Tíminn - 03.12.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.12.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Miðvikudagur 3. desember 1975. Bjarni Guðmundsson: Um „beitarbúskap" fyrr o Það hefur verið nokkuð i tizku undanfarið að ræða um land- búnaðarmál. Virðist ýmsum renna það til rifja, að hér skuli stundaöur landbúnaður, á meðan afla má „ódýrra búvara" frá ná- grannalöndunum. Hugtakið hag- vöxtur er orðið að leiðarstjörnu margra og er það trúlega i ljósi þeirrar stjörnu, sem innlendur landbúnaður er nú af þeim hinum sömu dæmdur til frálags. Ýmis teikn eru nú á himni. sem benda til þess, að hinn hefðbundni mæli- kvarði hagfræðinnar henti ekki lengur til mats á arðsemi iðju ein- staklingsins, heldur veröi þar til að koma mælikvarði, er tekur mið af manninum sjálfum og um- hverfi hans öllu. Tilefni þeirra þanka, sem hér fara á eftir, eru ákveðin sjónar- mið, er fram hafa komið i áður- nefndum umræðum um land- búnaðarmál. Misgjörðir feðranna 1 fornri bók, sem varðveitzt hefur stendur, að landið okkar hafi verið viði vaxið á milli fjalls og i'jöi'u við upphaf þjóðarsögu. Litlar menjar sjáum við nú um þennan gróður. Aöeins skógar- blettir hér og þar, auk slitrótts kjarrlendis, minna á þá horfnu tið. Nokkuð hafa menn deilt um áreiðanleika frásagnar gömlu bokarinnar, en allt um það hníga þung rök að þvi, að gróður landsins hafi um landnám verið drjúgum meiri «n hann er nú. Óskynsamleg notkun gróöur- lendis, sprottin af illri nauðsyn og vanþekkingu landsmanna hefur svo með sjálfum náttúruöflunum valdið þeirri eyðingu gróöurs, sem hvarvetna mjá sjá merki um I dag. Fæst okkar munu áfellast for- feðurna fyrir rányrkjuna, en við erum þó sammála, um, að hin forna meðferð landnytja eigi sér fátt til málsbóta. Við höfum fyrir alllöngu hafið endurbótastarfið, og gengið á hólm við landspjöll og eyðingu jarðvegs. A liðnu þjóðhátiðarári samþykktu svo fulltrúar þjóðarinnar á Lögbergi að greiða hluta af landskuldinni með einum milljarði króna, sem varið skyldi til landgræðslu og gróðurbóta. Þykir mörgum, sem reikningar hafi nú jafnast nokkuð, að minnsta kosti svo, að úttektin standi i þolanlegu hlut- falli við innleggið, reiknað á „árs- grundvelli". Við teljum okkur einnig hafa snúiö baki við þeirri hjarðmennsku er fyrr einkenndi lifsbaráttu þjóðarinnar, og tekið i hennarstaðuppræktun stefnuá flestum sviðum þióðlíff ns En gerum nú einfaldaðan samanburð á aðferðum lifs- baráttunnar á timum „hjarð- mennskunnar" og á timum „ræktunarmenningarinnar','. Aöur fyrri, er hvert bú var riki i rlkinu, var sjávarnyt og land- búnaöur undirstaða tilverunnar. Með afli handanna varfæðansótt til sjávarins og búsmalinn lifði af veturinnáfóðriþvi,ertókstað afla á undangengnu sumri. En sjaldnast hrökk það fóður eitt til, þáð þurfti að leita á náðir landsins á vetrum einnig: beita búfénu á viðkvæman gróður, sem lá i vetrardvala.og að auki þurfti aö afla eldsneytis. Með þessu var gengið á höfuðstólinn og af stað f/dr hringrás, sem viða reyndist örðugt að stöðva. í dag þætti okkur flestum slikt búskaparlag ámælisvert I hæsta máta, enda höfum við nú snúið okkur að öðrum lifsháttum. ,, Ræktunar menningin.'' Nú á timum er samfélagið orðið flóknara en áður gerðist. Kröfur um afköst, framleiðni, vinnu- sparnað og