Tíminn - 03.12.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.12.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Miðvikudagur 3. desember 1975. Bílvelta á sjó! Gsal-Reykjavik. — í gær gerðist sá óvenjulegi atburður að bíll valt útiá rúmsjó! Billinn var um borð i Akraborginni á leið til Reykja- víkur, þegar óhappið varð en mikill veltingur var á skipinu og billinn (ullhlaðinn kjöris. Þetta var stór flutningabill, eins og myndin sýnir, og skemmdi hann nokkuð tvo bila, sem voru við hliðina á honum. Billinn var ekki bundinn niður i skipinu, en hins vegar var annar stór flutningabill um borð i Akra- borginni, bundinn — og hreyfðist hann ekki, þrátt fyrir veltinginn. Nokkuð erfiðlega gekk að koma bilnum á réttan kjöl að nýju, en hann skemmdist ekki ýkja mikið. Timamynd: G.E. Ríkisábyrgðir ekki veittar Eins og sjá má á þessum myndum er þegar oröið ærið snjóþungt fyrir vestan. Timamyndir KSn. Allt að fara ó kaf í — í sambandi við kaup og innflutning á fiskiskipum snjó fyrir vestan Gsal—Reyk javik. — Rikisstjórnin hefur ákveðið að fella niður ríkis- ábyrgðir á lán til fiskiskipa sem byggð eru erlendis, en rikis- ábyrgðin hefur numið rúmum 13%. í fréttatilkynningu sem borizt hefur Timanum frá sjávarút- vegsráðuneyti segir m.a. að með hliðsjón af álitsgerð Fiskifélags tslands frá 17. febrúar sl. um af- rakstursgetu Islandsmiða og af- kastagetu fiskiskipastólsins, skýrsla Hafrannsóknastofnunar- innarfrá 29. ágústog 13. október um ástand fiskistofna og annarra dýrategunda á tslandsmiðum og nauðsynlegar firðunaraðgerðir innan islenzkrar fiskiveiðiland- helgi og með tilltiti til þröngrar fjárhagsstööu fjárfestingarsjóða, hafi rikisstjórnin ákveðið að rikisábyrgðir verði ekki veittar i sambandi viö kaup og innflutning á fiskiskipum. Ennfremur er frá þvi greint, að rikisstjórnin hafi i þessu sam- bandi ákveöið, að fylgt verði reglum Lánanefndar um innflutning fiskiskipa, „enda verði reglum nefndarinnar breytt á þann veg, að ekki verði leyfðar erlendar lántökur vegna kaupa á fiskiskipum umfram lán Fisk- veiðasjóðs”, eins og segir i til- Draumar, sýnir og dulræna DRAUMAR, sýnir og dulræna, nefnist bók Halldórs Pjetursson- ar, sem nú er komin út hjá Skugg- sjá. Þetta eru stórmerkar frá- sagniraf draumspöku og dulrænu fólki, m.a. veigamikill þáttur um Þórunni grasakonu Gisladóttur og ættfólk hennar, en sonur henn- ar var hinn landskunni grasa- læknir Erlingur Filippusson. Margt er draumspakra manna á landi hér, og marga merka drauma hefur bók þessi að geyma. T.d. mun margur undrast hinar furðulegu sýnir Hannesar Sigurðssonar, sem þar er sagt frá. Hannes var skagfirzkrar ætt- ar, en lengi hreppstjóri og oddviti i Borgarfiröi eystra. Hann var blindur um tuttugu ára skeið og tók að sjá hinar furðulegustu sýn- ir, eftir að hann missti sjónina. Þá eru ekki siður merkilegar sýn- irþeirra Ólinu Halldórsdóttur frá Snotrunesi og Sigurlaugar Guð- mundsdóttur frá Eyvindarstöð- um. kynningu ráðuneytisins. Umsóknum til Lánanefndar eiga að fylgja, a) umsögn við- skiptabanka umsækjenda um fjárhagsstöðu hans og með hvaöa hætti kaupin yrðu fjármögnuð, b) staðíesting stjórnar Fiskveiða- sjóðs Islands á þvi að sjóðurinn muni veita stofnlán til skipakaup- HHJ-Rvik — Þessi bók er viða- mesta úttekt, sem gerð hefur ver- ið á afkomu fólks og llfskjörum hér á landi frá upphafi byggöar fram undir