranna hafa haft mestu persónutöfra, en það eru þeir Hannes Hafstein, Sigurður Eggerz, Magnús Jóns- son prófessor, ólafur Thors, Haraldur Guðmundsson og Gunnar Thoroddsen. Auövitað er hann frjáls aö þessu áliti, en sumir kynnu að vilja nefna Tryggva Þórhallsson, Asgeir Asgeirsson, Kristin Guðmunds- son, Steingrim Steinþórsson, Hermann Jónasson og Hannibal Valdimarsson, jafnfljótt sum- um þessara. Höfundur segir, að Sigurður Eggerz hafi einn þingmanna þorað aö greiða atkvæði með styrk til Halldórs Laxness eftir að hann hafði birt Unglinginn i skóginum. Ekki veit ég hvenær sú atkvæðagreiðsla fór fram. Unglingurinn i skóginum birtist i Eimreiðinni. Það ár sótti Halldór um styrk til ritstarfa og Bjami frá Vogi tók það upp i til- lögu og mælti fyrir þvf að Halldór Guðjónsson, sem auk þess kallar sig Kiljan og Lax- ness, fengi styrk. Sú tillaga var trú,góðvild ogsamúð. Bjartsýni öðlast menn ekki nema þeir treysti umhverfi sinu. Mér virðist að segja megi að tvennt sé grundvallaratriði i þessum kenningum. Annað er máttur bjartsýninnar. Sr. Peale leggur mikla áherzlu á það að mönnum verði oft að trú sinni. Það sé regla ef alvaran sé nóg. Stundum verður slikt skýrt með sjálfsefjun og úr þvi er engin ástæða til að gera litið. En trú sr. Peales á mátt hugsunarinn- ar nær lengra en það. En auðvit- að kemur þar til greina lika hversu sterkar bænir liggja á samþykkt i efri deild, en felld i neðri deild. Jakob Möller tók hana upp, þegar fjárlögin voru afturtilmeðferðarineðri deild, en þá var hún felld með 15 atkvæðum gegn 12. Næst er Halldórs getið i sambandi við fjárlög 1930. Þá flytja þeir Ásgeir Asgeirsson og Haraldur Guðmundsson tillögu um að veita honum styrk til ritstarfa. Sá styrkur var veittur, — að visu aðeins 2 þús. kr., en tillaga þeirra var 2500 kr. Höfundur getur þess, að i riti þessu sé allmikinn fróðleik að finna um stjórmálasögu þjóðar- innar. Það er auðvitað getið allra stjórnarskipta og sagt frá kosningaúrslitum. Ekki hef ég tekið eftir neinum mistökum i þvi, nema þar sem talað er um þrennar kosningar 1942. Ég kannast ekki við nema tvennar alþingiskosningar það ár, — hinarsiðari 18. og 19. október en ekki 14. nóvember, eins og skrifað stendur. Ekki get ég skilizt við þessa bók án þess að minnast á eitt at- riði i viðhorfum höfundar. Hann virðistlfta svo á, að ekki sé ann- að drengilegt en menn fylgi og styðji til metorða og valda persónulega og pólitiska vel- gjörðarmenn, hvað sem skoðun- um lfði. Þetta rökstyð ég með þvi að vitna til þess, að hann segir að bæði Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum hafi farizt ódrengilega við Jónas frá Hriflu. Hann segir, að Jónas hafi viljað verða forsætisráð- herra eftirkosningarnar 1937,— hvaðan sem hann hefur það nú. En þeir sem taka ákvarðanir, veröa að gera það eftir viðhorf- um og ástæðum liöandi stundar. Það sem var fyrir 20 árum er að baki, og það hefur lika skipt um fólk á þeim tima. Það er oft sárt þegar leiðir skilur og gamall leiðtogi, sem þjóðin öll stendur i þakkarskuld við, velur annan veg en aödáandi hans hefur trú á. En min sannfæring er sú, aö þá sé drengilegra að berjast gegn þvi aðsú leið sé farin en að elta hann af persónulegri tryggð og fótumtroða eigin sannfær- ingu. Eigum við ekki að meta þjóðarhag og almannaheill meira en persónulegar langanir einstakra manna, þótt vinir og velgjörðamenn séu? Eigum við kannski að greiða atkvæði eftir þvi, hverja vini okkar langar mest til að fá það? Er það mál- efnalegur drengskapur og trúnaður við hugsjón lýðræðis- ins? Höfundur segir: „Mestu framfaratimabilin i sögu okkar eru: Timabil Hannesar Hafsteins 1904— ’08 Jónas- ar-timabiiið 1 9 2 7 — ’3 1, Nýsköpunar og Ólafs Thors timabilið frá 1944— 47og Bjarna móti eins og sagt var um Galdra -Loft. Annað það sem mér virðist vera grundvallaratriði i þessum boðskap eru heilsusamleg áhrif góðvildar og innri friður. Höfundur