Tíminn - 03.12.1975, Qupperneq 13

Tíminn - 03.12.1975, Qupperneq 13
Miðvikudagur 3. desember 1975. TÍMINN 13 Saga Reykja víkurskóla BII-ReykjavIk. - SjáKsbjörg, fé- lag fatlaðra i Reykjavik heldur jólabasar til ágóða fyrir hina margvislegu starfsemi Sjálfsbjargar, i Lindarbæ sunnudaginn 7. desember nk. og hefst hann kl. 14.00. Að venju er hið fjölbreyttasta úrval muna á jólabasar Sjálfs- bjargar, og má sjá nokkra þeirra á meðfylgjandi mynd. Er ekki að- eins um eigulegt úrval fegurstu muna að ræða, heldur skal það lika hafthugfast, hversu þarft og gott málefni þeir styðja, sem leggja leið sina til að verzla á jólabasarnum i Lindarbæ á sunnudaginn. Ráðstefna um kjaramál námsmanna Nýlega var haldin i Arnagarði i Reykjavik ráðstefna tólf náms- mannasamtaka um ýmis kjara- mál námsmanna. Bar þar hæst námslánin, eins og er að vænta eftir atburði siðustu vikna. Einnig var mikið fjallað um fagmenntun (verkmenntun) og aðbúnað h'enn- ar. A ráðstefnunni voru fulltrúar hinna ýmsu hópa 3600 umsækj- enda um námslán, en heildar- fjöldi félaga i þessum 12 náms- mannasamtökum er á niunda þúsund. Þá mættu á ráðstefnunni fulltrúar frá ASl og BSRB, og urðu frjóar umræður um sam- skipti námsmanna og verkalýðs. Voru menn einhuga um gildi áframhaldandi samstarfs og samstöðu námsmannahreyfingar og verkalýðshreyfingar. Nokkrar ályktanir voru gerðar á ráðstefn- unni varðandi fyrrgreind mál, og, einnig lýsti ráðstefnan yfir stuðn- ingi við útfærslu landhelginnar og varaði við samningum við út- lendinga. "Vélsleði Johnson 21 litiö notaöur. Upplýsingar í Mark- holti 11, Mosfellssveit, simi 66121. SAGA Reykjavikurskóla I er fyrsta bindi af tveggja til þriggja binda verki um sögu skóla þess, sem fyrst var nefndur Hinn lærði skóli i Reykjavik, siðar Hinn al- menni menntaskóli i Reykjavik og loks Menntaskólinn i Reykja- vik. Þetta fyrsta bindi, sem hlotið hefur undirtitilinn Nám og nemendur, er ofið úr tveimur þáttum. Annar er ritgerð, sem Kristinn heitinn Ármannsson rektor tók saman um reglugerðir skólans og nám i einstökum greinum fram til 1946. Hinn þátt- urinn er safn mynda af nemendum skólans á árabilinu 1869-1975, sem Heimir Þorleifsson cand. mag. hefur náð saman og nafnsett með aðstoð fjölmargra nemenda skólans eldri og yngri. Þá hafa rektorarnir Einar Magnúss. og Guðni Guðmunds- son samið kafla um reglugerðir skólans eftir 1946. 1 þessu bindi eru enn fremur skrár um kennara skólansihverri grein frá upphafi, og þar eru margar myndir af kennurum, kennslutækjum og kennslubókum. Þá eru nokkrar Faunumyndir af „inspectorum”. Ritverkið um sögu Reykjavik- urskóla er gefið út af Sögusjóði Menntaskólans i Reykjavik, sem flestir afmælisstúdentar stofnuðu vorið 1974 og allir afmælis- stúdéntar 1975 styrktu m jö’g veru- lega. 1 stjórn sögusjóðs eru Guðni Guðmundsson rektor/ Ólafur Hansson prófessor og Þorbjörg Bjarnar Friðriksson M .A., en hún var tilnefnd af stofnendum sjóðs- ins. Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur aðalumboð fyrir ritverkið og sér um dreifingu þess, en rit- stjóri er Heimir Þorleifsson. Mjög hefur verið vandað til allrar gerðar bókarinnar um sögu Reykjavikurskóla, og hefur Helga B. Sveinbjörnsdóttir aug- lýsingateiknari séð um útlit hennar og teiknað skýringa- myndir. Bókin er sett og bundin i prentsmiðjunni Hólum en offset- prentuð i prentsmiðjunni Grafik. Bókin er 296 siður að stærð og i stóru broti og i henni eru hátt á fjórða hundrað myndir og teikningar. Heimildaskrá og nafnaskrá stúdentsmynda fylgja, og eru i nafnaskránni rúmlega 6100 nöfn. 1 siðari bindum af sögu Reykjavikurskóla verður