Tíminn - 03.12.1975, Qupperneq 9

Tíminn - 03.12.1975, Qupperneq 9
Miðvikudagur 3. desember 1975. TÍMINN 9 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: í>órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargöty, símar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, sfmi 2650P — afgreiðsiusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. KaðaprentlT.fí Stríðið við Breta Flest bendir nú til þess að nýja þorskastriðið milli Islendinga og Breta geti orðið bæði hart og langvinnt. Eins og nú stendur, eru samkomulags- horfur engar, þvi að Bretar neita af sinum alkunna þráa að viðurkenna tvö höfuðatriði, sem nýtt sam- komulag verður að byggjast á, ef til kemur. Annað er, að ástand þorskstofnsins er nú þannig, að hann þarfnast stóraukinnar friðunar. Þetta hafa Vestur- Þjóðverjar viðurkenmt með þvi að draga úr sókn sinni i þorskinn um 75%, miðað við siðustu árin fyrir útfærsluna 1972. Hitt er það, að Bretar neita að viðurkenna forgangsrétt strandrikis, þegar draga þarf af friðunarástæðum úr fiskveiðum á landgrunni þess. Þetta sjónarmið viðurkenndi þó alþjóðadómstóllinn i úrskurði sinum, þótt hann færi eftir reglum, sem eru meira og minna úreltar. Hinar nýju reglur, sem eru að mótast, tryggja rétt strandrikisins fullkomlega. Fyrir íslendinga skiptir nú höfuðmáli að haga styrjöldinni við Breta á sem sigurvænlegastan hátt. Það er á tveimur sviðum, sem styrjöldin mun vinnast fyrst og fremst. Annað þeirra eru sjálf fiskimiðin við Island. Það skiptir höfuðmáli, að Landhelgisgæzlan geti torveldað veiðar Breta sem mest, og komið þannig i veg fyrir að áform þeirra geti heppnazt. Þvi þarf hún að geta einbeitt afli sinu gegn Bretum. Jafnframt þarf að efla hana eins og kostur er. Það þarf að sanna Bretum i verki að ekki er hægt að halda uppi eðlilegum fisk- veiðum undir herskipavernd. Hitt sviðið er áróð- urssviðið, ef svo mætti að orði komast. Það þarf að kynna það sem bezt um allan heim, að stjórn Bretaveldis skipa á áttunda tug tuttugustu aldar- innar slikir rányrkjumenn, að þeir viðurkenna ekki nauðsynlega vernd þorskstofnsins, enda þótt fiskifræðingar þeirra hafi viðurkennt nauðsyn þess. Það þarf að kynna það um allan heim, að stjórn Bretlands á áttunda tug tuttugustu aldar- innar er skipuð slikum nýlendukúgurum, að þeir viðurkenna ekki forgangsrétt strandrikis til veiða á landgrunni sinu, þegar öllum má augljóst vera, að draga verður úr veiðum af ótviræðum friðunar- ástæðum. Það þarf að kynna það um allan heim, hvernig miðaldamennirnir i stjórn Stóra-Bret- lands á siðari hluta tuttugustu aldar reyna að eyði- leggja lifsmöguleika þjóðar, sem byggir afkomu sina nær eingöngu á fiskveiðum, og brjóta með þvi öll lögmál um nauðsynlega náttúrufriðun og for- gangsrétt strandrikja. Islendingar þurfa i samræmi við þetta að hefja mikla áróðurssókn gegn Bretum og reyna að ein- angra þá sem mest i þessu máli á allan hátt. Ákær- an á hendur þeim á ekki eingöngu að heyrast i Vestur-Evrópu og Bandarikjunum, heldUr einnig i Afriku, Asiu, Suður-Ameriku og Austur-Evrópu — hún þarf að heyrast alls staðar, þar sem von er um, að brezka ofbeldið fáist fordæmt. Hún á að ná hámarki sinu á væntanlegum fundi hafréttarráð- stefnunnar i marz, ef Bretar hafa ekki hætt að beita ofbeldi áður. Ýmsar nágrannaþjóðir okkar, eins og Norð- menn og Vestur-Þjóðverjar, hafa boðizt til að hafa milligöngu i deilu Breta og Islendinga. Slík milli- ganga er tilgangslaus fyrr en Bretar hafa viður- kennt nauðsynlega vernd þorskstofnsins og for- gangsrétt strandrikisins. Meðan svo er ekki, er allt tal um milligöngu .út i bláinn. Meðan þannig er á- statt, er ekki um annað að ræða en að sigra ný- lendunátttröllin og rányrkjumennina i stjórn Stóra-Bretlands. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Teng er gestgjafi Fords í Peking Hann virðist enn minni vinur Rússa en Mao og Chou Kissinger og Teng i Peking 1975 ÞAÐ var haft eftir Henry Kissinger, að þegar Ford Bandarikjaforseti kæmi til Peking, yrði það nokkuð áþekkt þvi, að kinverskur leið- togi kæmi til Washington eftir nokkur ár og forsetinn, sem tæki á móti honum, væri eng- inn annar en Nixon endurris- inn. Rökin fyrir þessari álykt- un voru þau, að sá maður, sem nú tekur aðallega á móti Ford, ogmun ræða mest við hann, er Teng Hsiao-ping, fyrsti vara- forsætisráðherra Kina, en hann var fyrir tiu árum álika útskúfaður og fordæmdur i Kina og Nixon er nú i Banda- rikjunum. Teng er nú augljóslega þriðji valdamesti maðurinn i Kina, eða næst á eftir þeim Mao og Chou En-lai. I reynd er hann sennilega sá valdamesti, þvi að Mao sinnir orðið litt stjómarstörfum, enda