Tíminn - 03.12.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 03.12.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Miövikudagur 3. desember 1975. 82 Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal — Eiris og þú vilt, varðstjóri, svarar lögreglumaður- inn. Þremenningarnir ganga að húsinu. Þeir eru stöðváðir af leynilögreglumanni við aðaldyrnar. — Ég er Þierce varðstjóri í Neyðarsveit lögreglunnar, segir Buck. — Þessir menn eru frá Rafmagnsveitunni, þeir voru sendir hingað til að athuga rafmagnsleysið. — Ágætt, svarar leynilögreglumaðurinn. — Ég skal fylgjast með þeim, en aðra ábyrgð vil ég ekki, segir Buck. — Hvað áttu við? — Ég á við þetta: Ef borgarstjóranum verður fóta- skortur og ökklabrotnar meðan þeir eru í húsinu þá vil ég engar ásakanir frá yfirforingjanum mínum. — Við skulum sjá um að borgarstjórinn komi hvergi nærri þér, svarar leynilögreglumaðurinn brosandi. — Jæja galdramenn, hvar viljið þið byrja verkið? í kjallaranum til dæmis, spyr Buck. Þeir ganga inn í húsið. Vasaljós eru á stöku stað, en að mestu er húsið þó almyrkvað. Þeir sem eru á ferli í hús- inu sjálst ógreinilega. Mennirnir þrír hefjast handa í kjallaranum. Þeir þykjast kanna öll öryggin. Þá fara þeir í sérhvert herbergi hússins. Auðvitað sjá þeir aldrei borgarstjórann í þessari könnunarferð sinni. I svefnherbergi hjónanna treður heyrnarsljói maðurinn mælitækinu undir tvíbreiða hjónarúmið og lætur svo sem hann sé að kanna hvort raf magn leiði út úr innstungunni við rúmgaflinn. Þegar hann gengur út úr herberginu heldur hann ekki lengur á neinu. Volt/ohm mælirinn er á gólfinu undir rúmi borgarstjórans. Mælirinn með öllum sínum rof um og spennumælum er raunverulegur. En samt sem áður ekki nema á yf irborð- inu. Það eru engin rannsóknartæki bak við alla mæla og rofa. Undir mælaborðinu er alls ekkert. Undir því er hins vegar falin ein af sprengjum Bucks. Hún á að springa klukkan tvö um nóttina. Annað kvöld mun borgarstjórinn láta lífið. Á laugardagsmorgunn myndu þeir óákveðnu og hik- andi gera upp hug sinn. Þeir myndu opna morgunblaðið sitt og lesa f yrirsagnirnar. Þá myndu þeir fá f ulla vissu fyrir því að bréfið væri ósvikið og kaldbitur raunveru- leiki. Enginn tækifærissinni gæti hafa sagt svo réttilega fyrir um morðiðán þess að hafa framið það sjálfur og skipulagt. Þessir sömu menn myndu þá grípa til bréf sins þar sem þeir höfðu lagt það frá sér daginn áður í kæru- leysi. Enneinusinni rennduþeir yfir bréfiðogog þá yrði þeim Ijós hinn grimmilegi boðskapur þess. Þá rynni upp fyrir þeim hin hroðalega hótun sem í orðunum fólst. Hvaða máli skipta f imm þúsund dalir þegar menn eiga yf ir höfði sér skyndilega morðhótun, sem svo rækilega er undirstrikuð? Enginn þessara hundrað manna hafði minna en 200.000 dollara árstekjur. Ferill þeirra var rækilega kannaður. Upphaflegi listinn var með fjögur- hundruð og tuttugu nöfnum, en smám saman fækkaði nöfnunum, unzaðeins vorueftir þeir, sem virtust senni- legustu fórnarlömbin. Menn sem gátu tapað fimm þús- und dölum við spilaborð í Las Vegas án þess að blikna eða blána. Menn sem þekktir voru afþví að f járfesta fé sitt í skuldabréfabraski eða væntanlegum gróða- leiksýningum á Brodaway. ( sem skemmstu máli, menn sem líklegir voru til að hætta fimm þúsund dollurum fyrir dýrmæta líftóru sína, ef þeir áttu þess kost. Þeir munu borga okkur, hugsaði heyrnardauf i maður- inn með sér. Þó ekki allir. Nei — auðvitað ekki allir. En nógu margir. Kannski sakar ekki að bæta við nokkrum morðum í viðbót. Kannski verður að afmá einhverja af þessum feitu og pattaralegu velferðarrottum