Tíminn - 03.12.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.12.1975, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 3. desember 1975. TÍMINN 11 g nu árið 1973 nam um 3 tonnum á hvern landsmann. NU er olian leifar gróðurs, sem batt orku sólarinnar fyrir milljónum ára. Sýna má fram á, að oliunotkun okkar árið 1973 jafngildir þvi orkumagni, sem gróður á 1 1/2 hektara bindur á ári hverju við góð skilyrði. Oliunotkun landsins svarar þvi til orkunáms gróðurs á svæði.sem er þrisvar sinnum stærra en öll tún á Islandi i dag. Iloíum við bætt hegðun okkar? Hvað er nu sameiginlegt með beitarbúskap forfeðra okkar og nútima þjóðarbúrekstri hinna þróuðu landa, sem við getum talið okkur með? Jú, það er að reisa öflun lifibrauðsins á rányrkju — með þvi að nema meira Ur auðæfaforöa veraldar en okkar kynslóð ber. 1 staö þess að beita fénu á móana sunnan við bæinn og með þeirri afleiðingu, að eftir stóð flag eitt og rofaborð, og að rifa hrls til eldmetis uppi i hlið, gerum við nú strandhögg i orku- lindir jarðar og aðxar innistæður, sem óhjákvæmilega leiðir einnig til auðnar og uppblásturs innan fárra áratuga. Það, sem skilur þessa búskaparhætti, er á hinn bóginn álit okkar og mat á þeim. Beitina á móann sunnah við bæinn og hrisrifið teljum við i flesta staði ámælisvert. Hin beitaraðferðin— beitin á auðlindirnar Uti i heimi — er litin augum velvildar, og er raunar opinberlega viðurkennd, þvi hún þjónar þvi markmiði, sem við höfum sett þjóðfélaginu, að skapa meiri framleiðslu, auka hagvöxt og þjóðartekjur. Augljóst ætti þvi öllum að vera, að við erum ekki hótinu skyn- samari eða betur staddir en for- " feður vorir, sem okkur hættir oft til að áfellast, þá rætt er um meðferð landsgæða. Það sem á hinn bóginn liggur hér að baki, er sú náttúr mannsins að vílja sifellt hagræða siðgæðislegri viðmiðun þannig, að hún henti þörfum hans og löngun á hverjum tima. Að siðustu Að höndum hefur nú borið hálf- gerða kreppu i efnahagsmálum hins þróaða hluta heimsbyggðar- innar. Flestir lita á hana sem ¦ timabundið fyrirbrigði, þótt margt bendi hins vegar til þess, að hún sé varanleg, verði lifs- máta og mati verðmæta — fyrst og fremst náttúruauðlinda — ekki breytt innan tiðar. Við ts- lendingar erum betur staddir en flestar aðrar þjóðir, sakir hinna verðmætu orkulinda, sem við ráðum enn yfir, en ætla má, að orkan verði mjóg verðmætur gjaldmiöill i framtiðinni. Þetta leysir okkur engan veginn undan þeirri kvöð að athuga stöðu okkar með hliðsjón af nýtingu náttiíru- auðlinda. Við eigum þatti orkusó- un iðnrikja, og tökum mun stærri hlut úr sameiginlegum orkusjóði heims en okkur ber. Þegar óll kurl eru komin til grafarinnar, er það ekki hið fjár- hagslega mat, sem lagt verður á arðsemiiðju einstaklingsins, heldur það, hvernig iðja hans samrýmist lögmálum þeim, er náttúran og umhve.rfi okkar lýtur. Fjárhagslegur ábati stend- ur nefnilega I dag æöi oft i beinu sambandi við rányrkju auölinda og bruðl með auðæfi náttúrunnar. Sé málið skorað af þessum sjónarhóli, kann þvi svo að fara, að smábúskapur norður á Ströndum og lambakjötsfram- leiðsla á Landmannaafrétti teljist, þrátt fyrir allt, ámóta „þjóðhagkvæm" störf og álbræðsla fyrir sunnan Hafnar- fjörð eða bilasala i Reykjavik — jafnvel þótt fiytja 'þuríi úTe'iIitið af lambakjötinu af Landmanna- afrétti fyrir „lélegt" verð? Kort úr íslenzkum miðalda- handritum STOFNUN Arna Magnússonar á tslandi hefur hafið útgáfu á lit- prentuðum kortum með lýsingum úr islenzkum miðaldahandritum. I þetta sinn koma út niu kort i þremur gerðum og prýða þau lýs- ingar úr fjórum islenzkum hand- ritum: A fimm kortum eru lýsingar úr sögu heiiags Nikulás i handritinu Perg. 4 to nr. 16 i Konungsbók- hlöðu i Stokkhólmi, skrifuðu um 1400, og eru þær öðrum þræði valdar vegna þess að jólahátið fer senn i hönd. — Heilagur Nikulás, erkibiskup frá Myra i Likia i Litlu-Asiu, var einn vinsælasti dýrlingur kaþólskrar kirkju á miðöldum. Helgi hans verður fyrst vart á 6. öld e.Kr., en breið- ist ört út eftir 1087, þegar beinum hans var rænt frá Myra og þau ' flutt til Bár á ítaliu áf þárlendum kaupahéðnum. Heilagur Nikulás er einkum árnaðarmaður sæfar- enda og barna, enda færir hann þeim siðarnefndu gjafir á messu- degi sinum 6. desemberrKenni- tákn hans eruoft þrir gullsekkir eða þrir sveinar, sem standa i kerlaug við hlið hans. Dýrkun heilags Nikulás varð mjög útbreidd á íslandi i kaþólskri tið. Um það bil 34 kirkj- ur eru honum helgaðar og hann er verndardýrlingur fjölmargra. Um hann hafa verið skrifaðar a.m.k. 3 islenzkar sögur og er brot úr hinni elztu til á skinni frá þvi um 1200. Sögu hans i Perg. 4to nr. 16 setti saman Bergur Sokka- son ábdti á Munkaþverá. I Stofn- un Arna Magnússonar er nU unnið að Utgáfu á islenzkum Nikulás sögum. Mynd af Jóhannesi guðspjalla- manni er á tveim kortum Arna- stofnunar. Hún er tekin úr Skarosbók postulasagna, sem is- lenzku bankarnir keyptu á uppboði i London árið 1965. Talið er aö Skarðsbók hafi verið skrifuð i Helgafellsklaustri fyrir Orm lögmann Snorrasoná Skarði á Skarðströnd laust eftir 1350. Þá er á einu korti lýsing úr Skarðsbók Jónsbókar, AM 350 fol., lögbókarhandriti, sem einnig er kennt við Skárð á Skarðs- strönd. Sú bók er talin veglegust allra Jónsbókarhandrita, og lýs- ing hennar er eins og bezt gerist i islenzkum handritum. Að Skarðs- bók var verið að vinna 1363, en óvist er hve lengi hún var i gerð. Að lokum er á einu korti lýsing Ur Flateyjarbók, GKS 1005 fol. Þar er sýnt fall ólafs Helga Haraldssonar Noregskonungs á Stiklarstöðum árið 1030. Að Flat- eyjarbók var unnið á siðustu ára- tugum 14. aldar, og voru upphafs- starfir og myndir dregnar af MagnUsi presti Þórhallssyni. Kortin verða til sölu á almennum markaði og verzlunarstjórar sem óska eftir að fá þau til sölu geta snúið sér til Árnastofnunar. Leitarflugid 3. útgáfa hinnar vinsælu Árna-bókar LEITARFLUGID, hin vinsæla unglingabók Armanns Kr. Einarssonar, hefur nU verið gefin Ut i þriðja skipti hjá Prentverki OddsBjörnssonar hf. á Akureyri. Arni og systurnar i Hraunkoti eru sögupersónur, sem allir islenzkir unglingar kannast við. Leitar- flugið er áttunda bindið i þessu- ritsafni Armanns, sem notið hefur geysilegra vinsælda. Bókin er 171 bls. að stærð og er gefin Ut og prentuð hjá Bókafor- lagi Odds Björnssonar hf. Teikningarnar i bókinni eru eftir Halldór Pétursson, en kápu- myndina gerði Max Weihrauch. •oooooooooooooooooooooooo# SK/DA- jakkar SKÍÐA- huxur SKÍÐA- skór SKIÐA- hanzkar SKIÐA- gleraugu SKIÐA- stafir Aidrei meira úrval Pósisendum SP0RTVAL I Hlemmtorgi — Simi 14390 OOOOOOOOOOOÍíOOOOOOOOOOO©'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.