Tíminn - 03.12.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.12.1975, Blaðsíða 8
TÍMINN Miðvikudagur 3. desember 1975. Áætlanagerö er öruggasta leiðin til skipulegra og markvissra vinnubragða Mó-Reykjavik. Guðmundur G. Þórarinsson (F) mælti i gær fyrir tillögu til þingsályktunar um áætlanagerð i flugmálum. Auk hans flytja tillöguna þing- mennirnir Jón Skaftason, Stein- grimur Hermannsson og Halldór Ásgrimsson. Alþingi ályktar að fela sam- gönguráðherra að láta gera fjögurra ára framkvæmda- og fjármögnunaráætlunum flugmál. t upphafi ræðu sinnar sagði Guðmundur G. Þórarinsson, að hugmyndin með flutningi tillög- unnar væri sú, að gera langtima- áætlun um uppbyggingu i flug- málum, svipað og gert er i vega- og hafnarmálum. Stöðugt væru flugsamgöngur að aukast, og þvi mikil nauðsyn áætlanagerðar. Hins vegar yrði að hafa það i huga, að áætlanir væru ekki ein- hlitar. Framkvæmdir yrðu að fylgja á eftir. Flutningsmaður taldi áætlana- gerð öruggustu leiðina til skipu- legra og markvissra vinnu- bragða, jafnframt stefnumörkun iflugmálum. Margt væri óleystá þessu sviði, og væri þvi mikill fengur i' að raða verkefnum i for- gangsröð. Með þvi væri tryggt, að það fé, sem veitt væri til flugmála, nýttist sem bezt. Ætlazt er til, að áætlunargerðin nái m.a. til eftirfarandi atriða! Fjármögnunar. Flokkunar flugvalla. Flugvallagerðar. Flugskýla, flugstöðva og viðhaldsaðstöðu. öryggisbúnaðar flugvalla og flugum f erða rþ jónustu. Meðal þeirra fjölmörgu verk- efna, sem blasa við mætti nefna flúgvöllinn i Reykjavík. Framtið hans væri i mikilli óvissu. Þar vantaði nauðsynlegar öryggis- ráðstafanir, og mikið væri talað um það, að nauðsyn bæri til þess að breyta brautum. Væri þar um verulegar framkvæmdir að ræða. Einnig þyrfti að taka upp sam- Guðmundur G. Þórarinsson vinnu við Reykjavikurborg, svo ekki verði þrengt meir að vellin- um en nú þegar er orðið. Þessu næst ræddi flutnings- maður um flugskýlin, sem bæði eru gömul og léleg , og hefðu fengið takmarkað viðhald. Einnig væri viðgerðaraðstaða á flugvél- um algerlega ófullnægjandi, eftir að flugskýlið hefði brunnið i fyrra. Þá væri 511 aðstaða i flug- stöðinni algerlega ófullnægjandi og i raun væri flugstöðin ekki annað en skúr við skúr. Væri þvi ekki að furða þótt gárungarnir kölluðu flugstöðina „Skúra- leiðingar." Slökkvilið flugvallarins væri i gömlum bragga, og þannig mætti halda áfram að telja fjölmörg verkefni við Reykjavikurflugvöll, sem þörfnuðust úrbóta. Þá væri ekki siður nauðsyn mikilla aðgerða á Keflavikurflug- velli og mætti nefna, að aðskilja þyrfti farþegaflug og flug á veg- um varnarliðsins. Þar þyrfti að reisa nýja flugstöðvarbyggingu og stórbæta viðhaldsaðstöðuna. Þá væri mikið stórmál fyrir framtiðina, að skipuleggja Kefla- vikurflugvöll og ákveða stað- setningu flugstöðvar og flug- skýla. Auk þessa mætti að sjálfsögðu nefna fjölmargar nauðsynlegar framkvæmdir á flestum flugvöll- um út um allt land. Þar væri yfirleitt um malar- velli að ræða og viðhald flugvéla þvi mjög mikið. Einnig vantaði öryggistæki