fjallað um skólalif og skólavenjur, félagslif, skáldskap og leiklist i skólanum. Þar birtast myndir úr skólalifinu, bekkjarmyndir og margt fleira. Tekið er við áskrif- endum að verkinu á afgreiðslu Bókaútgáfu Menningarsjóðs að Skálholtsstig 7 og fá áskrifendur fyrsta bindi með verulegum af- slætti. IH iill SMtbI IIBmIIí. Lif og starf konunnar Fimm barna móðir og margra manna húsmóðir, gift bónda i sveit, sendi Landfara eftirfarandi linur: „Kom þú sæll, Landfari góð- ur. „Margt hefur mig langað til að skrifa um, til að leggja orð i belg um eitt og annað, en ekki komizt á blað hjá mér. Varla veit ég, hvað ég ætti helzt að velja af þvi, sem ég hefði viljað biðja þig að birta. Ég held þó að lif og starf kon- unnar verði fyrir valinu. Þvi að þær munu i reynd ráða mestu um þróun mannlifs og þjóðlffs i framtiðinni. Þeirra afstaða hefur ætið verið og mun ætið verða undirstaðan, þó að hún fari leynt. Vonandi munu þær i framtiðinni verða kjarkmeiri til opinberra átaka — þar sem þess er þörf — án þess þó að þær þurfi að lifa einlifi. Að minu viti ættu karlmennirnir að fagna þvi, að konurnar vilji takast á við vandamál þjóðarinnar utan veggja heimilanna. Þeirra lif tel ég að myndi verða mun inni- haldsrikara, ef þeir tækju virk- an þátt i heimilishaldinu og barnauppeldinu. Þeir myndu fá „jarðsamband”. Það hlýtur að vera aðalatriðið að karlkyn og kvenkyn standi einhuga saman frá vöggu til grafar, þekki vandamál og viðfangsefni hvort annars og bæti hvort annað upp, hafi hæfileikann að leiðarljósi i samskiptum sinum. Þróunin tekur sinn tima, og þyngst á metunum mun það verða, ef við mæðurnar ölum syni okkar upp sem góða félaga okkar i öllum okkar störfum, sem nauðsynleg eru I daglegu lifi i kringum tilveru hverrar einstakrar manneskju. Þessari öfgafullu þjónustu við karlkynið, þyrfti að breyta. Ef mæðurnar ala syni sina upp við þá siði að rétta þeim allt upp i ándlitið, þrifa allt upp eftir þá, laga allt sem aflaga fer, pressa buxurnar og bursta skóna þeirra fram áð giftingaraldri, hvernig er þá hægt að búast við að þeir verði eftirsóknarverðir lifsförunaut- ar? (Sjaldgæfara er að dæturn- ar séu aldar svona upp, en sizt betra). Látum börnin hjálpa til frá frumbernsku, leyfum þeim að fylgjast með allri lifsbaráttu þeirra fullorðnu. Þá munu þau verða færari um að axla sinar byrðar þegar mest á reynir. Vill karlmaðurinn láta gera sig út til þess að vinna fyrir peningunum, og konan sé svo ein um að velja og hafna, hvernig úr þeim spilast? Á kon- an að vera algjörlega háð þeim manni, sem hún giftist? Ef hún hefur vit og vilja til að starfa og móta sitt þjóðfélag utan veggja heimilisins, hverjum er það þá i óhag? Fáum mun sennilega þykja, að sú kona geti búizt við að aðrir þjóni henni með mat og þvotta, þó að mörgum þyki sjálfsagt að karlmaðurinn njóti slíks. Ég les oftast „Landfara” og sé þar ýmislegt umhugsunar- vert. Þar hef ég lesið ýmislegt skrifað af H.Kr. Mér þykir gaman að lesa það, sem hann skrifar, bæði i „Landfara” og annars staðar i blaðinu. En mér finnst, að hann hljóti að vera „gerðurút” af kvenmanni, fyrst hann hefur tima til að skrifa svona mikið. Þetta segi ég út frá hugsunum minum um það, sem hann skrifar i „Landfara” þriðjud. 18. nóv. sl. Ég er sko sveitakona og langar að segja mitt á lit á þessum skrifum hans og fyrri bréfritara viðvikjandi ráðskonum, bændum og sveita- konum. Unglingar 16-18 ára, sem ráðnir eru til starfa i sveit, fást ekki fyrir minna en 40-60 þúsund á mánuði, auk fæðis, húsnæðis og þjónustu. Störf ráðskonu eru alltaf miklu tima- frekari en þessara unglinga. Þær þjóna sér sjálfar og borða yfir leitt minna. Auk þess tel ég þær bera ábyrgðarmeira starf. 