Tíminn - 03.12.1975, Side 6

Tíminn - 03.12.1975, Side 6
6 TÍMINN Miðvikudagur 3. desember 1975. Grundvallaratriði er, að full atvinna verði tryggð í landinu öllu Einu sinni enn á óvenju skömmum tima eru kjarasamningar almennu verkalýðsfélaganna að fara i gang. Verkalýðssamtökin hafa i tvennum kjarasamningum á þessu ári reynt eftir föngum að berjast við afleiðingar óðaverðbólgunnar, en með mjög takmörkuðum árangri. Kaupmáttur timakaups er nú minni en hann var við gerð bráðabirgðasamninganna i marzmánuði sl. Ennþá einu sinni virðist reynslan sanna, að hefðbundin barátta fyrir hækkun launa til að jafna metin gegn óðaverðbólgu, hvað þá til að lyfta kjarasamningunum upp, sé engan veginn einhlit aðferð, hversu nauðsynleg sem hún ann- ars er. Jafnhliða kaupgjaldsbaráttunni verður þvi að ráðast af alefli gegn verðbólguvaldnum, og ná verður þvi marki, að hún verði ekki meiri hér en i viðskiptalöndum okkar. Fulla atvinnu verður að tryggja, og hlýtur það mál að hafa algeran forgang við gerð komandi kjarasamninga. Atvinnuleysisvofuna verður að kveða niður að fullu og öllu i þessu landi. Þján- ing þess fólks " sem i ofanálag við lág laun býr við ótryggt atvinnuástand, er ólýsanleg i orðum. Skýlausar yfirlýsingar stjórnvalda um að fullri atvinnu verði haldið uppi i landinu öllu, hlýtur þvi að verða grundvallaratriði. Skattaeftirlit verði hert að miklum mun, og það verði tryggt, að ailir greiði skatta af sinum raun- verulegu tekjum. Reglum um söluhagnað og af- skriftir fyrirtækja verði breytt á þann veg, að ekki verði hægt að hagnast á að braska með slika hluti. Lifeyrissjóðakerfið verði tekið til gagngerðrar endurskoðunar, sem hafi eftirfarandi aðalmark- mið: 1. Sameiginlegan lifeyrissjóð fyrir alla lands- menn, sem tryggi öryrkjum og ellilifeyrisþegum lágmarkstekjur, er verði þvi sem næst eins og lægstu taxtar verkalýðsfélaganna eru á hverjum tima. 2. Athugað verði, hvort ekki sé hagkvæmt að hverfa frá hinu svokallaða uppsöfnunarkerfi lif- eyrissjóðanna og taka upp gegnumstreymiskerfi i staðinn, þ.e. að iðgjöldum lifeyrissjóðanna verði strax varið til greiðslu bóta. Þá ber einnig að athuga, hvort ekki sé hag- kvæmt að taka niðurgreiðslukerfið i landinu til gagngerðrar endurskoðunar, sem hafi það aðal- markmið, að niðurgreiðslur miðist við fjöl- skyldustærð, en það hlýtur óumdeilanlega að vera spor i þá átt að létta undir með barnmörgum fjölskyldum og skapa aukinn jöfnuð i samfélag- inu. Þá væri einnig mjög æskilegt að gera fyrir- komulag niðurgreiðslnanna aðgengilegra og auð- skildara almenningi. H.H. Umsjónarmenn: • Helgi H. Jónsson og Pétur Einarsson SAMBAND ungra Framsóknarmanna og verkalýðsmálanefnd Framsóknarflokksins héldu sameiginlega ráðstefnu um verka- lýðsmál að Rauðarár- stig 18 um sl. helgi. Var ráðstefnan fjölsótt og þótti takast hið bezta i alla staði. Ásgeir Eyjólfsson form. undirbúnings- nefndar setti ráðstefn- una og bauð ráðstefnu- gesti velkomna. Á laugardaginn var Hall- grimur Pétursson for- seti ráðstefnunnar, en Hákon Hákonarson var forseti hennar á sunnu- daginn. Fundargerð ritaði Guðmundur Daðason. Að lokinni setningu flutti Ólafur Jóhannes- son, form. Framsókn- arflokksins, ávarp, en siðan voru flutt fimm framsöguerindi: Egill Sigurgeirsson talaði um vinnulöggjöfina, Þórarinn Þórarinsson ritstjóri um Framsókn- arflokkinn og verka- lýðshreyfinguna, Hall- dór Ásgrimsson alþing- ismaður talaði um Skattamál og laun- þega, Axel Gislason verkfræðingur um at- vinnulýðræði og sam- vinnurekstur, og Daði Ólafsson form. Sveina- félags húsgagnabólstr- ara taláði um skipulag verkalýðshreyfingar- innar og heildarkjara- samninga. Að loknum fram- söguræðum var orðið gefið laust og voru frjálsar umræður, en