við flestaflugvelliúti á landi.Vantaði þar bæði öryggissvæði meðfram og við enda flugvalla, og einnig ljósabúnað, og aðflugstækja- búnaður er viðast af frum- stæðustu gerð. t þessu sambandi vakti fram- sögumaður athygli á skýrslu öryggisnefndar Félags islenzkra atvinnuflugmanna. Þar er bent á fjölmörg atriði, sem flugmenn telja nauðsynlegt að bætt verði úr. Þá sagði framsögumaður, að sjálfsögðu ætti áætlunin einnig að ná til fjármögnunar bæði hvað varðar fjárframlög ríkissjóðs, og einnig að tryggja framkvæmdum i flugmálum tekjustofna. Nefndi hann i þvi sambandi farþega- gjaldið, sem i ár væri ætlað að skilaði rikissjóði 230 til 240 milljónum króna. Taldi fram- sögumaður, að það gjald ætti að renna beint til framkvæmda i flugmálum, en þvi væri ekki varið til þeirra hluta nú. Þá vakti framsögumaður. at- hygli á, að heildarfjárframlög til framkvæmda i flugmálum næmu núaðeins 252milljónumkróna. Ef farþegagjaldið rynni beint til Framhald á bls. 19 Þótt áætlanir um Kröflu virkjun standist þarf að nota díselorku á Norðurlandi 1977 til 60 .kr. Mó-Reykjavik. Kröfluvirkjun kom til umræðu á Alþingi i gær, þegar iðnaðarráðherra Gunnar Thoroddsen svaraði fyrir- spurnum frá Braga Sigur- jónssyni. 1 svari ráð- herra kom m.a. f r a m , a ð samningar hafa verið gerðir um kaup á tveimur 30 MW velum Kröfluvirkjunar eða samtals MW. Aætlaður kostnaður er: millj. Aætlun um framkvæmdir á vegum Kröflunefndar 4.132 Aætlun Orkustofnunar um ' jarðboranir og gufukerfi 1.706 Kostnaður við 132 kV háspennu- Hnu til Akureyrar er hér ekki meðtalinn en hann er áætlaður 510millj.kr. og kostnaður við að- veitustöð á Akureyri er áætlaður 126 millj. kr. Einnig kom fram i svari ráð- herra að Orkustofnun hefur ný- lega gert orkuspár fyrir Norður- land. Er í öðru tilfellihu gert ráð fyrir rafhitun á Akureyri, en i hinu, er gert ráð fyrir hitaveitu þar. Samkvæmt fyrra tilfellinu er aflþörfin 67 MW árið 1977. Nú er gert ráð fyrir, að fyrri vél Kröflu- virkjunar verði komin I gang fyr- ir árslok 1976. Með 30 MW i Kröflu er uppsett vatnsafl og gufuafl á Norðurl. 58 MW. Ef norðurlin- an verður i fyrstu rekin á 60 kV spennu, má gera ráð fyrir, að hægt verði að flytja eftir henni 5 MW. Verður þvi aflið samtals 63 MW. Ef aflþörfin verður 67 MW eins og orkuspáin gerir ráð fyrir, þarf að nota diselstöðvar þegar notkun fer yfir 63 MW. Sam- kvæmt sfðara tilvikinu, þegar gert er ráð fyrir hitaveitu á Akur- eyri.er aflþörfin 59 MW árið 1977. Hér má bæta þvi við að ætla má, aö orkunotkun markaðar sem sveltur hefur verið um lang- an tíma, vaxi mun meir en gert er ráð fyrir i orkuspam, þar sem gera má ráð fyrir að ýmis iðn- fyrirtæki muni stórauka orku- kaup sin fljótlega eftir að orka er fyrir hendi. Verður þvi að koma síðari véla- samstæðu i notkun áður en langt Höur. Einnig kom fram i svari ráð- herra, að heildarkostnaður við Kröfluvirkjun er orðinn um 1.000 milljónir króna. Endurfakið dagskrá stúdenta 1. des. Mó-Reykjavlk. Dagskrá stú- denta 1. des. kom til umræðu á Alþingi I gær, þegar Guð- mundur