Tíminn - 03.12.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.12.1975, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 3. desember 1975. TÍMINN PORT VALE STAKK AF FRA HERSKIPUNUM OG AAISSTI VÖRPUNA FYRIR VIKIÐ Gsal.-Reykjavik. — Landhelgis- gæzlan hafði pata af því, að einn brezkur togari, Port Vale GY-484 hefði í fyrradag gefizt upp á að veiða undir verndarvæng brezka verndarliðsins á miðunum úti fyrir Austfjörðum, — og haldið i áttá Vestfjarðamið. í landhelgis- gæzluflugi i fyrradag sást ekki til togarans, en Arvakur leitaði hans og fann hann i gærmorgun. Reisir ASI heilsuhæli í Hveragerði? FB-Reykjavík. Miðstjórn ASI og stjórn Alþýðuorlofs var falið á sambandsstjórnarfundi Alþýðusambands Islands, sem haldinn var 1. desember, að gera könnun á möguleikum á að verkalýðshreyfingin láti reisa heilsustöðvar eða heilsu- hæli i Hveragerði i tengslum við orlofsheimili verkalýðs- félaganna i ölfusborgum. í framhaldi af þvi var einnig ákveðið að kannað yrði, hvort verkalýðshreyfingin ætti að ráðastein i þetta verkefni eða leita samstarf s við aðra aðila innanlands eða jafnvel er- lendis, svo sem verkalýðs- samtökin á Norðurlöndum, sem sýnt hafa hugmyndinni áhuga. Tillögur i þessu efni verða lagðar fyrir næsta Alþýðu- sambandsþing, er halda skal haustið 1976. Kemstenginn jólapóstur til Kanada? — jólaannir að hefjast á Pósthúsinu SJ—Reykjavik.Eflaust vilja þeir mörgu Islendingar, sem fóru til Kanada i sumar, senda ættingj- um og vinum þar kveðju fyrir jól- in með þakklæti fyrir siðast. Það hefur þó ekki verið auðvelt um vik, þvi að póstmenn i Kanada hafa verið i verkfalli á annan mánuð. Borizt hafa tilmæli hing- að um að enginn póstur yrði sendur til Kanada fyrr en verk- fallið leysist og hefur þvi nokkuð safnazt fyrir af bréfum þangað á Bréfapóststofunni i Reykjavik. Þó hefur eflaust minna borizt af Kanadapósti en ella, vegna þess að pósturinn sendi út tilkynningu um að litið þýddi að koma með bréf eða böggla fyrr en verkfallið leysist. Árni Þór, yfirdeildar- stjóri á Bréfapóststofunni gat þess þó, að póstur til Kanada væri flokkaður jafnóðum og væri þvi tilbúinn að fara strax og verkfall- ið leystist. Jólaannirnar eru að hefjast i Bréfapósthúsinu við Pósthús- stræti eða Pósthúsinu eins og það er venjulega kallað. Undir- búningur er I fullum gangi og búið að ráða viðbótarstarfsfólk. Fjölg- að er um helming i öllum deildum fyrir jólin, og þó vinnur fastráðið starfsfólk 12-14 tima á dag tlu dagana fyrir jól eða svo. Port Vale var einn á þessum slóðum þegar varðskipið kom að honum. Hjá landhelgisgæzlu var ekki hægt að fá neinar upplýsing- ar I gær um það, hvort aðstæður hefðu verið til þess að Árvakur reyndi að taka togarann og færa hann til hafnar. Pétur Sigurðsson, forstjtíri neitaði að svara spurn- ingu þar að lútandi. Brezku veiðiþjófunum fer nú fjölgandi á Islandsmiðum. 1 gær taldi landhelgisgæzlan 49 brezka togara að veiðum úti fyrir Aust- fjörðum. 