verður hann 82 ára i febrúar næst komandi, en Chou er sagður fárveikur og dauðvona, en hann er 77 ára. Stjórnarstörfin hvila þvi fyrst og fremst á Teng, sem er fyrstur i röðinni af tólf varaforsætisráðherrum Kina, fyrsti varaformaður Kommúnistaflokksins, og gegnir auk þess mikilvægu embætti i yfirstjórn hersins. Athygli vekur lika, að fram- ganga og málflutningur Tengs hefur að undanförnu einkennzt af vaxandi myndugleik. Yfir- leitt er þvi nú spáð, að hann muni taka við forystunni af þeim Mao og Chou, þegar þeir falla frá, og það komi þvi i hans hlut að brúa bilið, sem verður á milli þessara fyrstu leiðtoga kinverskra kommún- ista og forystumanna þeirrar kynslóðar, sem er að hefjast til valda, en flestir reikna með skömmum valdatima hjá Teng, þvi að hann er að verða 72 ára. TENG er fæddur 1904. Samkvæmtupplýsingum, sem birtar voru um hann á timum menningarbyltingarinnar 1966-1967, er hann kominn af ætt efnaðra landeigenda og al- inn upp i allsnægtum. Hann fór til Frakklands, þegar hann var sextán ára, og stundaði þar nám næstu sex árin, aðal- lega i Lyon. Kunningsskapur þeirra Chou En-lais hófst á þessum árum. Hann fór heim um Moskvu, en hann var þá þegar orðinn kommúnisti, og dvaldist þar um skeið til þess að fullnuma sig i kommúnist- iskum fræðum. Hann kom fyrst aftur til Vesturlanda nær hálfri öld siðar, eða 1974, þegar hann ávarpaði þing Sameinuðu þjóðanna. Eftir heimkomuna gerðist Teng skæruliðaforingi i Kwangshi i Suður-Kfna, en til- raun til að koma upp varna- legri bækistöð misheppnaðist þar, og var þá hafin gangan langa, sem siðan hefur orðið mjög fræg i sögu kinverskra Kommúnista, til norðurhér- aða Kina, þar sem þeim tókst að koma upp varaníegri bæki- stöð. Mao var þá þegar orðinn aðalleiðtogi kommúnista. Teng var honum mjög hand- genginn á þessum árum og varð brátt einn af áhrifamestu leiðtogum kommúnista. Hann var um skeið framkvæmda- stjóri flokksins og einn þeirra sex manna, sem skipuðu æðstu stjórn kommúnista- flokksins. Af ástæðum, sem aldrei hafa verið upplýstar til fulls. missti hann öll völd sin á timum menningarbyltingar- innar svo nefndu, 1966-1967, en opinberlega var hann þó aldrei fordæmdur eins og Liu Shao-chi. Hins vegar birtist um hann ýmiss konar óhróður i dreifiblöðum, sem komu út á vegum forystu- manna menningarbylting- arinnar. Honum var gefið að sök að hafa verið óhlýð- inn Mao og að hann hefði tek- ið upp óhófsvenjur hinna auðugu forfeðra sinna, m.a. i mataræði. Aárunum 1967-1973 var alveg hijótt um Teng, en 12. april 1973 skaut honum skyndilega upp i veizlu, sem Chou hélt fyrir Sihanouk prins frá Kambódíu. Eftir það fór að bera stöðugt meira á honum, en þó hægt oj* hægt, unz til- kynnt var, að hann hefði verið skipaður varaforsætisráð- herra. Siðan fór hann að koma fram sem helzti staðgengill Chous, þegar erlendir þjóð- höfðingjar heimsóttu Peking. A flokksþinginu, sem haldið var i byrjun þessa árs, var það endanlega staðfest, að hann gekk orðið næst Mao og Chou að völdum. Hann var þá kjör- inn fyrsti varaforsætisráð- herra, fyrri varaformaður flokksins, og jafnframt hlaut hann sæti i hinni voldugu sex-manna-stjórn flokksins._ Siðan hafa orðið miklar mannabreytingar i yfirstjórn flokksins, bæði i Peking og i helztu valdasetrum utan höf- uðborgarinnar. Flestar þeirra hafa þótt benda til þess, að Teng væri að styrkja völd sin. Ýmsar sögur hafa verið á' kreiki um orsakir þess, að Teng hófst svo óvænt til valda aftur. Einna liklegast þykir, að Teng hafi náð trausti þeirra Maos og Chous aftur, og þó einkum hins siðar nefnda. Þeir Mao og Chou hafi svo orðið sammála um að heppi- legra væri, að einhver hinna eldri og reyndari flokksleið- toga tæki við af þeim, frekar en að fela það yngri og óreyndari manni. Við nánari athugun hafi svo Teng orðið fyrir valinu. . VIÐ ÞAU tækifæri, sem Teng hefur komið fram opin- berlega, hefur hann gætt þess vandlega að túlka nákvæm- lega kenningar Maos, og hefur þvi sjaldan haft nokkuð nýtt fram að færa. Þó hefur það vakið athygli að hann hefur verið enn þungorðari i garð Rússa heldur en þeir Mao og Chou hafa verið, og sakað þá enn eindregnar um heims- valdastefnu. Jafnframt hefur hann varað Bandarikin og Vestur-Evrópu við yfirgangi og striðsundirbúningi Rússa.- Ef til vill fer Teng hér eftir fyrirmælum Maos og Chous. Þetta þykir þó benda til þess, að ekki muni sambúðin milli Kina og Sovétrikjanna batna við fráfall Maos og Chous, ef það verður Teng, sem tekur við af þeim, eins og nú eru helzt horfur á — Þ.Þ. Krústjoff faðmar Liu Shao-chi og Teng í Moskvu 1961.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.