Tíminn - 02.12.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 02.12.1975, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 2. desember 1975. TÍMINN J9 Verolauna- Krossgáturitio 6. hefti Verðlauna-Krossgáturits- ins er nú komið út. 1 þvi eru 10 heilsiðukrossgátur, Bridge-þáttur sem Árni Matt. Jónsson sér um, ennfremur stutt saga eftir háð- fuglinn Mark Twain. Þá eru i rit- inu nöfn þeirra, sem hlutu vinn- inga i 5. hefti Ver;ðlauna-Kross- gáturitsins. Vinsæidir Verðlauna-Krossgátu- ritsins fara nú mjög vaxandi, en þó eru nú enn til á nokkrum stöð- um 3., 4. og 5. hefti, en upplag þeirra er nú senn á þrotum. 1. og 2. hefti eru algjörlega ófáanleg. — Ráðgert er að éitt hefti komi út I desember fyrir jólin til af- þreyingar fyrir fólk i hinu langa jólafríi. Gleðileg jól — útgefendur. O Alþingi Hann er fyrst og fremst i Þýzka- landi. Ýmis atriði ekki nægilega upplýst Aftur á móti eru ýmís atriði þessa samnings, sem mér virðast ekki hafa verið nægilega upplýst. Um þau vil ég nú spyrja. Ég spyr i fyrsta lagi um það eftirlit, sem ráðgert er með veið- um Þjóðverjanna. Mér sýnast samningsdrögin ekki nægilega skyr að þessu l'eyti. Að visu segir, að rannsóknastofnun sjávarút- vegsins þýzka muni veita upp- lýsingar um aflamagn. En er það ekki of seinvirkt? Er ekki unnt að tryggja, að við fáum skýrslur jafnóðum og landað er? Við gæt- um t.d. falið okkar ræðismönnum i Þyzkalandi að afla- slikra upp- lýsinga. Þetta tel ég að tvimæla- laust eigi að gera. Ég tel einnig, að islenzkir eftirlitsmenn eigi að hafa rétt til þess að fara um borð i þýzka togara hvenær og hvar sem þeim sýnist. Eftirlit virðist vera bundið við það, að ástæða sé til að ætla, að brot hafi verið framið. Ég tel, að það að fara um borð I þýzka togara til þess að fylgjast með þeirra veiðum eigi að vera eðlilegur þáttur i nauðsynlegu eftirliti. Ég spyr, hvort hæstvirt rikisstjórn telji ekki, að þannig megi framkvæma eftirlitið? Ég vil einnig vekja athygli á þvi, að skýrslur Þjóðverjanna munu vera i samræmi við skýrslusvæði Alþjóða hafrann- sóknastofnunarinnar. Munu þeir skrá veiðar á íslandsmiðum und- ir hólfi Va. Þetta hólf samræmist alls ekki tiskveiðilögsögu okkar þegar hún er færð út i 200 sjómil- ur. önnurhólf ná þar inn, eins og t.d. hólf við Grænland, sem merkt er nr. XIV og við Suð-Austurland, sem merkt er Vbl. Svonefndur Braun Quick Curl kruliuiarnið sem mesta athygli vakti á sýningunni í Laugardal í haust er komið á markaðinn Fæst í raftækjaverzlunum i Reykjavík víða um land og hjá okkur BRAUN-UAABOÐIÐ RAFTÆKJAVERZLUN ISLANDS HF 3 Símar 1-79-75/76 Ægisgötu 7 — Reykjavík Sími sölumanns 1-87-85 UPPÞVOTTAVELIN AA 188 hefur tvær hurðir og tvospaöa. Mikill kraft- ur i neðra hólfi/ minni i efra hólfi — Rúmgóð — Hljóðeinangruð — Notar kalt vatn — Allt sem kemur í snertingu við vatn er úr ryðfríu stáli. Berið þessa vél saman við aðrar — Góðir greiðsluskilmálar. €223» Skólavöröustíg og Bergstaðastræti. „rosengarten" er að nokkru leyti i hólfi, sem nefnist Ila. Þannig eru hólfin nokkuð mörg og tryggja verður, að þýzku skýrslurnarséu þannig fram sett- ar, að unnt sé að lesa Ur þeim hvað er veitt innan islenzku fisk- veiðilögsögunnar. Þetta vona ég að sé sömuleiðis framkvæmda- atriði. Ég spyr, hvortráðherrarn- ir