Tíminn - 02.12.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.12.1975, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 2. desember 1975. TÍMJNN 11 Lionsfélagar inála togara Sauoárkrókur: LIONSFÉLAGAR SAFNA FE TIL SKÍÐATOGBRAUTAR Mó-Reykjavik. Félagar i Lions- klúbbi Sauðárkróks tóku i haust að sér að mála togara Útgerðar- félags Skagfirðinga, þrjá að tölu. Fyrir þetta mikla verk fengu þeir eina milljón króna og hyggjast nota féð til að kaupa skiðatog- braut, sem koma á upp i nágrenni Sauðárkróks. Þetta verk unnu félagarnir aðallega á kvöldin og um helgar, og tók um fjóra daga að mála hvern togara. I klúbbnum eru 43 félagar, og tóku flestir einhvern þátt i verkinu, en þvi stjórnuðu þeir Stefán Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélagsins og fyrrverandi form. klúbbsins, Haukur Stefánsson málarameist- ari. Þetta er stærsta fjáröflunar- verkefni klúbbsins siðan hann var stofnaður fyrir ellefu árum. Fénu á að verja til kaupa á skiðatog- braut, og hefur verið ákveðið að færa UMF. Tindastól á Sauðár- króki togbrautina að gjöf. Aætlað er að hún kosti 1,6 millj. kr. Núverandi form. klúbbsins er Kári Valgarðsson Land og lýðveldi III. bindi eftir Bjarna heitinn Benediktsson Land og lýðveldier þriðja bindi ritgerðarsafns Bjarna heitins Benediktssonar, forsætisráð- herra. HörðurEinarsson.sem séð hefur um útgáfu þessa bindis eins og hinna tveggja, segir i formáls- orðum. að ritið sé úrval úr ræðum og ritgerðum Bjarna Benedikts- sonar, „sem hann flutti og samdi eftir að fyrri tvö bindi Lands og lýðveldis kom út... Má þvi segja, að i ritinu gefi að lita nokkurt yfirlit um grundvallarskoðanir þess manns, sem ótvirætt hafði manna mest áhrif i islenzku þjóð- lifi á sjöunda áratug þessarar aldar og hafði raunar fyrr úrslita- áhrif á ákvarðanir i mörgum þýðingarmestu málum þjóðar- innar á þessari öld". Með þessu þriðja bindi Lands og lýðveldis, er lokið merku rit- gerðarsafni, sem ugglaust verður mönnum þvi dýrmætara sem lengra liður, bæði sem einstakt heimildarrit og verðug minning um einn ágætasta son íslands á þessari öld. Alls eru i bindinu 17 ræður og ritgerðir, og fylgir nafnaskrá rit- gerðarsafninu. Bókin er 214 bls. að stærð og útgefandi er Almenna bókafélagið. Holdið er torvelt að temja — fjórða bók Snjólaugar Bragadóttur frá Skáldalæk FJÓRDA bók Snjólaugar Braga- dóttur frá Skáldalæk er nú komin út hjá bókaútgáfunni Erni og Orlygi. Nefnist hún Holdið er tor- velt að temja. Fyrri bækur Snjó- laugar seldust allar upp, en hafa nú verið endurprentaðar sökum mikillar eftirspurnar. Snjólaug hefur með fyrri bókum sinum vakið mikla athygli, og sá hópur er stór, sem biður spenntur eftir hverri nýrri bók. Þessi fjórða bók höfundar gefur hinum fyrri ekk- ert eftir, enda mála sannast, að Holdið er torvelt að temja! Þetta er samtiðarsaga úr borgarlifinu, um listamenn og lifsglatt fólk, þar sem ástin á það til að hafa endaskipti á tilverunni og enginn veit hver annars konu Snjólaug Bragadóttir. hlýtur að lokum. Bókin er sett i prentstofu G. og bundin i Arnarfelli. Kápu- Benediktssonar, prentuð i Viðey teikningu gerði Hilmar Helgason. KERTIOG SÆLGÆTI Á SÉRTILBOÐSVERÐI <^ rtv. Sértilboð íeina viku eða meoan birgöir endast. SKEIFUNNHöll

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.