Tíminn - 02.12.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.12.1975, Blaðsíða 14
14 Þriðjudagur 2. desember 1975. LÖGREGLUHA TARINN 81 Ed McBain ellefu götubrunna, frá dreifistöðinni að spennistöðinni. Heyrnardaufi maðurinn valdi sér götubrunn, sem var í um hálfrar milu f jarlægð frá húsi borgarstjórans. Hann skrifaði hjá sér númer brunnsins: M3860 — 120'SSC — CENT. Síðasti uppdrátturinn var sá mikilvægasti. Hann var titlaður ,,Samsetning tengitöf lu". Á þeim uppdrætti fann hann nákvæma staðsetningu götubrunnsins. M 3860 reyndist vera á Faxon Drive, eitt hundrað og tuttugu fet suður af suðurbeygjunni á Harris-götu. Brunnurinn var á götunni miðri. Þess vegna var brunnurinn merktur 120'SSC — Cent. Spennuháir strengirnir sem lágu um þennan götubrunn voru f imm fet undir yf irborði götunn- ar. En þeim til verndar var rammsterkur götubrunnur- inn. Næsta kvöld myndu þeir Ahmad, Buch og heyrnar- daufi maðurinn lyfta brunnlokinu og ein af sprengjum Bucks myndi samviskusamlega sjá fyrir köplunum. Og svo.... Já svo... Fegursti og glæsilegasti hluti áætlunarinnar var enn eftir og reynardauf i maðurinn brosti með sjálf- um sér þegar hann fhugaði það. Hann sá fyrir sér hús borgarstjórans klukkan tíu að kvöldi næsta dags. Húsið yrði umkringt lögreglumönnum og leynilögreglumönn- um á sérstakri aukavakt. Allir ættu þeir að vernda hinn ágæta JMV borgarstjóra fyrir allri hættu. Hann sá sjálf- an sig aka svartri sedan-bifreið beint í átt að beygjunni f rammi fyrir múrsteinshúsi borgarstjórans. Leiftrið frá Ijósum lögreglubifreiðanna lýsti upp gullna stafina á húsdyrunum og einnig aðkomubifreiðina: Borgarfyrir tækið Ljós og orka. Ahmad merkti báðar framdyr bif- reiðarinnar meistaralega. Heildarkostnaður 4.80 dollar- ar. Hann sá bildyrnar opnast. Þrír menn stigu út úr bílun um. Tveir þeirra voru í vinnusamfesting. (Keyptir hjá Sears og Roebuck á 6.95 dollara hvor). Þriðji maðurinn var í klæddur einkennisbúning lögregluvarðstjóra, skrautborði ofan við lögregluskjöldinn á vinstri brjóst- vasanum. (Búningur og lögregluskjöldur leigt hjá Leik- munaleigunni fyrir 10 dollara á dag auk 75 dollara trygg- ingu) Á hægri jakkaerminni er hann með gulan borða Neyðarsveitar lögreglunnar. (Hann kostar 1.25 dollara í Borgarþjónustufyrirtækinu, beint á móti aðallögreglu- stöðinni.) — Hver er þar, spyr lögreglumaðurinn sem er á verði. Hann beinir Ijósgeisla vasaljóss síns að þeim þremenn- Þýðandi Haraldur Blöndal ingunum. Buck er í varðstjórabúningnum og gengur því fram. — Þetta er allt í lagi, svarar hann. — Ég er Pierce varðstjóri í neyðarsveitinni. Þessir menn eru frá Raf- magnsveitunni. Þeir eru að reyna að finna hvar raf- magnsbilunin á upptök sín. — Ailt í lagi varðstjóri, svarar lögreglumaðurinn. — Er ekki allt með ró og spekt hérna, spyr Buck. — Enn sem komið er, varðstjóri. — Rannsakaðu verkfærin þeirra, segir Buck. — Ég vil ekki fá á mig neinar umkvartanir eða kærur ef eitthvað fer úrskeiðis. — Það var góð hugmynd, segir lögreglumaðurinn. Hann beinir vasaljósinu að verkfærakassanum. Ahmad opnar hann. ( kassanum er ekkert annað en þau verkfæri sem rafvirkjar nota, skrúf járn, Ijósapera og Ijósastæði ásamt rafmagnsvír og öðrum verkfærum. Þar á meðal tvær sagir, tengur, hamar, rafmagnsrofi, víraklippur, einangrunarband og límband. — Allt í lagi, segir lög- regluþjónninn og snýr sér að heyrnardaufa manninum. — Hvað ert þú með? — Volt og ohm mæli, svarar heyrnardaufi