H. Garðarsson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár. Beindi þingmaðurinn þeirri áskorun til útvarpsráðs, að endurtekin væri umrædd dag- skrá. Taldi hann, að nauðsynlegt væri fyrir skattborgara að fá að heyra hvaöa álit róttækir stúdentar i Háskóla tslands hefðu til borgaralegs þjóö- félags. Vakti hann athygli á þeim miklu fjármunum, sem menntun stúdenta kostaði þjóðfélagið. Taldi þingmaður- inn, að fjöldi fólks heföi ekki haft aðstöðu til að fylgjast með umræddri dagskrá, en nauðynlegt væri fyrir almenn- ing að fá að heyra hana til að geta tekið afstöðu til skoðana róttækra stúdenta. Beindi þingmaðurinn þeirri áskorun til útvarpsráðs, að endurtekin yrði dagskráin sið- ari hluta sunnudags. Einnig tók Jónas Arnason til máls. Dýpkunarskipin anna verkefnum Mó-Reykjavik.A fundi I samein- uðu þingi i gær svaraði Halldór E. Sigurðsson samgönguráðherra fyrirspurn frá Sigurlaugu Bjarnadóttur um dýpkunarskip. t svari ráðherra kom m.a. fram, að hafnamálastofnunin gerir út tvö dýpkunarskip; eða tæki, dýpkunarskipið „Gretti" og dæluprammann „Hák". Grettir er gamalt grafskip, keypt til landsins fyrir þrjátlu ár- um. Hann er samt öflugasta dýpkunartækið á landinu. Hann hefur siðastliðin tvö ár unnið við dýpkun Grindavikur, en þar hefur verið unnið að hafnargerð undan- farið, fjármagnað með láni Al- þjóðabankans. Grettir er mjög gamalt tæki, en honum hefur ver- ið haldið vel við. Talið er eðlilegt að nota hann nokkur ár enn. Hákur er miklu nýrra tæki. Hann var keyptur hingað til lands árið 1967. Hákur hefur reynzt mjög afkastamikill við hafna- gerðir og hefur þann kost, að hann dælir efni þvi er hann dælir upp á land, þar sem uppfyllinga er þörf. Hákur er útbúinn með „Skera" á inntaki dælurörsins, svo hann getur dælt upp efni úr höfnum, þar sem dæluskipum án sliks skera er ókleift að dýpka, auk þess sem hann ristir minna en önnur sllk skip. Hákur hefur á þessu ári dælt úr höfninni á Ólafsfirði, Dalvlk, við Karlsey og úr Ólafsvikurhöfn. Hákur er nú i allmikilli við- haldsviðgerð, en dæluútbúnaður sem þessi þarfnast mikils við- halds. Þegar þessari viðgerð verður lokið verður hann jafngóð- ur og nýr. Likleg verkefni fyrir Gretti á næsta ári verða dýpkanir I Bolungarvik, Skagaströnd, Húsa- vík og Neskaupstað. Hákur mun eftir áramótliklega hefja dælingu i Hafnarf. dæla siðan á Grundarfirði, á Blldudal og Þing- eyri, siðan á Hvammstanga, Sauðárkróki og Hrlsey. Einnig verður stórt verkefni, dýpkun Þorlákshafnar. Ef litið er á verkefni næstu ára ber mest á verkefnum, sem má leysa með dælingu. Miklu minni eru þau verkefni, þar sem nota verður graftæki eins og Gretti. Sprenginga er þorf en oftast tak- markað á hverjum stað. Nú og undanfarið hefur Hafna- málastofnunin unnið að könnun á þvi, hvers konar dýpkunartæki væri hagkvæmast að bæta við tækjakost stofnunarinriar. Ahugi beinist einkum að fleka á fótum. Slfkur fleki mundi á margan hátt henta vel hinum fjölbreytilegu verkefnum hér á landi. Sem bor- pallur, pallur fyrir krana við dýpkanir, vinnupallur við þil- rekstur og grjótútlagningu