vitnar til þeirra orða að tvennt sé skaðlegt fyrir hjart að: að hlaupa upp stiga og að tala illa um fólk. Vist má of- bjóða veilu hjarta með þvi að hlaupa upp stiga, en eflaust er það gagnlegt til að viðhalda góðri heilsu meðan menn geta það, enda veit sr. Peale að likamleg áreynsla, svo sem göngur og hjólreiðar, tilheyra Benediktssonar timabilið frá 1963, sem enn varir er þetta er skrifað (vorið 1970)”. Sleppum þvi að ræða siðasta timabilið, en stönzum aðeins við hitt. Hvað eru framfarir? Það er auðvitað misjafnlega metið. En eigum við ekki að telja menningarmálin, atvinnumál- in, félagslegt öryggi og almenn mannréttindi varða framfarir? Verðum við ekki að lita svo á að timabilið 1934—’38 hafi verið glæsilegt framfaratimabil? Þá var það numið úr lögum að fátækt svipti fólk mannréttind- um þá voru sett lög um afurða- sölu bænda og útvegsmanna og lagður grundvöllur að fiskiðnaði ýmisskonar, kosningaaldur færður niður i 21 ár, sett lög um rikisframfærslu sjúkra manna og örkumla, svo að nokkuð sé nefnt. Hvað gerðist svo á Nýsköpunartimabilinu? Dr. Bjarni Benediktsson segir svo i þáttum úr fjörutíu ára stjórnmálasögu: „Aðalmarkm ið hennar (stjórnarinnar) var efling höfuðatvinnuvega landsmanna, ekki sizt sjávarútvegs, með ráð- stöfun á inneignum er á striðs- árunum höfðu safnazt erlend- is”. Það urðu auðvitað ýmsar framfarir. Togaraflotinn var endurnýjaður. En gjaldeyris- sjóðirnir þurru fljótt, og næsta rikisstjóm taldi sig tilneydda að tgka upp stranga skömmtun. Svo mundu ýmsir vilja telja það til framfara, að fiskveiði- landhelgin var rýmkuð úr 4 mil- um i 12 árið 1958. Það er miklu merkari atburður en tæming sjóöanna á Nýsköpunarárun- um. Þessar hugleiðingar sýna að hér er komin bók, sem vakiö getur umhugsun og umræður. Flestir hafa gaman af að heyra hispurslaust talað um kunna menn. Magnús er skemmtilegur i frásögn ogtem- ur sér léttleika. Það er ómögu- legt að lýsa þessum fyrirmönn- um i stuttu máli, svo að ekki þyki of eða van að einhverju leyti, en mestu skiptir að það sé rétt, sem sagt er, og þvi tel ég að Magnús hafi náð fyllilega eins vel og hægt var að ætlast til. Hann setur bók sinni þennan eftirmála: „1 ævi stjórnenda vorra hefi ég örlitið hnýtzt, en heimta má enginn, að þar sé allt rétt og sannað, en mörgu er þar af sjón og sannindum lýst og svo koma aðrir sem geta það betur kann- að.” Aftasti bókinni eru svo mynd- ir af Magnúsi landshöfðingja og öllum ráðherrum landsins fram að stjórnarskiptunum 1971, en lengra nær bókin ekki. H.Kr. heilbrigðu lifi. En það spillir heilsunni að tala illa um fólk, en þó miklu fremur að hugsa illa. Gremja og óvild er ekki heilsu- samleg. Það ofbýður heilsu og hreysti margra að ganga með slika meinsemd. Það veit sr. Peale og sálgæzla hans er að öðrum þræði heilsugæzla þar sem mönnum eru lögð ráð til að losna við þessar illkynjuðu meinsemdir. Það eru alltaf margir, sem eru sjálfs sin böðlar með þvi að hafa hugann alltaf bundinn við það sem þeim finnst ómerkilegt og meiðandi eða móðgandi fyrir sina göfugu persónu. Þeim kynni að létta ef þeir bæru gæfu til að temja sér lifsreglu sr. Peales. Sr. Peale er sjálfum sér likur i þessari bók. Þeirsem hafa lésið fyrri bækur hans munu hvorki verða fyrir vonbrigðum né held- ur að þeim sé komið á óvart. Það sem mér finnst einkum að lögð sé áherzla á i þessari bók umfram hinar, sem fyrr hafa verið þýddar, er þýðing þess að leggja eitthvað fram. Þvi er vel lýst hversu tómlegt, tilgangslitið og ófullnægjandi þaðsé að lifa bara fyrir sjálfan sig. Jafnframt er þvi lýst hvað menn verða leiðinlegir og van- sælir af þvi að geta aldrei gleymt sjálfum sér. Það eru nefnd ýmis dæmi um það að menn hafi breytzt við það að fara að hjálpa öðrum. Þetta eru mikilsverð og algild sannindi. Menn hafa oft meira upp úr þvi sem þeir „gefa til guðsþakka” eins og sagt var forðum en þvi, sem þeir verja sjálfum sér