Tíminn - 03.12.1975, Side 5

Tíminn - 03.12.1975, Side 5
Miðvikudagur 3. desember 1975. 5 Sveinafélag skipasmiða: Segja upp kaup- og kjara samningum Alyktun Flokks- róðs Sjdlfstæðis- flokksins A fundi flokksráðs Sjálf- stæðisfiokksins, sem haldinn var um helgina, voru gerðar ýmsgr ályktanir, þ.á.m. um varnarmáiin. M.a. segir svo: „Flokksráðið ftrekar þá stefnu Sjálfstæðisflokksins að ekki komi til greina að æskja endurgjaids fyrir varnarað- stööu þá, sem látin er I té I iandinu. Afstaðan tii varnar- samstarfsins og varnarstöðv- anna hlýtur að mðtast af öryggishagsmunum landsins á hverjum tima.” Skoðun Arons Sjálfsagt er þessi kafli ályktunar Sjálfstæðis- manna til kominn af gefnu tilefni. Ýmsir aöilar innan flokks- i n s h a f a hamraö á þeirri hugmynd, aö Banda- rlkjamenn veröi látnir greiða fyrir aðstöðu á Keflavikur- flugvelli. Aron Guðbrandsson hefur haldið þessari kenningu á lofti I ræöu og riti á undanförnum árum, og gerði þessi mál aö umtalsefni i blaðagrein fyrir örfáum dögum. Minnir hann á, aö bæöi Spánverjar og Portúgalar taki ríflega grciöslu af Bandarlkjamönn- um vegna hernaöaraöstööu, er bandariski herinn hafi I þessum löndum. i framhaldi af þvi segir Aron: „Hér liggja þá fyrir þeir kostir sem Bandarikin hafa gengið að, og má þá iita á þá sem mat þeirra á þeirri aö- stöðu sein nefndar tvær þjóðir veita þeim. Þessi aðstaða er þó ckki nema brot af þeirri að- stöðu sem við veitum 500 milljónum manna sem eru I •NATO og geta átt lönd sin og lif undir þvi að hafa hernaðar- lega aðstöðu á tslandi. Viö réttum þeim lykilinn að At- lantshafinu og segjum: Gjörið svo vel, þetta kostar ekkert. Svona er mikið eftir af kónga- blóðinu I okkur Islendingum ennþá.” Að treysta á sjdlfa sig Eflaust á Aron Guðbrands- son marga skoðanabræður. En hætt er við, að það styttist fljótt I sjálfstæði þeirrar þjóðar, er þannig hugsaði og hagaði sér. Þá fyrst væri hægt að tala uin, að islendingar væru háðir erlendu stórveldi, ef þiggja ætti greiðslur fyrir afnot af hernaðaraðstöðu, sem er þó vegna öryggishagsmuna okkar sjálfra fyrst og fremst. t efnahagsmáium verða ts- lendingar að treysta á eigin dugnað. Og þjóðin þarf ekki að örvænta um framtlöina, þótt heldur hafi kreppt að siðustu misseri. Lokasóknin I iand- helgismálinu, brýnasta lifs- hagsmunamáli þjóðarinnar, stendur sem hæst, undir forystu núverandi rikisstjórn- ar. Aö unnum sigri á þeim vettvangi, og þegar tslend- ingar ráða einir yfir auðæ fum hafsins umhverfis landið, geta þeir með skynsamlegri hag- nýtingu auðlinda sinna bæði I hafinu og landinu sjálfu lagt áframhaldandi grundvöll að velferöarrlki. Hinu verður að hafna, að þjóðin treysti efna- hagsstöðu sina með landsölu af þvf tagi, sem minnzt hefur verið á. —a-þ- gébé Ilvik — A fundi i Sveina- félagi skipasmiða, sem haldinn var nýlega, var samþykkt að segja upp gildandi kaup- og kjarasamningum félagsins viö atvinnurekendur, þannig að þeir renni út frá og með næstu ára- mótum. Þá var sámþykkt á fundinum að taka eindregið undir þá hörðu gagnrýni, sem komið hefur fram á skattalöggjöfina og framkvæmd hennar, og skorar fundurinn