Tíminn - 02.12.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.12.1975, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 2. desember 1975. TÍMINN 13 „íslandi allt"! „Islandi allt" var kjörorö það, er Ungmennafélögin tóku sér i upphafi tilveru sinnar. Það var á 1. áratug 20. aldar, að þau hófu sitt heillarika starf. A milli hafs og fjalla endurtók hugdjörf æskan þessi fallegu orð með huga og tungu: Vort félagsstarf skal byggt á kristilegum grund- velli ástar til ættarlands, gæzlu kjörgripa þess — einkum móðurmálsins, afneitun áfengra drykkja, — heilbrigð sál i hraustum likama. Nokkru fyrr hafði Gt.-reglan numið land með sitt gullvæga kjörorð „trú, von og kærleikur", farið eldi um sveitir og sjávar- þorp, og þannig undirbúið jarðveg fyrir margþætt félags- starf. Þá var vinnautn karla nokkuð almenn, en konur — að langmestu leyti lausar við það, sem eflaust má þakka að þjóðin hélt sinni vöku óveikluð. I Gt- reglunni urðu konur góðir liðs- menn með fullu jafnrétti, þess ervertaðminnast á kvenna-ári. „Islandi allt" ómaði marg- róma, þá er örvandi hendur og hugir æskunnar létu sér flest mannlegt við koma, efldu þrótt til þarfa, hugðu litt að launum, þó að löngum stundum væri fórnað fyrir aðkallandi verk eða framkvæmd hugsjóna af mörg- um þó vanmetið eða illa. En þangað má þó rekja rætur margs þess, er siðar kom til batnandi þjóðarhags, og glögg merki sýna, hvert sem litið er til sjós og lands. Nu, þegar ártal er skráð 1975 hafa þeir margs að minnast, sem sáu upphaf aldar, og fylgzt hafa með starfi og striti lands- búa. Æskulýður sá, er við aldarupphaf hóf sitt merki brynjaður hugsjónum góðskálda og fornsögufræða, er fallinn, eða frá starfi. Aðrir hafa tekið við, hlúð að og uppskorið. Fullt stjórnfrelsi, er fengið og meðferð allra mála i eigin hönd- um. Hver áfanginn á sína sögu og hátlðisdag. Svo var 11 hundrað ára afmæli búsetu á Islandi haldið 1974 með veg og sóma og ærnum kostnaði — og nú er að liða „kvennaár", hver þáttaskil það markar i þjóðar- sögu er óséð, en góðar miningar á það og heillaóskir. Vitanlega hefur hvert ár aldar vorrar verið kvennaár, alveg eins og allir heilbrigðir sveinar hafa verið „kvennamenn" og þær hver um sig átt sinn óskaver, svo hefur verið og verður „með- an land girðir sær". Nú er æskan betur búin að þrótti, lærdómi og allri aðbúð en nokkurn tima fyrr. An eigin fyrirhafnar fá ungmenni fullnægt öllum þörfum, einatt meira en heilnæmt er. Svo er heimtað fram úr hófi fé og friðindi af foreldrum og svo samfélaginu, en minna ber á fórnarvilja. An peningalauna er varla vik unnið. — Námslán, námsstyrk, jafnvel námslaun, sihækkandi, er samróma krafa skólafólks, án tillits til fjár- hagsgetu rikisins eða hvort námið horfir til sannra heilla eða þjóðarhags. Sumir taka svo starf erlendis að loknu námi, ef von er hærri launa. Sá er þegn- skapur margra ungmenna nú. „Þvl eru þverbrestir i þjóðarveli, axarsköft óteljandi, liggja Hfsgildi litils metin út um gjaldþrotaglæ". (G. Fr.) „Allt fyrir mig", — landshag- ur eða þjóðarheiður kemur mér litið við. Nú þykir ekki þörf að sækja þrótt og þor til fornlegra ljóða, aðrir hljómar láta hærra. Heimsstriðin tvö hafa mjög breytt um hagi