Tíminn - 03.12.1975, Page 15

Tíminn - 03.12.1975, Page 15
Mi&vikudagur 3. desember 1975. TÍMINN 15 Stjórn Landssambands stangvciðifélaga: Frá v.: Birgir Jóhannsson, Gunnar Bjarnason, Hákon Jó- hannsson, Friðrik Sigfússon, Bergur Arnbjörnsson og Karl Ómar Jónsson. Landssamband stang- veiðifélaga 25 óra BH-Reykjavlk. — Landssamband stangveiðifélaga hélt aðalfund sinn á Hótel Sögu dagana 15. og 16. nóvember sl., og minntist þar m.a. 25 ára afmælis landssam- bandsins, en það var stofnað 29. október 1950. Að venju voru mörg merk mál tekin til meðferðar á landssam- bandsfundinum og hefur ýmissa þeirra verið getið hér i Timanum. Skal nú ýmissa annarra getið að nokkru. Samþykkt var, að L.S. skyldi gerast aðili að útgáfu Veiði- mannsins með Stangveiðifélagi Reykjavikur. SVFR hefur af miklum myndarskap haldið Veiðimanninum úti i 27 ár, eða allt frá 1948, og hafa alls komið út af honum 95 hefti. Eitt hefti kemur enn út á vegum SVFR, en frá og með97. hefti erL.S. aðili að útgáfunni. Eignarhluti LS er 40% en SVFR á 60% og þrjá fulltrúa i ritstjórn, en L.S. tvo. Þá skorar aðalfundurinn á stjórnir aðildarfélaga L.S., að þær geri ekki tilboð i ár og veiðivötn, nema ljóst sé af aug- lýsendum bjóðenda, eða gegn drengskaparloforði þeirra, að þeir veiti bjóðendum kost á þvi að vera við opnun tilboða. Landssambandið fordæmir Sveinn Sigurðsson er fjóröi heiðursfélagi Svansins. Timamynd GE grófar veiðiaðferðir, eins og t.d. að reyna að veiða meðstórum eða þungum spúnum i mórauðum jökulám, á stöðum þar sem vitað er að laxinn hópast saman, þegar vonlaust má telja, að fiskur taki venjulegt agn. Bent er á, að eðlileg þróun fiski- ræktar geti ekki átt sér stað i bergvatni þveráa hinna stóru jökulfljóta, þar sem netaveiði nú er leyfð, nema þeirra grundvall- aratriða sé gætt, að 1) vikulegur friðunartimi netaveiði á laxi i stóránum verði lengdur upp i 108 stundir, 2) að öll netaveiði á laxi i straumvötnum verði bönnuð á timabilinu frá 20. júni til 5. júli, 3) að bönnuð verði netaveiði á laxi á ósasvæðum. Hefur áskorun þessa efnis verið send landbúnaðar- nefndum Alþingis. Aðalfundurinn telur, að laga- heimildir, sem heimila að leigja erlendum mönnum heil veiði- svæði samrýmistá engan hátt is- lenzkum hagsmunum og sé þjóð- inni til vansæmdar. Þá telur fundurinn það brot á islenzkum lögum, að útlendingar stofni til atvinnurekstrar á Islandi, og geti ekki verið um undantekningu frá sliku að ræða, er útlendingar taka á leigu veiðivötn til endursölu. Aðalfundurinn fól stjórn sam- Nýr heiðursfélagi Svans HINN 16. nóvember 1975 voru liðin 45 ár frá stofnun Lúðrasveit- arinnar SVANS. Af þvi tilefni heldur lúðrasveitin tónleika i Há- skólabiói, laugardaginn 29. nóvember kl. 14.00, fyrir styrkt- arfélaga og aðra gesti. Stjórnandi er Sæbjörn Jónsson trompetleik- ari, en hljóðfæraleikarar eru 32 talsins. Efnisskráin er fjölbreytt að vanda, og meðal annars verð- ur frumfluttur mars eftir Arna Björnsson tónskáld,sem hann hefur tileinkað Reykjavikurborg og nefnir Göngulag Reykjavikur. Á aðalfundi lúðrasveitarinnar hinn 5. október s.l. var Sveinn Sigurðsson kjörinn 4. heiðursfé- lagi Lúðrasveitarinnar SVANS. Sveinn lék á túbu með Svaninum óslitið frá árinu 1931 til ársins 1974, og tóku auk þess virkan þátt i félagsmálum og var formaður i mörg ár. Fyrsti heiðursfélagi lúðrasveit- arinnar var Hallgrimur Þor- steinsson tónlistarkennari, en hann var einnig fyrsti stjórnandi Svansins. Annar heiðursfélagi Lúðra- sveitarinnar SVANS var Karl O. bandsins að kanna, hvort þess finnist dæmi, að vafi geti leikið á lögmæti einstakra veiðilegu- samninga við útlendinga, og leggja niðurstöður fyrir næsta aðalfund. Itrekaðar samþykktir hafa ver- ið gerðar á aðalfundum L.S. und- anfarin ár, og var stjórninni falið að boða til ráðstefnu um þessi mál, þar sem sérfræðingar