á verkalýðshreyfing- una að taka skattamálin til endurskoðunar i næstu samning- um. Þá fagnaði fundurinn útfærslu fiskveiðilögsögunnar i 200 milur og taldi það þýðingarmest allra mála að vernda fiskstofnana, og tryggja þar með efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Fordæmdi fundurinn alla samninga við er- lendar þjóðir og lýsti fullri and- stöðu við samninginn víð V-Þjóð- verja. Blindravinnu- stofan framleiddi 87.500 bursta á síðasta ári FB-Reykjavik. í skýrslu fram- kvæmdastjóra Blindravinnu- stofunnar, sem lögö var fram á aðalfundi Blindrafélagsins I ár kom fram, að framleiðsla vinnu- stofunnar á burstum jókst um 14,3% á siöasta ári. Nam bursta framleiðslan alls 87.504 burstum af 18 til 20 tegundum, og var handidráttur um 13% af heildar- framleiðslunni. Hafin var fram- leiösla á þremur nýjum bursta- tegundum hjá vinnustofunni á siðasta ári. Vörusala nam um 15 milljónum króna, og hagnaður varð ein og hálf milljón af rekstri vinnu- stofunnar. Þá var ákveðið, að blindum starfsmönnum yrði greiddur 20% af ágóða ársins 1974 Ikaupuppbæturihlutfallivið laun hvers og eins. mviar hendur H,f íwum frá Heth tssssA \/PRKSMIDJ^N 8 stserðir. Eitt þekktasta merki á ^jNorðurlöndum, RAF- SUNNBK BATTEFOEfí GEYMAR Fjölbreytt úrval af Sönnak rafgeymum - 6 og 12 volta — jafnan fyrirliggjandi ARMULA 7 - SIMI 84450 Fólkvangur í Borgarfirði eystra BH—Reykjavik. — Náttúru- verndarráö hefur að tillögu hreppsnefndar Borgarfjarðar- hrepps ákveðið að friölýsa Alfa- borg I Borgarfirði eystra með nokkurri spildu umhverfis. Hefur svæðið verið Tellt að skipuiagi Bakkagerðiskauptúns og er frið- að sem fólkvangur. Mörk svæðisins mynda sex- hyming um Alfaborg, og nær það frá aðalgötu um kauptúnið sam- kvæmt uppdrætti 465 metra til suðvesturs, en er breiðast 265 metrar (milli horna). Um hið friðlýsta svæði gilda eftirfarandi reglur: 1. Gangandi fólki er þar heimil för, enda gangi menn snyrti- lega um og varist aö skeröa gróöur og raska jarðmyndun- um. 2. Óheimilt er að beita búpeningi innan svæðisins, sem verður girt fjárheldri giröingu innan árs frá gildistöku þessarar friölýsingar. 3. Umferð hvers konar ökutækja er óheimil. 4. Breytingar á landi, mann- virkjagerð og jarðrask er bannað nema eftir skipulagi, sem Náttúruverndarráö hefur samþykkt. 5. Heimilt er aö planta á svæðið trjágróðri að ráöi kunnáttu- manna, en þó ekki I sjálfa Alfa- borgina, þar sem haldið skal náttúrlegum gróðri. Til undanþágufrá reglum þess- um þarf leyfi Náttúruverndar- ráðs eða þess, sem fer með um- boð ráðsins. starmtx * heimilistækin eru * hentugar jólagjafir | RYKSUGUR $ HRÆRIVÉLAR | KAFFIKÖNNUR t HÁRÞURRKUR * i Tíminn er peningar Auglýsicf ÍTimanum ii- 4- 5- 4- 5- 4- 5- 4- 5- 4- 5- 4- 5- 4- 5- 4- S 4- «- 4- 5- 4- 5- 4- «• 4- 5- 4- 5- 4- 5- 4- 5- 4- 5- 4- 5- 4- 5- 4- 5- 4- 5- 4- S * s- 4- S 4- 5- 4- 5- 4- 5- 4- Ryksugurnar eru sérlega kraftmiklar - 4 gerðir Skólavörðustig og Bergstaðastræti * -k + * ♦ ■6 -k •R ■6 * •6 -5 * -x ■S •S * ■5 + -Ú ★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆*☆★☆

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.