36 voru i einum hnappi út af Gerpi ásamt freigátunni Brighton, þremur dráttarbátum og eftirlitsskipinu Miranda. Hinir togararnir voru dreifðir um stærra svæði. Brezka freigátan Leopard er á heimleið, og önnur brezk freigáta — Leander — á leið til Islands. Skipstjóri á Árvakur er Höskuldur Skarphéðinsson. Port Vale var síðdegis i gær á austurleið og fylgdi varðskip togaranum eftir. Brezki togarinn Port Vale CY 484 strandaði við Héraðs- flóa i fyrravetur og þá var það einmitt Arvakur ásamt Ægi, sem náðu togaranum á flot aftur. Myndin sýnir Port Vale á strandstað. Hér fyrir neðan er mynd af brezku freigátunni Leander, sem nú er á leið á Islands- mið. «f <?• .ég&W, .íAmSŒi KJARAMÁLARÁÐSTEFNA ASÍ FB-Reykjavik. Kjaramálaráð- stefna ASt hófst kl. 14 I Tjarnar- búð I gær. Ráðstefnuna sitja milli 80 og 90 manns. Ráðstefnan hófst með þvi, að Björn Jtínsson forseti ASÍ fjallaði um kjaramálin, en ráðstefnunni er ætlað að marka stefnu i kjaramálum eins og henni er ætlað að vera, nú þegar samningar fara senn i hönd. Fyrir ráðstefnuna voru lögð drög að ályktun um kjaramálin, þar sem fjallað var um efnahags- málin eins og þau eru i dag. Siðan var bent á, að marka þurfi nýja stefnu i efnahagsmálum og talin upp þrjú grundvallaratriði slikr- ar stefnumótunar, að mati ráð- stefnunnar. Að þvi búnu voru taldir fjórtán liðir, þar sem bent var á leiðir til þess að ná þeim markmiðum, sem áður hafði verið bent á sem nauðsynleg. Raöstefnunni var ekki lokið þegar blaðið fór i þrentun. Björn Jónsson forseti ASI fjallar um kjaramálin á ráð- stefnu ASt i gær. (Tima- mynd GE) Innflutningsdeild SÍS: Salan nær 4 milljarðar FYRSTU NIU mánuði þessa árs hefursala innflutningsdeildar SIS aukizt mjög verulega frá fyrra ári, og er hún samtals 3.939 milljónir með söluskatti. Jafn- gildir það 39,8% aukningu frá' sama tima 1974. Af undirdeildum innflutningsdeildar eru veltu- hæstar birgðastöð með 1.294 millj. og fóðurvörudeild með 1.111 millj. Allar undirdeildirnar hafa aukið veltu sina frá sl. ári, nema byggingavörudeild. Allt sl. ár var heildarsala inn- flutningsdeildar 3.946,7 millj., en útlit er fyrir, að i ár hækki sam- svarandi tala um 1,5 milljarð og verði um 5,5 milijarðar. Ármannsfellsmálið hefur varpað Ijósi á einn anga þeirrar spill- ingar, sem hefur viðgengizt árum saman í valdatíð sjálfstæðismanna Kanadaptísturinn hleðst upp á Pósthúsinu I Reykjavfk. Tima- mynd G.E. Hér fer á eftir bókun sú um Ar- mannsfellsmálið, sem Kristján Benediktsson, Sigurjón Pétursson og Björgvin Guðmundsson lögðu fram Iborgarráði á fundi borgar- ráðs i gær: „Við undirritaðir höfum kynnt okkur dómsrannsókn i hinu svo- nefnda Armannsfellsmáli sam- kvæmt endurriti úr sakadómsbtík Reykjavíkur. Viljum við i þvi sambandi vekja athygli borgarráðs á eftir- farandi atriðum, sem fram komu i rannsókninni: 1. Skömmu eftir áramótin siðustu gefur Byggingafélagið Ar- mannsfell h.f. eina milljón króna i byggingarsjóð Sjálf- stæðishússins. Um svipað leyti vaknar áhugi forráðamanna félagsins á að fá til ráðstöfunar lóðina á horni Hæðargarðs og Grensásvegar. 2. Forráðamenn Armannsfells h.f. ræða við borgarstjóra um möguleika á að fá lóðinni út- hlutað og við borgarverk- fræðing um hugsahlegar byggingar á lóðinni. 3. Formaður byggingarnefndar Sjálfstæðishússins, Albert Guðmundsson, borgarfulltrúi, tískar eftir að hitta forráða- menn félagsins til þess að þakka þeim framlagið i byggingarsjóðinn. A þeim fundi er rætt um lóðamál og fulltrúar Armannsfellslátaí ljós áhuga á þvi að fá lóðina á horni Hæðar- garðs og Grensásvegar. 