þjóðarinnar um atvinnuhætti, tækni margs konar og fjármála-viðskipti. Jafnframt breyttist hugsunar- háttur á ýmsa lund. Snögglega aukin peningavelta þótti sanna, að menn væru rikir orðnir, og sparsemi ekki lengur þörf. Fljóttekinn afli var útfús, óþarft þótti að geyma til næsta máls. Jafnframt hrakar orðheldni, trúmennsku og þegnskap. Jafn- Fóstrustarf Fóstra óskast til að veita dagheimilinu Tjarnarseli i Keflavik forstöðu. Launakjör samkvæmt kjarasamningum. Umsóknarfrestur til 15. desember. Nánari upplýsingar veitir undirritaður. Bæjarstjórinn i Keflavik. &. n i ,*? yi Aðstoðarlækni Staða aðstoðarlæknis á Iláls-, nef- og eyrnadeild Borgarspitalans er laus til umsóknar nú þegar eða eft- ir samkomulagi til 6 mánaða. Samkvæirt kjarasamningi Læknafélags Reykjavikur við Reykjavikurborg. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nam og fyrri störf skulu sendar yfirlækni deildarinnar. Frekari upplýsingar veitir yfirlæknirinn. Reykjavik, 1. desember 1975. Stjórn sjúkrastofnana Reykjavikurborgar. Til sölu Land-Rover diesel, árg. 1967. Billinn er i góðu lagi. Verð kr. 450 þús. Upplýsingar i sima 99-3108. vel drngskaparheit, sem er jafngilt eiði, er brigðult talið — sbr. skattskýrslur. Varúð þarf, þá vel gengur. Hugsjónaloginn má ekki dvina þótt hagur batni. Sannarlega er fljótt og vel brugðið við til hjálpar, þá slys eða óhöpp henda og margþætt liknarstarf er unnið auk lög- bundinna trygginga og ai- mannabóta, en það kerfi allt er glöggur ávöxtur hugsjóna horf- inna brautryðjenda. Vissulega er hjá oss félagasambönd og einstaklingar, sem vilja fórna fé og tíma til hagsbóta og hjálpar á ýmsan hátt. — Drottinn blessi það allt. — En eitthvað skortir — þjóðin er sögð illa stödd, þótt allt sýnist leika i lyndi. Mig minnir að i fornu merku riti standi: „Ef óáran kemur i fólk- ið, þá er þjóðin illa stödd." Er vor þjóð svo illa stödd nú? Óhugnanleg slysatiðni er um- töluð, róstur, gripdeildir, ikveikjur, stórþjófnaðir unglinga og skemmdarstörf. Sivaxandi ölvun allt niður að barnsaldri meðal stúlkna og pilta er ægilegt tlmanna tákn. Ó, þú þróttmikla glæsta nútima- æska, tak þér heilshuga i munn orðin, sem viða vermdu við ald- ar upphaf: tslandi allt". Til þess hjálpi góður guð. I trú, von og kærleika. Einar Sigurfinnsson Hveragerði. Eitt þekktasta merki á íNorðurlöndum' RAF- GEYAAAR Fjölbreytt úrval af Sönnak rafgeymum - 6 og 12 volta — jafnan fyrirliggjandi ARAAULA 7 - SIAAI 84450 Nauðungarupphoð Ms. Tungufell BA 326með tilheyrandi tækjum og búnaði, eign Hraðfrystihúss Tálknafjarðar h.f., verður saman ber Lögbirtingablaðið 71., 73. og 75. tbl. 1975, eftir kröfu Jóns Ingólfssonar hdl., að undangengnu fjárnámi til lúkningar skuldar, norskar krónur 325.336, auk vaxta og kostnaðar, selt á opinberu uppboði., sem sett verður á skrifstofu embættisins á Patreksfirði kl. Hföstudaginn 12. desember 1975 og slðan á eigninni sjálfri eftir ákvórðun uppboðsrétt- ar. Fyrir hönd sýslumanns Barðastrandar- sýslu Rikarður Másson ftr. ¥ i •:i-v. V >¦¦! ... '-¦:-r BYGGINGAVÖRUVERSLUN BYKO KÓWVVOGS SF Cfc. jO NÝBÝIAVEGI8 SÍMI:41000 xN/jr TIMBURSALAN KÁRSNESBRAUT 2 XJL/

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.