aldamótin 1800. Þann- ig kemst Björn Þorsteinsson prófessor að orði um nýútkomna bók Jóns Steffensens prófessors, Menning og meinsemdir. Það er Sögufélagið, sem stend- ur að útkomu þessarar bókar, en á þeim 73 árum sem liöin eru frá stofnun félagsins hefur það gefið út fjölda vandaðra fræðirita. Hér er um að ræða gagnmerkar rannsóknir á islenzkri menn- ingarsögu. Bókin hefur að geyma 22 rann- sóknarritgerðir um afkomu Is- lendingafyrir 1800, mannfjöldann hér á landi á ýmsum timum, upp- runa Islendinga eða mannfræði auk ýmissa þátta um islenzka menningarsögu. Ritgerðirnar hafa birzt áður, en hafa veriö fólgnar í sérfræðitimaritum, sem eru I fárra höndum. Bólusótt og Pestá Islandi hafa ekki birzt áður og Fólksf jöldi á tslandi i aldanna rás hefur áður komið út á dönsku. Hér er um brautryðjandarann- sóknir að ræða á sviði mannfræði, sjúkdómasögu, menningarsögu og lækninga á tslandi. Höfundur er læknir og raunvisindamaður, sem leitar hins einstaka og áþreifanlega, en er gæddur sagn- fræöilegri viðsýni og hefur til- einkað sér trausta textarýni. Bókin einkennist af nákvæmum einstökum rannsóknum og við- tækri yfirsýn yfir rannsóknarefn- iö. Hún er merkt framlag til is- lenkrar og norrænnar menn- ingarsögu. t fyrsta þætti bókarinnar fjallar anna og með hvaða hætti, c) yfir- lýsingar annarra sjóða um lán- veitingar til viðkomandi skipa- kaupa ef um slikt er að ræða. Athygli er á þvi vakin að áður- nefndar reglur gildi aðeins hvað innflutning fiskiskipa áhrærir, en um smiði fiskiskipa innanlands gegni öðru máli. höfundur um gamalkunnugt efni, og kemst m.a. að þeirri niður- stöðu, að fornmunir af vestræn- um uppruna frá vikingaöld falli svo vel að frásögn Landnámabók- ar, aö ógerlegt sé annaö en álita hana sanna, að þvi er varðar þá landnámsmenn, er sæmilega glögg deili eru sögð á. 1 öðrum þætti bókar Jóns, sem nefnist Beinarannsóknir, er m.a. fjallað um heilsufar hjá þjórsdæl- um fomu, útlit Páls biskups Jóns- sonar og leit að yfirsýn yfir af- komu Islendinga á liðnum öldum. Þriðji þátturinn ber heitið Úr islenzkri menningarsögu og þar greinir frá læknagyðjunni Eir, stöðu konunnar i heiönum sið á tslandi, heilagri Margréti, lækningamætti hennar og Eddu- kvæðum. Hér er um fjölslungið rannsóknarefni að ræða. Höfund- ur leiðir það ýmsum likum að Eddukvæði hafi varðveitzt, af þvi að þau hafi verið notuð til lækn- inga, og Islendingar að fornu rit- að bókmenntir með rúnum. Hann telur, „að ekki verði lengur fram hjá þvi gengið, að forfeður okkar hafi notaö rúnirnar eins og skyn- semi gæddar verur og eins og vit- að er, að allar aðrar þjóðir, er áttu sér einhvers konar letur, gerðu, hvað þá þegar völ var á letri á borð við rúnirnar”. t þessum þætti er einnig greinargóð ritgerð um Bjarna Pálsson, brautryðjanda islenzkr- ar læknastéttar, og samtið hans. I fjórða þætti, sem nefnist Vöxt- ur og sótt er einkum fjallað um lfkamsvöxt og afkomu íslendinga og fólksfjöldann á tslandi i ald- anna rás. — Þar hallast höfundur að skoðun þeirra, „sem álita, að K. Sn. - Flateyri. Siðustu daga hefur sett niður mikinn snjó i ön- undarfirði. Veður hefur þó verið mjög gott, þannig að ekki hefur dregið saman í skafla, en lausa- mjöll er mikil. Innansveitarvegir fólksfjöldinn til forna hafi orðiö mestur hér á landi i byrjun 12. aldar, og tekur 70 þúsund sem lik legasta Ibúatölu þá”. Um 1695 tel- ur