og Halldór E. Sigurðsson fleira. Segja má að ekkert eitt tæki hafi jafn marga möguleika við hafnarframkvæmdir. Verð á slikum fleka er nú um 150 millj. kr. Einnig kemur til greina að hafa sérstakan fleka fyrir gröft og annan fyrir bortæki. A vegum Hafnamálastofnunar var nýlega skoðuð stór fljótandi grafskófla i Norður-Noregi. Graf- skófla þessi er mjög öflug og myndi henta vel við viss verkefni. Það mun standa okkur til boða að leigja hana eitt ár, eða svo. Vegna þess hversu dýrt yrði að flytja hana hingað yrði það ekki gert nema þessi umræddu verkefni yrðu unnin i einu lagi. Þyrftu þvi að vera til þessara nota töluverð- ar fjárveitingar sérstaklega. Kostnaður við gröft slikrar skóflu virðist vera svipaður og hjá Gretti. Nokkur f jöldi dýpkunartækja er til hér á landi I einkaeign. Hér er nær eingöngu um dælutæki að ræða. Ekkert þeirra hefur skera eins og Hákur. Það hefur komið sér vel að geta leigt þessi tæki, þegar Hákur hefur verið bundinn annars staðar og legið hefur á takmörkuðum dýpkunum, sem þessi tæki hafa ráðið við. En það er nær eingöngu tiltölulega laus sandur og leir. Reynzt hefur illu að ætla þeim erfiðari verkefni. 1 dag má segja að Hákur upp- fylli þá þörf, sem er fyrir dælu- skip innan ramma þeirrar fjár- mögnunar hafnargerða, sem er fyrir hendi. Ef á henni yrði skyndileg aukning gæti orðið þörf fyrir fleiri tæki á þessu sviði, en æskilegt væri að þau gætu leyst erfiðari verkefni en dælingu lausra efna. Að endingu má benda á það al- mennt, að ekki er réttlætanlegt að kaupadýrogafkastamikil tæki til. hafnargerða, nema fjármagn til hafnargeröa sé svo mikið, aö þörf sé fyrir tækin og þau getið unnið við þau verk, er þau eru miðuð við. Fyrsta áfanga byggðalínunnar lýkur væntan- lega í vetur I svari Iðnaðarráðherra við fyrirspurn frá Braga Sigurjóns- syni um Byggðalinuna kom m.a. fram, að áætlað er að hún flytji fulllögð með 132 kv spennu allt að 50 Mw milli Suður- og Norður- lands. Gert er ráð fyrir að lagning syðri Hluta hennar, þ.e. frá Anda- kllsárvirkjun norður i Hrútafjörð. ljúki I vetur. Lokið er að reisa staura á verulegum hluta kaflans frá Hrútafirði að Laxárvatni. Á næsta ári er áformað að ljúka þeim kafla, svo og áfanganum frá Laxárvatni til Varmahlíðar. Þar verður hún tengd linunni milli Varmahlíðar og Akureyrar; Gert er ráð fyrir að þessum fram- kvæmdum verði lokið slðla næsta árs. Yrði þá hægt að reka llnuna milli Andkíls og Akureyrar með 132 kV spennu með bráðabirgða- tengingu. Erþáeftiraðgera kaflann milli Grundartanga og Andakils og hefur verið reiknað með að það verk yrði unnið árið 1977 og Hnan að öbru leyti fullgerð. Þó þarf að athuga nánar þá timaáætlun. Skv. upplýsingum Rafmagns- veitna rikisins var áfallinn kostnaður við lagningu Hnunnar hinn 1. nóvember s.l. orðinn 657,8 millj. kr. Heildarkostnaður við sjálfa linulögnina er áætlaður 1300millj. kr. Kostnaður við spennistöðvar er áætlaðurum llOOmillj.kr. en þar er innifalið nokkuð af rafbúnaði fyrir dreifiveitur i héruðunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.