séu ekki sömu skoðunar og hvort það muni ekki verða gert? Ekki má alltaf treysta þessum stóru þjóðum og skýrslum þeirra. Ég minni á fréttir, sem bárust frá Barentshafi ekki alls fyrir löngu. Þar voru settir kvótar, m.a. kvóti fyrir þorskstofninn. Sá kvótifyllt- ist mjög fljótt. Þá voru brezkir togarar staðnir að þvi að halda áfram veiðum og moka þorskin- um fyrir borð. Þetta má að sjálf- sögðu alls ekki gerast á Islands- miðum. Það er einmitt strangt eftirlit á þorskaslóðum okkar, sem verður að koma i veg fyrir það. Þá vil ég i öðru lagi spyrja, hvaðskeður er hámarkinu er náð, t.d. 5 þús. tonnum af þorski- I samningsdrögunum segir, að þýzka rikisstjórnin ábyrgist að meira verði ekki veitt. Jú, þetta er gott svo langt sem það nær, en hvað gerist? H'alda þeir þá áfram að veiða karfann og ufsann og moka e.t.v. þorskinum fyrir borð? Ég tel, að þegar einhverju hámarki er náð, eins og 5 þús. tonnum af þorski, verði samningnum ekki fullnægt nema Þjóðverjar hætti þá samstundis öllum veiðum á íslandsmiðum. Ég spyr hæstvirtan ráðherra, hvort þeir hafi sama skilning á þessu? Þá vil ég i þriðja lagi nefna, að ekki eru ákvæði um það, að samningurinn verði ekki fram- lengdur. Ég sakna þess i samningunum. Ef til vill má bæta úr þvi að nokkru leyti með þvi, að hæstvirt rikisstjórn gefi þá yfir- lýsingu, að hún liti svo á, að þessi samningur verði ekki framlengd- ur og Vestur-Þjóðverjar hafi með þessum samningi fengið þann að- lögunartima, sem þeir geta frek- ast búist við. Ég tel fyrir mitt leyti mikilvægt að fá slika yfir- lýsingu og ég treysti þvi, að henni verði þá komið á framfæri við Vestur-Þjóðverja. I orðsendingu, sem á að fylgja þessum samningi er rætt um frestun á framkvæmd hans, ef bokun 6 kemur ekki til fram- kvæmda. Hvernig á að fram- kvæma þessa frestun? Frestast þá sá dagur þegar samningurinn fellur úr gildi eða verður hann 6breyttur, og hvað gerist á meðan frestur stendur? Fara Vest- ur-Þjóðverjar þá út fyrir 200 sjó- milur eða hefst stfið við Vest- ur-Þjóðverja á meðan? Þetta sýnist mér heldur ekki nægilega ljóst, og ég spyr hvernig hæstvirt- ir ráðherrar lita á þetta atriöi. Það er illt, að hæstvirtur sjávarútvegsráðherra getur ekki verið hér vegna sinna veikinda á svo örlagarikum timum fyrir is- lenzkan sjávarútveg. Þjóðin vill að sjálfsögðu vita hver er afstaða hæstvirts sjávarútvegsráðherra til þessara samninga. Ég vil þvi beina þeirri spurningu til hæst- virts forsætisráðherra. I sjötta lagi spyr ég að lokum um tilboð það, sem Bretum var gert um 65 þús. tonn. Litur hæst- virt rikisstjórn á sig sem bundna af þessu tilboði, eða er það fallið niður nú? Þetta er ákaflega mikilvægt atriði og ég vil i þvi sambandi fara nokkrum orðum um möguleika til samninga við Breta, eins og ég sé þá. Samningar við Breta stórum erfiðari Mér sýnist að eftir þennan samning sé samningur við Breta " stórum erfiðari. Til viðbótar þvi þorskmagni, sem Þjóðverjum er • ætlað, gera flestir ráð fyrir ein- hverjum samningum við Fær- eyinga, þótt magnið hljóti að verða niðurskorið frá þvi, sem nú er, með tilliti til ástands þorsk- stofnsins. Við skulum segja, að það geti orðið 10 þús. lestir á ári. Belgar fá liklega 4-5 þús. lestir og Norðmenn eitthvað minna. Þá verður veiði erlendra aðila af þorskstofninum orðin i kringum Kanarí- eyjar Þeir, sem hafa áhuga á ferðum til Kanaríeyja í febrúar, gefst kostur á ferðum hjá okkur 19. febrúar (24 dagar). Góð ibúðahótel. Sérstakur af- slártur fyrir flokksbundið Fram- sóknarfólk. Hafið samband við skrifstofuna sem fyrst, að Rauðarárstíg /18, simi 24480. Kópavogur Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna i Kópavogi verður haldinn að Neðstutröð 4kl. 20:30 þriðjudaginn".2.des.Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning á kjördæmisþing. Magnús Ólafsson kemur á fundinn. Stjórnin. Framsöknarfélag Kjósasýslu Aðalfundur félagsins verður að Fólkvangi Kjalarnesimiöviku- daginn 3. des. kl. 20. Dagskrá: Inntaka nýrra félaga. 2. Laga- breytingar. 3. Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjör- dæmaþing Jón Skaftason mætir á fundinum. Kaffiveitingar fyrir þá sem óska. Félagar eru hvattir til að mæta vel og stundvislega. Stjórnin. Kópavogur Freyja, félag framsóknarkvenna i Kópavogi heldur aðalfund sinn að Neðstutröð 4, fimmtudaginn 4. des. kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Framsóknarfélag Reykjavíkur Kristján Friðriksson flytur erindi sitt, Hag- keðju, sem fjallar um nýskipan efnahags- mála, einkum sjávarútvegs- og iðnaðarmála á fundi i Framsóknarfélagi Reykjavikur miðvikudaginn 3. des. kl. 8.30 að Hótel Esju. Fundurinn er opinn öllum áhugamönnum um efnahagsmál. Framsóknarfélag Reykjavikur. Keflavík Félag ungra framsóknarmanna i Keflavik heldur aðalfund sinn fimmtudaginn 4. des. kl. 20.30 i Framsóknarhúsinu, Austurgötu 26. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjör- dæmisþing. önnur mál. Mætiðvelogstundvislega. Stjórnin. AUGLYSIÐ í TÍMANUAA 20 þús. lestir. Miðað við ástand stof nsins, er það þvi ákaflega lit- ið, sem við getum boðið Bretum. Þvi tel ég mjög mikilvægt, að það komi fram, að rikisstjórnin telji sig að öllu leyti óbundna af þvi til- boði, sem Bretum var gert. Ég tel raunar, að þar hafi verið farið of hátt. Égvilsegjaaðlokum.aðég var óákveðinn f fylgi minu við þennan samning. Ég gat eins hugsað mér að leggjast gegn honum. Hins vegar, eftir þvi, sem ég hef skoð- að málið betur og frá fleiri sjónarmiðum, hef ég ákveðið að styðja þessa samningsgerð. Samningurinn er ekki góður og við mundum efl. flest vilja sjá engan samning, en ástandið er svo alvarlegt, að við getum ekki látið stjórnast af óskhyggjunni einni saman. Eftir innrás Breta er samningurinn skársti kostur- inn, sem fyrir liggur. Ég átel þau vinnubrögð, sem mér virðast rikja hjá stjórnar- andstæðingum og ýmsum fleiri. Mér virðast þeir ekki skoða þessi mál á málefnalegum grundvelli, heldur af fyrirfram ákveðinni andstöðu og fordómum. Það er ákaflega erfitt að skipa sér i slik- an hóp. Innrás Breta i islenzka fisk- veiðilögsögu hefur þó fyrst og fremst riðið baggamuninn hjá mér. Nauðsynlegt er, að við stöndum saman, tslendingar, sem mest við megum. Um leið og við sýnum alheimi, að við erum viðmælanlegir, er nauðsynlegt að við sýnum Bretum, að við munum alls ekki þola yfirgang af þeirra hálfu. Bretar mega gjarnan vita. að islenzka þjóðin verður heldur með herveldi kúguð en að hún semji af sér fjbregg sitt i nauðungarsamningum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.