4. Armannsfell h.f. ræður Vifil Magnússon arkitekt, til þess að skipuleggja lóðina. Albert Guðmundsson hlutast til um, að haldinn er fundur skipulags- stjóra, framkvæmdastjdra Ár- mannsfells og Vifils Magnús- sonar, arkitckts, um skipulag lóðarinnar. 5. Borgarstjóri felur skipulags- stjóra að skipuleggja lóðina undir ibúðabyggingar. Borgar- ráð fær ekki vitneskju um þá ráðstöfuni 6. Arkitekt Ármannsfells h.f. Víf- ill Magnússon, er að tilhlutan Alberts Guðmundssonar ráðinná skipulagsdeild borgarinnar til þess að vinna að fullnaðarfrá- gangi skipulagshugmynda sinna. 7. Borgarstjóri gefur skrifstofu- stjóra borgarverkfræðings fyrirmæli um, að leggja fyrir borgarráð tillögu um úthlutun lóðarinnar til Armannsfells h.f. þótt engin auglýsing lóðarinnar hefði átt sér stað. Við teljum, að framangreind atriði leiði i ljós mjög vitaverð vinnubrögb hjá ráðamönnum Reykjavikurborgar og að öllum megi vera ljós tengsl milli út- hlutunar lóðarinnar og f járfram- lags Armannsfells h.f. i byggingarsjóð Sjálfstæðis- hussins, þótt ekki verði þau sönnuð fyrir dómi. Auk þeirra atriða, sem að framan eru nefnd, vekjum við at- hygli á þvi, að byggingarfélagið Ármannsfell hefur á undanförn- um árum verið umsvifamikill verktaki hjá Reykjavikurborg og notið i þeim viðskiptum óvenju- lega góðrar fyrirgreiðslu af hálfu borgaryfirvalda. Þá fékk félagið fyrir þremur árum aðra hina mjög svo eftirsóttu háhýsislóð við Espigerði þótt um hana væru fjöl- margir aðrir umsækjendur. Sú bygging, sem þar er risin, hefur án efa skilað milljónatuga gróða. Við sakadómsrannsóknina kom fram, að Armannsfell h.f. hefði á undanförnum árum, jafnan lagt fé til Sjálfstæðisflokksins. 1 ljósi framanritaðs um sam- skipti þessara aðila og fyrir- greiðslu frá hendi Reykjavikur- borgar hlýtur sú spurning að vakna, hvaða samband hafi verið milli fjárframlaganna til flokksins og fyrirgreiðslu borgar- innar við félagið á undanförn- um árum. Þá er ekki siður nauðsynlegt, ab upplýst verði, hvort aðrir aðilar en Ármannsfell h.f., sem fengið 'aafa eftirsóttar lóöir hjá borginni, hafi lagt fé til Sjálf- stæðisflokksins og þá hve mikið. Formaður byggingarnefndar Sjálfstæðishússins upplýsti i sjón- varpi, að fleiri en Armannsfell h.f. hefðu lagt eina milljón i hús- byggingarsjóðinn. Við teljum, að Sjálfstæðisflokkurinn verði að upplýsa, hvaða aðilar það eru, sem slfkar upphæðir hafa gefið, og hvort og þá hvaða fyrir- greiðslu þeir hafi notið hjá Reykjavikurborg. Saksóknari mun hafa talið, að sig skorti heimild til að kanna þau atriði. Naðsynlegt er, að Sjálfstæðis- menn i Reykjavik geri hreint fyrir slnum dyrum i þessum efn- um, vilji þeir losna við grunsemd- ir um, að lóðir borgarinnar séu og hafi verið notaðar sem verzlunar- ' vara til að afla fjár i Sjálfstæðis- flokkinn. Þótt rannsókn Armannsfells- málsins hafi ekki leitt til máls- höfðunnar, teljum við, að mál þetta i heild hafi varpað ljósi á einn anga þeirrar spillingar, sem hér viðgengst, og hefur viðgengiztárum saman, og er af- leiðing þess hversu lengi Sjálf- stæðisflokkurinn hefur farið með meirihluta i borgarstjórn."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.