höf., að hér hafi a.m.k. búiö um 54.000 og styður þessar skoðanir sinar margvislegum rökum. Hér er á ferðinni nýstárlegt framlag til islenzkrar sögu. Höfundur nálgast rannsóknarefni sin á óvenjulegan hátt og sér þau frá nýjum sjónarhornum. Jón telur að eftir að einokunar- verzlun var á komið hér á landi hafi bólusóttir farið að hrjá lands- lýð oftar en áður var vegna auk- inna laumulegra samskipta við Englendinga og Þjóðverja. Höfundur er þeirrar skoðunar að landið hafi tiðast verið ofsetið fólki miðað við þá atvinnuhætti, sem tiðkuðust fyrr á öldum — og þess farið að gæta þegar á 13. öld, og hafi róstur Sturlungaaldar m.a. átt rót sina að rekja til þess. t hvert sinn, er mikill mannfell- ir hafði orðið, skánaöi afkoma fólks um stundarsakir a.m.k. Tvivegis varð þjóðin svo fá- menn, að mannfjöldi náði ekki fjórum tugum þúsunda, þ.e. eftir Skaftárelda og Stórubólu. Þessi bók Jóns er mikið rit og ódýrt, télur 464 blaðsiður auk margra sérprentaðra mynda- siðna. Verð 3.880,00 kr. til Sögu- félagsmanna, en 4.800,00 kr. i verzlunum. Upplag bókarinnar er tak- markað. Sögufélagið hefur nú i fyrsta sinn fengið fastan samastað og er afgreiðsla þess nú i s.k. Hilde- brandshúsi Garðastræti 13 (efst á mótum Fischersunds og Garða- strætis). eru færir, en Breiðadalsheiði er ófær. Djúpbáturinn er nú tekinn til við vöru- og mjólkurflutninga, en þá annast hann, þegar Breiða- dalsheiöi er ófær. Hins vegar vona flestir, að heiðin verði rudd sem oftast. Miklir skaflar gætu myndazt á vegum, ef hvessir, en þrátt fyrir hvassviðri á miðum, hafa verið stillur I fjörðum. Eins og sjá má af meðfylgjandi myndum, er snjór mikill á Flat- eyri og ófærð veruleg. A.m.k. reynist smáfólkinu erfitt að ferð- ast um i þorpinu. t sambandi við frétt frá Flat- eyri, þar sem rætt var um að jeppi fylgdi oftast i kjölfarið, þeg- ar hefill vegagerðarinnar væri á ferðinni, má geta þess, að skýringin er m.a. sú, að oft þarf að aðstoða hefilsstjóra, td. við að skekkja framtönn hefilsins, sem er tæpast eins manns verk, auk þess sem fylgd er óhjákvæmileg i öryggisskyni vegna snjóflóða- hættu. Þá má bæta þvi við, að oft- ast eru tveir eða fleiri heflar sam an á ferð á vegum syðra, og geta þá hefilsstjórarnir aðstoöað hver annan. Veghefillinn i önundar- firði er ekki búinn talstöð, sem verður þó að teljast lágmarks- öryggisbúnaður i þeim tækjum vegagerðarinnar, sem oft eru ein á ferð i misjöfnum veörum. Fimm frímerkja- útgáfur ákveðnar Póst og simamálastjórnin hefur nú þegar ákveðið fimm fri- merkjaútgáfur á næsta ári, og eru þær sem hér segir: Frimerki með mynd af mál- verki eftir Asgrim Jónsson, en 4. marz 1976 verður öld liðin frá fæð- ingu hans. Evrópufrimerki. Myndefni þeirra verður að þessu sinni þjóð- legir munir. Frimerki i tilefni af 200 ára af- mæli póstþjónustunnar á tslandi, en 13. mai 1976 verða tvær aldir liönar frá þvi gefin var út konung- leg tilskipun um, að komið skyldi á póstferðum hér á landi. Frimerki með mynd af fyrstu islenzku aurafrimerkjunum, en þau komu út 1. júli 1876 og voru sex. Olympiufrimerki, en næsta sumar verða Olympiuleikarnir, eins og kunnugt er, haldnir i Mon- treal. Ein merkasta jólabókin: „Viðamesta úttekt, sem gerð hefur verið á afkomu og lífs- kjörum þjóðarinnar fyrr á tíð" — Menning og meinsemdir eftir Jón Steffensen

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.