skýrðu raunverulega afstöðu okk- ar i þessum málum, svo að byggja mætti upp sameiginlegt á- tak i framtiðinni. Ánægju sinni lýsti fundurinn með framkvæmdir á sviði rann- sókna á lifsskilyrðum vatnafiska hér á landi, magnmælingum og öðrum þáttum fiskiræktar. Núverandi stjórn Landssam- bands stangveiðifélaga er þannig skipuð: Formaður: Hákon Jóhannsson, Reykjavik. Varaformaður: Berg- ur Arnbjörnsson, Akranesi. Gjaldkeri: Friðrik Sigfússon, Keflavik. Ritari: Gunnar Bjarna- son, Reykjavik. Meðstjórnandi: Birgir Jóhannsson, Reykjavik. Varamenn: Matthias Einarsson, Akureyri, Karl Ómar Jónsson, Reykjavik, GIsli Ólafsson, Hafn- arfirði, en hann lézt á miðju sumri. lúðrasveitarinnar Runólfsson tónskáld, sem var stjórnandi i 21 ár. Þriðji heiðursfélagi Svansins er Hreiðar ólafsson, en hann starf- aði i sveitinni i áraraðir, og var m.a. formaður i mörg ár. Hreiðar hefur stutt dyggilega við starf- semi lúðrasveitarinnar, m .a. með þvi að færa henni að gjöf fjölda útsetninga, en hann hefur flutt inn nótur fyrir lúðrasveitir um ára- bil. Kaupiö bílmerki Landverndar Æ. /OKUM\ /EKKI\ ftUTANVEGA) Unr Til sölu hjá ESSO og SHELL behsinafgreióslum og skrifstofu Landverndar Skólavöróustig 25 Þrautgóðir á rauna- stund Sjöunda bindi Björgunar- og sjóslysasögu Islands, Þrautgóðir á raunastund eftir Steinar J. Lúðviksson er nýkomin út hjá bókaútgáfunni Hraundranga — Orn og örlygur. — 1 þessu bindi eru raktir atburðir áranna 1925-1926-1927, en áður var búið að rekja atburði áranna 1928-1958 og fjalla um brauðryðjendur og for- ystumenn slysavarna hérlendis. Árið 1925 var eitt af meiri slysaárum i sögu þjóðarinnar og urðu mannskaðar mestir i miklu óveðri er gekk yfir landið og miðin dagana 7. og 8. febrúar. Hefur ofviðri þetta oft verið kallað Halaveðrið mikla, en þegar það skall á voru margir togarar, bæði islenzkir og er- lendir, við veiðará Halamiðum út af Vestfjörðum og komust þeir flestir f hann krappan og tveir þeirra frórust með allri áhöfn. — Drjúgur hluti hinnar nýju bókar fjallar um þetta mikla ofviðri og afleiðingar þess, en auk þess eru raktir aðrir atburðir þeirra þriggja ára sem bókin spannar. Steinar J. Lúðvfksson. Bókin er sett i Prentstofu G. Benediktssonar, prentuð i prent- smiðjunni Viðey og bundin i Arnarfelli en káputeikningu gerði Hilmar Helgason. Ásta málari — fyrsta íslenzka konan, sem tók próf í iðngrein — Gylfi Gröndal skrásetti eftir endur. minningum hennar Ásta málari nefnist ný bók sem Bókbindarinn gefur út og Gylfi Gröndal skráði. Þetta er saga hins óvenjulega lifs og baráttu Ástu Kristinar Árnadóttur, sem jafnan var kölluð Ásta málari og er ævi hennar eitt óslitið ævintýr. Ásta fæddist i Narfakoti i Njarð- vikum 1883 en fluttist á miðjum aldri til Vesturheims og bjó þar til dauðadags 1955. Atorka Ástu og áræði var með ólikindum. Hún gerðist húsamál- ari, svo að hún fengi kaup á við karlmenn og gæti stutt móður sina, sem varð ung ekkja með stóran barnahóp. Hún tók sveins- próf i málaraiðn i Kaupmanna- höfn og meistarapróf i sömu grein i Hamborg. Hún er fyrsta is- lenzka konan sem tekur próf i iðn- grein og fyrsta konan, sem tekur meistarapróf i málaraiðn, ef ekki i öllum heiminum, þá að minnsta kosti i Evrópu. En ef til vill mun persónusaga Ástu vekja mesta athygli. Hún segfr frá lifi sinu af óvenjulegri hreinskilni og ein- lægni. Gylfi Gröndal hefur skrásett endurminningar Ástu málara eft- irfrumdrögum hennar sjálfrar og öðrum heimildum, og er bókin prýdd fjölmörgum myndum. Myndin er tekin þegar Ásta var málaranemi i Reykjavik. Talið frá vinstri: N. S. Berthelsen málarameistari, Ludvik Einarsson, Asta mál- ari og Ragnheiður Berthelsen. Magnús Ólafsson tók myndina, en þá unnu þau fyrrncfndu við að mála i Alþingishúsinu um 1905-1906. | Auglýsicf íTimantun

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.