til skemmtunar eða þæginda um- fram frumþarfir. Jakob Jónsson dr. theol.: Lif við dauðans dyr. Myndir frá kynnum minum af veikindum og dauða, sorg og huggun. Skuggsjá . Sr. Jakob á langa prestsþjón- ustu að baki og þar á meðal mikla þjónustu I Landspitalan- um. Það er ekkert efamál, að þau kynni, sem hér er visað til, eru meira en litil. Oll lifum við við dauðans dyr. Til moldar oss vigði hið mikla vald svo sem Einar kvaö. Þó er trúlegt að ýmsir viki frá sann- leikanum i meira lagi þegar þeir tóku sér i munn orðtakið: A dauða minum átti ég von —. Dauðinn er fjarri flestra hugum i önn og umsvifum daglegs lifs. Þessi bók sr. Jakobs fjallar mjög um umgengni við þá, sem bíða dauðans. Það gerum viö að vissu leyti öll, en hér er átt við þá, sem svo er komið fyrir, að ætla má, að það sé a.m.k. jafn liklegt að þeir eigi ekki aftur- kvæmt af sjúkrabeði. En þó að þetta sé að þvi leyti sérstök handbók fyrir starfsfólk sjúkra- húsa, er sumt beinlinis stilað til þeirra, sem heimsækja sjúk- linga. Vist eru allar hagnýtar bendingar um framkomu og umgengni við dauðvona fólk góðra gjalda veröar. En sagan er ekki öll sögð þar með. Þessi bók fjallar um viðhorf og við- brögð manna gagnvart dauðan- Þess gætir auðvitað að sr. Peale er prestur i Ameriku en ekki á Islandi. Dæmin yrðu önn- ur og ástæðurnar aðrar ef hann ynni sitt sálusorgarastarf i Reykjavik. En aðalatriðin eru hin sömu. Sumum islenzkum lesendum finnst e.t.v. að óþarflega oft sé sagt frá sölumönnum. Það virð- ist vera fjölmenn stétt vestan- hafs sem lifir á þvi að vekja at- hygli manna á þvi hvað þeir þurfi að kaupa. Og þó að ég vilji á engan hátt reyna að hnekkja grundvallarkenningum sr. Peales um forsendur veraldar- gengis finnst mér stundum að hann leggi a.m.k. nógu mikla áherzlu á þá hliðina. Hitt jafnar þö þessi met að ef menn lifa heilbrigðu andlegu lifi eru þeir engan veginn jafn þurftarfrekir jafnframt þvi sem þeir verða miklu starfhæfari. Og hér meg- um við minnast þess að eitt er að uppfylla allar kröfur og ann- að að uppfylla allar þarfir. Sr. Peale skrifar bækur sinar til að hjálpa mönnum. Ymsir eru honum þakklátir fyrir viðtöl og munnleg heilræði. Hann skrifar bækur til að ná lengra og viðar og þær berast viða um lönd. Og alls staðar er fólk sem er meira og minna vansælt vegna þess að það ber i brjósti illkynjaða meinsemd, svo sem beiskju, öfund, óbeit og ándúð, eða þá að hugurinn er svo bund- inn við eigin persónu að annað kemst ekki að. Sr Peale vill hjálpa þessu fólki svo að þvi liði vel og verði sjálfu sér og öðru gagnlegra og betra. Og hann hefur mörgum hjálpað. H.Kr. um. Og vist er dauðinn sá veru- leiki, sem við eigum öll að mæta. Þvi er si’zt um of þó að menn leiði hugann að þvi hvað þar sé um að ræða. Það tilheyrir ekki þessu lifi að vita full skil á þvi sem dauðan- um fylgir. í þeim efnum eru margar skoðanir og kenningar, sem hvorki verða sannaðar né afsannaðar. En þær hugmyndir sem fluttar eru i sambandi við dauðann, er eðlilegt að menn meti eftir þvi sem þeir vita sannast og réttast. Sr. Jakob heldur sér mjög við raunveruleikann i þessari bók. Hann minnist að visu á sýnir manna á banabeði en fullyrðir hvergi neitt um hvernig á þeim standi. Hins vegar endar hann bók sina með þessum orðum: „Tilvera dauðans ætti að verða oss hvöt til áð þjóna lifinu. Sú þjónusta á ekki laun sin i ei- lifum svefni, heldur hlutdeild i sigrinum handan tima og rúms”. Sr. Jakob kemur viða viö i þessari bók. Það er raunar ekki nema sums staðar sem hann fær tækifæri til að sýna hæfileika sina sem predikari og hefði raunar mátt leyfa sér að neyta þeirra öllu meira. En alls staðar er þarna á ferð greindur maður með merkilega lifsreynslu. Og sú lifsreynsla styðst við þekk- ingu á mannlegu eðli, — mann- þekkingu, sem öllum er hagnýt og góð. H.Kr. Á ráðherrafundi I þjónustu lífsins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.