allt það hafa leitt til mikillar sérhæfingar á flestum sviöum þjóðllfs. Vélar og tæki hafa luyst mannshöndina af hólmi að verulegu leyti. Framlag mannsins er nú það mikilvægast að hugsa út nýjar leiðir til aukningar „velmegunarinnar" og aö stýra tæknibúnaðinum, að svo miklu leyti sem það er unnt. Vissulega hafa margir lagt hart að sér við þróun þeirrar heims- myndar, sem nú blasir við og framlag einstakra hefur fært mannkyninu gæfu og gildi, sem seint verða fullþökkuð. En i' sinni einföldustu mynd hafa fram- farirnar að langmestu leyti orðið & kostnað náttúruauðlindanna, sér I Iagi þó orkulindanna. Má raunar segja, að orkan i hinum ýmsu myndum sé alger grund- völlur og forsenda þess þjóð- félags, sem við búum nú i. Ti! glöggvunar á þessu getum við litið á deplaritið, sem hér fylgir. A þvl kemur fram, að þeim mun hærri sem þjóðartekjurnar eru, þeim mun meiri er orkunotkunin á Ibúa. Þetta er þá hin svonefnda hagþróun. Nútima „ofbeit". Gætum nú að þvi, hvaðan um- rætt orkumagn er ættað. Meginhlutin er komin frá lifrænu eldsneyti, kolum, oliu og jarðgasi. Það er fengið úr tæmanlegum orkulindum. Gengið er á sam- eiginlegan orkuforða og hirða hinar iðnvæddu þjóðir megin- hlutann. Eins og sakir standa er talið, að rikasti fimmtungur jarðarbúa neyti 60% af árlegri orkunotkun heims (SNF 1975). Þróunarlöndin ala helming jarðarbúa, en hlutur þeirra i orkuneyslunni er þrátt fyrir það bara um 10%. Orkunotkun jarðar- búa er nú þvi lik, að áætlanir Massachusetts-hóps hinna svonefndu Rómarsamtaka telja, að olia og jarðgas muni þrjóta innan 30-50 ára, ef fram fer sem horfir (sjá t.d. bókina Endimörk vaxtarins, 1974) Ljótt er það, ef satt reyndist. Hér hentar að athuga okkar eigin stöðu. Einhver kann nú að segja, að þessi mál komi okkur varla mikið við, þjóðin sé svo fá- menn að um orkuneyslu hennar muniekkert á heimsmælikvarða. Má svo vel vera, en segja má að mistök geti verið jafnalvarleg, hvort heldur tveir gera þau eða tvö hundruð. Samkvæmt tölum um innlenda orkuvinnslu og innflutning orkugjafa (Hagskýrslur 1974) hef ég reynt að áætla orkunotkun landsmanna árið 1973: Sjá töflu neðst á siðunni. Þarna er ekki talin með sú orka, sem nýtt er beint til upphitunar hibýla o. fl. (þ.e. jarðvarmi). Hlutur orku úr tæmanlegum auðlindum (ollan) er samkvæmt yfirlitinu æði stór eða tæpir fjórir fimmtu hlutar orkunotkunarinnar, eins og hún er skilgreind hér. Talið er, að meðalorkunotkun i heiminum sé um llmillj. kcal á hvern ibúa (Ehrensvárd, 1972) Við getum þvi með nokkrum sanni talið okkur til hins „þró- aða" hluta heimsbyggðárinnar i þessum skilningi. Við getum leikið okkur aðeins með tölurnar. Oliunotkun okkar K z^M^JSLM 1 Við höfum aö mestu horfið frá rányrkju lands okkar, en er misnotkun náttúruauðlindanna þar með úr sögunni? Eöa hefur hún aðeins breytt um svipmót. Rafmagn (fallvötn, jarðvarmi) Ollur og bensln Orkunotkun 8,9 millj.kcal /íbúa ( 22%) 30,9 millj.kcal/íbúa ( 78%) Samtals 39,8 millj.kcal/Ibúa (100%) 1 f,oo. Or1Sm Jyáoariek/L/r, •l/sff' m////.kr.á féáa > ** •Svt/*/00 < s " %Kana/Ja 0 Datirrrark ap* *//aregt/r /vhrt/arrc/ V %£nff/crrra %/taua / nps- •5ponn •Pera / O 25 SÐ 75 úrkunoikun, m////. kculá /húa Orkunotkun og þjóðartekjur (eftir NOU 1974).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.