áður en af- gangurinn lætur sannfærast. En þeir MUNU sannfær- ast, og þeir MUNU borga. Eftir morðið annað kvöld munu þeir vita fyrir víst að þetta er ekki grín og gaman. Þá munu þeir vissulega borga. Heyrnardauf i maðurinn brosti skyndilega. Það ætti að vera samankominn stór hópur manna fyrir utan City Hall. Kannski nú þegar, hugsaði hann með sér. Þetta verður sannarlega athyglis- verð helgi. xxx — Þú hittir naglann á höf uðið, sagði Byrnes f lokksfor- ingi við Steve Carella. — Borgarstjórinn er næsta fórnar- lambið. — Hann kemst aldrei upp með þetta, sagði Hawes. — Það er E4NS GOTT, svaraði Byrnes. — E'f honum tekstaðkoma borgarstjóranum fyrir kattarnef þá munu peningarnir streyma að honum eins og lauf ið á trjánum. Hvað heldur þú að hann haf i sent mörg af þessum bréf- um? — Við skulum reyna að gera okkur grein fyrir því, sagði Carella....— Fyrst aðvaraði hann lögreglufulltrú- ann og krafðist fimm þúsund dollara. Næst var það varaborgarstjórinn og fimmtíu þúsund dala fjárkrafa. Miðvikudagur 3.desember 7.00 Morgunútvarp Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Til umhugsunar Þáttur um áfengismál i umsjá Árna Gunnarssonar og Sveins H. Skúlasonar. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar 14.30 Miðdegissagan : „Fingramál" eftir Joanne Greenberg Bryndfs Vig- lundsdóttir les þýðingu slna (8). 15.00 Miðdegistónleikar 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Drengurinn i gullbuxun- um" eftir Max Lundgren Olga Guðriín Arnadóttir les þýðingu sina (8). 17.30 Framburðarkennsla i dönsku og frönsku 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Úr atvinnulifinu Rekstrarhagfræðingarnir Bergþór Konráðsson og Brynjólfur Bjarnason sjá um þáttinn. 20.00 Kvöldvakaa. Einsöngur Þorsteinn Hannesson syng- ur islenzk lög. b. Austan- geislar Halldtír Pétursson flytur ferðaminningar sinar frá liðnum árum. c. Ljóð eftir Jón Þórðarson frá Borgarholti Guðrún Step- hensen leikkona les. d. Tog- azt á um svipu úr Suðursveit Pétur Pétursson talar við Ingunni Þórðardóttur. e. Um islenzka þjóðhætti Árni Björnsson cand. mag. segir frá. 21.15 Siðari landsleikur ts- lendinga og Norðmanna i handknattleik Jón Ásgeirs- son lýsir úr Laugardalshöll. 21.45 Strauss-hljómsveitin I Vin leikur Tónlist eftir Jo- hann Strauss. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsag- an: „Kjarval" eftir Thor Vilhjálmsson Höfundur les (21). 22.40 Nútimatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.25 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. Miðvikudagur 3. desember 1975. 18.00 Björninn Jógi. Bandariskur teiknimynda- flokkur. Þýðandi Jón Skaptason. 18.25 Kaplaskjól. Breskur myndaflokkur byggður á sógum eftir Monicu Dick- ens. Sakleysingjarnir. Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdótt- 18.50 List og listsköpun. Bandariskur fræðslu- myndaflokkur. 4. þáttur. Aferð. Þýðandi Hallveig Thorlacius. Þulur Ingi Karl Jóhannesson. 19.05 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Pagskrá og auglýsingar. 20.40 Nýjasta tækni og visindi. Apollo—Soyuz. — Alþjóða veðurrannsóknir.— Glóandi jarðbor. Umsjónarmaður Ornólfur Thorlacius. 21.15 McCloud. Bandariskur sakamálamyndaflokkur. Parlsarferð. Þýðandi Krist- mann Eiðsson. 22.15 Angola. Ný heimilda- mynd um ástandið i Angola fram að sjálfstæðisyfir- lýsingunni. 1 myndinni er m.a. rætt við Leonel Cardoso, fráfarandi land- stjóra Portúgals, og Agostinho Neto, forseta MPLA þjóðfrelsisfylkingar- innar. Þýðandi Ellert Sigur- björnsson. (Nord- vison—Danska sjónvarpið). 23.00 Pagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.