siðan unnu þátttak- endur ráðstefnunnar i umræðuhópum að gerð ályktana, sem siðan voru samþykktar og eru birtar hér á sið- unni. Ekki voru veðurguð- irnir sérlega hagstæðir og voru engar flugferð- ir utan af landi á föstu- dag og laugardag, svo færri sóttu ráðstefn- una, en hug höfðu á. Alls voru þátttakendur á ráðstefnunni um 80 manns. Þar sem um mjög marga þætti verka- lýðsmálanna var fjall- að á ráðstefnunni gafst ekki eins mikill timi og þurft hefði til að gera einstökum þáttum skil. Kom þvi upp sú hug- mund að efna þyrfti til ráðstefnu um verka- lýðsmál oftar en gert hefur verið, og fjalla þá jafnvel aðeins um af- markaða þætti þeirra á hverri. Gæfist þannig betra tóm til að gera hverjum einstökum þætti skil og vinna að itarlegri stefnumörk- un. Ályktanir verkalýðsmálaráð■ stefnu 5.U.F. og verkalýðsmála■ nefndar Framsóknarflokksins I. Framsóknarflokkur- inn og verkalýðshreyf- ingin. Framsóknarflokkurinn er sprottinn upp úr systurhreyfing- um verkalýðshreyfingarinnar. Þjóðleg félagshyggja Framsókn- armanna skipar flokknum i far- arbrjóst framsóknarinnar i átt til samfélags frelsis og jafnaðar, samfélags efnalegra sjalfstæðra manna sem leysa sameiginleg verkefni sin i anda samvinnu og samhjálpar. Það er þvi ekki ó- fyrirsynju að mestu sigrar is- lenzkrar verkalýðshreyfingar hafa unnizt á stjórnarárum Framsóknarmanna og með at- fylgi þeirra. Framsóknarflokkurinn hlýtur ævinlega að móta stefnu sina i samræmi við hagsmuni þjóðar- innar allrar, jafnvel þótt slikt kunni á stundum að brjóta i bága viðhag einstakra samfélagshópa. En enda þótt Framsóknarflokk- urinn sé ekki stéttaflokkur, hefur reynslan sýnt að launþegar eiga samleið með honum. Mikiis átaks er þörf af hálfu fokksins til að styrkja tengsl hans við verka- lýðshreyfinguna. II. Vinnulöggjöfin Ráðstefna verkalýðsmála- nefndar Framsóknarflokksins og S.U.F. vekur athygli á þeim á- hrifum sem Framsóknarflokkur- inn hefur ætið haft á lagasetningu um réttindi verkafólks á ýmsum sviðum. Sú vinnulöggjöf, sem nú er i gildi, hefur áunnið sér velvilja og traust verkafólks i landinu. Ráðstefnan gerir sér ljóst, að timabært er að gera nokkrar breytingar á núverandi löggjöf og þar á meðal að jafna réttarstöðu launþega i landinu, en þó þvi að- eins, að allar slikar breytingar séu gerðar i samvinnu við verka- lýðshreyfinguna og njóti velvild- ar hennár strax frá upphafi, ann- ars munu þær ekki ná tilgangi sinum. III. Atvinnulýðræði og samvinnurekstur Verkalýðshreyfingin og sam-^ vinnuhreyfingin eru systur- hreyfingar að uppruna og eðli Þátttaka starfsmanna i stjórnum samvinnufélaganna og áhrif á á- kvarðanir þeirra verða að aukast. Slikt væri æskilegt sem fyrsta skrefið i áttina til almennrar starfsmannaaðildar að stjórn þess fyrirtækis sem þeir vinna við. Ýmsar framleiðslu- og þjón- ustugreinar eru kjörin vettvang- ur samvinnufélaga með atvinnu- lýðræði. I framþróun atvinnulifsins mega samvinnumenn hvergi láta hlut sinn eftir liggja, enda sam- eina framleiðslu- og þjónustu- samvinnufélög kosti atvinnulýð- ræðis og frjáls félagsframtaks. Ráðstefnan telur jafnframt brýna nauðsyn á auknu samstarfi starfsmanna og stjórnenda fyrir- tækja og stofnana m.a. með aðild starfsmanna að stjórnum þeirra. IV. Kjaramál Með tilliti til rikjandi efnahags- ástands leggur ráðstefnan á- herzlu á það markmið allra fé- lagshyggjumanna, að staðinn verði vörður um atvinnuöryggið um land allt, og að það verði að sitja i fyrirrúmi. Jafnframt verði stefnt að auknum jöfnuði i kjara- málum launþega til lands og sjávar. Ráðstefnan ályktar að sér- stakra ráðstafana sé þörf i kjara- málum kvenna og að bæta þurfi Framhald á bls. 12

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.