20 þúsund krónur á mánuði er þvi alltof litið kaup fyrir þær að minu mati. Laun sveitakvenna eru óafsakanlega smánarleg. Hún fær ekki sama kaup fyrir sömuvinnu á hverja unna klst., eins og maðurinn sem vinnur með henni (hvort sem það er 60 ára eða 18 ára karlkyn), þegar hún fer ,,út” til að vinna að „framleiðslustörfunum”. Hún verður alltaf að sjá um að gefa öllum mat á matmálstimum, þó að hún komi dauðþreytt inn úr „útiverkunum Heimilishald á sveitaheimili er alls ekki sambærilegt við heimilshald i' kaupstað. Það er ekkert einkaheimili. Konan verður að taka i fæði, húsnæði og þjónustu alla, sem starfa við búið. Þetta er samtvinnað at- vinnurekstrinum. Þó að það sé á engan hátt metið að verðleik- um. Hvernig er það á fiskibát, ef kona skipstjórans fer með og sér um matargerðina, fær hún ekki sinn hlut af ágóðanum, rétt eins og aðrir skipskokkar? Svo sannarlega er illa búið að bændastéttinni i heild, en þó verst að þeim yngri. Starfs- framlag og verðmætasköpun barna, unglinga og eiginkvenna bændanna er að minu viti hreint ekki reiknað með við verðlagningu landbúnaðar- afurða. 1 þau 14 ár sem ég hef verið húsmóðir i sveit, hef ég haft (lauslega talið i huganum) yfir 50 manns af vandalausu fólki á minu heimili, i lengri eða skemmri tima. Og liklega álika marga menn i fæði af og til — menn sem koma i tiltekin verk i nokkra daga eða bara einn dag. 1 lögfræðibók hef ég lesið, að konu sé ekki skylt að vinna við atvinnurekstur eiginmanns án sérstakra launa. Flestar konur i sveit eru sivinnandi allan ársins hring frá morgni til kvölds, úti eða inni eftir árstiðum og aöstæðum. Sú vinna skapar verðmæti fyrir þjóðarheildina. Þær eiga að fá að ráða til hvers þeim er varið. Til hvers myndu þær nota sinn hlut? Kaupa sér heimilistæki eða heyvinnutæki, nokkrar kindur eða kú, byggja eða lagfæra, rækta eða girða, kaupa húsgögn eða teppi, fara i siglingueða suður á Hótel Sögu? Já, vel á minnst, hvað skyldu þær vera margar sveitakonurn- ar, sem hafa gist á hótelinu, sem þær byggðu? Karlmenn eru allsráðandi i öllu viðvikjandi málefnum land- búnaðarins, þó að vinnuframlag kvennanna sé eflaust 1/3, ef ekki 1/2 af vinnunni á sveita- heimilum. Það er timafrekt að skrifa svona, þegar maður þarf sifellt að sinna börnum og sjá um máltiðir (3 aukameno núna i 3 daga). Ég vona samt að þetta sé ekki mjög sundurlaust af- lestrar. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna.” Munir á jólabasar Sjáifsbjargar. Jólabasar Sjólfsbjargar Kaupum rjúpur hæsta verði Upplýsingar í síma 10151 og 1-13-21 Aðalfundur Byggingasamvinnufélags Kópavogs verð- ur haldinn þriðjudaginn 9. desember kl. 8.30 að Álfhólsvegi 11 (Þinghóli). Dagskrá: Verijuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Selfossbúar — Selfossbúar Áð gefnu tilefni, skal vakin athygli á, að samkvæmt ákvæðum heilbrigðisreglu- gerðar þarf löggildingu heilbrigðisnefnd- ar á húsakynnum, sem ætluð eru til: Reksturs hárgreiðslu-, rakara- og hvers konar snyrtistofa. Tilbúnings, geymslu og dreifingar á mat- vælum og öðrum neyzluvörum. Matsölu, gisti- og veitingahússtarfsemi. Skólahalds. Reksturs barnaheimila. Ennfremur sjúkrahúsa og annarra heil- brigðisstofnana. Iðju og iðnaðar. Umsóknir skulu sendar heilbrigðisnefnd áður en starfrækslan hefst, og er til þess mælzt að hlutaðeigendur hafi þegar i upp- hafi samráð við heilbrigðisnefnd um undirbúning og tilhögun starfseminnar um allt er varðar hreinlæti og hollustu- hætti. Heilbrigðisnefnd Selfosshrepps.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.