maðurinn. — Er þér sama þó ég líti á hann? — Gerðu svo vel, svarar hann og opnar kassann. Mælitækið er fyrirferðarlítið í svörtum kassa. Tæplega tólf þumlunga langt og átta þumlunga breitt. Þykktin er rétt um fimm þumlungar. Þegar heyrnardaufi maður- inn lyftir lokinu lýsir vasaljósið á stillingartakkana. Tveir stórir takkar eru einna mest áberandi. Annar er merktur volt/ohm mælir og hinn er merktur Ammælir. Þrír minni takkar eru undir þessum tveim. Endatakk- arnir eru merktir „Stillir" en sá í miðjunni „Stýring". Vinstra megin eru mælar, sem merktir eru á sama hátt: 600V, 300V, 150V, 75V, 30V og venjulegur straumur. Hægra megin eru mælar, sem merktir eru 60 amper, 30 amper, 15 amper, 7,5 amper, 3 amper og venjulegur straumur. Enn einn mælir er undir litlu tökkunum þrem. Hann er merktur „útleiðni" og við hlið mælisins er lítil Ijóskúla. Kassinn sjálfur er merktur „Iðnaðartæki, rannsóknir". — Allt í lagi. Þú mátt loka kassanum, segir lögreglu- þjónninn. Heyrnardaufi maðurinn lokar kassanum og smellir loklæsingunni. — Ég skal fara með þá inn, segir Buck. En skyndilega sér botninn, Diana sést né vasaljósið! / Þegar Dreki kafar niður i vatnið..... Dreki ljós-glætu Ljós þarna niðri, vasaljós Diönu? Þriðjudagur 2.desember 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guðbjörg ólafsdóttir byrjar að lesa sögu sina „Björgu og ævintýrastein- inn”. Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Fiskispjall kl. 10.05: Asgeir Jakobsson flytur þáttinn. Hin gömlu kynni kl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00: 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Um atvinnumál fatlaðra Fyrri þáttur: Vinnumiðlun. t þættinum er m.a. rætt við forráðamenn Endur- hæfingarráðs rikisins. Um- sjónarmenn: GIsli Helgason og Andrea Þórðardóttir. 15.00 Miðdegistónleikar: ís- lenzk tónlista. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatiminn Sigrún Björnsdóttir sér um timann. 17.00 Lagið mitt Anne-Marie Markan sér um- óskalaga- þátt fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Framburðarkennsla I spænsku og þýzku 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Eftirmæli eftirstriðsár- anna Björn Stefánsson búnaöarhagfræðingur flytur erindi um efnahagsmál stjórnmálog félagsmál á Is- landi eftir strið. 22.00 Lögunga fólksinsSverrir Sverrisson kynnir. 20.45 Að skoða og skilgreina Kristján Guðmundsson sér um þátt fyrir unglinga. 21.15 Fyrri landsieikur ís- lendinga og Norðmanna i handknattleik Jón Asgeirs- son lýsir úr Laugardalshöll. 21.50 Kristfræði Nýja testa- mentisins Dr. Jakob Jóns- son flytur þriöja þátt sinn. 22.00 Fréttir 22.15 Veöurfregnir Kvöldsag- an: „Kjarval” eftir Thor Vilhjálmsson Höfundur les (20). 22.40 Harmonikuiög Jularbo-kvartettinn leikur. 23.00 A hljóðbergi „The Play- boy of the Western World”. Gamanleikur I þremur þátt- um eftir John Millington Sýnge. Með aðalhlutverkin fara: Cyril Cusack og Siob- han McKenna. Siðari hluti. 23.50 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. 11: Þriöjudagur 2. desember 1975. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 Þjóðarskútan. Þáttur um störf alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 21.35 Svona er ástin. Bandarisk gamanmynda- syrpa. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.25 Utan úr heimi. Umræðu- þáttur um erlend málefni. Stjórnandi Gunnar G. Schram. 22.55 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.